Alþýðublaðið - 17.05.1942, Síða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1942, Síða 4
4 T ALJÞÝÐUBLAÐIÐ Sumiudagiir 17. maí 1942, « ÍJtgeíandí: Alþýðufiokfeurinn Kttstjórl: Stefán Pjetnrsson Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð i lausasölu 25 aura. Alþýðuprewtsmiðjan h. f. Norðmennídag ÞAÐ er' þjóðhátíðardagur Norðmanna í dag, 17. maí, — sá þriðji í röðinni, sem þeir geta aðeins haidið hátíðlegan erlendis. Heima í Noregi eru þeir hindraðir í því af grimm- úðugu erlendu hervaldi, sem hefir lagt undir sig land þeirra og hneppt þjóðina í fjötra blóð- ugustu kúgunar og siðleysis, sem sagan þekkir. í dag má segja það sama um 17. maí heima í Noregi og Nor- dahl Grieg kvað á þessum há- tíðisdegi þjóðar sinnar fyrir tveimur árum, eftir að hinn þýzki innrásarher hafði lagt undir sig meirihluta landsins: Á Eiðsvelli stöngina auða yfir angandi limið ber. En fyrst nú í dag vér finnum, hvað frelsið í rauninni er. Þessar ljóðlínur, kveðnar af einu bezta núlifandi skáldi Nor- egs, mættu vera okkur nokkur vísbending um það, hvernig hin norska bræðraþjóð okkar finn- ur til í dag, þó að í þeim sé ekk- ert minnzt á þær hryllilegu þjáningar og misþyrmingar, sem hún hefir orðih að þola af hinu þýzka kúgunarvaldi þau tvö ár, sem liðin eru frá því að hin lævísa árás var gerð á land hennar. En við vitum, af ótelj- andi fréttum, sem af hinni vopnlausu' baráttu hennar hafa borizt, að hún hefir aldrei látið hugast. Sál norsku þjóðarinnar er enn ósigruð. Um landið fer, þrátt fyrir allt, í dag ‘. ... sigrandi söngur, er svellur frá ströndu til fjalls, þó að hvísli honum hálfluktar varir undir heroki kúgaravalds. Og úti um allan heim, einnig hér á íslandi, vinna frjálsir Norðmenn nótt og dag að því, að undirbúa þá langþreyðu stund, að þeir geti komið hinni, kúguðu þjóð sinni til hjálpar og tekið þátt í því, að velta af henni okinu. Þeir geta haldið 17. maí hátíðlegan í dag og gera það. En þau hátíðahöld eru að- eins einn þátturinn í þeim und- irbúningi — herhvöt og heit- strenging í senn, að endur- heimta landið og frelsið. Við Islendingar, sem erum aöeins yngri grein af sama stofni og Norðmenn, ætlum að taka virkari þátt í örlögum þeirra og undirbúningi í dag, en við höfum gert undanfarin ár. Með vaxandi sársauka höf- um við hlustað á fréttirnar af hinum hörðu og óverðskulduðu raunum þessarar frændþjóðar ,snl -'V. bVartcmme eVc Wev gj*>V «v det * £ nm w «» }»» ° " . '"‘tír'dci y*Wt V. UU..X frem i- ,u k úem .«.-'<1 *‘‘ 'Lar w bryte motstan^. For krlgsrett knmm. , dctt Öyklfo iorb rt(.viug^ft‘hc chcr Skr« ! *»«f víipen i hhnd’- Skwtt Wic irafikken *'«“ hiltiu !Í,'! . j strid med i«m T)en i mange <>» wiektige; flp ai dcttt" niiU « Ben háiulcn -•«« ° 'eUer kommtmak mu- on, anvcuder krignnidler s«m cttcu (dum-dum). stor1 miper ..i<r.k« V**" . fo ímca og kitgsmarmm* vil bli gjcnncmfflit- ;ke ovémtkommanderteudt u FALKBNHOHST Gen««l *» ***** okkar, sem stendur hug okkar og hjarta nær en nokkur önnur. Það hefir alltaf verið þannig, eins og Stephan G. Stephansson kvað endur fyrir löngu, að: Við hörpu íslahds hnýttur sérhver strengur fær hljómtitring, ef skrugga um Noreg gengur. Það snertir innar ættartali í sögum, sem ómur væri af sjálfra okkar högum og ættum bæ og börn í Þrænda- lögum. En við erum ennþá vopnlaus- ari og varnarlausari þjóð en frændur okkar voru í Noregi. þegar á lapd þeirra var ráðizt. Við gátum því ekkj og. getum ekki hjálpað þeim í vopnaðri baráttu. En viljani' og samúð- ina getum við sýnt. Og það ætl- um við að gera í dag. Við ætlum að hefja fjársöfn- un til þess að geta í ófriðarlok lagt okkar litla skerf til þess að græða sárin heima í Noregi, til þess að byggja upp landið á ný, eftir að frændþjóð okkar hefir heimt það aftur í sínar hendur. Hinir frjálsu Norðmenn úti um heim þurfa ekki slíkrar hjálpar við. En því meira knýjandi verður þörfin heima í gamla landinu að fengnum sigri og frelsi, eftir allar þjáningarnar og alla evðilegginguna af völd- um hins grimma og siðlausa óvinar. Hvaða íslendingi rennur ekki blóðið til skyldunnar, þegar frændur okkar Norðmenn eiga eins bágt og nú, og vitað er að verða muni, eftir langa og blóð- uga frelsisbaráttu? Hvaða ís- lendingur mun ekki fagna því, að geta sýnt samúð sína og þátttöku í hlutskipti þeirra í verki með því að leggja fram sinn litla skerf til viðreisnar- innar eftir stríðið. Nú er tæki- færið til þess. Noregssöfnunin er hafin. Látum hana verða frændþjóð okkar, Norðmönn- um, til gleði og uppörv- unar á erfiðustu tímunum, sem yfir þá hafa gengið, og sjálfum okkur til sóma! Sigvard Andreas Friid: „F)||t fyrir Doreg!“ SIGVARD ANDREAS FRIID, blaðafulltrúi norsku stjómarnnar hér, lýs- ir 17. maí 1940 í Tromsö, en þá var konungur og ríkis- stjórn Noregs komin þangað,. Tæpum þremur vikum síðar neyddust Norðmenn til að leggja niður vopn heima fyr- ir, og konungur og ríkisstjórn fóru, ásamt fylgdarliði sínu, þar á rneðal S. A. Friid, til Englands — til að halda bar- áttun,ni áfram þaðan. nMAÍ 1940 réðu Norö- . menn enn yfir þremur nvrztu fylkjum Noregs: Nord- land, Troms og Finnmark. Ríkisstjórnin hafði aðsetur sitt í Tromsö. Konungurinn, krón- prinsinn og fulltrúar erlendra ríkja, sem höfðu fylgzt með konungi og ríkisstjórn frá fyrstu dögum ófriðarins bjuggu á ýms- um stöðum fyrir utan bæinn. Yfirstjórn Noregsbanka og stjórnarráðsdeildirnar höfðu verið skipulagðar að nýju og voru nú byrjaðar að starfa í Norður-Noregi. Alls staðar var það fastur ásetningur að berj- ast áfram og að halda velli í binum norðlægari hluta kon- ungsríkisins. í Suður-Noregi, sem nú var hersetinn af Þjóðverjum, höfðu þeir bannað öll hátíðahöld 17. maí. Og í hinum frjálsa hluta landsins bar dagurirm svip af ógnum styrjandarinnar, svip sorgarinnar yfir þeim örlögum, sem dunið höfðu yfir föðurland- ið. Þjóðhátíðardagurinn varð ekki dagur fagnaðar og hátíðar. Hin djúpa alvara virkileikans setti sinn svip á allt og alla. En fáni okkar blakti á hvervi ein- i ustu fánastöng í hinum frjálsa Skotinn verður hver, sem. . Þetta er mynd af ávarpi, sem von Falkenhorst, yfirhers- höfðingi Hitlers í Noregi, gaf út til norsku þjóðarinnar við komu innrásarhersins til Oslo 9. apríl 1940. Þau fyrirheit, sem hann gaf henni í því — „Skotinn verður hver, sem . . .“ — hefir hann dyggilega haldið. Norsk móðir Vorið 1940. Noregi. j Þýzkar í'lugvélar komu inn yfir Tromsc, en þær vörpuðu ekki sprengjum. Um miðjan dag fór lúðrasveit um aðalgötu bæjarins og lék norsk þjóðlög. Allmörg börn með norsk flögg bættust í hópínn. Loks stað- næmdist lúðrasveitin fyrir framan dómkirkjuna og lék ! enn þjóðlög og loks þjóðsöng- inn: ,,-Ja, vi elsker dette landet“. Fólk var mjög hrært og tár glitruðu á hvörmum margra. Og allir liugsu'ðu: Hvernig verður framtíð Noregs? Höf- um við nógan kraft til að halda þessum hluta Noregs gegn hinum samviskulausu árásum innrásarhersins? Suður hjá , Narvík og í héraðinu við Bodö | var barist. Ýmsar fréttir bárust Þessi mynd var tekin af norskri móður,vsem varð vorið 1940 að flýja frá Narvík með barn sitt og leitaði skjóls í kíetta- skoru í fjöllunum fyrir loftárásum Þjóðverja og skothríð. af yiðureigninni, sumar góðar og aðrar slæmar. En við vildum ekki gefa upp vonina um og trúna á að okkur tækist að standast árásir fjandmannanna. En 7. júní, á 35. afmælisdag hins fuilkomna sjálfstæðis Nor- egs, kom tilkynningin um að við yrðum að gefast upp. Við urðum að leggja niður vopnin og skilja einnig þennan síðasta hluta Noregs eftir í hönd f j andmannanna. Ban; i:. >. y.. okkar: Frakkar,' Pólverjar og Englendingar gátu ekki hjálpað okkur lengur vegna hins hræði- lega ástands á vestur vígstöðv- unum. Við stóðum einir og við vorum næstum því orðnir skot-|a færalausir. Þetta var tæpum 2ÍS> vikum frá því að Narvik hafði verið unnin úr höndum óvin- anna, en þá höfðu þeir haft bæ- inn á valdi sínu í 7 vikur. Konungurinn og ríkisstjórnint áttu nú að velja og valið var bæði erfitt og þungbært. Átti kopungi og ríkisstjórn var árásarhernum á hönd, eða áttu þeir að nota umboð það, sem kor.ungur og ríliisstjóm var veitt á síðasta fundi Stórþings- ins að Elverum, aðfaranótt 9. apríl, um að halda baráttunni áfram, ef með þurfti, utan Noregs? Sem betur fór var hin retta leið valin, að yfirgefa landið til þess að geta haldið baráttunni áfram. í Suður-Nor- egi, þar sem Þjóðverjar réðu öllu, vissu menn lítiö um þaðy sem var að gerast í Norður- Noregi. Og tilkynningin, sem var gefin út 9. júní,‘ um að konungur og ríkisstjórn hefðu yfirgefið landið, vakti sorg og ef til vill gremju og gagnrýnL En ei'tir því sem þróun atburð- anna varð gleggri, og sérstak- lega eftir ^ð.^september 1940, þegar hinn þýzki landsstjóri, Terboven, svifti konunginn vöidum og bannaði konungs- fjölskyldunni að koma aftur til Noregs, og svifti einnig ríkis- . stjórnina völdum, urðu allir Norðmenn sammála um að kon- ungur og ríkisstjórn höfðu valið réttu leiðina. í vfirlýsingunni til norsku þjóðarinnar, sem út var gefin Framh. á 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.