Alþýðublaðið - 17.05.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.05.1942, Blaðsíða 6
-";*r*.' Stirtai«dagur-JL7t «*aí;'1942; frá fiarðyrkjaráðBBaiií bæjaríns. Þeir 'sem hafa leigugarða frá bænum og pantað hafa áburð í garða sína, vitji hans sem fyrst. Sveltið ekki jurtirnar. Notið nægan áburð. Það eru hyggindi sem í hag koma. Daglega afgreiddur á Vegamótastíg frá kl. 9 fyrir miðdag til kl. 10 eftir miðdag. Fólk er ámynt »að hafa með sér strigapoka undir áburðinn. , Tilbjrnning frá Dags brúa. Frh. af 2. síðu. brún hef ir hingað til haldið fast við þessa samþykkt, og hefir í hyggju að halda fast við hana einnig í ffamtíðinni. Að lokum viljum við beina þessum orðum til aðkomú- verkamanna: Verkamannafélagið Dags- brún hefir starfáð í þrjátíu óg sex ár að því að bæta kjör og auka réttindi reykvíkskra verkanlanna. Það hefit kostað brautryðj- endur félagsins og þúsundir annarra verkamanna áratuga baráttu og fórnir að ná kjörum þeim, sem einnig þið njótið nú á sviði launa og annarra hlunn- inda. - Hefði Dagsbrún ekki verið til, mynduð þið ekki bera úr býtum það,. sem þið gerið nú í krafti langvinnreir baráttu hennar. . Verkamenn Reykjavíkur hafa ekki talið eftir sér að gréiða félagsgjöld sín, ár eftir ár og áratug eftir áratug —- einnig á hörmungatímum át- vinnuleysisins. . Þeir . hafá séð í þessum áf- gjöldum eina helztu stoð þeirra samtaka, er berðust fyrir hags- munum þeirra og héldi uppi rétti þeirrá. Við erum þessfullvissir, áð þið munið, méð rólegri íhugun, verða okkur fullkomlega sam- mála og skirja til hlítar sameig- inlega hagsmuni ykkar og reyk- víkskra verkamanna. í trausti þess væntum við, að sambúð félags okkar og ykkar verði áfram í anda bróðurlegs samstarfs allra verkamanna. Reykjavík, 15. maí 1942. Stjórn Vmf. „Dagsbrúrí'. Gísli Asfleirssoo Alftamýri áttræðnr. GÍSLI ÁSGEIRSSON hrepp- stjóri á Álftamýri í Arn- arfirði varð áttræður í gær. Það finnst mörgum kunnugum ótrú- legt, að Gísli sé kominn á þann aldur. Hann er ótrúlega ungleg- ur, fríður sýnum, viðbragðs- fljótur og gegnir öllum störfum til s*jós og lands. Það er ætterni þeirra Arnfirðinga að eldast vel. Faðir Gísla, Ásgeir Jóns- son, Ásgeirssonar prests á Rafnseyri, dó á tíræðisaldri og hélt heyrn og sjón og starfs- kröftum fram um nírætt. At- vinnuhættir við Arnarfjöfð voru hreinasta íþróttalíf, sel- veiðar, hvalveiðar, sjósókn og landbúnaður og kynið var gott og náði mestum þroska þar sem var Jón Sigurðsson forseti. Því munu Arnfirðingar hafa verið taldir göldróttir, að þeir voru öðrum fremri. Gísli Ásgeirsson hefir lengst af verið skipstjóri og bóndi. Hann kunni bæði að stjórna skipi og mönnum. Hann varð snemma oddviti sinnar sveitar og er enn hreppsstjóri.. Gísli nýtur jafnt virðingar sem vinsælda allra þeirra, sem hon- um hafa kynnzt. Hinum átt- ræða heiðursmanni bárust víða að þákkir ogkveðjur á afmæl- inu. 13 ára gamall Ustmðlari. IGÆR var stillt út í sýning- arglugga verzlunar Jóns Björffissonar & Co. í Banka- stræti nokkrum málverkum og teikningum eftir 13 ára gamlan dreng, Pétur Sigurðsson . að nafni. ^ Vöktu þessi listaverk furðu og aðdáun hinna fjölda mörgu, sem staðnæmdust við gluggan til að skoða þau. Sðffnr banianna BÍARNASAGAN, Don Quix- áte, sem birzthefir hér í blaðinu undanfarið. er nú á enda. En það var stuttur útdráttur úr hinu heimsfræga skáldverki Spánverjans Cervantes, og sag- an þar "endursögð fyrir börnin. í útdrætti þessum er að vísu afar fljótt yfir sögu farið, en þó ætti hann að nægja til þess að kynna íslénzkum börnum hinar ógleymanlegu persónur í skáld- sögu Cervantes, draumóraridd- aranr| Don Quixóte og hinn góð- látlega og einfalda fylgdarsvein hans, Sankó. Fyrst um sinn verða barna- sögurnar á 8. síðunni fremur stuttar sögur, sem endast í viku til hálfan mánuð hver um sig. Birtast þær undir yfirfyrirsögn- inni „Sögur barnanna". Verða þær um ýmis konar efni, þar verða dýrasögur, álfa- og trölla- sögur, ævintýri o, fl. Dm baráttii frjálsra Norðmanna Framh. af 5 s.íðu. Flúgmenn vorir eru útskrif- aðir frá sínum eigirt æfingaskól- um í Toronto, og herskipafloti vor er kætíkomin viðbót við 1 herskipaflota Bandamanna. Bæði sjómenn vorir, flug- menn vorir og landhermenn taka þátt í hernaðaraðgerðum Bandamanna af miklum bar- dagahUg. En í oss öllum er sameigin- legur vilji tií þess að vinna aft- ur land vort, og norska æskan — menn og konur hætta lífinú til þess að komast úr JSToregi og sameinast löndum sínum í baráttunni. ÍÞar éð endurheimt Noregs kref ur nákvæma samvinnu landshers, flota og flughers vors og herstyrks Bandamanna, hefir fyrir nokkrum mánuðum verið skipaður yfirforingi yfir allan her Norðmanna. Þar með hefir skapazt eining í stjórn- inni, sem mun samstilla krafta hinna einstöku ^greina hersins, þannig, að samvinnan og árás- arstyrkurinn verði sem mestur. Það er vitað mál, að umboðs- stjórnin hefir líka haft mjög erf itt mál til úrlausnar. Bæði ftríðið sjálft, svo og hinar miklu siglingar vorarhafa valdið því, að vér höfum víða orðið að stofna ræðismanna- og sendiherraembætti. Vegna stríðsins höfum vér einnig orðið að skipuleggja upp- lýsinga- og útbreiðslustarfsemi. Niðurrifsstörf nazista skapa þjóðfélagsleg, vandamál; sem ver vérðum að leysa. Énn fremur minnurn vér á öryggi og þjálfun hinna hug- prúðu sjómanna vorra. Það hafa veriði stofnaðir vélstjóraskólar, stýrimannaskólar og loftskeyta- skólar. • Flutningar til Noregs, —'¦ þeg- af landið er orðið frjálst aftur — og endurnýjun skipaflotans eru líka vandamál, sem stjórn- in býr sig undir að leysa. Áformað er í stórum dráttum, að útvega vörur, sem Hægt er að skipa um borð um leið og kringumstæður leyfa — bæði matvörur og hráefni, fyrst og fremst til matar og flota. Og frjálsir Norðmenn hafa auðvitað tekið öflugan 'þátt. í undirbúningi f lutninga til hinna ýmsu hernumdu \ lahda, ásamt Bandamönnum. — Með tilliti til viðreisnarinnar í Noregi að stríðinu loknu hefir mlkið undirbúningsstarf þegar verið unnið. Enn fremur verður að gera gaumgæfilega áætlun um endurskipulagningu á pen- ingamálum Noregs og fjármál- um svo og öllu avinnulífi lands- ins. Hin ameríkska þjóð veit, hve glæsilega afstöðu íbúarnir í Noregi hafa tekið gagnvart harðstjórn nazista. Þið hafið áreiðanlega öll frétt um mótmæli hins hugrakka hæstaréttar Noregs gegn því er réttarfarshugmyndir vorar vorú svívirtar, um hina karlmann- » Vonar Alþýðublaðið, að þær verði ekki síður vinsælar hjá yngri lesendunum eh Dön Quixóte var. legu fraankbmu biskupanna og prestastéttarinnar albrai* og norsku kennarstéttarinnar og um hina ákveðnu og þjóðlegu afstöðu hinna mörgu félags- heilda. Stoltir og hugrakkir berjast þeir heima vopnlausri baráttu til þess að vernda sál Noregs. Á öllum sviðum bæði and- lega og efnalega sýna Norð- menn og safnna, að Noreglur gefst aldrei upp. Norðmenn fagna því og eru þakklátir fyrir að eiga öfluga og góða vini í veröldinni, sem berjast fyrir sama málefni og þeir treysta og leggja alla á- herzlu á, að ¦ Noregur' fái líka frelsi sitt aftur." „Allt fyrir Noreg" Framh. af 4. síðu. og undirrituð af konunginum og forsætisráðherranum, eftir brottförina frá Noregi, stóð meðal'annars þetta: „. . . . Varnarsveitir vorar, sem hafa barizt af hugrekki og hreysti í 2 mánuði, vantar nauðsynleg hergögn, sérstak- lega skotfæri og orustuflugvél- ar, og þær geta ekki fengið það. Áframhaldandi barátta myndi aðeins þýða algera eyðileggingu þeirra héraða, sem enn; eru frjáls. Því að Þjóðverjar þyrma ekki fremur, í styrjaldarrekstri sínum, frið- sömum bæjum og byggðum en hérnaðarstöðvum varnarsveit- anna. Yfirstjórn hersins hefir því ráðlagt konungi og ríkis- stjórn að hætta baráttunni inn- anlands, fyrst um sinp. Og kon- ungur og ríkisstjórn hafa talið það skyldu sína að fylgja þessu ráði. En konungur og rík- isstjórn hætta ,ekki þar fyrir baráttunni fyrir því, að end- urheimta frelsi Noregs og sjálfstæði. Þvert á móti — þau mUnu halda baráttunni áfram, utan Noregs. — Kon- ungur Noregs óg ríkisstjórn munu á þessum styrjaldartím- um vera hinir frjálsu tals- menn fyrir þjóðernislegum kröfum norsku þjóðarinnar. — Þessi hugsun mun einkenna allt vort s^arf — vér vitum, að hún er í samræmi við skoðanir allra, sem verða eftir heima. Hún felst í orðunum: Lifi Noregur! — Allt fyrir Noreg! Og svo yfirgáfum við föður- land okkar 7. júní ,1940. Það var regnþrungið kvöld,. er við gengum um borð í brezka beiti- skipið "Devonshire" og mörg sorgbitin augu störðu til strand- arinnar og fjallanna, sem lágu sveipuð regnþokunni. Það voru ekM ífaörg orð sögð. En þessi spuraing var efst í huga allra: „Hvenær fáum við aftuc að sjá þetta fagra land okkar?" • En í hugum hvers «inasta manns kom upp fastar ásetn- ingur: Að halda áfram að beita öllum kröf tum í baráttunni fyr- ir málstað Noregs, fyrir frelsi Noregs, að berjast „to the bitt- er end," fyrir hið, hjartkæra föðurland. ! Hákon konungur valdi sér kjörorðið: Allt fyrir Npreg, ár- ið 1905, þegafhann vár valinn konungur Noregs. En nú hefir það miklu fremur en nokkru sinni fyr orðið að kjörorði albra sannrá Norðmanna. Hin vold- uga, en hljóðláta, baráttusveit heima í Noregi sér þessi þrjú orð kpnungsins skráð eldletri fyrir sér ætíð og alltaf. Þessi þrjú orð skora á alla Norðmenn um heim allan, til sjós og til lands, að leggja allt fram fyrir hið ástkæra, stríðandi föður- land. Við vitum ekki hvenær dagur ffelsisins rennur upp. En við erum öll sannfærð um að hann kemur. Og öll norska þjóðin bíður eftir þeim degi, þegar . Hákon konungur getur aftur staðið á svölum konungshallar- innar í Osló og tekið þar á móti fögnuði þjóðarinnar og þakk- læti fyrir það, að hann, sem hið sterka og mikla sameining- artákn þjóðarinnar, hefir stað- ið í broddi fylkingar á þessum þungbæru tímum, þakklæti fyr- ir það, að. hann hefir ásamt þjóðinni gert „ALLT FYRIR NOREG." - Sigvard Andreas Friid. Skeinnsið ebki sima- línr setuliðsins. Orðsentding til ga*as~ feýlseigenda frá seteiliðinu. Fra stjorn setuliös Bandamanna hefir A'l- þýðUblaðinu borizt eftir- farandi: N'J þegar gras er farið að gróa á engjum og túnum og ræktun byrjuð, viljum vér leiða athygli manna að því, að símaleiðslur geta falizt í gras- inu og verið rofnar af vangá þegar það er slegið. Banda- ríkjaherinn hefir gert allt, sem hugsanlegt var til að kom- ast hjá því að leggja leiðslur yfir 'tún eða engjar. Leiðslur, sem áður lágu yfir graslendi, hafa verið rifnar upp og lagðar annarsstaðar, þar sem þær komu bændum eigi að sök. Því fremur ættu bændur að leggj- ast á eitt með okkur og forðast að skerða leiðslurnar. En þar sem leiðslurnar eru þannig lagð- ar, að. þær eru landbúnaðar- störfum til verulegrar tálmunar ættu menn að tilkynna það „Civil Affairs" — deild Banda- ríkjahersins, sem mun gera ráð- stafanir til þess að úr því verði bætt. Ættu allir að hafa hugfast, að það er hlutverk varðmannanna, auk annars, að aðgæta og verjá slíkar leiðslur. Er því áríðandi að óbreyttir borgarar forðist að snerta eða skerða þær á nokk- urn hátt. Helgi P. at-ieni hefir verið skipaður aðalræðis- maður íslands í New York4 Fór skipunin fram á ríkisráðsfundi í fyrradag. SölulKiru, sém ætia að selja Noregsmerkin í dag, eru beðto að koma í Iðn- skólann fyrir hádegi og helzt sem fyrst. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.