Alþýðublaðið - 17.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.05.1942, Blaðsíða 7
Stumodagur 17. maí 1942. ALÞÝÐUBLAÐtÐ | Bærinn í dag.S Helgidagslæknir er Pétur H. J. Jakobsson, Karlagötu 6, sími 2735. Næturiælcnir er Gísli Pálsson, Haugavegi 15, sími 2474. Næturvörður er í Ingólfsapót.eki' ÚTVARPIÐ: 10 Morguntónleikar (plötur): Norsk tónlist. 11 Messa í dóm- kirkjunni (síra Friðrik Hallgríms- son). 12,15 Hádegisútvai-p. 13,15 Utvarp Norræna félagsins: a) Uúðrasveit leikur á Austurvelli. b) 13,30 Ávarp frá svölum Alþingis- hússins (herra Sigurgeir Sigurðs- son biskup). c) 14 Norsk messa í dómkirkjunni. 15,30—16,30 Mið- degjstönleikar (plötur): Norsk tónlist. 18,30 Barnatími. 19,25 Hljómplötur: Lyrisk svíta eftir Grieg. 20 Fréttir. 20,20 Einsöngur (Einar Markan): Norsk lög. a) Neupert: Syng mig hjem. b) Grieg: 1. Med en vandlilje. 2. En svane. 3.! Ungmöan. 4. Váren. c) Johs. Svendsen: Serenade. (Páll ísólfs- son leikur undir.) 20,40 Erindi: Noregur (Thorolf Smith). 21 Upp- lestur: Dagur Noregs, kvæði eftir Tómas Guðmundsson (höf. flytur). 21,05 Norsk kórlög (plötur). 21,15 Upplestur úr norskum bókmennt- um: a) Friid blaðafulltrúi: Norsk kvæði. b) Magnús Ásgeirsson: Bréfið heim, kvæði eftir Nordál- Grieg. MESSUR: í dómkirkjunni kl. 11 síra Frið- rik Hallgrímsson. Engin síðdegis- messa. Hallgrímsprestakall. Messað i Austurbæjárskólanum kl. 2. Síra Sigurbjörn Einarsson. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað kl. 2, sr. Árni Sigurðsson. — Ung- lingafélagsfundur (lokafundur) kl. 4 í Baðstofu iðnaðarmai>na. Ferm- ingardrengir þessa vors boðnir á fundinn. Hafnarfjarðarkirkja. Messað í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, Síra Garðar Þorsteinsson. MÁNUDAGUR: Næturiæknir er Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: I 12,15—13 Hádegisútvarp. 15,30 —16 Miðdegisútvarp. 19,25 t>ing- fréttir. 20 Fréttir. 20,30 Erindi: Líf og barátta í Austurlöndum Asíu, I (Björgúlfur Ólafsson læknir). 21 Um daginn og vegirrn (Skúli Skúlason ritstjóri). 21,20 Útvarps- hljómsveitin: „Brúðkaupsferð um Norðurlönd", tónverk eftir Emil- Júel Fredriksen. Einsöngur (fru Elísabet Einarsdóttir): a) Sigurður Ágústsson: Sumarmorgunn. b) Grieg: Jeg reiste en deilig sommer- kveld. c) Sigf. Einarsson: 1. Nú er glatt í borg og bæ. 2. Sumarkúöld. 3. Sofnar lóa. 21,50 Fréttir. Dag- skrárlok. Tryggvi Pétursson bílasmiður, Njálsgötu 34, verður fipimtugur mánudaginn 18. maí. Hjónaband. Nýlega hafa verið gefin saman ,í hjóhaband í Newcastle í Englandi Bptsy Petersen hjúkrunarkona og Ragnar Pedersen officer í norska sjóhennum. Silfurbrjll'kaup eiga í dag Anna María Gí$la- dóttir og Garðar Guðjónsson kaup- maður, Leifsgötu 11. Engin messa í Laugarriesskóla í dag. Baldur Johnsen liéraðslæknir í Ögri hefir nýlega verið skipaður héraðslaSsnir á ísa- firði frá 1. júlí að telja. Acjrir um- sækjendur voru: Arngríínúr Björnsson, héraðslaiknir í Flatey, Bjarni Guðmundsson, héraðslækn- ir á Flateyri, Brynjólfur Dagsson,. héraðslæknir á Breiðumýrí, K-nút- ur Kristinsson, héraðslæknir í Höfn í Hornafirði Qg Ólafur Ólafs- son, héraðslæknir í Stykkishólmi. Brautryðjandi er faílinn: ‘1 ....."" finðión Bjarnason, verkamaður, (ormaður verkm. féi. i Bolungavík. SÍÐASTLIÐINN MÁNUDAG lést að heimili sínu í Bol- ungavík Guðjón Bjarnason verkamaður, formaður og stoín- andi verkamannafélagsins þar. Með honum er í valinn hniginn einn af dugmestu og þraut- seigustu baráttumönnum verka lýðssamtakanna og Alþýðu- flokksins á Vesturlándi og þó að víðar væri leitað. Guðjón Bjarnason var rúm- lega 57 ára gamall. Hann var fæddur að Hvilft í Önundar- firði 12. janúar 1885, en ólst upp að Botni í Súgandafirði. Um tvítugsaldur fluttist hann til Suðureyrar með fósturforeldr- um sínum. Þar giftist hann fyrri konu sinni, Margréti Arnórsd., og eignuðust þau þar 3 börn. Um 1921 fluttist hann svo til Bolungarvíkur og eignuðust þau hjón þar 1 barn. . Margrét dó 1923, en 1925 giftist Guðjón aft- ur eftirlifandi konu sinni Sig- fíði Bogadóttur sem rey.ndist manni sínum hin ágætasta stoð í þeirri hörð.u baráttu, sem nú hófst hjyá húnum. Ekki va?rð þeim hjónum barna auðið. Á þessum árum var mikill vöxtur í verkalýðshreyfingunni og straumar hennar bárust einnig til Bolungavíkur.Varð brátt séð« að Guðjón hafði hrifist mjög af hugsjónum henn- ar, enda var hann þegar albúinn að hefja merki hennar í þorp- inu. Var hann lengi vel hróp- andi í eyðimörkinni — og það var því ekki talið nema sjálf- sagt, að hann yrði formaður verkamannafélágsins, er það var stofnað, árið 1931. En verkalýðsfélagsskapurinn var illa séður áf öllum máttar- völdum þorpsins og var beitt brögðum til að eyðileggja hann sem nú þekkjast varla, en oft voru notuð á bernskuárum híreyfingárinnar. Atvmnurek- endur gerðu ekki að eins að neita að viðurkenna verkalýðs- félagið heldur ofsóttu þeir alla þá eftir mætti sem tekið höfðu að sér forystu fyrir þessum^fé- lagsskap alþýðunnar. Varð Guð- jón að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrir svipuhöggum atvinhm’ek- enda. Atvinnukúgunarvoþninu var misknarlaust beitt gegn þessum fátæka barnamanni. Hann fekk ekki handtak að gera um langt skeið. Svarf nú að heimili hans og var oft lítið sem ekkert að leggja a borð á heim- ili Guðjóns. En hann virtist „harðna við hverja raun. Hann lét persónúlegar ástæður sínar aldrei hafa áhrif á baráttuna eða starf sitt fyrir samtökin.. Hann gekk alls staðar og allt af fram fyrir skjöldu, hreinn og beinn, heiðarlegur í stríði sínu en ó- sveigjanlégur þegar um hags- murii stéttarbræðra hans var að i’æða. Gg þó að hann væri-sjúk- ur, því að brjóstveikin; sem varð honum að bana,- gerði snemma vart við sig, sá það aldrei á hon . um. Sjúkdóminn bar hann eins og hetja. Hann^var í hyert sinn Guðjón Bjarnason. kosinn formaður félagsins og eftir því sem hrevfingunni óx fiskur um hrygg hlóðust trún- aðarstörfin á . hann. ,1936 var hann kosinn í hreppsnefnd Bol- ungarvíkur og var æ kosinn síðan. Reyndist hann þar sami heilsteypti fulltrúinn fyrir verkamennina og á öðrum svið- um. Þegar verkamenn stofnuðu pöntunarfélag sitt 1938 var Guðjón kjörinn formaður þess og gengdi hann því starfi til dauðadags. Hann var allt af fulltrúi félagsins á Alþýðusam- andsþingum, og sem slíkan þekktum við hann bezt, félagar hans hér í R.eykjavík. Guðjón Bjarnason var meðal- maður á hæð. Hann var liðlega vaxinn og snar í öllum hreyfing- um. Hann var prýðilegum gáf- um búinn, rökfastur og mælsk- ur vel og sérstaklega harður í horn að taka í sennum. Var hann oft á sambandsþingum framsögumaður þeirra nefnda sem hann var kosinn í. Gengdi hann og ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Alþýðusambandið og Alþýðuflokkinn, átti til dæmis sæti um skeið í stjórn sambands ins. Einn af vinum Guðjóns í Bolungarvík sagði við þann sem þetta ritar í gær: „Guðjón barð- ist alltaf eins og ljón — í búri, ' því að ha.nn var í búri fátæktar- ■innar alla tíð. Ofsóknir og úti- lokanir bitu ekki á hann. Hug- sjónir jafnaðarstefnunnar voru honum allt, bætt kjör stéttar- bræðra hans fullkomin laun. Ég hygg að segja megi í -sambandi við fráfall Guð- jóns: „Enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Ég veit að nú er skarð fvrir skyldi meðal alþýðunnar hér í Bol- ungarvík.“ Það segir fátt af baráttu slíkra manna. Enginn/' veit hverju þeir fórna. Enginn talar uiri laun þeim til handa. Og þó eru þeir sjálfir með baráttu sinni að vísa verkalýðnum leið- ina, að ryðja bráutina- og að sanna, að frelsi verkalýðsins verður að vera hans eigið verk. VSV.. Kviknar í heyi. í gærmorgun kviknaði í úm 100 hesta heystáli inni í Þverholti. Var hægt að slökkva íjður en heyið var allt brunnið, en töluvert tjón varði Orðsending frá tímaritinu Helgafelli. V: / í Maí-heftið, sem helgað er að miklu leyti frelsis- baráttu Norðmanna í tilefni af þjóðminningardegi þeirra, verður selt í dag í Austurstræti 14 á vegum Noregssöfnunarinnar, en mun ekki verða selt að öðru leyti fyrr en það hefir verið afgreitt í póst til áskrif- enda á venjulegum tíma, 20. degi mánaðárins. Sfiluskáiiim Klapparstig 11. ‘Kaupir alls konar húsgögn, karlmanna- fatnað og m. fl. næstu daga. Sími 5605. V erkamenn Mig vantar nokkra verkamenn og múrara í bygginga- vinnu. Löng vinna. Uppl. í síma 4381, eftir kl. 8 e. h. KORNELÍUS SIGMUNDSSON, Bárugötu 11. Stjórnarskiftin í gær. Framh. af 2. síðu. ir náð samþykki þess alþingis, er nú situr, mun þing tafarlaust verða rofið, svo sem 75. gr. stjórnarskrárimiar mælir fyrir um, og stofnað til kosnmga svo fljótt, sem auðið er, vænt- anlega í júnílok eða byrjun júlí- mánaðar næst komandi. Hið nýja þing mun síðan kvatt sam- an svo fljótt á þessu sumri sem kostur er á. Mun stjórnarskrár- breytingin vera lögð fyrir það þing á ný, og verði hún þá sam- þykkt þar, verður það þing að sjálfsögðu rofið og stofnað til nýrra kosninga, væntanlega á næsta hausti, eftir ákvæðum hinnar nýju stjórnarskrár. Þá er'það vilji stjórnarinnar, að skipuð verði milliþinganefnd, er semji frumvarp til laga að nýrri stj órnarskrárbreytingu, og gefist þá alþingi kostur á að ganga endanlega frá sjálfstæðis- málum þjóðarinnar í samræmi við áður gefnar yfirlýsingar al- þingis í þeim efnum, þannig, að stofnað verði lýðveldi á íslandi.“ Þegar Ólafur Thors hafði þetta mælt og tekið sér sæti að nýju, tilkynnti forseti, að önn- ur mál væru ekki á dagskrá, og var fundi síðan slittð. ¥antrauststillaga En þeir, sem reikað varð fram í skjalavörzlu þingsins á eftir, fréttu strax, að þar væri fram komið nýtt þing- skjal: Tillaga til þingsálykt- unar, flutt af Jónasi Jóussyni, Hermanni Jónassyni og Ey- steini Jónssyni. Hón er ekki löng og hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á núverandi ríkis- stjórn.“ Ekki er vitað hvenær þessi til- laga kom í skjalavörzlu þings- ins, én væntanlega hefir það þó ekki verið fyrr en klukkan 11, þegar stj órnarskiptin fóru fram, þó að 'bersýnilega hafi verið bú- ið að prenta hana áður en stjórn Hermanns Jónassonar fór frá. En hvað, sem því líður, van- trauststillögunni var ekki útbýtt fyrr en seinnipartinn í gær. Hefir verið ákveðið að láta út- varpsumræður fara fram um hana þrjú kvöld eftir þessa helgi, og verður það sennilega á mánudag, þriðjudag og mið- vikudag. Hvítasunnuför Ferðafélags íslands. Ferðafélagið ráðgerir að fara skemmtiför út á Snæfellsnes um Hvítasunnuna, eins og undanfarin ár. Farið verður með m.s. „Lax- foss“ á iaúgardaginn upp í Borg- arnes og ekið- þaðan í bílum um endilanga Mýra- o£ Hnappadals- sýslu, iStaðarsveitina og alla leið að Hamraendum í Breiðuvík. Það er margt að sjá á þessari leið. Um kvöldið verðúr tjaldað fyrir neðan Ilamarinn og gis'. ' -r, en á Hvlta- suinnudagsmorgr >;angið á Snæ- fellsjökul, í bjön ., 2ðri er dásam- legt útsýni af jöklinum og svo miimisstætt, að aldrei gleymist. Tj,öld, viðleguútbúnað og mat þarf að hafa með sér. — Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, en fyrir kl. 6 á fimmtudag þ. 21. þ. m. verða altir að vera búnir að taka far- miða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.