Alþýðublaðið - 17.05.1942, Side 2

Alþýðublaðið - 17.05.1942, Side 2
ALfrÝOUBLAPtÐ Stuuudagur 17» , maí • 1942. tók við af í Bétt á eftir var ntbýtt á alþingi vantraustS" ffirlýsinp Framsóknar á tainnl ný|n stjérn. Ráðherrar áfram ÓLAFUR THORS STJÓRN HERMANNS J6NASSONAR fékk lausn á ríkisráðsfundi. sem hald- inn var kl. 11 í gærmorgun. Yar stjórn Ólafs Thors þá fullskipuð, en í henni eiga sæfi, auk hans: Jakoh Möller og Magnús Jóns- son. Verkaskipting ráðherranna í hinni nýju stjórn hefir verið ákveðin sú, að Ólafur Thors, sem er forsætisráðherra, fari auk þess með utanríkismál, vegamái, útvegs- og sigí- ingamál, önnur fen síldarútvegsmál og strandferðamál, svo og. útflutningsverzlunarmál, þar undir útflutningsnefnd. Jakob Möller fer með fjármál, skattamál og tollamál, enn- fremur með bæjar- og sveitarstjórnarmál, tryggingamál og dómsmál. Magnús Jónsson fer með póstmál, símamál og loftskeytamál, vatnamál, (iðnaðarmál, strandferðamál, verzlunarmál, önnur en útflutningsverzlun, síldarútvegs- mál, þar undir síldarverksmiðjur ríkisins. Enn fremur bankamál og sparisjóðsmál, gjaldeyrismál, kirkju- og kennslumál. JAKOB MOLLER Snmardvalaríieimili að Barði i Fljðtum. Fyrli* born af Siglu- firði. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins SIGLUFIRÐI í gærkveldi. IBY R J TJ N júnímánaðar vérður nýtt sumardvalar- heimili fyrir börn héðan af Siglufirði tekið til afnota. Er heimilið að Barði í Fljótum. Húsið er byggt úr steinsteypu og upphitað með laugarvatni. Á heimilinu geta dvalið í einu 70 börn. Hið nýja barnaheimili er mjög hagkvæmt fyrir Siglu- fjarðarbæ, þar sem hann hefir ekki átt neitt sumardvalarheim- ili fyrir börn fyrr en nú. Kvenféiagið Von á Siglufirði hefir byggt heimilið, en margir einstaklingar hafa gefið til þess, samtals allt að 10 þúsundum króna. Á bæjarstjórnaríundi í gærkveldi var sumardvalar- heimilisnefnd kosin og skiþa hana Vigfús Friðjónsscn, Finn- ur Níelsson og Árni Kristjáns- son. . ! ’ Viss. Yfirlýslng Ólsifs Ttaors. Myndun hinnar nýju stjórnar var tilkynnt á fundi í sameinuðu þingi klukkan IV2 í gær. Mættu hinir nýju ráðherrar allir prúð- búnir og tóku sér sæti í ráðherra stólunum til hægri við forseta, •en Hermann Jónasson settist við hlið Héðins Valdimarssonar frammi við dyr, og Eysteinn Jónsson við hlið Einars Olgeirs- sonar úti í horni. Ólafur Thors skýrði frá stjórnarmynduninni og lýsti ætlunarverki og stefnu stjórnar sinnar. Sagði hann meðal ann- ars: „Þegar fyrrverandi forsætis- ráðherra, Hermann Jónasson, ritaði formanni Sjálfstæðis- flokksins bréf, dags. í apríl síð- astl., og tjáði honum, að ráð- herrar Framsóknarflokksins mundu fara úr ríkisstjórninni, ef felld yrði tillaga sú til rök- studdrar dagskrár, sem Fram- sóknarflokkurinn mundi bera fram til stöðvunar stjórnarskrár málsins við 2. umræðu þess máls, og þegar sýnt var, að stjórnarskrárbreytingin átti svo mikið þingfylgi, að dagskrá þessi hlaut að falla, var hafizt handa um undirbúning þess, að mynduð yrði ríkisstjórn, er fylgt gæti fram stjórnarskrár- breytingunni og farið með önn- ur þau mál, er fyrir liggja. Var þá sérstaklega um tvær leiðir að ræða: að mynduð yrði samsteypu- stjórn einhverra þeirra flokka, er að málinu stóðu, ,eðá að.fjöl- mennasti flokýurinn, Sjálfstæð* isflokkurinn, myndaði einn stjórn. S j álf stæðisf lokkurinn kaus t síðari kostinn í því trausti, að innan þingsins sé og muni verða nægilega mikið fylgi við stjórn- arskrárbreytinguna til þess að áfstýra vantrausti á þá ríkis- stjórn, sem mynduð er til þess að fylgja þessu máli fram til fullnaðarsamþykktar. Stjórn sú, er nú tekur við völdum, er stjórn Sjálfstæðis- flokksins í þeim skilningi, að hana skipa eingöngu Sjálfstæð- ismenn. Hins vegar hefir hún ekki þá aðstöðu flokksstjórnar, að vera bær um að framkvæma þau stefnu- og hugsjónamál Sjálfstæðisflokksins, sem ekki njóta stuðnings annarra flokka, þar eð Sjálfstæðismenn eru nú, svo sem kunnugt er, aðeins 16 á þingi, af alls 47 mönnum, er nú eiga þar sæti. Hlutverk stjórnarinnar verð- ur því fyrst og fremst það tvennt, að sjá farborða máli því, Nýi ráðherrann MAGNÚS JÓNSSON er stjórnarskiptum hefir valdið — stjórnarskrármálinu — og að inna áf hendi það höfuðverkefni undanfarinna ríkisstjórna, að verja þjóðina gegn áföllum á þessum einstæðu og örðugu tím- um, framfylgja lögum og ann- ast daglega afgreiðslu þeirra málá, er á hverjum tíma koma til úrskurðar og framkvæmda sérhverrar ríkísstjórnár. Ríkisstjórnin mun samkvæmt eðli málsins ekki telja sig bæra um að taka upp eða fylgja fram nýjum ágreiningsmálum, meðan stjórnarskrármálið er til með- ferðar, nema hún telji óumfljrj- anlega þjóðarnauðsyn til bera. Þegar stjórnarskrármálið hef- Framh. á 7. síðu. Þrír bændur drukknn af bátl I Miifipii. Tvelr drenglr ár Eefk|avlk ÍBfHrgf isönst á sandio í FYRKAKVÖLD varð sviplegt slys á Miðfirði. Hvolfdi þar árabát með sex mönnura, og drukknuðu þrír þeirra, en þremur var bjarg- að úr landi, og var einn þeirra orðinn meðvitundar- laus. Slysið vildi til klukkan að ganga sex síðdegis í fyrrakvöld. Bátur frá Útibleiksstöðum, sem er vestan Miðfjarðar, var að sækja tvo pilta úr Reykjavík, sem voru komnir til Hvamms- tanga og ætluðu að vera í sveit í sumar, og var báturinn á heimleið vestur yfir fjörðinn með piltana. Véður var gott, en ofurlítill kaldi. Höfðu verið undin upp segl og var róið/með. Allt í einu hvolfdi bátnum, og er enn ekki vitað, hvernig það vildi til. Piltarnir tveir úr Reykjavík, Pálmi Theodórsson og Haukur Hjartarson, voru báðir syndir og náðu í reköld, sem þeir gátu haldið sér uppi á, þangað til hjálp barst. Árni Björnsson, unglingspiltur frá Útibleiks- stöðum, komst á kjöl og hélt sér þar, unz honum var bjarg- að, en þrír menn drukknuðu, / og voru það: Þorvaldur Kristmundsson, bóndi að Útibleiksstöðum, 1 kvæntur og átti born. Ögmundur Árnason, ókvænt- ur, en bjó á Útibleiksstöðum. Jósep Bjarnason bóndi að Bálkastöðum, kvæntur og átti börn. ý ' ■ . ‘ f-Pk'l ' % ■ - Slætt var í gær eftir líkum þeirra, sem drukknuðu, en,þau fundust ekki. Annar pilturinn frá Reykjavík, Pálmi Théodórs- sbn, var orðinn meðvitundar- laus,. þégar hann náðist, en er nú úr aílri hættu. Tilkynning til verka nanna frð stjðrn Vmf. „Dagsbrðn“. STJÓRN Dagsbrúnar hefir fengið vitneskju um bréf, sem fyxirtækið Höjgaard & Schulz hefir nýskeð sent til verkstjóra sinna. í bréfi þessu eru verkstjórar beðnir að veita athygli verka- manna að því, að séu þeir ekki meðlimir Dagsbrúnar, sé þeim ekki skylt að greiða aukameð- limagjald, og ef einhver æski- ekki að greiða það, eru verk- stjórar beðnir að taka við kvittunum þeirra. Verði þær endurgreiddar á skrifstofu Höj- gaard & Schulz á tilteknum tíma, en síðan verði verkamenn að snúa sér beint til Dagsbrún- ar. I tilefni af þe'ssu viljum við taka eftirfarandi fram: Samningar Dagsbrúnar við Vinnuveitendafélag íslands um kaup, vinnutíma, vinnuskilyrði og sumarfrí verkamanna ná einungis til þeirra, sem eru full- gildir meðlimir eða aukameð- limir Dagsbrúnar (auk meðlima S j ómannaf élags Reykjavíkur).. Þar af leiðir, að þau hlunn- indi, sem samningar þessir fela í sér fyrir verkamenn, ná að- eins til meðlima og aukameð- lima Dagsbrúnar. Ef t. d. verkamaður slasast við vinnu, ber atvinnurekanda ekki samningsleg skylda til að greiða honum 6 daga kaup, nema viðkomandi sé meðlimur eða aukameðlimur Dagsbrúnar. Ef verkamaður er ekki í Dagsbrún, er atvinnurekendum heldur ekki skylt að greiða hon- um sumarleyfi. Ef verkamaður er ekki í Dagsbrún, ber félaginu heldur engin skylda til að greiða fyrir málum hans, innheimta van- goldin vinnulaun, tryggja hon- um samningsbundin hlunnindi Dagsbrúnarmeðlima eða leita á. annan hátt réttar hans gagn- vart atvinnurekendum. Af þessu er 'augljóst, að til- raun Höjgaard & Schulz til þess að aftra aðkomuverka- mönnum að gerast aukameð- limir í Dagsbrún, er á engan hátt í þeirra þágu, heldur alveg öfugt. Hins vegar er það mjög sennilegt, að Höjgaard & Schulz gæti sparað drjúgan skilding í greiðslu slysadaga og, sumarleyfa, ef það fengi því til leiðar komið, að aðkomu- verkamenn ættu ekki samn- ingsbundinn kröfurétt á hendur fyrirtækinu um þessa hluti. Út af staðhæfingu Höjgaard & Schulz í nefndu bréfi um að ófélagsbundnum verkamönnum beri ekki skylda til að greiða aukameðlimagjald til Dags- brúnar, viljum við taka eftir- farandi fram:, Lög Dagsbru -.r kveða svo á, að meðlimiri fén w úns megi ekki vinna með ófélagsbundnum verkamönnum, m. 6. o., að allir verkamenn á félagssvæði Dags- brúnar verði að gerast meðlim- ir eða aukameðlimir félagsins. Verkamannafélagið Dags- Framh. á 6. síðu:.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.