Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYfJUSLAÖI® Miðvikudagur 15. júlí 1842. |U|rijfaMatt& ðtgeiairöi; Alþýteflðkktintnn gttstjávl: StfiáM rjjeturaMm Eltstjórn og afgreíðsla I Al- öýöuíiutíjiiU viS Hverfisgöíis Símar ritstjórnar: 4661 og •iíW>2 Simar aígreiðetiu: 4909 og 4906 Verð í lausagðlii 25 awa, ffia »lii MMveria. SUMER voru í lok mánaðar- ins sem leið órðnir svo bjartsýnir, að þeir voru fárnir að halda, að ekkert ætlaði að verða ur hinni margboðuðu vor- sókn Þjóðverja. Menn minntust þess, að leifturárás þeirra á Rússland byrjaði 22. júní í fyrra. En 22. júní í sumar var ekki enn nein meiri háttar sókn byrjuð af hálfu Þjóðverja þar eystra. Áhlaupin á Sebastopol, hina rammbyggðu flqtahöfn Rússa við Svartah., voru að vísu byrjuð, en enginn sá fyrir end- ann á þeirri viðureign. Og þeir bjartsýnustu voru farnir að bera þá spurniflgu upp fyrir sjálfum séx og öðrum, hvort nokkuð myndi verða úr hinni margumtöluðu sókn — hvort Þjóðverjar væru yfirleitt færir til frekari sóknar á Russlandi eftir hinn hryllilega vetrarhern- að þar eystra. Já, það var meira að segja haft eftir einstökum sanntrúuðum kommúnistum^ að þess mundi ekki langt að bíða, að Rússar yrðu komnir til Berlín. En þeir, sem með slíkar bollaleggingar voru, gerðu sér ekki grein fyrir því, að ¦ vorið og sumarið kemur seint austur á Rússlandi, miklu seinna en vestur í Eviópu. Og þeir gera sér áreiðanlega ekki heldur gyéin. fyrir þvjí, hve ægilegt bákn hin þýzka hernaðarvél er, og hve langt er enn frá því, að hún hafi verið stöðvuð, þó -að hún geysist ekki lengrur áfram með sama leifturhraða og hin fyrstu tvö " ár ofriðárins, og flestir unnendur frelsis og lýð- ræðis í heiminum séu nú orðnir vongóðir um, að það muni að endingu takast að ráða niður- lögum hennar. En að ímynda sér, að það verði í ár eða næsta ár, væri furðuleg bjartsýni. Og allra sízt hafa þeir ástæðu til hennar, sem eins og Rússar sátu hjá, og þó raunar hjálp- uðu Þjóðverjum með því að birgja þá upp að hernaðarlega 'nauðsynlegum hráefnum, með- an þeir voru að yfirbuga vörn Breta og Frakka á vesturvíg- stöðvunum sumarið 1940. Eftir jþá örlagaríku viðburði gat hver einasti heilvita maður sagt sér það sjálfur, að stríðið myndi verða langvinnt. Það þarf mik- ið tií að byggja upp vesturvíg- stöövar á ný — og umfram allt meiri skipakost til herflutn inga yfir á meginlandið en þann, sem Bandamenn ráða yfir í bili, svo upptekin, sem skip þeírra eru nú af því að flytja hergögn til Rússlands og her- menn, vopn og vistir til Norð- ur-Afríku, Indlands og Ástra- líu, og svo ægilegt, sem skipa- tjón þeirra er enn vegna hins þýzka kafbátahernaðar. Það er nú lík'a komið á dag- inn, hve fjarri því fer, að hin þýzka hernaðarvél hafi verið stöðvuð. Hin mikla sókn Þjóð- verja, sem boðuð hafði verið og allir glöggskyggnir menn bjuggust við, er nú byrjuð og þegar í algleymingi. Þeir hófu hana —• og við því var einnig búizt — á tveimur stöðum í senn: suðyfel í sNorður-AÆríku og austui á Rússlandi, í þeim augljósa tilgangi að leggja und- ir sig Égiptaland og Kákasus og öll löndin í Vestur-Asíu, á milli þeirra, í einni stórfelldri tangarsókn. En í bili að minn- sta kosti hefir Bretum þegar tekizt að stöðva þann arm tang- arinnar, sem að þeim þrengdi í Egiptalandi. Áustur á Rúss- landi eru horfurnar hins vegar allt aðrar og ískyggilegri. Það var máske ekki svo bráð- hættulegt þó að Þjóðverjum tæk izt að brjóta vörn Rússa í Sebastapol á bak aftur, enda Sþótt jþað sé dálítíð broslegt, þegar kommúnistar eru látnir túlka þann ósigur Rússa fyrir okkur í ríkisútvarpinu hér norð ur á íslandi sem sigur fyrir húsbændur sína austur í Moskva eða að minnsta kosti sem vafasaman sigur fyrir Þjóðverja. Miklu alvarlegri er hin ægilega sókn, sem Þjóðverj ar hafa nú hafið norður í Ukraine austur yfir fljótið Don. Menn verða í sambandi við hana að gæta þess, að nú er um 1000 km. austar farið af stað enn í fyrravor, og að nú þurfa Þjóðverjar þar af leiðandi ekki að komast nema tiltölulega stutt ar vegarlengdir lengra í austur til þess að rjufa samgönguleið- irnar milli megiinheiis Rússa, sem er f yrir norðan hinn þýzka fleyg, og hinna auðugu olíu- linda í Kákasus, sem öll áfram- haldandi vörn Rússa hlýtur svo mjög að vera undir komin. Nú þegar hefir aðal járnbrautin milli Moskva og Kákasus yerið rofin sunnan við Voronesh á bökkum Donfljótsins og olíuna verður nú að flytja á löngum krókaleiðum yfir Stalingrad, sem liggur um 500 km. sunnar og^. aujstajr við fljótið Volgu. En einmitt þangað, svo og til Rostov, virðist sókn Þjóðverja nú vera stefnt. Og hvað verður ef Rússum tekst ekki að stemma stigu fyrir henni, áður en svo langt er komið? Það er þýðingarlaust að vera með nokkra spádóma í sam- bandi við hina nýbyrjuðu sókn Þjóðverja austur á Rússlandi. En það er öllum einlægum fylg- ismönnum lýðræðisþjóðanna í þessu stríði fyrir beztu, að láta ekki blekkjast af neinum tál- vonum um bráðan sigur, né af neinu skrumi um „ósigrandi viðnámsþrótt" Rússa, settu fram í pólitísku áróðursskyni úti um allan heim. Stríðið verður lang- vinnt. Og fyrir frelsið og lýð- ræðið væri það hvort sem er langt frá því að vera unnið, þó að eitt einræðisríkið, Rúss- land, sigráði annað, Þýzkaland, Heilbrigðisástondið f landinu og framtíðarhorfur. FYfölR, nokkrum vikum kom út allmikið rit um „Skipun heilbrigðismála á íslandi" eftir Vilmund Jónsson land- lækni. Var það upphaflega skrifað sem einn þáttur rits þess um félaígsmálefni, sem undirbúið var af Stefáni Jóh. Stef- ánssyni, fyrrverandi félagsmálaráðherra,; en það varð, sem kunnugt er, fyrir ófyr,irséðum töfum af völdum eftirmanns hans í ríkisstjórn, og var ritgerð Vilmundar Jónssonar þá gefin út sérprentuð, en mun þó einnig birtast í félagsmála- ritinu, þegar það kemur út, sem nú væntanlega fer að líða að. Er rit Vilmundar hið fróðlegasta, fullt af línuritum og myndum til skýringar. Fara hér á eftir tveir kaflar úr síð- / asta þætti þess. F HEILBRIGDI LANDS- MANNA er metin þvi betri, því minni sem manndauð inn er og meðalævin lengri, því meira sem á vinnst í baráttunni gegn hættulegum sjúkdómum, án þess að samsvarandi aukning verði annarra þvílíkra sjúk- dóma, og því meira líkams- þroska sem kynstofninn nær og þróttur hans eykst — þá verður ekki um það deilt, að almenh heilbrigði hefir aldrei, síðan greinilegar sögur þessara mála hefjast, verið að öllu saman- lögðu betri en hinn síðasta ára- tug. Mannfjöldinn í árslok 1939 taldist 120 264 og hafði lands- búum fjölgað um rúmlega 12Vá þúsund síðan 1930. Barnkoman á árunum 1931—1939 var 22%0, manndauðihn ll%o (mestur 1936: li2,2%(>; minnstur 1939: 9,7%e) og ungbarnadaiiðinn 45%p; hfandi fæddra (mestur 1935: 52,4%0; mirmstur 1938: 28,3%o). Á svipuðum tíma voru þessar tölur í Noregi 16%c, 10%o og 45%o; í Svíþjóð 14%o, 12%o og 47%o; í Danmörku 18%o, ll%o og 67%o; í Finnlandi 20%o, 12%o og 71%0; íÞýzkalandi 18%o, ll%o og 79%o; í Bretlandi 16%0; 12 %o og 63%o; í Nýja-Sjálandi (að undan- skildum Maorium) 17%c, 9%o og 32%o. Má hér sjá, að dánar- tölur vorar þola fyllilega sam- anburð við dánartölur menning- arþjóðanna, og stöndum vér jafnvel þar í fremstu röð. Eink- um er ungbarnadauðinn hér Ht- ill, sem jafnan þykir hinn mesti menningarvottur. Að vísu er nokkur áramunur að dauða ungbarna vegna meira öldu- gangs á bamafarsóttum (eink- um mislingum og kikhósta) en annars staðar tíðkast, en þó fer sem nú er að vísu minna útlit fyrir að verða muni, en nokkru sinni áður. Fyrir frelsið og lýð- ræðið vinnst þetta stríð varla úr því, sem komið er, fyrr en ameríkskur milljónaher er kominn austur um haf — eins og 1918. En til þess þarf mikinn tíma og umfram allt mikinn skipastól. Þegar hann er til — og að því er nú unnið nótt og dag á skipasmíðastöðvum víðs- vegar um heim — þá fyrst fer aftur að rofa fyrir sól frelsis- ins í þeirri þoku harðstjórnar- innar, sem nú grúfir yfir gömlu Evrópu. hann aldrei úrskeiðis, og sum árin er ungbarnadauðinn minni hér en í nokkru þjóðlandi öðru, Nýja-^Sjáland ekki undanskilið, sem annars er forustuland ver- aldarinnar um alla heilbrigðis- menningu. Ekki eru fyrir -hendi útreikn- ingar um meðalævi landsmanna síðan 1930, en vafalaust hefir hún enn lengzt, þó að litlu sé nú farið að muna hjá því, er áður gerðist. Naumast getur það dulizt þeim( sem rosknir eru, að fólk það, sem orðið hefir fullvaxift hina síðustu tvo áratugi, er yf- irleitt stórum þroskameira en næstu kynslóðir á undan, enda mun það staðfest af mælingum þeim, sem gerðar hafa verið. Þó hefir kyrkingurinn í þjóðinni vaf alaúst verið meiri og einkum almennari fyrir minni núlifandi manna en nokkurn tíma í þeirra tíð. íslendingar eru nú sam- kvæmt mælingum taldir há- vaxnastir hinna hávöxnu Norð- urlandaþjóða (líkamshæð karl- manna á nýliðaaldri í sm: Á ís~ landi: 173,0, í Noregi: 171,6, í Svíþjóð: 171,7 og í Danmörku: 169,5). Áður hefir verið vikið að því, hve mjög hefir aukizt viðnámsþróttur fólks gegn far- sóttum eins og mislingum og in- flúenzu, og það verið talið benda á aukna döngun þjóðarinnar og almenna hreysti. Ef heilbrigðin er hins vegar metin eftir því, hve tíð er hvers konar kvillasemi og þar á meðal minni háttar kvillar, svo sem taugaveiklun, meltingaróhægS< Frh. á 6. síðu. MORGUNBLADBD gerði í gær ýmsar pólitískar bollaleggingar Tímans fyrir og eftir kosningarnar að umtals- efni, en þar hefir greinilega mátt merkja hinar furðuleg- ustu spekúlasjónir Framsókn- arflokksins um „notkun" kommúnista, eins og Jónas frá Hriflu komst að orði í einni af greinum sínum, þó að vel megi vera, að ýmsir aðrir af forsprökkum Framsóknarflokks ins hafi 'öllu alvarlegri fyrir- ætlanir í þá átt en hann. Morg- unblaðið segir um þessi skrif meðál annars: „Það er bersýnilegt a£ skrifum Tímans, bæði fyrir og þó einkutn eftir kosningarnaæ, að þeir Tíma- menn vænta sér mikils af komm- únistum í framtíðinni. Þeir eru þegar farnir að undirbúa náið sam band við kommúnista. Að vísu láta Tímamenn í veðri vaka, að slík samvinna sé þeim ógeðfelld, en fyrst „hinir lýðræðisflokkarnir" hafa getað notað kommúnista til þess að koma í gegn „stjórnar- skrá upplausnarinnar," er engan veginn útilokað að við getum haft gagn af þeim á öðrum vettvangi. Það er óvandari eftirleikur okkar, segja þeir Tímamenn. Allat þessar bollaleggingar Tímamanna í sambandi við vax- andi stundarfylgi kommúnista eru óþarfar. Öll þjóðin veit, að Tíma- menn eru þess albúnir á hvaða augnabliki sem er, að taka hönd- um saman við kommúnista. Það eru menn í Framsóknarflokknum — meira að segja framarlega í fylkingu — sem eiga í öllu sam- leið með kommúnistum. Og þó að aðrir séu eimnig til í flokknum, sem enga samleið eiga með kom- múnistum, hefir reynslan jafnan kennt okkur, að þeirra gætir ekki, þegair úrslitaátökin verða f flokknum. Þeir verða þá að beygja sig. Þannig hefir þetta alltaf veriS og þartnig verður það áfram." Það er nú líka sannast að segja ekkert nýtt, að kommún- istar séu „notaðir" eða ,>mis- notaðir" hér á landi. Síðan þeir klufu sig út úr Alþýðuflokkn- um, má segja, að stöðugur slag- ur hafi staðið milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins um forgangsréttinn til éS> nota þá til sundrungarstarfs og annarra óþurftarverka ÍTÖðum Alþýðuflokksins og verkalýðs- félagsskaparins. Og þess er ekki svo langt að minnast, að Sjálf- stæðisflokkurinn var vel þekkt- ur fyrir það að vera í full- komnu bandalagi við komm- únista í verkalýðsfélögunum á móti Alþýðuflokknum, þó a& Morgunblaðð láti sér nú fátt um finnast fyrirætlanir Fram- sóknar um að „nota" kommún- ista í einhverju svipuðu skyni í framtíðinni. * En satt er það, sem Morgun- blaðið segir, að það er meira en broslegt, þegar Tíminn er að hjala um einhverja „um- bótastefnu" Framsóknarflokks-: ins, sem eigi að vinna bug á kommúnismanum hér hjá okk- ur. Morgunblaðið segir í þvf sambandi meðal annars: „Barnalegt er það hjal Tíma- manna, að „umbótastefna og framfarabarétta Framsóknar- flokksins" vinni búg á kommún- ism^num. Saixnleikuirinn er sá, að> kommúnistar eiga aukið fylgi sitt Fmsth. é 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.