Alþýðublaðið - 13.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.05.1942, Blaðsíða 3
MiSvákudagur maí 1942. a.lþyÐ'UElad:-d Japanir bafa misst priðjnng flota slns. 1,5 mfllj. smál. kaupskipa. FLUGVÉLAR Bandamanna hafa enn sökkt þrem jap- •önskum skipum á Kyrrahafi. Voru það tvö flutningaskip og •eitt olíuskip. Alls hafa Japanir -nú misst um IV2 milljón smá- lesta af skipakosti sínum frá því er stríðið hófst og eru þá •ekki meðtalin herskip þeirra. Flotafræðingar' í London á- líta, að Japánir hafi nú þegar misst þriðjung alls flota síns í orrustum á Kyrrahafi. Hvar ern norsku kennararnir? Kvf miðjan apríl voru 500 norskir kennarar hand- leknir og fluttir norður á bóg- inn, þar sem búizt var við, að þeir mundu verða látnir vinna þrælavinnu. Þeim var hrúgað niður í lest- Hr á skipi einu í Þrándheimi. Skipshöfnin neydd til að láta að vilja nazista og flytja þá. Aðbúnaðurinn var hinn hörmu legasti og margir kennararnir voru þungt haldnir af ýmsum sjúkdómum, en.þeim var eng- in aðhlynning veitt. Með þeim voru 50 Gestapomenn, sem fengu farþegarúm skipsins til sinna umráða. Skipið lét úr höfn og héit norður á bóginn. Hinn 25. apr- íl var það í Hammerfest í Norð ur-Noregi, en þar var aðcins staðið við skamma stund og engum leyft að fara á land. — Þaðan hélt skipið enn norður með ströndinni, en síðan hefir ekkert til þess spurzt. Það er þó ekki þannig að skilja, að það hafi farizt, það telja kunnugir nær ómögulegt. Hitt er sönnu nær, að kennararnir vinni nú þrælkunarvinnu á norðurhluta Rússlandsvígstöðvanna, þótt ekkert sé vitað með víssu, og margir spyrji: Hvar eru hinir 500 kennar- ar? frú Hitler fyrir rétti. jP1 RÚ HITLER, það er að segja frú Bridget Hitler, kona Alois Hitler, sem er hálf- bróðir einræðisherrans, var fyr- ir nokkru dregin fyrir rétt í Bandaríkjunum, þar sem hún og maður hennar búa. Var hún ákærð um að hafa svikizt um að greiða skatt og námu skatt- svikin um 250 kr. Hún greiddi skattinn og fór svo þegar í stað úr réttinum. Með henni var viidarvinur hennar. Dansleik heldur glímufélagiS Ármann í kvöld kl. 10 í Oddfellowhúsinu til ágóða fyrir bókasafn sjúklinga á Vífilsstöðum. Aðgöngumiðar verða seldir eftir kl. 6 í dag í Oddíellow- húsinu. Gnnnar Akselson, formaður Knattspyirnudómarafé lags Reykjavikm-, er til viðtals í síma 5968 á föstudögum klukkan 5,30—6,30. Tundurskeyti. Tundurskeytin eru eitt ægilegasta vopn þessa stríðs og hafa valdið óhemju tjóni á skipum síðan það brauzt út. Hér sést mynd af því, er verið er að setja eitt skeyti niður í kafbát. Áhlaupum Þjéðverja á Kerch- skaga hrundlð, segfa Eússar. Áhlaupin eru gerð til að tryggja Krímvígstöðvarnar, segir þýzka herstjórnin. Trðllasögur om ný þýzk vopn. RIJSSAR TILKYNNTU í gærkveldi, að sókn Þjóðverja á Krímskaga hefði verið stöðvuð og hersveitir þeirra reknar til þeirra stöðva, sem þær lögðu af stað frá, á öllum stöðum nema einum. Miklar orrustur hafa síaðið þarna í þrjá daga, og tekur fjöldi skriðdreka þátt í þeim á báða bóga. Auk þýzkra hersveita berjast rúmenskir fótgönguiiðar á vígstöðvunum, sem eru 755 km. langar. Rússneska til- kynningin hermir enn fremur,. að manntjón Þjóðverja og Rúmena sé miög mikið. Það verður enn ekki séð, hvort hér er um byrjun vor- sóknarinnar að ræða. Þegar fréttin um áhlaupið var fyrst send út, sögðu þýzkir herfræðingar, að það væri fyrsta al- varlega orrustan, sem háð hefði verið, síðan vorið kom á austurvígstöðvunum og hægt var að hefja hernaðaraðgerð- ir í stórum stíl. í gærkveldi var aftur á móti sagt í Berlín, að bardag&rnir á Krímskaga séu aðeins staðbundnar smá- orrustur, sem háðar séu til að undirbúa aðalsóknina, sem síðar á að koma. Þýzka herstjórnin tilkynnti í gærlcveldi, að áhlaupin á Kerchskaga væru gerð til þess að tryggja þessar víg- stöðvar, áður en frekari aðgerðir hefjast. Tröllasögur hafa þegar' borizt um þessa fyrstu orrustu í stór- um stíl á austurvígstöðvunum. Sagt er í ýmsum fréttum, að Þjóðverjar hafi notað þar mörg ný vopn, sem ekki hafi komið fram áður. Ekki er þó getið nánar um þessi nýju vopn. Harðar orrustur geisa enn á skaganum og er búizt við að þeim haldi áfram. Rússar segja frá því, að þeir hafi gert árásir á 11 stöðvar fótgönguliðs. Þá hafa flugvélar Svartahafsflot- ans gert margar árásir á Þjóð- verja og eyðilagt. birgðastöðvar og hermannaskála að baki víg- línunum. Rússar hafa gert allmikil á- hlaup á Leningradvígstöðvun- um og sótt jrokkuð fram. Þá hafa þeir einnig gert vel heppn- uð áhlaup í nágrenni við Ilmen- vatnið, nokkru sunnar. Finnar tilkynna rússnesk áhlaup á finnsku vígstöðvunum. Rússneski Eystrasaltsflotinn hefir nú lagt úr höfn, segir í fréttum frá Stokkhólmi. Áður höfðu borizt fregnir um að orr- ustuskipið Marat hefði hafið skothríð á stöðvar Þjóðverja suðvestan við Leningrad. Bandarikln tala ekld við Laval! Viötæk Iskemradarverfe á raeginlandinu.' CORDELL HULL lýsti því yfir í gær, að Bandaríkja- stjórn mundi framvegis ekkert mark taka á Laval og ekki tala við hann í málum þeim, sem varða frönsku eyna Martinique. Verða allar viðræður og sanm- ingaumleitanir gerðar við lands- stjórann á eynni. Þetta er hin mesta misvirðing við Laval og það, sem hann ótt ast einna mest. Aldagömul vin- átta ríkir milli Frakka og Bandaríkjamanna, og þorir La- val ekki fyrir sitt litla líf að skerða hana. Vinátta við Banda- ríkjamenn er hins vegar ekki að skapi hinna þýzku vina hans Skemmdarverkum heldur á- fram í Frakklandi og aftökum jafnframt, Mörgum sprengjum hefir verið kastað inn í veit- ingahús, þar sem þýzkir her menn venja komur sínar. Meðal þessara staða var Hótel Amassa dor og fjögur önnur. Þjóðverjar sendu þegar í stað sterka lög- reglu á staðinn og lokaði hún heilum hverfum, til að reyna að fanga sprengjulcastarana. Járnbrautarlest, hlaðin birgð- um fyrir þýzka herinn, hefir verið sett út af sporinu skammt sunnan við St. Nazaire. 24 Hollendingar hafa enn ver- ið teknir af lífi, og segir í til- kynningu þýzku herstjórnarinn- ar þar í landi, að þeir hafi verið leiðtogar leynifélagsskapar, sem vann gegn Þjóðverjum, og hafi þeir gerzt sekir um njósnir og haft í fórum sínum vopn. Japanskar ber- sveitir fara ifir landamæri Ind- lands. JAPANIR TILKYNNTU í gær, að hersveitir þeirra hefðu farið yfir ind- versku landamærm við ströndina. Var enn fremur sagt, að lítil flotadeild sigldi úti fyrir. Ekki var getið um mótspyrnu. • Frétt þessi hefir enga stað- festingu fengið frá banda- mönnum. Var henni útvarp- að frá Berlín í gærkveldi og' enn fremur frá stuttbylgju- stöðinni í París. Barizt er á tveim öðrum stöð- um í Burma, eða við landamæri þess. Hersveitir Alexanders, sem hörfað hafa í áttina til ind- versku landamæranna innar í landinu, hafa gert gagnáhlamp og hrakið Japani nokkum spöl til baka. Ekki er enn. Ijóst, hversu alvarleg þessi gagnsókn er. Handan við Kína—Burma landamærin er barizt af mikilli heift. Japanir hafa þar fengið liðsauka, en engu síður tilkyruaa Kínverjar gagnáhlaup. Yið Mandalay, þar sem kínverski herinn, sem er á bak við víglín- ur Japana, berst, em háðir miklir bardagar. Þrem brezknm tnnd- nrspillnm sðkkt á Miðjarðarbafi. t árásnm öýzfera ílspéia. FLOTAMÁLARÁÐUNEYTI® í London tilkynnti í gser, að þýzkar flugvélar hefSki sökkt þremur brezkum tundnr- spillum á austurhluta Miðjarð- arhafsins. Voru það tundurspill- arnir Lively, Jackall og Kipling. Þýzku flugélarnar gerðu á- rásina að degi til og sökktu þeg- ar í stað Lively, en hinir tund- urspillarnir og brezkar orrustu- flugvélar hröktu þær á brott. Seinna um daginn komu þær þó aftur og gerðu aðra árás á skipin. Sökk þá Kipling, en Jackall skemmdist mjög míkið, og var hann dreginn áleiðis til hafnar. Á leiðinni þótti þó sýnt, að það mundi ekki takast, og sökktu Bretar honum þá sjálfir. Brezku flugvélarnar, sem börðust við árásarflugvélamar þýzku, skutu að minnsta kosti eina þeirra niður og löskuðu 7 aðrar. Um 500 manns hefir verið bjargað af áhöfnum skipanna, og er því bersýnilegt, að mann- tjón Breta er ekki mikið. IAflstöð hefir verið sprengd í loft upp skammt frá Þrénd-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.