Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 5
Þrtðjudagtu' 5. maí 1&42. ALÞYÐUBLAÐIÐ MatvælaskamiEiíariiir i ófrlðar Iðndonnm á mefginlandi Evrépn ... Þjóðverjar lifa á kostnað undirokuðu þjóðanna. ........ Venjulegir Erfiðis Verkm. i neyíendur menn þungaiðju Hann og hún. Stúlkan er í snjóhvítri dragt úr ensku ullarefni og með henni er snjóhvítur verðlaunahundur. Enn um krakkana sem flækjast í strætisvögmmum. — Búðarstúlka svarar bréfi „Frú X“ — Hefir hrokinn aukizt með vaxandi peningaveltu? ATVÆLASKÖMMTUN var almennt komið á í Evrópu árið 1941. Þjóðverjar á meginlandinu verða einungis að treysta á sína eigin matvæla- framleiðslu, sem auðvitað minnkar bæði að magni og gæðum því lengur sem stríðið dregst og hafnbannið varir. Skorturinn verður enn .þá meira áberandi vegna þess, að menn vantar tii matvælaframleiðsl- unnar. Kvikfjárrækt og akur- yrkja getur ekki þróazt sakir þess, að fóðurtegundir og áburð ur, sem fenginn var handan yf- ir höfin, fæst nú ekki lengur. Þjóðverjar hirða afganginn af landbúnaðarframleiðslu Dónár- landanna, Hollands, Danmerkm- og Ítalíu. Matvælaskömmtun Þjóðverja hefir ekki verið breytt mikið frá upphafi stríðs- ins, en í herteknu löndunum, að Ítalíu með talinni, er matvæla- skortur tilfinnanlegur. Næringarþarfir og mataræði er mismunandi í hinum ýmsu löndum. Fólk í iðnaðarlöndun- um þarf kjarngott fæði, svo sem kjötmeti, viðbit og ávexti. í ak uryrkjulöndunum er kcrnmetið aðalfæðutegundin. Loftslag og veðurf ar hef ir einnig mikla þýð- ingu í þessu tilliti. í Suður-Ev- rópu er meðalneyzla kjöts og viðbits töluvert mínni en í Mið- og Norður Evrópu. Meðalneyzla vissra matvælategunda er mjög mismunandi í hinum ýmsu lönd- um, þahnig, að samanburður getur verið villandi. Og jafnvel innan hvers lands er allmikill mismunur á neyzlu matvæla; neyzla iðnaðarmanna er önnur en landbúnaðarmanna. Skömmtunarkerfi Þjóðverja er mjög sundurliðað. Auk mat- arskammta handa venjulegum neytendum eru skammtar fyrir böm, fyrir erfiðisnienn og verkamenn í þungaiðnaðinum, fyrir þá, sem vinna á nóttunni og þá, sem hafa óvenjulega langan vinnutíma. Mismunur- inn er einkum fólginn í skömmt un kjöts, brauðs og viðbits. Um þessar mundir er skömmtunín, mæld í únzum, en hver únza er tvö lóð, á viku sem hér segir: Brauð 79,0 127,0 162,0 Kjötmeti 14,1 28,2 35,3 Viðbit 8,8 13,4 25,0 BRAUÐSKAMMTUIl bama imdir 8 ára aldri er 39 únz- ur, en barns á aldrinum 6 til 10 ára 60 únzur. Þó er allmikill munur á viðbitsskömmtun ■barna. Sykur- og ost-skammtur er jafn handa öllum tegundum neytenda. Öllum öðrum matar- tegundum, nema kartöflum og grænmeti, er úthlutað eftir birgðamagni. Á hverri viku er úthlutað vissum fæðutegundum, svo sem marmelaðe, sultu, hun angslíki, eplum, appelsímmi o. þ. h. gegn sérstökum skömmt- unarmiðum. Mjólk er einungis útbýtt til barna og þungaðra kvenna. Engin ákveðin skömmt- un er á eggjum. Kartöflur og grænmeti er ekki skammtað, en viðskiptavinirnir verða að láta skrifa hjá kaupmanni sínum, hversu mikið þeir fá af þéim vörutegundum. Annað skömmtulag gildh’ um landbúnaðarfólk, það sem kall að er að framleiði handa sér sjálft. Það fær stærri skammta af kjöti, brauði og viðbiti. Auka- skömmtunarseðlum fyrir erfiðis menn er úthlutað af verksmiðju stjórunum, og í veitingahúsum er aðeins afgreiddur matur gegn skömmtunarmiðum. Þannig er raunverulega ómögulegt að ná í bii gðir án skömmtunarseðla. í Bretlandi hins vegar eru flestar skammtanir eins fyrir alla neytendur. Venjulegur kjötmeíisskammtur á mann á viku er 24 únzur móti 14,1, sem er meoalskammtur í Þýzkalandi, og 28,2 fyrir erfiðismenn, og 35,3 fyrir verkamenn í þunga- iðju. En brezkir verkamenn fá aukaskammt í hinum sameigin legu eldhúsum sínum og á veit- ingahúsum. Viðbitsskammtur í Bretlandi er 8 únzur, en 8,8 í Þýzkalandi, og brezki sykur- skammturinn er ofurHtið minni en sá þýzki. En þrátt fyrir þetta er ekki ,vafi á því, að í Bret- landi er meiri matvælaskammt- ur á mann en í Þýzkalandi, og gæði matvælanna eru miklu meiri. * SAMANBURÐUR á mat- vælaskömmtun í hinum , ýmsu löndum Evrópu er erfiður. Nákvæmar tölur er að eins hægt að fá 3rfir brauðneyzlu. Núver- andi brauðskömmtun, mæld í únzum, á viku, er sem hér segir: Veaijulegur Verkamaður neytandi í þungaiðju Þýzkaland . . 79 162 Danmörk . . . 75 132 Noregur .... 58 120 Holland .... 71 142 Belgía 56 112 Frakkland . . 58 86 Pólland .... 49 55 .Grikkland . . 47 Ítalía 50 100 Finnland . . . 49 106 Spánn . .... 20 43 Svíþjóð .... 65 97 * í Ungverjalandi hefir verið komið á brauðskömmtun í Bu- dapest og ýmsum fleiri stórum borgurn. I Slóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu og ýmsum héruðum Júgóslavíu er haft eftirlit með neyzlu kormnatar, en enn þá hefir ekki verið komið á skömmtunarkerfi og engar upp- lýsingar er hægt að fá þaðan eða skýrslur. Gæði brauðsins eru mjög mismunandi. Nærri því alls staðar er brauðið meira og minna svikið. í hinum norð- lægari löndum er venjulega saman við það kartöflumjöl, en í Balkanlöndunum og í hinum suðlægari löndum maismjöl og rísmjöl. í öllum þessum lönd- um er erfiðara um brauömeti en í Þýzkalandi. Skammtarnir eru mjög litlir og erfitt er fyi’ir neytendurna að bæta það upp með kartöfluneyzlu. Það er erfitt að ná í skýrslur yfir kjöt-, viðbits- og ost- skammt í hinum ýmsu löndum Evrópu. í hemumdu löndunum er skammturinn oftast tilfinn- anlega naumur. Eftirfarandi tölur (únzur á viku, eíns og áð- ur) sýna muninr} á skammtin- um í Þýzkalandi og fáeinum öðrum löndum í Evrópu: Kjöt Viðbit Þýzkaland — nú 14,1 8,8 Þýzkaland — 1916 8,8 4,0 Danmörk (x) 12,3 Noregur (y) 8,6 Holland 2,5 7,0 Belgía 8,6 3,7 Frakkland 8,8 (z) Pólland . . 4,4 Finnland 2,5 1,3 Svíþjóð 17,6. 8.8 (x) Kjöt er skammtað þann- ig, að vissir kjötföstudagar eru í viku, og fer fjöldi þeirra eftir birgðamagni. (y) Slátrararnir skammta kjötið og úthluta birgðum til viðskiptavina, en sú úthlutun er óregluleg. (z) Kjötskömmtun er aðeins að nafninu til og viðbit fæst Frh. á 6. síðu. EG ER AEVEG sammála frú sem skrifaði mér í fyrradag mn hegðun barnanna í strætisvögnunum. í sannleika sagt eru krakkarnir að verða plága í þessum vögnimi. Ég hygg að krakkar séu í meirihluta meðal viðskiptamanna strætisvagnanna, Mér virðist að mjög'mikill fjöldi barna fari allt af I strætisvögnum, þegar þau þurfa að fara í IVIiðbæ- inn í. d. úr Austurbænum eða V esturbænum. OFT VERÐA bifreiðastjórarnir að neita fullorðnu fólki um rúm í vögnunum vegna þessara krakka. Þetta er ekki gott og það er óþol- andi að skítugir smástrákar sóu að flækjast langan tíma í vögnmium, en það ber einmitt mjög míkið á því. Vitanlega er ekki hægt aö neita börnunum um far, en það á að neita krökkum um að flækjast fram og aftur með vögnunum — og foreldrar ættu ekki að geta krökkum sínum ayra fyrir strætis- vagni í hvert skipti, sem þau þurfa að fara bæjarleið. .,BÚOAR8TÚLKA“ skrifar mér: „Mér þykir vera hátt risið á frú ,,X“ beirri, sem skrifar þér, Hann- es minn, um ókurteisi og hirðu- leysi okkar búðarfólksins. Hún ber okkur á brýn, að við séum fliss- andi að tala um einkamál okkar. þegar við eigum að vera að af- greiða. Þá segir hún, að viðskipta- menin þurfi oft að spyrja um hið sama til þess að fá svar.“ „ÉG SKAL JÁTA, að ég er ekki kunnug í öllum verzlunum bæ.iar- ins, en hérna vinna mjög margar stúlkvu: og ég fullyrði, að lýsing frúarinnar getur ekki átt við okk- ur. Hér erum við líka alltaf önn- um kafnar svo að við höfum alörei tíma til neins armars en aö sinna viðskiptamönnunum. Ég vil geta þess, að húsbóndi okkar hefir mjög nákvæmt eftirlit með búðinni.“ „FRÚ „X“ VITNAR í danska máltækið „Kunden har altid ret“. Ég þekki þessa heimspeki um að starfsfólk, verzlanamia skuli alltaf skríða fyrir viðskiptamönnunum, hvað sem þeir geri og hvað sem þeir segi. En ég veit, að „Kunden har ikke altid ret“ — það er langt frá því — og reykvíkskar hús- mæður margar hverjar eru lengst; frá því. Margar þeirra sýna starfs- fólki verzlananna dæmafáa ósvifni og margs konar ónærgætni. En þetta tala þær ekki um og skrifa ekki um.“ „ÉG VEIT ÞAÐ, Hannés minn, að það mætti vera meiri regla í mörgum verzlunum í bænum, en ég hygg þó að verzlunarfólk hér í Reykjavík sé yfirleitt kurteist og boðið og búið til að gera kurteis- um viðskiptavinum til hæfis.“ ÉG VEIT, að eitt er alveg rótt hjá frú „X“: Ókurteisi gagnvart viðskiptavinum hefir aukizt stór- kostlega síðan vexzlanimar hættu að þurfa að berjast um viðskipta- mennina. Þetta er slæmt, og ættu kaupmenn að reyna að koma í veg fyrir það. Hins vegar býst ég líka við að hroki viðskiptamanna hafi Frh. á 6. síðu. Branatryfiglngar Llfts*fi9giiigar Yátryggingaskrifstofa Slgfúsar Sighvatssoiar L æ k | argotn 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.