Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 8
AUÞYWiBLAPIP NOKKUR vafi hefir leikið á um faðerni Símonar Dala- skálds. Sjálfur hafði Símon gaman af að vera talinn sonur Bólu-Hjálmars. Fleiri komu til greina sem feður Símonar. Segir svo í Bólu-Hjálmarssögu, er Símon aflaði efnisins til en Brynjólfur frá Minna-Núpi rit- aði: „En sjálfur vildi Símon fá vissu og vildi leita hennar á réttum stað. Hann leyfði sér einu sinni að spyrja móður sína, hvort það væri ekki satt, að Hjálmar ætti hann. Hún brosti og svaraði: „Það eru fleiri skáld til en hann". Meira fékk hann ekki. En af þessu svari hennar þóttist hann mega ráða það, að hún hefði viljað gefa honum í skyn, að Sigurður Breiðfjörð, en ekki Hjálmar, væri raunar faðir hans. Og hvað sem um allt þetta er, þá finnur Símon sér skylt að vera móður sinni þakk látur fyrir tilraunir hennar til að fá honum sem bezt faðerni". • ¦ II MANNTALINU frá 1910 eru , m. a. eftirfarandi mannanöfn, kvenna og karla: Floredína, Menaldrína, Þór- ólína, Melkjörína, Gradiana, Vinvelína, Bárðlína, Gjútta, Rósíta, Rasmundína, Perundína, Nikhildur, Málfinnur, Engiljón, Efseníus, Jósavin, Liljus. Skyldu nokkur þessara nafna hafa verið til við manntalið 1940? * GUÐJÓN og Hannes, sem lengi höfðu verið svarnir óvinir, hittust á förnum vegi. Guðjón réttir Hannesi höndina og segir: , „Nú skulum við takast í hend ur og láta okkar deilur vera gleymdar". Hannes: „Sjálfsagt. Ég óska þér alls þess, sem þú óskar mér." Guðjón: „Farður bölvaður. Alltaf ertu sama meinhornið". * EITT sinn sagði Gröndal: „Maður hefir hér i Reykja- v%k aldrei leyfi til að vera eins og maður vill, hvorki fúll né kátur; þegár ég vákna á morgn- ana, kemur stundum yfir mig sú ofsakæti, að ég hleyp upp í holt, stend uppi á steini einum fæti og gala eins og hani til að fá hána úr mér." Demanta~ Hvað gat hún annað en dáð hann, þegar hún hafð fengið þessa vitneskju? Henni var það óblandinn un- aður, að hugsa um það, að þau voru tengd órjúfandi böndum, og að þau mundu verða samari alla ævi, óaðskiljanleg. Hún fylgdi honum eins og hundur húsbónda ' sínum, undirgefni hans var hrífandi. Það. hafði dregið úr stolti hennar. Hun þráði að samein- ast Eðvarð og verða honum allt. Hún vaf ði sér að honum eins og vafningsviður að eik, hann var eikin, máttarstoð hennar, hún var veikbyggð. Á morgnana, eft ir morgunverð fylgdi hún hon- um milli búgarðanna, og það brást aldrei, að hún færi með honum, nema ef hún þurfti að vera heima af einhverjum sér- staklega aðkallandi ástæðum. Hún reyndi að lesa, en gat ekki fest hugann við það. Hví skyldi hún vera að lesa? Ekki sér til dægradvalar, því að maður hennar var eina dægradvöl henn ar. Og hún þurfti ekki að lesa neinar lýsingar á ástinni, hún þekkti hana. Oft var það, er hún var ein, að húntók sér bók í hönd, en hugurinn flaug von bráðar til Eðvarðs og hún óskaði þess að vera komin til hans. Líf Bertu {var sem ljúfur draumur, draumur, sem aldrei þurfti að taka enda, því að ham ingja hennar var ekki skyndi- leg og snögg, heldur jófn og varanleg, hún dvaldi í heimi, sem ofinn var rósrauðum blæ, þar sem hvergi bar skugga á. Hún var í himnaríki og það eina sern tengdi hana við jörð- ina var hin vikulega guðsþjón- usta í Leanham. Það var eitt- hvað dásamlega mannlegt við þessa fábrotnu kirkju. Eðvarð var í sparifötunum, organleikarinn lék herfilega og þorpskórinn söng miðlungs vel. Tilbreytingarlausar bænir séra Glovers voru lítt hrífandi og guðsþjónustan var afar hvers- dagsleg. Þessar tvær klukku- stundir í kirkjunni minntu Bertu á það, að líf hennar væri ekki eingöngu himneskt. ÍNú kom apríl, og álmtrén framan við Court Leys laufguð ust, grænir brumhnapparnir huldu greinarnar eins og dagg- perlur. Brúnir akrar klæddust sumtirfötum og útlit var fyrir góða uppskeru. Suma daga var loftið ilmi þrungið og hjörtun börðust af fögnuði yfir því, að nú væri vorið loksins komið. Hið hlýja regn vökvaði jarð- veginn og á trjáblöðunum héngu óteljandi dropar, sem glitruðu í sólskininu þegar upp stytti. Túllipanarnir breiddu úr sér og prýddu jörðina fögrum litum. Skýin yfir Leenham hækkuðu í lofti og sjóndeildar- hringurinn varð víðari. Söngur fuglanna var djarfari en í marz nú sungu þeir fullum hálsi, og í runnunum bak við Court Leys lét fyrsti næturgalinn til sín heyra. Ilmur jarðar óx, ilmur moldar og regns, angan sólskins ins og hinna mildu vinda. En stundum rigndi frá morgni til kvölds. — Þá neri Eðvarð héndurnar og sagði: „Ég vildi að þessu héldi á- fram alla vikuna, það er einmitt þetta, sem jörðin þarf". Það var einn slíkan dag, að Berta lá út af í legubekknum, en Eðvarð stóð við gluggann og horfði 'á rigninguna. Hún hugsaði um nóvember-kvöldið þegar hún stóð við þennan sama glugga og horfði á deyfð vetr- arins, en bar þrá og ást í brjósti. „Komdu hérna og seztu hjá mér, Eðvarð, vinurminn", ragði hún. „Ég get varla sagt, að ég hafi séð þig í dag". „Ég þarf að fara út, svaraði hann án þess að snúa sér við. „Hvaða vitleysa, komdu bara og seztu". „Jæja þá, bara í tvær mínút- ur". Hann settist hjá henni og hún lagði handlegginn um háls honum. — Kysstu mig. Hann kyssti hana og hún hló. — Þú ert skrýtinn drengur. Ég held helzt að þig langi ekk- ert til að kyssa mig. Hann hafði ekki tíma til að svara þessu, því að nú ók vagn inn að dyrunum. Hann stökk á fætur. —Hvert ertu að fara? — Ég ætla að. fara og hitta (Diamond Frontier). Spennandi og æfintýrarík mynd. Aðalhlutverk leika: Victor McLaglen, Anne Nagel og John Loder. Sýnil kl. 5, 7 og 9. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Pott gamla í Herne, það er út af nokkrum kindum. — Nú er það ekki annað. Heldurðu ekki, að þú gætir ver- ið heima í dag, ef ég bið þig um það? —Hví ætti ég að gera það? . svaraði hann. — Það þarf ekk- ert að gera hér. Ekki er held- ur von á gestum, svo að ég viti. — Mig langar til að hafa þig hjá mér, Eðvarð, sagði hún í MJgvikudagitr 15. júli 1S42. m Amerísk stórmynd ,tekin í eðlilegum Iitum. FE-EÐ MACMUERY. MADELEINE CARROLL. Sýnd kl. 7 og 9. FRAMHALDSSÝNING kl. 3^—6^. Ilrelísverk iæknisins með Jean Hersholt. bænartón. Hann hló. — Ég fer nú ekki að brjóta loforð mitt vegria þess eins. — Á ég að koma með þér þá? — Til hvers? spurði hann undrandi. —Mig langar til að vera hjá þér. Ég þoli ekki að vera alltaf aðskilinn frá þér. — Það er nú heldur ekki, sagði Eðvarð. Mér finnst, svei DVER6STÓLLINM. „O, herra minn, mér er mik- il ánægja að sjá yður aftur", sagði stóllinn. „Og lítið þér á, hvað ég hef meðferðis — dreng, sem er tilvalinn þjónn. Yður hefir alltaf vantað slíkan dreng, eða er það ekki? Ég hefði helzt kosið að vera kominn með slík- an dreng fyrr, en það hefir eng inn setzt í mig fyrr. En hvað það er gaman að vera kominn heim aftur! Það eru liðin hundr að ár, síðan ég fór héðan". • , „Slepptu mér, slepptu mér, vondi stóll", æpti Láki, og hann sparkaði í stólfæturna af öllum mætti. Stóllinn kleip hann þá með grænu fingrunum sínúm, svo að hann fór að hljóða. „Þú ferð ekki fet, fyrr en húsbóndi minn leyfir það", sagði stóllinn. „Hættu að sparka í mig, þá skal ég hætta að klípa þig". Láki var ofsareiður, en af því að stóllinn gat klipið hann fast- ar en hann gat sparkað í stól- inn, þá várð hann að gefast upp. Hann leit á dverginn. „Jæja", sagði guli dvergur- inn, ánægjulegur á svipinn. „Þar er ég loksins búinn að fá dreng! Það var indælt! Haltu honum dálítið lengur, stóll minn góður, meðari ég les yfir hon- um töfraorðin, sem duga til þess að halda honum hér hjá okkur í tíu ár". Stóllinn kreppti fastar að Láka. Jonna, sem ennþá lá á glugganum og var að gægjast inn um hann, fór að snökta, því að hún kenndi svo í brjósti um vesalings Láka. Álfurinn bar hana burt frá glugganum, svo að dvergurinn heyrði ekki til hennar. „Kvíddu engu", hvíslaði hann. „Við skulum bjarga Láka. Ég veit gott ráð, og það ráð skulum við nota, Ég er ógurlega sterkur, og jafnskjótt sem guli dvergurinn fer að sækja hlut- ina, sem hann þarf að nota við töfralesturinn, þá ætla ég að / W/LBUR/ W£'l/S <5&T TO \ ¦ 5TOP MM,.. Y0UV£60T TOJ HELf? M£/)---------- HIlllSMi Tóní: Heyri ég rétt? Ætlar doktorinn að skjóta flugvélina, sem fer yfir Andesfjöllin - Láta hana hrapa? ¦ •? Vilbur: Já, já. Sjáðu þetta sem stendur upp úr þakinu! Það er vélin hans og hann er að verða til. Flugvélin kemur bráð um. Tóní: Vilbur, þú verður að hjálpa mér a ðstöðva hann! Þú verður að hjálpa mér! Vilbur: Ég held nú ekki. ÞatS er voða gaman að sjá það! Tóní: Vesalingúrinn! Það lít ur út fyrirj að ég verði að grípa til arinarra aðferða við þetta!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.