Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 7
I I Sonnr minn og faðir okkar TÓMAS GUÐMUNDSSON er lézt í Fleetvood 20. marz s. 1. verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni niiðvikudaginn 6. þ. m. Athöfnin hefst að. Eskihlíð D (við Laufásveg) kl. 3% e. h. Steinunn Þorsteinsdóttir, Hafsteinn Tómasson, Hilmar Tómasson, Katrín Tómasdóttir, Ingibjörg Tómasdóttir. Uppboð verður haldið í dag 5. maí að Laxnesi í Mosfellshreppi og hefst kl. iy2 e. h. Selt verður: Kýr, sauðfénaður, jarðvinnsluvélar, búslóð o. fl. Ennfremur 35 tunnúr af nýju sementi. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósasýslu 2. maí 1942. Bergur Jónsson ÞiiHjuiíneiir 5. mai 1842» \ Bærinn í dag. \ NæturLæknir er Úlfar Þóraðr- son, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir, XIV. Enn um Oliver Cromwell (Sverrir Kristjánsson, sagnfr.). 21.00 Tónleikar Tónlistarskólans (Björn Ólafsson og Ámi Kristjánsson): Sónata í c- moll, Op. 30, fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven. 21.20 Hljómplötur: a) Prelúdíum og fúga í c-moll eftir Bach. b) Prelúdíum, fúga og til- brigði eftir César Franck. 21.50 Fréttir. — Dagskrórlok. Revyan Halló Ameríka verður sýnd á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar frá kly4 í dag. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristjana Lingquist og Brýnjólfur Björnsson, prent- ari, í Alþýðuprentsmiðjunni. Friðrik Hallgrímsson, t dómprófastur er fluttur í prests húsið nýja, Garðastræti 42. Við- talstími hans verður mónuðina maí—sept. virka daga kl. 11—12 árdegis. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Margrét Tryggvadóttir, Laufásvegi 53 og Friðrik Pálsson, Ásvallagötu 17. Áheit á Strandarkirkju. Gamalt frá N. N. 5 kr. Frá P. 2 kr. Frá Á. í. 5 kr. Frá S. J. 2 kr. Áheit á Hallgrímskirkju. Fró S. J. 2 kr. Frá H. R. 2 kr. Heimili og skóli heitir nýútkomið tímarit um uppeldismál. í það rita: Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri: Gæzlumenn dýrmætasta auðsins, Snorri Sigfússon, skólastjóri: Hin- ir vígðu þættir, Friðrik J. Rafn- ar vígslubiskup: Dýra perlan, .Tó- hann Þorkelsson héraðslæknir: Skólalækningar. Hannes J. Magn- ússon: Alvörumál o. m. fl. Pétor Lárnsson sextngnr. PÉTUK LÁRUSSON, prent- ari, starfsmaður alþingis varð sextugur í gær, Hann hefir verið starfsmaður alþingis síðan árið 1911 og les handrit og próf- arkir að ræðum alþingismanna En það er mikið verk og vanda- samt. Pétur Lárusson sat stofnþing Alþýðusambands íslands sem fulltrúi Hins íslenzka prentara- félags. Var hann og heiðurs- gestur við setningu síðasta Al- þýðusambandsþings, en ,þá var sambandið 25 ára. Pétur Lárussson var lengst af prentari í Gutenberg, og er hann listamaður í sinni iðn þó að hann sé nú hættur að stunda hana. Var hann i morg ár eini nótnasetjarinn í landinu. Hann var og um skeið organleikari í fríkirkjunni og gaf út ýms tón- verk. ( Pétur er afburða vinsæll maður. I I Mbi isleozkra lista- BiaoDa í haast. LeSksýningar, lista- verkasýningap og ténleikar. Bandalag ísl. lista- MANNA hefir ákveðið að halda þing íslenzkra lista- manna hér í Reykjavík á kom- andi hausti. Var þetta sam- þykkt á aðalfundi Bandalags ísl. listamanna s.l. laugardag. Gert er ráð fyrir að í sam- bandi við þetta þing verði efnt til hátíðasýningar á íslenzku leikriti, helzt nýju. haldin verði málverkasýning, þar sem málverk eftir alla íslenzka myndlistarmenn verði til sýn- is, bæði gömul og ný, að haldn- ir verði þrír hljómleikar og upplestrarkvöld fyrir íslenzka rithöfunda og skáld. Þá er og áætlað að fluttir verði fyrir- lestrar í útvarpið um íslenzka list. Auk þessa munu ver aðhaldn- ar skemmtanir í sambandi við þingið. Nefnd hefir verið kosin til að undh’búa þetta mál og eiga sæti í henni: Páll ísólfsson, tónskáld, Jón Þorleifsson, list- málari, Kristín Jónsdóttir, list- málari, Lárus Pálsson, leiiuni og Magnús Ásgeirsson, skáld Á aðalfundi Bandalagsins var kosin stjórn þess fyrir næsta félagsár og hlutu kosn- ingu: Jóhann Briem, listmálari, formaður, Tómas Guðmunds- son, skáld, ritari, Árni Kristj- ánsson, píanóleikari, gjaldkeri, og meðstjórnendur Þorsteinn Ö. Stephensen, leikari, og Sig- urður Nordal, prófessor. íhróitavika irmaDis kófst á laagaráag. IÞRÓTTAVIKA ÁRMANNS hófst í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á laugardags- kvöld með boðssýningu. Voru þar viðstaddir fulltrúar útvarps og blaða, kennslumálaráðherra alþingismenn og bæjarfulltrúar. Jens Guðbjörnsson, formaður Ármanns setti sýninguna með stuttri ræðu, bauð gesti vel- komna og lýsti tilhögun íþrótta- vikunnar. Síðan sýndi úrvalsflokkur kvenna leikfimi, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, þá 2. flokk- ur karla, undir stjórn sama kennara. Þar næst telpnaflokk- ur undir stjórn Sonju Carlson, þá glímuflokkur, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Þá sýndu fjórir hnefaleikarar undir stj. Guömundar Arasonar. Að síð- ustu sýndi úrvalsflokkur karla undir stjórn Jóns Þorsteins- sonar. íþróttafólkinu var forkunnar- vel tekið af áhorfendum. Á sunnudagskvöld og í gær- kveldi héldu sýningamar áfram og í kvöld verða sýningarnar enn endurteknar fyrir almenn- ing í f jórða og síðasta sinn. Sýna þá fjórir fimleikaflokkar. Eru það 1. fl. kvenna, 2. fl. karla, telpnaflokkur og úrvalsflokkur ALmilBUDW karla ,og er óhætt að hvetja fólk tíl að sjá -þessar glæsilegu sýningar. GBRÐARDÖMSLÖGIN í EFRI DEILD (Frh. af 2. síðu.) heitir hin alraemda stofnun ekki lengur gerðardómur held- ur „dómnefnd.“ Eysteinn ráðherra flutti stutta framsöguræðu. Taldi hanh htt þurfa að ræða málið, því ao það hafi verið rætt svo mikið í neðri deild. Er þó synd að segja, að ráðherrarnir hafi tafið sig mikið á því að hlýöa á þær umræður eða taka þátt í þeim. Sigurjón taldi enn fulla þörf á því að ræða þetta m;'d, þótt ekki væri jafnvel til ann- ars en þess, að eftirkomend- urnir gætu .síðar séð það .svart á hvítu í þingtíðindunum, hver hefði verið afstaða einstakra þingmanna til þessa umdéilda máls. Síðan rakti Sigurjón sögu gerðardómslaganna og tildrög. Mjög athyglisverður var sá kafli í ræðu Sigurjóns, er hann sýndi glögglega með tölum fram á hið mikla ósamræmi, sem er á milli kaupgjalds manna í hinum ýmsu stöðum og þorpum landsins. Fyrstu umræðu var lokið í gærkveldi, en atkv.-greiðslu frestað. AðalfBBdBr Kvenfé- lags AlMðiíiokksiDS I bvöld kl. í Gagn~ frseðasbéla Rvibur. AÐALFUNDUR Kvenfélags Alþýðuflokksins verður ha.ldinn í kvöld kl. 8.30 í Gagn- fræðaskóla Ryekjavíkur við Lindargötu. Aðalmál fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf: — Reikningar félagsins, stjórnar- kosning o. s. frv. Þá verður og skýrt frá árangrinum af basar félagsins fyrir skömmu. Sameiginlegt kaffiborð verð ur á fundinum og verða höfð ýmis skemmtiatriði: Tvö syst- kini úr barnakórnum Sólskins- deildin skemmta með söng og guitarleik, ennfremur verður sýnd stutt kvikmynd. Félags- konur eru beðnar að fjölmenna á aðalfundinn og mega þær gjarna taka með sér gesti. — Mætið stundvíslega. 6apfræðaskóIaDum í Beykjavik var slitið í gær. Gagnfræðaskólanum í Reykjavík var sagt upp í dag, 4. maí, kl. 2 e. hád. í skólann voru innritaðir í vetur 278 nemendm'. — Þar af voru 50 skráðir í þriðja bekk, 80 í annan bekk og 148 í fyrsta bekk. Nokkrir nemendur fóru í atvinnu í apríl og gengu því ekki undir vorpróf. Undir gagnfræðapróf gengu 35 nemendur og stóðust allir prófið. Hæstu aðaleinkunn við gagnfræðapróf hlaut Kolfinna Gerður Pálsdóttir, Bólstað við Laufásveg, og var einkunnin 8.19. Upp úr öðrum bekk fékk hæstu aðaleinkunn Freyja Norðdahl, Hringbraut 176, og var sú einkunn 8.50. Úr fyrstu bekkjum hafði hæstu einkunn Bjarni Bragi Jónsson, Hrefnu- götu 1, og var einkunn hans 8.17. Nemendur 3. bekkjar muuu fara skemmtiför til Víkur í Mýrdal næstu daga. fiðtai við skíðakéag íslasds. Frh. af 2. síðu. „Björgvin Júníusson er góð- ur svig-maður. Hann er léttur, öruggur og hefir skínandi fal- legan stíl. Ásgrímur tók á sínu bezta, „keyrði“, með miklum hraða báðar brekkurnar — og sigraði.“ — Hvað voru 'margir kepp- endur á mótinu? „Þeir voru held ég um 30 talsins. Frá Siglufirði, Akur- eyri, Þingeyjarsýslu og einn frá Ólafsfirði. Það var leiðinlégt að þeir skyldu ekki koma frá Reykjavík og ísafirði.“ — Hvernig skiptast 1. verð- launin milli félaganna? „Augnablik, hérna hef ég tölurnar: A-flokkur: Samanlagt (ganga og stökk, Jónas Ásgeirsson, skíðak. ís- Iands. Skíðaborg. Ganga, Guðm. Guðmundsson, meistari. Skíðafell. Stökk, Sigurg. Þórarinsson, meistari, Skíðaborg. B-flokkur: Ganga, Erlendur Stefánsson, meistari. Skíðaborg. Stökk, Sigurður Njálsson, meistari. Skíðaborg. Svig, Ásgrímur Stefánsson, meistari, Skíðafell.“ — Hefirðu nokkuð meira að segja? „Jú, þetta er eitthvert hið allra skemmtilegasta landsmót, sem ég hefi verið á, móttökurn- ar voru prýðilega góðar, mótið vel undirbúið og fór hið bezta fram.“ STÖRF LOFT.VARNA- NEFNDAR (Frh. af 2. síðu.) „Ef til loftárásar kemur megið þér ekki torvelda starf lögreglu og annarra starfsmanna loft- varnanna með óhlýðni, þráa eða kæruleysi. Hlýðið tafarlaust.“ Þannig eru þessar tilkynning- ar. Það er mjög áríðandi að fólk leggi vel á minnið leiðbeiningar þær, sem gefnar eru í fyrri til- kynningunni. Svar til Landnemans. í Landnemanum 1. maí (blaðí æskulýðsins) eru sögur, sem mér eru eignaðar. Þetta er að mestu leyti rangt. Eg er ekki höfundur að þessum sögum, og ef ég er við eitthvað af þeim riðinn nokkuð, þá er það mjög brjálað og úr lagi fært. Af því ég er barngóður, þé læt ég þetta nægja í þetta sinn. Eg óska helzt að vera látinn í friði — bæði af ungum og öldnum. — En ef blöðin endilega vilja fá sögur eftir mig eða annan fróð- leik, þá geta þau snúið sér beint til mín, en bréflega — þá skal ég svara bréflega. Eg á heima við Bakkastíg 8. Oddur Sigurgeirsson. Látið mig pressa fátnað yðar Tek einnig í kemiska hreinsun. Fatapressun P. W. Biering Smiðjustíg 12. Sími 4713. I Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.