Alþýðublaðið - 21.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.04.1942, Blaðsíða 6
« Þetta er Desirée dóttir Gustafs Adolfs Svíaprins og konu hans Sibyllu, og því sonar— sonar—dóttir Gustafs konungs. Myndin var tekin af prinsessunni í garðinum við Drottning holm höllina í Stokkhólmi, þegar hún heimsótti konunginn, langafa sinn, fyrir nokkru. ALÞYÐUBLAÐIÐ Verkalýðsfélögin og framleiðslao. SPAN SKFLUGAN. Frh. af 5. síðu mættu þeir vanda .framburð málsins sumir hverjir og tala skýrar. Menntaskólanemendur geta verið ánægðir með frammi stöðuna og er gott til þess að vita, að áhugi á leiklist lifir enn í skólanum. „Spanskflugan“ hefir nú ver ið sýnd bæði hér í Reykiavík, á Eyrarbakka og í Grindavík; Voru viðtökur alls staðar hinar prýðilegustu og hinum ungu leikendum óspart klappað lof í lófa. Síðasta sýningán verður á sumardaginn fyrsta, B. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? FrZi. af 4. síðu. ,mun“! Hingað til hefir >Fram- sókn staðið á móti öllu þessu í bróðurlegu bandalagi við Sjálf stæðisflokkinn og stimplað það sem byltingarstefnu, að vilja leggja hærri tekju- og eigna- skatt á stríðsgróða, en gert hef ir verið, og jafna hinn stórfellda «£namun. En nú á að snúa við blaðinu, — ef kjördæmaskipun arfrumvarpið nær fram að ganga! Þannig ætlar Framsókn- arflokkurinn að hefna sín á Sjálfstæðisflokknum! Það verð ur gaman að sjá þá Jónas og Hermiann í hlutverki „bylting- arflokksins“. jmr f Hafaarfirðl oo Alpýðnsambandiö BLAÐIÐ Vísir segir í gær og hefir það eftir Her- manni Guðmundssyni í Hafn- arfirði, að stjórn Alþýðusam- bandsins hafi neitað Verka- mannafélaginu Hlíf um upp- toku. Þetta er ekki rétt. Stjórn Alþýðusambandsins hefir enn ekki afgreitt upp- tökubeiðni Hlífar. Hins vegar átti Hermann Guðmundsson nýlega tal við framkvæmdastjóra Alþýðu- sambandsins, Jón Sigurðsson, og sagði Jón honum, að málið væri enn óafgreitt, en búast mætti við, að sambandsstjórn gerði kröfu -um, að félagið bætti fyrir brot sín, er því var á sínum tíma vikið úr sam- bandinu fyrir, en það ar að reka 12 menn algerlega að ó- sekju og ástæðulausu úr fé- laginu. Virðist Hlíf ekki vandara um í þessu efni en Dagsbrún, sem bauð öllum þeim, sem úr félaginu var vikið, að verða teknir upp aftur, eins og þeim hefði aldrei verið vikið úr því félági. Aðalfnndnr kanp félagsins á Akranesi. KAUPFÉLAG Suður-Borg- firðinga á Akranesi hélt aðalfund sinn á annan í pásk- um. Kaupfélagsstjórinn, Frið- jón Stefánsson, lagði fram skýrslur og reikninga félagsins fyrir s.l. fjárhagsár. Samkvæmt þeim var sala aðkeyptra vara rúmlega 300 þúsund krónur. Innlendar af- urðir voru keyptar fyrir 10Ó þúsund krónur. Varasjóður félagsins nam í árslok 18,111 krónum. Úthlut- að var til félagsmanna af arð- skyldum vörum 9%. Félagið hefir nú starfað í þrjú ár. — Stjórn félagsins skipa: Svavar Þjóðbjörnsson, formaður, Hálf- dan Sveinsson, kennari, Sig- Frh. af 4. síðu. kallaða gerðardóm, bráðabirgða- lögin, sem voru bæði óþörf og ómakleg og munu verða núver- andi ríkisstjóm til ævarandi skammar. Hinn illræmdi, svokallaði gerðardómur tók til starfa, og „dómar“ hans voru sem vænta mátti. Þar sem þörf setuliðsins og hagsmunir Kveldúlfs og annara stríðsgróðafyrirtækja, er sumir úr ríkisstjóminni áttu í, kröfð- ust þess, að fólkið kæmi til vinn unnar, og aðstaða var þar af leið_ andi sterk hjá verkamönnum, voru þeim dæmdar allverulegar kjarabætur, en þar sem slíkar aðstæður voru ekki til staðar, fékk verkafólkið að litlu eða engu bætt kjör. Áður en gerðardómurinn var búinn til, höfðu samningar tek- ist við klæðskera hér í Reykja- vík, verksmiðjurnar Gefjunni og Iðunni á Akureyxi og við at- vinnurekendur í Vestmannaeyj- um. Alla þessa samninga „dæmdi“ hinn svokallaði gerðardómur ó- gilda og gaf þann úskurð, að í Vestmannaeyjum og á Akureyri skyldi gilda það sama og gilt hefði, en klæðskerar ,,mættu“ láta verkafólki sínu í té örlítið betri kjör en verið hefði. Hver hefir nú orðið árangur- inn af þessu heimskulega ein- ræðisbrölti ríkisstjórnarinnar og hinum gerræðisfullu árásum hennar á hagsmuni verkafólks- ins og samtök þess? Arangúrinn héfir orðið sá, að það fólk, sem ekki fékk sann- gjarnar kröfur sínar uppfylltar vegna lagasetningar ríkisvalds- ins, hefir ekki viljað una við þau kjör, sem því voru fyrir- skipuð og hefir n'ú leitað þangað, sem meiri var vinnan ög betur borgað. Ríkisstjórnin getur sjálfri sér um kennt hvemig komið er. Með hinum illræmdu laga- setningum sínum hefir hún rek- ið fólkið í Bretavinnuna og þar með skapað það öngþveiti at- vimauveganna, sem Morgun- blaðið lýsir svo átakanlega. Það er vel, ef Morgunblaðið og Sj álfstæðisflokkurinn hafa nú loks opnað augun fyrir því, hvemig komið er, og það er á- reiðanlegt, að ekki mun standa á verkalýðssamtökunum um samvinnu við ríkisstjórnina og aðra aðila um skipulagningu vinnuaflsins til nauðsynlegra starfa, ef réttlátur grundvöllur fæst til þess að byggja þá sam- vinnu á. Verkalýðssamtökin rnunu ekki koma til samvinnu í þessu efni, ef Morgunbl. og ríkisvald- ið ætla, að sá rétti skilningur og grundvöllur, sem byggt sé á, sé sá, að formanni verkalýðsfé- Lagsins á Blönduósi beri að segja við þá félaga sína, sem ætla hingað í vinnu til setuliðsins fyrir kr. 1.45 grunnkaup á klst.: „Félagar, þið megið ekki fara suður, 'þótt ykkur bjóðist þar urður Sigurðsson, Litla-Lamb- haga, Gísli Brynjólfsson, Bjarteyjarsandi, og Sæmund- ur Eggertsson á Akranesi. hátt kaup. Þjóðarheill krefst þess, að þið farið fram í Langa- dal og upp í Stóra-Vatnsskarð og vinnið þar að vegabótum fyrir þá einu krónu um tímann, sem ríkisstjórnin hefir allra náðar- samlegast skammtað ykkur.“ Formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, mun ekki segja við það fólk, sem ekki vill una við þau lélegu kjör, sem því voru ,,dæmd“ og ætlar til atvinnu þar sem kjörin eru betri: „Þótt þið hafið tæplega fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, fyrir vinnu ykkar í verksmiðj- unum, með því kaupi, sem hinn alvísi gerðardómur hefir ákveð- ið, þá megið þið ekki fara, þótt ykkur bjóðist betri kjör annars staðar, heldur verðið þið að beygja ykkur í auðmýkt fyrir kúgunarlögunum, lifa sæl við það, sem þið hafið, því þjóðar- nauðsyn krefst þess, að þið vinnið að framleiðslu fataefna, og að því, að framleiða skó.“ Sama er í Vestmannaeyjum. Stjóm Verkalýðsfélagsins þar fer ekki að áminna verkamenn um að þeim beri að vinna að framleiðslunni fyrir miklu lægra kaup heldur en atvinnu- rekendur sáu sér fært að greiða og vildu greiða af frjálsum vilja. Það er víst, að verkalýðssam- tökin viðurkenna aídrei rétt- mæti þess, að á sama tíma sem atvinnurekendur moka saman ævintýralegum gróða og sannan legt er, enda viðurkennt af at- vinnurekendum, að hægt sé að greiða hærra kaup en leyft er, beri verkafólkinu að þrengja að kosti sínum, sem vissulega er nógu þröngur fyrir_ Þeir verða að fórna, sem ein- hverju hafa að fórna. Morgunblaðinu er alveg ó- hætt að trúa því, að foringjar verkalýðssamtakanna hafa séð og sjá þá hættu, sem vofir yfir þjóð vorri, ef hin lífræna fram- leiðsla fer í rúst, enda eins og áður segir þráfaldlega, bæði af Alþýðuflokknum og verkalýðs- samtökunum, á þá hættu bent, þótt bæði Morgunbiaðið og rík- isstjórnin hafi hins vegar skellt skollaeyxum við öllum ábend- ingum til þessa, og engri sam- vinnu viljað taka til að afstýra hættunni. Nú ákallar Morgunblaðið verkalýðssamtökin til einlægr- ar samvinnu, til þess að bjarga framleiðslunni úr þeirri hættu, sem yfir henni vofir. Verkalýðssamtökin munu ekki skorast undan að taka upp samvinnu í því efni, en þau munu ekki koma til þeirrar samvinnu með fjötur um fót. Það er skilyrðislaus krafa verkalýðssamtakanma fyrir þátt- töku í samstarfi um skipulagn- ingu vinnuaflsins í landinu til nauðsynlegra starfa, að hin ill- ræmdu bráðabirgðalög um gerðardóm í kaupgjaldsmálum verði úr gildi numin og þeir samningar, sem verkalýðsfélög- in hafa gert við atvinnurekend- ur um kaup og kjör, fái að standa. Leiktélagið sýnir Gullna hliðið í kvöld kl. 8. Þriðjudagur 21. apríl 1942. URNAR í HOLLYWOÖD. Frh. af 5. síðu Ginger Rogers á aðdáendahóp, sem hefir breytt um stefnu oftar en kommúnistaflokkurinn. Þeg- ar hún hóf leikstarfsemi sína sem aukaleikari, eignaðist hún dálítinn aðdáendahóp. Þegar slitnaði upp úr hjónabandi hennar og Lew Ayres, snéru sumir aðdáenda hennar við henni bakinu vegna þess, að þeir voru ékki sérlega hrifnár af hjónaskilnaðarmálum. En þegar ungfrú Rogers hóf samleik sinn við Fred Astaire í dansmyndun- um, hlaut hún margar þúsundir aðdáenda, sem reyndu að líkja eftir dansi hennar, klæddu sig eins og hún og greiddu sér eins og hún. , Loks hætti ungfrú Ginger að dansa og gerðist leikkona. Að- dáendur hennar heimtuðu dans, en hún krafðist þess að fá að vera leikkona :— og aðdáendur hennar urðu að láta undan. Shirley Temple hefir komið svitanum út á aðdáendum sín- um. Þegar hún var að missa barnatennurnar voru miklar umræður um það, hvort hún yrði leiksviðshæf eftir það. Þeg- ar hún dró sig í hlé um tíma frá kvikmyndastarfseminni ráku þeir upp Ramavein. Nú er Shir- ley farin að leika aftur — ung- meyjahlutverk — og aðdáendur hennar kvíða fyrir því, þegar hún kyssir í fyrsta sinn — á kvikmynd, að ekki sé nú talað um það, þegar hún giftist. Það hefir mikla þýðingu bæði fyrir kvikmyndaframleiðandann og kvikmyndahetjuna, hvaða á- lit aðdáendahópurinn hefir á hlutverkinu. Ef hetjan fær hlut- verk, sem aðdáendahópuxinn telur henni ekki samboðið, rign- ir mótmælunum. Kvikmynda- hetjan segir: — Aðdáendur mín- ir taka það ekki í mál, að ég leiki þetta hlutverk. Þegar kvikmyndaframleið- andi kaupir kvikmyndaréttinn á góðri skáldsögu í því augna- miði að gera samkvæmt henni kvikmynd, sprettur kaldur sviti út á öllum kvikmyndaleikurun- um, sem til mála getur komið að fái hlutverk. Þanmg fór til dæmis um skáldsöguna Á hverf- anda hveli, aftir Margaret Mit- ehell. Aðdáendáhóparnir létu til sín taka og vildu fá að ráða val- inu í hlutverkin. Þannig var Clark Gable valinn í lilutverk Rhett Butlers, því að öllum bar saman um, að þetta hlutverk væri skapað fyrir hann. En þá varð að velja í hlutverk Scarlett O’Hara. Þar voru svo margar skoðanir uppi, að ó- kleift var að gera öllum til hæf- is. Þá fann kvikmyndaframleið- andinn upp á því snjallræði að velja leikkonu, sem átti engan aðdáendahóp, til þess að móðga engan. Það var Vivien Leigh. En nú á hún aðdáendur svo þúsund- um skiptir. En þegar hún giftist Laurence Oliver trrðu aðdáend- urnir ókvæða við. Hefðu þeir mátt ráða, hefðu þeir stolið eig- inmanni Carole Lombard’s, herra Gable, og látið hann kvænast ungfrú Leigh — svo að hægt væri að fá góðan botn í kvikmyndina, sem endaði á svo raunalegan hátt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.