Alþýðublaðið - 17.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.05.1942, Blaðsíða 5
Stramtdagur 17. maí 1942. ALÞÝÐUBLASIÐ HÁKON KONUNOUR SJÖUNDl rn • • W 3*« Samtal við August Esmarch, sendí- herra Norðmanna hér. ■4 nr MAÍ,' þjóðhátíðardagur Norðmanna, er j dag. líeima J. # • fyx-ir geta Norðmenn ekki minnzt þessa d ;gs, vegna þess, að þar bæla nazistar allt slíkt niður með kúgun og ofbeldi. En frjálsir Norðmenn utan Noregs mínnast þjóð- hátíðardags síns hvar sem þeir eru staddir. Norðmenn, sem staddir eru hér á íslandi, haida 17. maí hátíðlegan hér í Reykjavík í dag, auk þess sem Nor- ræna félagið á íslaíndi minnist hans sérstaklega. í tilefni af þessum hátíðahöld- . um og þjóðhátíðardegi Norð- manna átti Alþýðublaðið tal við sendiiherra Norðmanna hér, hr. Aug. Esmarch, á heimili hans í gær. — Við, Norðmenn á íslandi, höfum leitazt við aS undirbúa liátíðahöldin á þjóðhátíðardegi okkar^ 17. mai, eins vel og okk- ur er unnþ sagði sendiherrann, og við hlökkum til dagsins. En hins vegar er þess ekki að dylj- ast, að þeir atburðir, sem nú eru að gerast í Noregi, varpa nokkx- um skugga á þá tilhlökkun. Og samt sem áður hygg ég, að við Norðmenn höfum aldrei minnzt þjóðhátíðardagc okkar með jafn miklum innileika og nú. Og við, sem dveljumst utan Noregs, hugsum þennan dag með djúpri virðingu og þakklæti til þeirra, Noregssöfnunin I JÁRSÖFNUNIN TIL NORÐMANNA hefst í dag um allt fsland. Fer hún fram í hverjum einasta bæ, kauptúni og hreppi á landinu, við sjó og upp til sveita. Þeg- ar er vitað, að deildir Nor- ræna félagsins efna til sam- koma af tilefni þjóðhátíðar- dags Norðmanna í dag: hér í Reykjavík, á ísafirði, á Siglu- firði og á Akureyri. Söfnunin fer fram með þrennum hætti: með merkja- sölu, meS almennum sam- skotum og með skemmtisam- komum. Mun söfnunin halda áfram næstu vikur. Hér í Reykjavík verða merkin afhent kl. 9 í Iðnskól- anum. Skátastúlkur, svo og aðrir unglingar, selja merkin. í Iðnskólanum verður og tek- ið á móti gjöfum. í*á verða merkin og seld og tekið á móti gjöfum í Blaðabúðinni í Austurstræti 14. En framveg- is verður tekið á móti gjöfum í öllum bókaverzlunum bæj- arins, í öllum blaðaafgreiðsl- nni í bænum, svo og hjá Nor- na félaginu. E Forystumenn Norðmanna AUGUST ESM ARCH sendiherra. sem heima dveljast, fyrir þá ó- bugandi hugprýði og þraut- seigju, sem þeir sýna á þessum ógnatímum. — Þær þungbæru raunir, sem föðurland vort hefir ratað í, hafa þrátt fyrir allt haft það í för með sér, að þjóðin er nú samein- aðri en nokkru sinni fyrr. 1 hlekkjum nazistánna lifa nú og starfa útgerðarmenn vorir og verzlunarmenn, vísindamenn, embættismenn, bændur og verkamenn hlið við hlið, og sú persónulega vinátta, sem nú tekst með þeim, mun haldast alla ævi. — Það hefir verið Noregi og norsku þjóðinni ómeíanleg gæfa, bætir Esmarch sendiherra við, að vér höfum á þessum örðugu tímum átt' konung, sem vegna persónlegra eiginleika sinna er sjálfkjörinn leiðtogi allrar þjóð- arinnar og sem alíir Norðmenn hafa fylkt sér um. — Haraldur hárfagri sameinaði Nóreg i eitt ríki Hákon konungur sameinar Norðmenn í eina þjóð. Oivarp Morrænaíélagsins TT LUKKAN 13,15 lúðra- hljómleikar frá Austur- velli, kl. 13,30 ávarp Sigurgeirs Sigurðssonar biskups frá svöl- um alþingishússins og kl. 14 norsk messa úr dómkirkjunni. Útvarpið í dag er yfirleitt allt helgað þjóðhátíðardegi Norð- manna. NDA ÞÓTT NQREGUR sé nú, undir oki nazism- ans, iokað land, höfum við heyrt hitt og þetta af hirmi vopn.iau.su og þögulu, en þrautseigu og hugprúðu bar- áttu norsku bjóðarinnar heima fyrir. En þótt merki- legt megi virðast, vitum við mikþi .minna um þann öfluga þátt, sem frjálsir Norðmenn úti urn heim taka, undir for- ustu norsku stjórnarinnár í London, í stríðinu gegn naz- isipamjm. og' þann mikla und- irbúning, sem fram fer meðal þeirra tii þess að endur- heimtá land sitt og frelsi þess. , Alþýðublaðið vill því í dag biría í íslenzkri þýðingu ræðu um þessa baráttu frjálsra Norð- manna, sem Hákon konimgr.r flutti í útvdrp til Ameríku þ. 9. apríl síðastliðmn, ’þegar tvö ár voru Iiðin frá mnrásinni í Noreg' Hún gefur í síuttu og yfirlits- góðu máli ágæta hugmynd uni þennan þáttinn í frefsisbaráttu norsku þjóðarinnar. Fer ræðan hér á eftir: Arásin á Noreg níunda apr- íl fyrir tveimur árum var óvæntasti atburður stríðsins — bæði í augum Vesturvelda Evrópu og okkar sjálfra. Flestir Norðmenn höfðu vonað, að hægt yrði að halda þjóðinni utan við stríðið á sama hátt og i fyrri heimsstyrjöldinni 1914—.1318. Þjóðverjar notfærðu sér það, að oss kom árás þeirra á óvart og gengu á land samtímis á mörgum þýðingarmiklum stöð- um á hinni löngu strandlengju. Og þegar Noregur var hertekin eftir tveggja mánaða hetjulega vörn gegn óvini, sem var mörg- um sinnum sterkari í lofti, á Nýgaardsvold forsætLsráðherra, Hákon konungur og Ólafur krónprins á fundi í London. láði, og á legi, átti yfirstjórn laridsLns ekki nema um tvennt að velja: ;annað’hvort að láta hina þýzku ofbeldismenn kúga sig, eða fara úr landi og halda baráttunni áfram utan landa- mæranna. / Vér völdum síðari leiðina — og það var í raun og veru ,eina leiðjn fyrir frelsisunnandi þjóð. Noregur heldur áfram að berj ast. Noregur en enn þá í stríði við Þjóðverja og verður það, þar til freLsið er fengið á ný. Það er bersýnilegt, að bar- átta vor verður að vera liður í hinni sameiginlegu baráttu Bandamanna. Og hinn stóri verzlunarfloti vor gerir oss að síerkum þætti í þeirri baráttu. Þegar Noregur lenti í styrj- öldinni áttum vér ágætan kaup- skipaflota, bæði hvað snerti á- hafnir, stjórn og útbúnað skip- anna, og þegar norska stjórn- in hafði 22. apríl 1940 gert upp- tæk öll norsk skip, sem ekki voru í höfnum óvinalanda eða Kveðja Nygaardsvólds Þessari kveðju frá Nygaardsvold, forsætisráðherra norsku stjórn- arinnar í London, hefir verið dreift í tugþúsundatali út á meðal norsku þjóðarinnar heima.í Noregi. Hún hljóðar þannig á ís- lenzku: „Stutt kveðja frá þeim, sem starfa fyrir málstað Noregs utan landamæranna. Norska þjóðin getur hughraust horft inn í l'ramtíðina. Sá dagur skal koma, að landið okkar verði aftur frelsað frá neyð og kúgun. Johan Nygaardsvold.“ hernuminna, og The Norwegian Shipping and Trade Mission var stofnað í London; var vax- andi skipastóll lagður fram til hernaðarþarfa. Vér viljum í þessu sam'bandi leggja áherzlu á það, að ekkert einasta skip, engin einasta áhöfn lét undir höfuð leggjast að hlýða strax skipun stjórnarinnar um að leita næstu hafnar banda- manna, og þegar vér og stjórn- in komum til Engiands í júní 1940, höfðum vér um þúsund af beztu skipum í heimi, samtals um 4 milljónir smálesta burð- armagni og 30 000 til 35 000 sjómenn og hvalveiðara, til þess að halda baráttunni áfram og hjálpa Bandamönnum til að vinna stríðið. Bretar hafa látið uppi að um 40 prósent af allri olíu og um 20 prósent af öllurn matvælum og öðrum nauðsynjavörum, sem til Englands eru fluttar, séu fluttar með norskum skipum. Norski kaupskipaflotinn sigl- ir enn þá um öll höf heimsins, og er því öflugur aðili í stríðinu. Brezkir sérfræðingar hafa líka lýst því yfir nýlega, að það væru engar ýkjur, þótt þáttur Noregs í stríðinu hafi verið og sé svp mikill að Bandamenn gætu ekki verið án hans. Um þessar mundjr eru norsk skip, samtals 3,5 milljónir smá- lesta að burðarmagni annað- hvort í þjónustu War Transport eða norskrá skipafélaga, önnum kafin við flutninga fyrir Banda- menn. Og frá því Þjóðverjar réð- ust inn í Noreg til ársloka 1941 höfum vér misst um 200 skip samtals 1,3 milljónir að burðar- magjni, og á sama tíma um 1300 menn. Það var hlutverk stjórnarinn- ar um leið og vér komum til Englands, að koma á víðtæku embættismannakerfi, sem ekki einungis sér um málefni frjálsra Norðmanna, heldur tekur virk- an þátt í styrjöldinni gegn hin- um sameiginlega óvini. Herskyldu hefir verið komið a meðal norskra borgara erland- is, og strax meðan orrusturnar geisuðu í Noregi var farið að vinna að því, að stofna nýjan norskan her í Stóra-Bretlandi. Framh. á 6. síðu. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.