Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 3
MiSvikudagur 15. júlí 1942. AU»VÐUBLftÐH) iUanpnn hraoiii E1 Eisa. Þ]éðverjar stefna belnt tll Kankasus, en Bretar halda stödvam síaam. Hersveitir auchln- LECKS hafa enn hrundið áhlaupi, sem óvinahersveitirn- ar gerðu á norðanverðar stöðv- ar þeirra við jámbrautastöðina Eisa. Fyrir utan áhlaup þetta er mjög kyrrt á vígstöðvunum í Egiptalandi og eru báðir aðilar að búa sig undir stærri og meiri átök, sem hljóta að hefjast inn- an skamms. Aðgerðum í lofti er haldið áfram og gera Bretar stöðugt á- rásir á stöðvar Þjóðverja. í fyrradag fóru orustuflugvélar Breta í 16 árásarferðir til her- stöðva Rommels. Nokkur gagnrýni hefir. komið fram á því í Englandi, að Auch- inleck skuli ekki hafa full og bein yfirráð yfir flugstyrk Breta í Egyptalandi, heldur verður hann að biðja flugfor- ingjann um að gera þetta eða hitt. Er þetta mjög óhentugt, því að bæði tekur það tíma og er ekki eins öruggt og hin að- ferðin, sem Þjóðverjar beita, þar eð Rommel hefir full yfir- ráð yfir öllum flugher Þjóð- verja í Afríku og getur sent hverja einustu flugvél hvert sem hann vill, til þess að gera hvað sem hann vill. llmræðnr ora frara- leiðslu í enska pinginn. Hý tegnnd tund« urskeytaflugvéla. London í gærkveldi. MIKLAR UMRÆÐUR fara um þessar mundir fram í brezka þinginu um framleiðslu , og hergögn. Hefir verið deilt allmjög á stjórnina fyrir að hafa látið framleiða lélegri her- gögn en ástæður voru til og þar að auki ekki alltaf réttu hergögnin. Lyttelton, fram- leiðslumálaráðherra, varði gerð ir stjórnarinnar og sagði, að her- gögn þáu, byssur og skriðdrek- ar, sem nú væru framleidd væru sízt lélegri en þau, sem . Þjóðverjar notuðu. Hann sagði, að árið 1940 hefðu Bretar orðið að fram- leiða eins mikið af flugvélum og nokkur leið var til, því að . þá var þeirra mikil þörf við varnir landsins. í fyrra, hélt Lyttleton áfram, var hægt að beina framleiðslunni aðallega að skriðdrekum, en í ár er henni beint að flutningatækj- um, og verða því skipasmíðar auknar til muna, þar eð skort- ur er skipa til að flytja gögn óg menn þangað, sem þeirra er mest þörf. Ráðherra. flugvélaframleiðsl- unnar talaði einnig og sagði hann, að flugvélar þær, sem verið væri að byggja nýjastar í enskum verksmiðjum, væru betri en tvær nýjustu tegund- ir þýzkra flugvéla, sem Bretar( ‘ vita.iaiimikið um>. Darlan, Petain og skipin. I Mikið er nú talað um frönsku herskipin, sem liggja í Alexandriu og hvað um þau verður. Hér birtist mynd af höfuðpaurum Vichy-Frakklands, þeim Darlan og Pétain, þar sem þeir eru á gangi á þilfari á hinu fræga orustustkipi Frakka, Dunkerque. Verða frönsku herskipin í Alexandriu flutt burt? Orðesaading Roosevelts til Viehy VICHYSTJÓRNIN hefir neitað tveim tilboðum Banda- ríkjastjórnar um að frönsku herskipin, sem eru í Alexandriu verði flutt þaðan burt. Sumner Welles, aðstoð- arutanríkisráðherra ameríksku stjórnarinnar skýrði í dag frá þessu. Það var hinn 3. júlí, sem Roosevelt forseti sendi Vichv- stjórninni orðsendingu um að skipin yrðu flutt gegnum Su- ezskurðinn til öruggrar, amer- íkskrar eða hlutlausrar hafnar, þar sem þau yrðu geymd það, sem eftir er stríðsins, en þá mundu þau afhent frönsku stjórninni. Roosevelt sagði í orðsend- ingu sinni, að Bretar mundu, Þá er verið að framleiða nýja tegund tundurskeytaflugvéla fyrir flotann, en flugvélar hans, sem bera tundurskeyti, eru haægfara og stirðar, þótt vel hafi þær reynzt. Loks sagði ráðherrann, að nú væri verið að breyta allmiklu af gömlum sprengjuflugvélum í flutningaflugvélar en þeirra gerizt nú aukin þörf. ef tilboðinu yrði hafnað, hafa fullan rétt til þess að flytja skipin með valdi eða eyðileggja þau, til þess að þau ekki falli í hendur óvinanna. Þessu boði hafnaði Laval. Þá sendi Roosevelt aðra orðsend- ingu 9. júlí, þar sem hann lagði til, að skipin yrðu flutt undir vernd Bandaríkjamanna til Martinique, þar sem þau yrðu afvopnuð, eins og gert hefir verið við önnur frönsk her- skip, sem þar eru. Þessu tilboði hafnaði Laval einnig, en lagði til, að skipin yrðu flutt til franskrar hafnar, sem nær væri heimalandinu. Ekki er vitað, hvað úr þess- um málaferlum verður, en Sumner Welles lýsti því yfir, að hann vonaði, að tilboð þessi yrðu tekin til athugunar öðru sinni. - í # BAssar hðrfa i Snðnr-Ubrainn. Rostov og Stalin- grad í hættu. Aðalorrusturnar í Rússlandi eru háðar við Voronezh, þar sem Þjóð- verjar hafa enn flutt all- mikið lið yfir Don og sent það til bardaganna. Segja Rússar svo frá, að barizt sé allt að úthverfum borgarinn- ar, en Þjóðverjar þóttust hafa tekið hana fyrir rösk- lega viku síðan. Er ástæða til þess að ætla, að það hafi ekki verið rétt, því að þeir hafa ekki birt neinar nánari fréttir af því og ekki talað um að þeir hafi farið austur fyrir hana að ráði. Frá Voronezhsvæðinu suð- ur með fljótinu er lítið sem ekkert barizt, fyrr en kemur suður að bugðunni miklu á því, þar sem borgin Boguc- har er. Þar rennur fljótið í suðaustur rösklega 200 km. spöl, en beygir síðan aftur til suðvesturs og fellur til sjávar. Þar, sem Don nær lengst austur, er skammt milli hennar og Volgu, en þar er einnig bugða á Volgu, og stendur hin mikla iðnborg og samgöngumiðstöcf Stalin- grad, við hana. Miklir bardagar standa nú yfir sunnan við Boguchar og hafa Rússar þar hörfað til nýrra stöðva. Er talið, að jjnnían skamms verði borg- irnar Stalingrað og.Rostov í j beinni hættu, en það væri Rússum hið mesta áfall að missa þær. Margir fréttarit- arar hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni, að Þjóðverjar muni algerlega fara fram- hjá Rostov og halda suður í Kaukasus ,en ekki leggja til atlögu á borgina sjálfa. Munu varnir vera hinar öfl- ugustu við borgina, en eins og menn muna, náðu Þjóð- verjar borginni á sitt vald í fyrra, en voru hraktir þaðan burt í haust. Þykir það ekki líklegt, að Þjóðverjar muni tefja sókn sína á því að taka borgina, ef þeir geta ekki tekið hana með skyndi- áhlaupi. Gagnáhlaup Rússa. Rússar hafa gert allmikil gagnáhlaup norðvestan við Voronezh, vestan við Don. Er tilgangur þeirra bersýnilega sá, að draga úr áhlaupum Þjóð- verja sunnar. Áhlaupin voru gerð af skriðdrekasveitum og allmiklu fótgöngu og riddara- liði, en Þjóðverjar virðast hafa verið við þeim búnir. Höfðu þeir komið þar fyrir miklum fjölda . skriðdrekabyssna og segja þeir, að áhlaupunum hafi verið hrundið. Á Öðrum stöðum er ekki getið um verulega bardaga á austurví gstöðvunum. 5 milljónnra flig- mlða bastað jfir Frakkland. ■ %. Bastilledagnr i gaer BASTILLUDAGUR FRAKKA var í gær og héldu frjálsir Frakkar, eða hin- ir striðandi Frakkar, eins og þeir nú kalla sig, hann hátíð- legan um allan heim. f London. var mikil, hefrgfanga fyriri de Gaulle, hershöfðingja. Brezkar flugvélar flugu í gærmorgun yfir Frakkland og dreifðu miðum víða, þar á með- al yfir París og Vichy. Á mið- ana var prentað ávarþ tíl Frakka frá Antony Eden, un- anríkisráðherra Breta. Þar endurtekur hann meðal annars orð, sem Churchill sagði fyrir tveim árxun, er hann sagði í ræðm Ég neita að trúa því, að sál Frakklands sé glötuð! Öll hátíðahöld voru bönnuð í Frakklandi sjálfu, og Þjóð- verjar hófu enn eina sókn gegn Gyðingum. Þeim er nú nær alls varnað í helztu borgum Frakk- ’ ands, þeir mega ekki sækja kaffihús, ekki leikhús, ekki kvikmyndahús, ekki sækja bóka söfn, þeir mega ekki ganga um aðalgötur borganna og ekki koma nálægt sögulegum minn- isvörðum. Það er fleira á móti Þjóðverj um í Frakklandi en þjóðin. Útvarpið í Lille hefir fyrir nokkru skýrt frá þv-í, að þar um slóðir hafi fyrir nokkru geisað ógurlegir stormar og hafi orðið gífurlegt tjón. Margs konar mannvirki eyðilögðust, en tilfinnanlegast mun þó Þjóðverjum ekki síður en Frökkum sjálfum vera tjón það, sem varð á uppskerunni. Mikil loftárás á Ruhrhéraðið. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu í fyrrinótt allmikla loft- árás á Ruhrhéraðið og var sprengjum kastað á verksmiðj- ur og önnur mikilvæg mann- virki. Bretar misstu fimm flug- vélar. * Chungking. Miklir bardagar standa yfir við hafnarborgina Wenchow, þar sem Japanir hafa verið í sókn undanfarið. Kínverjar hafa ekki staðfest, að Japanir hafi borgina á sínu valdi. K. o. í fjórðu lotu! Losovsky, einn af talsmönn- um rússnesku stjórnarinnar, hefir haldið erlendum blaða- mönnum í Moskva miðdegis- verð, og sagði hann þar: ,,í fyrstu lotu Rússlands stríðsins sóttu Þjóðverjar á- í annarri lotu stríðsiiis (Síð- astliðinn vetur) sóttu Rússar á. . 'í þriðju lotu stríðsins (Nú) sækja Þjóðverjar á. En í fjórðu lotu stríðsins muhu Russar sækja á og slá Þjóðverjá algerlega niður. 5;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.