Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. júlí 1942. ALÞYÐUBLAÐI9 EG var gísl hjá Þjóðverjum, einn þeirra 580 Pólverja, sém handteknir voru í Wawer á jóladaginn síðasta, vegna þess, ¦ að tveir þýzkir hermenn höfðu verið myrtir nóítina áður. 117 okkar voru skotnir. Ég kom frá jólamessu klukk- an níu im\ morguninn og gekk nú gegnum furuskóginn áleiðis til járnbrautarstöðvarinnar. -*- Stöovarstjórinn hafði lofað mér því, að láta niig hafa kol svo sem í eiria körfu handa móður minni, Það áttu að vera láun fyrir það, að ég hafði stundað fjöiskyldu haris í veikindum. Ég sá hóp Þjóðverja koma á móti mér. Ég vandaði mig í göngulagi og gekk stillilega. Þjóðverjar verða tortryggnir, ef menn eru óstyrkir. Þetta voru fjórir menn. Þeir voru ekki van- ' ir að vera svona margir á ferð í þessu rólega úthverfi Wársjár. Einn þeirra var ekki einkennis- klæddur. Það var Gestapo-mað- ur. Þegar ég sá hann, vissi ég að eitthVað muiidi vera á seyði. Þeir leituðu á mér og létu mig síðan fara. Ég sagði ekkert; þeir heldur ekki. Stöðvarstjórinn sagði mér, þegar á stöðina kom, hvað gerzt hefði kvöldið áður. „Um átta-leytið í gærkveldi komu tveir Þjóðverjar inn í knæpuna hjá honum Jósef Bar- toszek og ráku alla Pólverja út. Þeir létu Jósef stjana við sig allt kvöldið bar til um klukkan tvö um nóttiua. Þá voru þeir oltnir út af í fylliríi. „Litlu fyrir sjö um morgun-' inn röknuðu þeir úr rotinu og heimtuðu, að bæði börn Jósefs færu að syngja jólasálma fyrir' sig, en þeir blótuðu og f ormæltu við lok hvers sálms. Um sjö- leytið kom ókunnugur maður þarna inn, hár og karlmannleg- ur. Hann skipaði Þjóðverjunum að þegja, nú væri jóladagur og yrði því að hindra guðlast. Hún- arnir fálmuðu eftir skamm- byssum sínum, en ókunnugi maðurinn varð fyrri tií. HanQ skaut gegnum hjartað á öðrum, en í hægra augað á hinum. S. S. menn komu þjótandi frá Warsjá. Þeir hömuðust á vesl- ings veitinganianninum í tvo tíma, en hann fullyrti, að hon- um væri ókunnugt um, hver morðinginn hefði verið. Hann kváðst jafnvel ekki hafa verið inni í salnum, þegar atburður- inn gerðist. • Þeir hengdu hann í dyrunum. Þegar ég var á heimleið fann ég til ótta, einkum þegar þrír bílar, fullir af svartliðum, hent- ust fram hjá mér á leið til lög- reglustöðvarirmar. Þeir kdmu með stórar aug- lýsingar, undirritaðar af von Hasse, liðsforingja og yfirmanni lögregluumdæmisins í Warsjá. „Morðingjann verður að fram sélja innan tuttugu og fjögurra klukkustunda. Eitt þúsund gísl- ar hafa verið handteknir. Verði morðinginn ófundinn kl. 7 f. h. 26. desember, verðá tvö hundr- uð gíslar skotnir. Reglan er sú, að fyrir einn Þjóðverja komi hundrað Pólverjar eða Gyðing- ar." : Þögul og hreyfingarlaus fylk- ing safnaðist framan við lög- réglustöðina. Við lásum auglýs- inguna aftur og aftuir og litum MMMMMmmlmm ¦ ¦¦ : ¦ ¦ ". ¦ ¦ . . ¦ ¦.¦¦.¦.¦.¦¦.¦¦:¦.¦¦ :¦: . Baseball #l§||£ Síðan ameríksku hermennirnir komu hingað, hafa menn oft séð þá leika sér msð kylfu og lítinn knött. Þetta eru áhöldin, ssm þeir nota í þjóðaríþrótt sinni, Basdbali, eins og þeir; kalla hana. Þegar þeir tala við íslendinga um þessa eftirlætisíþrótt sína, koma þeir að tómu húsi, því að við þekkjum ekki leikinn og skiljum ekkert í honum, þegar við sjáum hann leikinn. En við höfum nauðalíkan leik hér á íslandi. Það er „kíluboltaleikur" barnanna, sem byggist á sömu hugmynd og „baseball". KnÖtturinn- er sleginn út á völlinn (Sjá efri myndina). Síðan hlaupa leikmenn vissa leið milli þriggja staða, sem liggjía á ferning. 'íllskissr lætefiirseglp frái hver á annan í ráðaleysi. Nú var klukkan orðin ellefu. Morðing- inn var sjálfsagt kominn lang- ar leiðir burtu. Og í hjörtum okkar ¦ óskuðum við þess, að hann kæmist undan. Viðfórum heim og biðum á- tekta. Annað gátum við ekki gert. Fjöldinn allur af okkar mönn- um hafði 'fallið í stríðinU eða verið teknir til fanga, aðrir höfðu farið til Rússlands eða Englands eða annað þangað, sem Pólverjar berjast enn. „Ef þeir ætla að finna þúsund karl- menn í Wawer," hugsaði ég með sjálfum mér, „verða þeir að handtaka drengi og níræða öld- unga. Ef til vill ætla þeir sér að skjóta kvenfólk líka." Móðir mín sat við gluggann heima með hálfprjónaðan sokk í höndunum. En hún var ekki að prjóna; ég sá varir hennar bær- ast, og tvisvar gerði hún kross- mark fyrir sér. Ég reyndi að ÖFUNDUR þessarar greinar er pólskur læknir, W. B. Sta íski að nafni. Hann var, meðal 580 gísla, sem teknir voru í Wawer, sem er úthverfi Warsjár. Mann slapp frá Póllandi fyrir skommu. B róðir hans hjálpaði honum til Bandaríkjanna. Hann dveist nú úti í sveit og er að ná sér eftir hina ægi- legu atburði, sem fóru afar illa með hann. sýnast rólegur. Ég var læknir og hvert mannsbarn í Wawer þekkti mig. Þeir hlutu að taka mig í gísling. Ég leit á úrið mitt. Klukkan var þegar orðin eitt. Hví voru þeir nú að kvelja okk- ur með því að láta okkur bíða? Enh heyrðist ekkert. En allt í einu sá ég að móðir mín kippt- ist til, Ég leit út og sá, að þeir voru að koma. Sjö, átta, ef til vill tíu voru framan við húsið. Svartir frakkar, myndir af hauskúpum og krosslögðum leggjum á hjálmum. Þeir gengu fram hjá í halarófu. Þeir fóru fram hjá húsinu okkar! En — nei; er röðin fór fram hjá, námu tveir staðar framan við dyrnar hjá okkur. Þeir voru með hríðskotabyssur og hand- sprengjur við beltið. Þarna stóðu þeir hréyfingar- lausir í háiftíma. Þá komu tveir enn aftur ofan götuna. Þeir höfðu Edward Sza- buniewicz, sem verið hafði ná- gránni minn í 18 ár, á milli sin. Á hverjum morgni hafði ég séð hann ganga fram hjá til þess að ná í hálfátta lestina, en með henhi fór hann inn í Warsjá, þar sem hann vann í banka. Nú var hann ellilegri en áður. Hend- urnar voru spenntar aftan á hálsinum. Tveir komu enn ofan götuná, drógu Theódór litla Piekarski á eftir sér. Hann var ekki nema 16 ára. Faðir hans var undirfor- ingi og nú fangi í Þýzkalandi. Theódór og 16 ára gamall bróðir hans önnuðust veika móður sína. Heridur hans voru líká spenntar aftur fyrir hnakka. * Nú þóttist ég skilja, hvað þeir væru að gera. Þeir tóku einn og einn í einu og gengu á röðina í götunni. Nú var komið að mér. „Þú kemur með okkur!" skip- uðú þeir. Og þegar mamma stóð upp, sögðu þeir henni að standa kyrri. „ríver sá, sem lætur sjá sig á götum úti fyrir kl. 7 í fyrramálið, verður tafarlaust skotinn." Einn þeirra leit á móður mína og sagði: „Það má sækja líkin á skólaleikvöllinn. Þar fer af- takan fram klukkan sjö í fyrra- málið." „Upp með hendurnar!" skip- uðu þeir. „Spennið greipar aft- an við hnakkann, annars verðið þér skotnir." Ég var nú gísl, og það átti að skjóta mig kl. 7 næsta morgun á skólaleikyellinum. Á honum mættum við hóp, sem hafði sex nágranna okkar meðferðis. Á næsta horni bætt- ust fimm við. Raðirnar lengd- ust. Þarna voru unglingspiltar og fjörgamlir menn. Sabunie- wicz sneri sér að mér og virtist ætla að segja eitthvað. Hann var barinn níður með riffilskefti. Eftir það þorðum við ekki að líta til hægri né vinstri. Wawer var eins og dauð borg. Ekkert lífsmak sjáanlegt. Bara þéssi draugaléga fylking fölra manna, rekin áfram af nazist- um með stálhjálma. Staðnæmzt var við lögreglu- stöðina. Okkur var skipað í fimm manna raðir. Ég var í tuttugustu og annarri röð, f jórði frá vinstri. Þýzkur liðsforingi með svipu í hendi gekk bölv- andi fram hjá. Við vorum færri en -1060. Þeir vildu fá fleiri. Þarna stóðum við í sjónum með hendur fyrir aftan hnakka, meðan hermenn leituðu a5 fleirum. Tveim klukkustundum áður höfðu þeir skipað konu Piekarkis undirforingja að benda á hvorn sona hermar þeir ættu að taka. Þegar hún féll í öngviti, tóku þeir þann eldri. Nú komu þeir með þann yngri. Ekki veit ég hve lengi menn . óttast dauðann, en nú var ég j hættur að óttast. Og mér fannst hinir vera eins rólegir og ég. Þegar dimma tók og við höfð- um staðið þarna matarlausir klukkustundum saman fóru gömlu mennirnir að bila. Þegar einhver féll, veltu nazistarnir honum á andlitið og keyrðu hann ofan í snjóinn til þess að hressa hann með kuldanum. Þeir tveir, sem næstir stóðu, voru síðan látnir reisa hann á fætur. Kl. 10 um kvöldið var komið með nokkra gísla í viðbót, eitt- hvað 20 unglinga, og fáeina öld- unga, sem þeir höfðu sleppt í fyrra skiptið. Rakarinn okkar varð sera lamaður, þegar hann sá tvo S. S. menn koma með 13 ára gamlan sön hans. Þarna sá ég líka Las- Frh, á 6. síöu^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.