Alþýðublaðið - 07.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.05.1942, Blaðsíða 7
Finúnittáagur 7. maí IMf.. Næturlæknir er Kjartan Guðm- mundsson, Sólvallagötu 3, simi 5051. Næturvörður er í Reykjavikur- Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.15 Hádegisútvarp. Næturlæknir er Kjartan Guð- 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. £1. 20.00 Fréttir. 20.30 Mirmisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). ' 20.50 Hljómplötur: Andante fa- vori eftir Beethoven). 21.00 Upplestur: „Ást við fyrstu sýn,“ sagði eftir Axel Haers (Har. Björnsson leikari). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Syrpa af lögum eftir Gounod. 21.35 Hljómplötur: Andleg tón- list. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Eyröekkingafélagið heldur skemmtifund í kvöld i Oddfellowhúsinu. Verður þar ým- islegt til skemmtunar og eru fé- lagar hvattir til að fjölmenna. Beikíélagið sýnir Gullna hliðið í kvöld kl. 8 og er það 60. sýning á þessu leikriti. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Valgerður Briem (Þorsteins Briem) og Berg- ur Pálsson (Páls heit. Bjamason- ar sýslumanns). Sumardvalarnefnd auglýsir hér í blaðinu í dag læknissikoðun á börnum, sem sótt hefir verið um dvöl fyrir í sum- ar á vegum nefndarinnar. Fer skoðunin fram í Miðbæjarskólan- um þessa dagana kl. 4—7 é. h. og á að verða lokið n.k. laugar- dag. Það er ófrávikjanlegt skilyrði nefindarinnar, að öll þau börn, sc-m hún ráðstafar, hvort heldur er út um sveitir eða á barnaheimili, — mæti við skoðun þessa. Verður að öðrum kosti litið svo á, að for- náðamenn þeirra, hafi sjálfir kjra- ið þeim fjTÍr og verður börnum, sem ekki mæta til skoðunar, ekki aetlaður neinn dvalarstaður og ekki ráðstafað af nefndinni. Leikritinu „Það logar yfir jöklinum“ eftir Sigurð Eggerz verður útvarpað frá Akureyri 16. þ. m. Leikfélag Akureyrar sér um leikinn, en leikstjóri er Ágúst Kvaran. Bændaglíma Ármanns í gærkveldi. Bændaglíma ármanns fór fram í g^erkveldi í, íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Hófst íþróttasýningin á því, að Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi flutti erindi um ís- lenzku glímuna. Þá sýndu tveir glímumenn brögð og varnir, en að því loknu hófst glímusýning, sem margir tóku þátt í. Loks hófst bændaglíman og voru þeir bændur Jóhannes Ólafsson og Guðmundur Ágústs son og vann flokkur hins síðar- nefnda. Augl'ýsið i AlpýðuMaðinu. ALÞYÐUBLAPIÐ ■7- Minningarorð um Dag- bjart Jónsson cand. theol. ÁGBJARTUR JÓNSSON cand. theol., kennari við Flensborgarskólann, lézt 25. f. m. í Reykjavík. Hafði hann vetrarlangt verið frá kennslu vegna veikinda. Dagbjartur hafði eins og margir aðrir með frábærum dugnaði rutt sér braut til mennta og frama, þrátt fyrir fá- tækt og ■'fanheilsu á námsárum. En hæfileikar voru góðir og viljinn ódrepandi. Dagbjartur var fæddur 11. marz 1903 á Stokkseyri. For- eldrar hans voru Jón Bjarnason söðlasmiður, ættaður frá Tungufelli í Ytri-Hreppi, og Guðrún Sigurðardóttir, ættuð frá Bjálmholti í Holtum. Er margt. vel gefinna og vel met- inna manna í báðum þessum ættum, þótt ekki sé þær raktar hér. Bróðir Dagbjarts er Bjami M. Jónsson námsstjöri, búsett- ur í Hafnarfirði, prýðilega gef- inn maður og ritfær vel. Dagbjartur ólst upp hjá for- eldrum sínum á Stokkseyri. Sjóróðra byrjaði hann þegar eftir fermingu, og gerðu það fáir svo ungir. Síðar var hann barnakennari einn eða tvo vet- ur, áður en hann fór í skóla. Haustið 192Í fór hann í verzl- unarskólann í Reykjavík, en var þar eigi nema til miðs vetr- ar, því að þá tók hann að búa sig undir gagnfræðapróf við Menntaskólann og tók próf um vorið. Settist hann svo í 4. bekk um haustið og var þar fram undir vor, en þá veiktist hann og var alveg frá námi heilt ár. En þá er heilsa hans leyfði, tók hann að ,lesa utanskóla. Naut hann þá tilsagnar síra Gísla Skúlasonar á Stóra-Hrauni. Veturinn 1926—1927 sat hann í 6. bekk og tók stúdentspróf um vorið með 1. einkunn. Um haustið innritaðist hann í guð- fræðideild .Háskólans og lauk embættisprófi í guðfræði 1931 með hárri 1. einkunn. Nú hefði mátt ætla, að Dag- bjartur hefði gerzt prestur. En svo varð ekki. Hann langaði að læra meira — langaði að kom- ast út fyrir pollinn. Varð hann þó áð fresta þeirri för, unz eitt- hvað rættist úr um fjárhaginn. Vann hann eitt ár í skrifstofu gjaldeyrisnefndar. Þá veitti Há- skólinn honum styrk úr Sátt- málasjóði til utanfarar. Haustið 1932 tókst honum því að hleypa h'eimdraganum. Dvaldist hann því næjT árlangt erlendis, lengstum í Lundúnaborg, en noklcuð í Kaupmannahöfn. Þarf eigi að efa, að sú ferð hefir auk- ið honum víðsýni og þroska, auk þess sem hann gerði sér allt far um að læra sem bezt að mæla á enska tungu. En það kom honum von bráðar að góðu haldi. Þá er hann kom heim, var kennarastaða við Flens- borgarskólann laus. Kennslu- greinar voru enska og danska. Dagbjartur sótti, og þótt aðrir umsækjenda vferu og mjög eft- irsóknarverðír kennarar, hlaut hann stöðuna. Sýnir þetta bezt, hvert álit og traust hanri hafði þá þegar áunríið sér. Og þéssu trausti brást hann eigi. Hann reyndist bezti kennari, skyldu- rækinn og áhugasamur, svo að af bar. Eftir að Dagbjartur var orð- inn kennari, fór hann utan 2 . sumur, 1935 og 1939, í bæði skiptin til Englands og Dan- merkur, til þess að kynna sér kennslu og skólamál. Dagbjartur var, sem geta má nærri, orðinn maður vel menntaður og víðlésinn, en einna mest mun hann hafa les- ið enskaf bókmenntir, og rit um uppeldis- og skólamál. Eigi veit ég, hve lengi Dag- bjartur hafði kennt lasleika, en í fyrrahaust veit ég, að sjúk- dómur hans var farinn að áger- ast. Hann kenndi þó við skóL ann í fyrravetur, og munu hvorki nemendur hans né aðr- ir hafa orðið annars varir en að hann gengi dag hvern heill til skógar. En s.l. haust baðst hann lausnar frá kennslu vetr- arlangt. Hann mun að vísu hafa gert sér von um bata, en hon- um var ljóst, að von er ekki sama og vissa. Því varð ekki úr, að hann festi ráð sitt. En heitbundinn var hann, þó ekki Opinberlega, hinni mestu ágæt- isstúlku, ungfrú Margréti Jó- hannesdóttur frá Laxamýri, en hún er bróðurdóttir skáldsins víðfræga, Jóhanns Sigurjóns- sonar, frá Laxamýri. Dagbjartur Jónsson, varð, sem fyrr greinir, kennari við Flensborgarskóla haustið 1933 og kenndi óslitið þar til s.l. haust, eða 8 ár, en kennari við skólann var hann 9 ár, því að hann hélt embætti sínu í vetur, þótt annar kenndi í veikinda- forföllum hans. Auk þess, að hann var ágætur kennari, lét hann sér mjög annt um nem- endur og gengi skólans í hví- vetna. Samstarfsmaður var hann og ágætur, ósérhlífinn, hjálpfús og hreinskilinn. Ég átti því láni að fagna að njóta vináttn hans og aðstoðar í starfi mínu í ríkum mæli. — Laun frá minni hálfu voru þó engin og efalaust ekki til þeirra ætlazt. Ég hygg, að engum, er þekktu Dagbjart, geti blandast hugur um, að liann var verður þess, að minning hans sé í heiðri höfð. Lárus Bjamason. AUSTIÐ 1933 sátu nokkrir 'unglingar eftirvæntingar- fullir í einni stofu gamla Flens- Innileg þökk fyrir sýnda samúð við fráíall og jarðarför kon- unnar mmnar LARU BENJAMÍNSDÓTTUR. Guðgeir Guðmundsson. Maðurinn minn og faðir JÓN GÍSLASON, múrari andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 5. þ. m. Marta S. Jónsdóttir, Hjörtur F. Jónsson. Konan mín ALICE BERGSON f. HANSEN andaðist 6. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Bergsson. borgarskólans í Hafnarfirði. Það átti að „setja fyrir í mál- unum“, ensku og dönsku, og kennarinn, sem átti að gera þetta, var nýkominn að skólan- um, enginn hafði séð hann fyrr. Ég var einn í þessum hóp, og enn stendur mér ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum sem nýskeð, er ungur maður, einkennilega bjartur yfirlitum, hávaxinn og grannur, gekk inn gólfið til kennaraborðsins. Hann ávarp- aði okkur nokkrum orðum, föstum og skýrum róm, það var um hvernig náminu skyldi hag- að, og var síðan þegar á burt, í hinu sama hljóða yfirlætisleysi og hann kom. Þessi voru fyrstu kynni mín af Dagbjarti Jóns- syni. Frá þessum tíma, er við umgengumst einungis sem kennari og nemandi, er mér einkum annað tækifæri minnis- stætt á svipaðan hátt og er ég leit Dagbjart fyrsta sinn. Það var skemmtun í skólan- um. Á dagskránni um kvöldið flutti þessi kennari okkar er- indi. Éann taláði um uppeldi æskumanna, og tók alkunnugt dæmi úr íslenzkum sögum: frá uppeldi Grettis, sem varð jafn- mikill ógæfumaður og atgervi hans var gott. Rakti Dagbjartur þar á ljósan og einfaldan hátt uppeldisáhrif hins harða föður á unglinginn, og það, hVersu fara hefði mátt ef hin mikla milda móðir, Ásdís á Bjargi, hefði ráðið meiru um. Skilningurinn, sem lagður var í málið, einfaldleikinn, sem það var túlkað með, og hvernig dæmið var heimfært upp á hið daglega líf samtíðarinnar, sýndi ljóslega að þarna var maður með frjálsa, óháða hugsun, ein- lægan áhuga fyrir því viðfangs- efni, sem hann hafði valið sér sem æfistarf, ásamt sérstæðum skilningi á því, hvert bæri að sækja dæmi til skilnings á ís- lenzkri þjóðarsál, og þar með leiðir til þess að móta hana í æskumanninn. Dagbjartur hafði einlægan áhuga á starfi sínu sem kenn- ari. Iiann var til þess gæddur góðum hæfileikum, sem hann lagði ætíð alla fram, svo hvert verkefni mætti verða sem bezt af hendi leyst. Við kénnsluna var hann ætíð hinn sami hljóðláti, skyldu- rækni maður. Hann hafði.full- komið vald á starfinu, gekk fast eftir þvi að unnið væri, en ávalt jafn reiðubúinn að rétta þeim veikasta sem hinum sterk- asta hjálparhönd. Jafnan var kennsla hans miklum skilningi og mannúð gædd, en svo var framkoma hans öll á hverju. sviði. Dagbjartur var guðfræðingur að menntun, enda þótt hann gerði kennslustarfið að æfi- starfi sínu. Nokkurrar óánægju gætti um tíma vegna þeirra migu guð- fræðinga, sem tókust á hendur kennslustörf í stað þess að stunda prestsskap, þar eð þeir væru að leita út af þeirri braut, sem þeir hefðu valið sér, og inn á annarra. Fyrir þessu eru þó mjög eðlileg rök. Fram til síð- ustu tíma a. m. k. hefir yfir kirkjulífi á íslandi verið mikil deyfð ríkjandi. Alkunna er hve kirkjur hafa verið slælega sótt- ar, svo að skiljanlegt er, að enda þótt ungir menn hefðu annars margt fram að færa sem hennar þjónar beint, þá virtist glæsilegra að vinna áhrifastörf annars staðar þar sem að meiru gagni mætti koma og fleirum til heilla. Það var því engin til- viljun, að ýmsir duglegustu ungu guðfræðingarnir völdu sér einmitt skólana fyrir starfs- svið. Áhugi Dagbjartar Jónssonar fyrir uppeldismálum var ein- lægur, en vera má að hlédrægni hans hafi valdið þar um að minna bar á getu hans en ella. Heilsa hans mun og um nokk- urt skeið hafa verið fremur veil. Mér fannst oft sem yfir- ' bragð Dagbjarts væri eitthvað undarlega fjarrænt líkt og byggi hann yfir duldum harmi, er dveldi hann við í huga sér. Síðustu mánuðina, sem hann lifði og allir vissu að hann gekk ekki lengur heill til leiks, var sem þetta ágerðist. En fæstum mun þó hafa komið til hugar að svo skammt myndi þess að bíða, að dauðinn felldi sín dimmu tjöld milli hans og okk- ar, sem raun er á orðin. En ekki má sköpum renna. Við gamlir og. nýir nemendur Dagbjartar kveðjum nú þennan vin okkar, og óskum honum góðrar ferðar yfir í hið ókunna. Bergtir Vigfússón, .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.