Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 5. maí 1942~ AU>VÐUBLAÐK> f*lpii)íinblaí>ií> Útgefandi; AJþýðuflokknriim Bttstjéri: Stcíán Pjetorsson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu vi3 Hverfisgðtu Sfmar ritstjómar: 4901 og 4902 Simar afgreiðsju: 4900 og 4906 Vecð í lausasölu 25 aura. AlþýðnprentsmiSjan h. f. SIGURJÓN A. ÓLAFSSON: Nálin að skýrast. T ILRAUN Framsóknar- flokksins til þess að stöðva kjördæmamálið á síðustu stundu með því að stofna á nýjan leik til þjóðstjórnar eða , .stríðsstj ómar'1, eins og hún átti nú að heita, og fresta kosn- ingum til alþingis til ófriðar- loka, hefir nú strandað á á- kveðnu neii Alþýðuflokksins. Hann gaf engan kost á því, að vera með til áframhaldandi kosningafrestunar; setti þvert á móti sem skilyrði af sinni hálfu fyrir öllum frekari við- ræðum um nýja samstjórn, að Framsóknarflokkurinn og Sjálf stæðisflokkurinn féllust báðir ekki aðeins á það, að kaup- gjaldsákvæði gerðardómslag- anna yrðu afnumin, heldur og að kjördæmamálið yrði afgreitt á þessu þingi, en þar af leiddi vitanlega, að ganga yrði tii kosninga í vor. Upp á slika skilmála kærði Framsóknarflokkurinn sig hins vegar ekki tim neina samstjóm eða „stríðsstjórn“. Málaleitun hans var með öðrum orðum miðuð við það eitt, að stöðva kjördæmamálið og varðveita enn um óákveðinn tíma þau völd, sem hann hefir hingað til haft í krafti hinnar ranglátu kjördæmaskipunar og kosninga- fyrirkomulags. Þegar sýnilegt var orðið, að ekkert samkomu- lag mundi nást um „stríðs- stjóm“ á slíkum grundvelli, var áhugi Framsóknarflokksins fyr- ir henni á samri stundu rokinn út í veður og vind. Engu að síður hafa þessar við- ræður orðið til þess að skýra málin. Miðstjórn Framsóknar- flokksins lýsti því yfir í vetur, að hún teldi óhjákvæmilegt, að kosningar til alþingis yrðu látnar fara fram í vor, nema því að eins, að allir íiokkarnir, sem stóðu að samþykkt þingsins um kosningafrestunina í fyrravor, yrðu ásáttir um að fresta kosn- ingum áfram. Og þessa yfirlýs- ingu hefir bæði Hermann Jón- asson forsætisráðherra og blað Framsóknarflokksins síðan end- urtekið hvað eftir annað. Nú er það hins vegar fullreynt, að Al- þýðuflokkurinu er ekki fáan- legur til að fjesta kosningum lengur. Og standi Framsóknar- flokkurinn við orð sín og yfir- lýsingar, á því nú þc-gar að vera orðið víst, að kosningarnar fari fram á þessu vori. Enn er ao vísu beðið eftir á- kvörðun Sjálfstæðisflokksins í kjordæmamálinu. Harrn var „loðinn“, eins og Tíminn segir, í viðræðunum ut af málaleitun Rlkissflóriiln og setn iiðsvinnan. y) ÍKLSSTJ ÓRNIN hefir sent Í\ blöðunum hér í bænum til birtingar tillögur nefndar þeirrar, sem skipuð var í nóv- ember s. 1. í þinglokin „til að at- huga ráðstafanir um takmörk- un á íslenzku vinnuafli í þjón- ustu brezka og ameríkska setu- liðsins á íslandi og skila tillög- um um það til ríkisstjórnarinn- ar“. Auk þessa hefir ríkisstjórn- in fundið sig knúða til að láta ríkisútvarpið flytja þessa skýrslu ásamt „vi.ðeigandi“ greinargerð, sem hún hugsar að nota sér til framdráttar í yfir- standandi samningum um vinnu aflið. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin telii nauðsynlegt, að öxulríkin þurfi einnig að vita hvað líður hernaðarundirbún- ingi hér á landi. Því vita má hún það, að hlustað mun í viss- um löndurn eftir því, hvað hér er að gerast. Á haustþinginu síðasta fluttu 5 Framsóknarmenn þingsálykt- unartillögu um takmörkun vinnuaflsins. Tillagan kom aldr- ei til umræðu, en í þess stað var skipuð 6 manna nefnd, 2 frá hverjum flokki, til athugunar um þessi mál. Nefndin hélt 4 fundi og skilaði tillögum sínum 26. nóvember. En fyrsti fundur- inn var 20. nóv., svo starfstími nefndarinnar var ein vika. Fyrir nefndinni lágu frá vinnumiðlun- arskrifstofunni upplýsingar um tölu íslenzkra manna í setuliðs- vinnu um land allt, og voru þær á þessa leið: í jan.lok 1941 1123 verk- og iðnm. - febr.lok 1310 — - marzlok 1525 — - apríllok 2020 — - maílok 2873 verkam. 406 iðnm. - júnílok 2895 — 355 — - júlílok 2237 — 540 — - ág.lok 2390 — 600 — sept.lok 2644 — 656 — Fyrstu fjóra mánuði ársins eru ekki taldir þeir menn, sem unnu hjá verktökum í þjónustu setuliðsins. En eftir miklum lík- um hefir verkamannafjöldinn verið um 2400 manns í apríllok. Fjöldi verkamanna eykst hjá verktökum frá 1. maí til hausts, en fækkar undir verkstjórn Breta sjálfra. í byrjun október unnu hjá setuliðinu 1263 verka- menn og 97 iðnaðarmenn og hjá verktökum 1298 verkamenn og 5 64 iðnaðarmenn, eða samtals 3222 menn. Þann 14. nóy. er talið, að tala verkamanna hafi verið tæp 3 þúsund samkvæmt bréfi virmumiðlunarskrifstof- unnar til ráðuneytisins. Þessum gögnurn hafði nefndin eingöngu að byggja á. Ég lagði því til, að athugun færi fram á því, hvern- ig verkamannatalan skiptist á bæi, kauptún og hreppa og fékk það samþykkt. Samkvæmt sím- skeytum, er til nefndarinnar bárust frá oddvitum til Búnað- arfélagsins, en búnaðarmála- stjóri, sem sæti átti í nefndinni, tók að sér að safna þessum götunum, varð niðurstaða þess- ara athugana á þann veg, að úr 23 sýslum og kaupstöðum utan Reykjavíkur og Iíafnarfjarðar reyndust að vera 1451 verka- menn og iðnaðarmenn. Þar af úr kaupstöðum 362. Af 1089 úr hreppum og kauptúnum, taldi nefndin, að um helmingur væri úr sveitum eða um 550 menn. Ég gerði enn fremur tillögu um, að nefndin aflaði sér upp- lýsinga um, hve mikið vinnuafl framleiðendur mundu þurfa á komandi vetrarvertíð, og þá sér- staklega í útvegsplássum, svo framleiðslan gæti haldizt í horfi. Á þetta var ekki fallizt, og þær ástæður færðar fyrir því, að erf- itt mundi að fá í tæka tíð og um leið áreiðanlegar tölur, sem byggjandi væri á. Til hæjarfé- laga var heldur ekki leitað um þeirra þörf í þessu efni. Aftur á móti kom það fram hjá sumum nefndarmönnum, að sveitamennirnir þyrftu og ættu að snúa heim aftur til búa sinna. Þannig var þá undirstaðan, er meirihlutinn byggði tillögur sín- ar á. Ég fékk nefndina til að fallast á, að óbreytt tala verkamanna héldist til 1. febr. En nokkrár tilhneigingar voru innan nefnd- arinnar um fækkun 1. janúar eða jafnvel fyrr. Tillaga meirihlutans um 1200 manna fækkun frá 1./2.—1./5. er þegar kunn og frá mínu sjón- armiði gerð út í loftið. Mín tillaga um 600 manna fækkun sem hámark á þessu tímabili byggist á eftirfarandi: 1. að verða við óskum sumra nefndarmanna um að sveita- mennirnir hyrfu til búa sinna. Því það kom ákveðið fram í nefndinni, að fækkunin ætti fyrst og fremst að gilda þá. 2. að vetrarvértíðarfram- leiðslan við sjóinn gæti gengið sinn venjulega gang. 3. að sýnt væri af reynslu árs- ins 1941 á þessu tímabili, að þrátt fyrir 2400 manns í setuliðs vinnu, höfðu öll framleiðslu- tæki verið í fullum gangi, enda höfðu tekjur manna reynzt sízt lakari við fiskveiðamar en í setuliðsvinnunni og ætti því ekki að hafa áhrif í kauplækk- unarátt. Framsóknarflokksins; þóttist geta hugsað sér hvortveggja: að afgreiða kjördæmamálið og ganga til kosningá, og að fresta bæði kjördæmamálinu og kosn- ingum. En nú veit hann það, að þýðingarlaust er fyrir hann að fresta því lengur að taka af- stöðu til kjördæmamálsins í voninni um kosningafrestun. Nú er ekki nema um tvennt fyr- ir hann að velja: hvort hann vill heldur ganga til kosninga eftir að hann hefir samþykkt kjör- dæmabreytinguna með i Alþýðu- flokknum, eða fellt hana með Framsóknarílokknum. Hic Rhodus, hic salta! 4. að fækkunin ætti ekki að verða í bæjunum, Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem setuliðs- vinnan var óvænt happ verka- mönnum til útrýmingar at- vinnuleysi. Ég var sammála nefndinni um það, að vinnumiðlunarskrifstof- an í Reykjavík <ekki ný skrif- stofa) ætti ein að hafa alla ráðn- ingu í setuliðsvinnuna, jafnt hjá verktökum sem til setuliðs- manna. Þetta var meðal annars nauðsynlegt vegna þess, að þeg- ar um fækkun væri að ræða, þá væri það skrifstofan, sem hefði þar mest um að segja. Var þetta í augum flestra nefndarmanna trygging fyrir verkalýð bæja og kauptúna. Þá kem ég að því, hvað við skyldi taka eftir 1. maí. Ég held, að ég muni það rétt, að það var mín tillaga, að ekki yrði tekið lengra tímabil en til 1. maí. Var öll nefndin fljótt á einu máli um ] það. Skýrslurnar sýndu, að á ; árinu 1941 hafði stöðugt fjölg- að í setuliðsvinnunni í maímán- uði og lítið fækkað fram eftir ! sumri, og síðan fjölgað ört í byrjun september. Þó hafði öll framleiðsla gengið á venjulegan hátt til lands og sjávar. Öll skip fóru til fisk- og síldveiða, sem flotið gátu. Byggingar hófust hér í bænum í verulegum stíl og jafnvel víðar. Framleiðsla í sveitum var meiri en í meðallagi og sumum langt fram yfir þaðf ibæði heyfengur og jarðarávöxt- ur. Má segja, að gott tíðarfar hafi þar valdið nokkru um. Var þá yfir nokkru að kvarta? Það fyrirbrigði hafði skeð, að at- vinnuleysi var útrýmt yfir þennán tíma ársins. Það er ofur skiljanlegt, að ekki væri >um fólkseklu að ræða. Úr skólum landsins hafði losnað starfsmannafjöldi, sem skipti hundruðum, máske á annað þús- und. Gamlir menn og unglingar komu fram á sjónarsviðið, sem á stundum ekki teljast liðtækir' við framleiðsluna, en fengtt vinnu hjá setuliðinu. Ég hafði því það eitt í huga, að eftir 1.. maí ætti að fjölga í setuliðs- vinnunni, en ekki að fækka, og byggði á iþeirri reynslu, sém þegar hafði fengist árið áðmy og ég hefi lýst. Hitt var og nefndin sammála um„ að um þetta bæri að semja og það með fullum skilningi á vinnuþörf verkalýðsins. Nú hefir ríkisstjómin ákveð- ið að semja við stjórn setuliðs- ins um vinnuaflið eins og það er kallað, og sett í það tvo menn, sem kunnir eru að því, að hafa sjónarmið atvinnurekenda í flestum málum, jafnt þessum sem öðrum. Mun nú í ráði að fækka úr 3400 manns niður í 2500, og mim svo til ætlazt, að sú tala megi haldast til 1. júU, en það er um 800 mönnum færra en í maílofe: í fyrra og 750 mönnum færra em Fhh. á 6. síðu. JítMid y i„x- MDRGUNBLAÐIÐ flutti á sunnudaginn fréttina um það, að viðræðum flokkanna um myndun „stríðsstjórnar" hefði verið slitið án nokkurs samkomulags, með eftirfarandi athugasemd: „Þar með er úr sögunni þessi „friðarsókn" Framsóknarflokksins og var reyndar ekki við að búast, að á annam veg færi. Þingið hefir setið í fulla 2% mánuð og ailan tímann hefir Framsóknarflolckur- inn staðið fast á því, að kosningar yrðu að fara fram í vor. Svo, á elleftu stumdu, þegar sýnt er að kjördæmamálið muni ganga fram ó þessu þingi, þá fyrst er , friöar- sóknin“ hafin. Með þessu undir- strikar Framsóknarflokkurinn að það var ekki viljinn til samstarfs, sem knúði hann til þessara að- gerða, heldur óttinn við kjör- dæmamálið. Ef Framsókn hefði haft einlægan vilja til nýs sam- starfs, var vitaniega sjálfsagt að slík málaleitan hefði hafizt strax í byrjun þings, enda þá meiri líkur fyrir, að þær viðræður hefðu borið einlivern árangur.“ Það leynir sér ekki, að Morg- unblaðið harmar það, hver endalok ,,friðarsóknarinnar“ urðu, enda þótt það setji ofan í við Framsókn fyrir óbeilind.i hennar. Það er eins og Morgun- blaðið hefði, þegar öllu er á botninn hvolft, heldur kosið, að flokkur þess fengi að halda áfram í flatsænginni hjá Fram- sókn, ótruflaður af öllum kosn- ingum, en að verða að taka höndum saman við Alþýðu- flokkinn um kjördæmamálið. Mikill virðist áhuginn ekki vera fyrir ,,réttlætismálinu“. Morgunblaðið minntist einn- ig á sunnudaginn á það, hvað nú myndi við taka. Um það fór- ust því orð á eftirfarandi hátt: „Stjórnarskrármálið rtiun nú að sjálfsögðu koma fram. Álit stjórn- arskrárnefndar neðri deildar ættu: að koma næstu daga. Svo sem kunnugt er höfðu á dögunum farið fram viðræður milli Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, svo og annarra flokka, sem vilja breytt kosninga- fyrirkomulag. Þeim viðræðutn var ekki lokið, en allar líkur benda til þess, að samkomulag náist um lausn stjómarskrármálsins. Þessar viðræður munu nú að sjálfsögðu hefjast á ný, bæði um sjálft kjör- | dæmamálið og einnig um með<brö | á stjórn landsins, þar til stjórnar- | skrárbreytingin er að fullu sam- þykkt.“ ( Og þakka skyldi Sjálfstæðis- flokknurp, þó að hann mannaði sig nú loksins upp til þess að vera með kjördæmamálinu — réttlætismálinu, sem hann hefir svo oft hampað — þegar varla verður lengur sagt, að hann eigi um neitt annað að veljaí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.