Alþýðublaðið - 15.07.1942, Síða 6

Alþýðublaðið - 15.07.1942, Síða 6
Mlðvikadagu? 15. jiM 1942. TILKYNNING Við undirritaðir höfum selt Vélastæðið Odda, Akur- eyri, Vélsmiðjunni Odda h.f. Um leið og við þökkum við- viðskiptavinum okkar góð viðskipti á liðnum árum, vænt- um við þess, að þeir láti hina nýju eigendur njóta sama trausts framvegis og þeir hafa sýnt okkur. Akureyri, 8 .júlí 1942. i Gunnlaugur S. Jónsson. Jón Þorsteinsson. Vélsmiðjan Oddi h.f. hefir keypt Vélaverkstaaðið Odda, Akureyri, af þeim Gunnlaugi S. Jónssyni og Jóni Þorsteinssyni. Munum vér reka vélsmiðju áfram í Strand- götu 49, Akureyri, vinna að nýsmíði og aðgerðum á vélum, og skipum o. fl. Vér munum kappkosta að leysa alla vinnu vel og vandlega af hendi, og reynast maklegir þess trausts, sem verkstæðið hefir notið til þessa. Akureyri, 8 .júlí 1942. Vélsmiðjan Oddi h.f. Ég var gísl hjá Þjóðverjum. Framh. af 5 s.íðu. kozsk tvíburana, 14 ára gamla drengi. Nýjar fimm manna raðir voru settar að baki okkur. Engmn sagði orð. Varðmennirnir komu og fóru, snjórinn marraði undir fótum þeirra. Við heyrðum ein- hvem detta og gizkuðum á, hver það gæti verið. Szabuniewcz, sem stóð næstur mér, hneig fyr- ir fætur mér. Hann hreyfðist ekki, þótt hann væri barinn. Þegar varðmaður lýsti framan í harm, sá ég, að hann var látinn. „Harun hefir haft hjaTtasjúk- dóm í 20 ár,, og ég hefi haldið í honum lífinu til ,þess að þessi yrðu endalok hans.“ Það mun hafa verið um mið- nætti, þegar okkur var skipað að breyta röðunum. Ég var enn 4. frá vinstri. Okkur var sagt að láta hendurnar síga og berja þeim tíu sinnm í lærin. Svo upp aftur og spenna greipar að nýju aftan við hnakkann. Nú opnuðust dyr lögreglu- stöðvarinnar, og í Ijósbirtunni sá ég liðsforingja með svipu. ,,Þið eruð 580,“ sagði hann á þýzku. „Það er ekki hægt að ná í fleiri. von Hasse liðsforingi ætlaði að skjóta 200 gísla, en lofaði því að aðeins fimmti hver maður verði skotinn. Þejta lof- orð ætlar hann að efna. Þið vitið hvers virði loforð þýzks foringja eru. í staðinn fyrir 200 verða áðeins 116 skotnir, ef morðing- inn finnst ekki. Gíslarnir, sem skotnir verða, skulu valdir nú. Gangið fram einn og eitín.“ Einn og einn gengu menn inn í húsið, voru þar inni nokkrar mínútur og komu svo út aftur. Þegar ég gekk upp tröppurn- ar benti varðmaður inn um opn- ar dyr í stórt, dimmt herbergi. j Það var von Hasse sjálfur, sem spurði: „Hvað heitirðu? Aldur? — Fæðingarstaður? — Staða?“ Hann spurði ekki um fleira. Ég vissi, að um þetta spurðu þeir öll fórnarlömb sín. Eftir að þau höfðu verið tekin af lífi gáfu Þjóðverjar út skrár með þessum upplýsingum. Ég þótt- ,ist því vera viss um, að úti væri um mig. Ég gekk aftur út í myrkrið og skipaði mér í röðina. Nú datt mér fyrst í hug ameríkska vega- bréfið í skrifborðinu mínu. Bróðir minn hafði verið í Ame- ríku í 27 ár og hafði getað út- vegað það handa mér en ekki handa mömmu. Hún vildi að ég yfirgæfi sig.og byrjaði nýtt líf í Bandaríkjunum. Loks hafði ég samþykkt það daginn áður, að gera þetta. Enn var nokkuð til dögunar, þegar okkur var skpað að ganga út á leikvöllinn. Þeir höfðu sagt, að það ætti að skjóta okkur klukkan sjö, en ætluðu besýni- lega ekki að standa við það. Sex bílar stóðu meðfram skól- anum, nálægt háum múrvegg. Þrír S. S. menn komu frá bíl- unum. Þeir gengu kæruleysis- lega að fylkingunni og skipuðu fimmtu mönnunum í fyrstu 20 röðunum að raða sér upp við múrinn. Nú var kveikt á ljósum bifreiðanna. Hvell fyrirskipun gall við og vélbyssuskothríð hófst. Við stóðum ekki meira en tíu metra frá mönnunum, sem bylt- ust í blóðlitaðan snjóinn. En þeir dóu ekki allir strax. Þrír hermenn athuguðu hina föllnu og skutu úr ‘skammbyssum á þrjár eða fjóra. Þeir gengu mjög skipulega til verks. Fyrst tuttugu og aftur tuttugu. Skothríð aftur og aft- ur, sömu þrír hermennirnir at- huguðu hina föllnu og gerðu út af við suma. Þeir tóku alltaf yzta manninn til hægri í hverri röð. Þegar þeir létu menn ganga einn og einn inn í húsið og létu okkur halda alla saman, að við værum dauðadæmdir, var það til þess að-ná-sér niðri á. okkur öllum. Það kom valinu ekkert við. Michall Poduchowski hljóp út úr röðinni, þegar hann sá bróður sinn meðal þeirra 20, sem fóru upp að veggnum, í þriðja sinn. Hermaður skaut hann á staðnum. Og þó átti ekki að skjóta hann. Slátrunin stóð í meira en hálf- tíma. Við hinir stóðunl þarná hreyfingarlausir í snjónum. Það var okkar refsing. l ; Það síðasta, sem, ég þeyrði,' áður en leið yfir mig, vár skip- un um að slökkva á bílljósun- Heilbrigðisástandið i landinu. Framh. af 4. síðu. og vanlíðan ýmiss kouar, er ger „ir nútímamönnum svo tíðförult til lækna, verður samanburður- inn erfiðari við liðna tíma, sem látið hafa eftir sig ófullnægj- andi gögn um þessi efni. Ekki fær staðizt að bera saman að- sókn að lærðum læknum fyrr á tímum og aðsókn að læknum n.ú, þegar af þeirri ástæðu, að áður sóttu menn miklu fremur ráð til skottulækna við öllum minni háttar ■ lasleika en hinna lærðu lækna, sem langflestir áttu svo ógreiðan aðgang að. Auk þess ræður tízka og tíðar- andi miklu um það, hvað menn telja til vanheilinda. Er nútíma- fólk vafalaust nákvæmara í þeim efnum en fyrri tíma kyn- slóðir, og þarf það engan veginn að benda á tíðari kvillasemi, nema síður væri. Ef öll kurl kæmu til grafar, er ekki ólík- legt ,að í ljós kæmi, að ekki yrði ýkjamikið á munum. Til dæmis um þetta má geta þess, að í sam- bandi við skottulækningamál eitt, sem lögreglan í Reykjavík hafði til meðferðar á þessu ári (1941), var lögð fram nærri hálfrar aldar gömul dagbók smáskammtalæknis úr fámennri sveit í einni hinni afskekktustu sýslu hér á landi, og höfðu þá lifnaðarhættir fólks þar, matar- æði og annað, fráleitt tekið stór- vægilegum breytingum frá því, er verið hafði um langan aldur. En dagbókin ber engu síður vitni um þá smákvillasemi í sveitinni (taugaveiklun og ýmiss konar vanlíðan, þar á meðal hægðatregðu og aðra meltingaróhægð) að áreiðanlega er ekki um auðugri garð að gresja í dagbókum kaupstaðarr lækna nú á tímum. Þó að mikið hafi á unnizt á. síðustu mannsöldrum til efling- ar heilbrigði landsmanna, á það langt í land, að ekki verði um bætt, og erú ærin verkefni enn fyrir hendi. Er í því sambandi meðal annars sérstök ástæða til að gefa því gætur, hve ört barnsfæðingum hér á landi fer fækkandi, einkum hin síðustu ár Erum vér þar auðsjáanlega á sömu leið — þó að því fari fjarri, að við séum eins langt leiddir — og sumar menningar- þjóðanna, þar sem svo hefir dregið úr barnkomunni, að far- ið er að horfa til vandræða af ó- hagstæðri aldursskiptingu þeirra, er óvinnufærum gamal- mennum og öðrum öryrkjum fjölgar í sífellu, en fyrirvinnum og konum á barneignaaldri fækkar að sama skapi. Vofir yf- ir sumum þessara þjóða, að viðkoman endist þá og þegar hvergi nærri til að halda við kynstofninum. Árin 1910 og 1930 skiptist íslenzka þjóðin í aldursflokka samkvæmt þessum hlutfallstölum (fyrri tala hvers aldursflokks hvors árs karlar, um. „Engin ástæða til þess að vera $ð eyða úr rafgeymunum.” Slátruhinni var þar með lok-. ið. Eitt húndrað og sautján menn höfðu verið drepnir. hin síðari konur): 0—5 ára: 128—112 og 120—113; 5—9 ára: 119—105 og 113—105; 10 — 14 ára: 112—102 og 104—95; 15—19 ára: 107—99 og 95—91; 20—24 ára: 83—79 og 88—81; 25—29 ára: 68—66 og 80—74; 30—34 ara: 62—64 og 72—-70; 35—39 ára: 56—58 og 67—67; 40—44 ára: 52—05 og 52—51; 45—49 ára: 53—57 og 43—45; 50—54 ára: 40—46 og 39—43; 55—59 ára: 38—44 og 33—39; 60—84 ára: 28—32 og 30—35; yfir 65 ára: 54—81 og 62—91. Síðasta áratuginn mun þó enn meira hafa munað í hina sömu átt. Ættum vér að taka hér ráð í tíma og það, sem líklegast er til að bera árangur, að hlynna svo að um muni að barnafjöl- skyldum, sem nú bera skarðan hlut frá borði þjóðfélagsins, og einkum að barnmörgum mæðr- um, sem eru sannkölluð oln- bogabörn þess. Verði fyrir þessu séð, ætti ekki að þurfa að ör- vænta um frekari framfarir, í heilbrigðism., þó að þess sé ekki að vænta, að næstu kynslóðir lifi aðrar eins byltingar í þeim efnum og hinar síðustu. Margt í nýuppteknum lifnaðarháttum þjóðarinnar bendir vissulega fram á við til aukinnar heil- brigði hennar, og má sérstak- lega tilnefna aukna líkamsrækt og íþróttastarfsemi, fjallaferðir og aðra útivist ungs fólks sum- ar og vetur, bætt mataræði með aukinni neyzlu nýmetis og grænm. og stórumaukinni mjólk urneyzlu almennings í kaup- stöðum og kauptúnum og yfir- leitt vaxandi skilning allrar al- þýðu, lækna og stjórnarvalda á því, að svo mikilsvert sem það er að sinna sjúkum mönnum og leita þeim lækninga, er hitt hálfu þýðingarmeira, að efla í hvívetna heilbrigða lifnaðar- háttu almennings og koma í veg fyrir sjúkdóma með hvers kon- ar heilsuverndarstarfsemi. Vér eigjim nú ekki langt í land til þess að hafa allra þjóða lægsta dánartölu, og þarf raunar ekki annað til en berklaveikinni verði enn og til frambúðar veru- lega hnekkt líkt og mörgum öðrum þjóðum hefir auðnazt, að ekki sé talað um, ef jafn- framt tekst að draga, svo að um muni, úr hinum gífurlega slysadauða. En meira ætti að mega ávinnast. Ef vér fáum aftur náð og haldið sjálfstæði voru óáreittir af öðrum þjóðum og ekki bregzt hin fjárhagslega afkoma þjóðarinnar, ‘sem er grundvöllurinn undir öllum raunverulegum framförum, ekki sízt í heilbrigðismálum, og haldið verður rökrétt áfram á braut þess lýðræðis, sem vér fs- lendingar játumst undir, þann- ig að tryggður verði sem allra mestur jöfnuður í lífskjörum álls almennings, svo að skortur örbirgðarinnar verði umflúinn jafnt og óhófslifnaður ofnægt- anna, þá virðist íslenzka þjóðin hafa öll skilyrði til þess að tryggja varanlega sess sinn í. einu og öllú í tölu hinna heil- brigðustu þjóða. AUGLÝSIÐ í AJþýðublaðinu. mHISIMS M.b. Liv til Arnarstapa, Sands og Ól- afsvíkur. M.b. Pormóðnr til Vestmannaeyja. E.s. Þór til Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar. Öll skipin eiga að fara á morgun og verður tekið á móti flutningi meðan rúm leyfir til hádegis sama dag. — Félagsllf. — Knattspyrnufélagið Víkingur. Æfingar í kvöld kl. 8.30 hjá meistara, 1. og 2. flokki. — Mætið allir. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. mest að þakka óvimsældum þjóð- stjórnarinnar, sem 611 stafaði af þröngsým, stirfni og þjösnaskap Framsóknarflokksins í öllu sam- starfinu. Ef til vill hefir tilgang- urinn alltaf verið sá, að gera sam- starfsflokkana óvinsæla á sam- starfinu og efla gengi kommún- ista. Þá geta þeir Tímamenn hrós- að sig'ri. En samstarfsflokkarnir hafa þá líka lært nokkuð og geta hagað sér þar eftir í framtíðinni.“ Það er mikið hæft í þessum orðum Morgunblaðsins. Á Framsóknarflokknum hvílir þung sök fyrir mistök og óvin- sældir þjóðstjórnarinnar. En er það nú samt sem áður ekki til helzt of mikils mælzt af Morg- unblaðinu, að Framsóknarflokk urinn taki á sig alla sökina af axarsköptum hennar? Til dæmis af gerðardóminum? Átti ekki Sjálfstæðisflokkurinn sinn bróðurpart í honum og flestu öðru, sem að var hrasað, svo og svikunum á því, sein lofað hafði verið? Ætli þeir verði ekki að deila með sér heiðrin- um af öllu saman? Heyskaparhorfnr slæmar vfða nm laad Fepa fólkseklu og slæmrar grassprettu. UM ÞESSAR MUNDIR er heyskapur að hefjast víð- asthvar á landinu og sumstað- ar hafinn. Horfur um heyskap eru víða taldar slæmar og veld- ur bæði léleg spretta og fólks- ekla. Kuldar hafa gengið í vor og sumar og sumstaðar hafa þurrk ar hamlað grassprettu. Á þetta einkum víð uá tunsprennuna, en engjaspettá er talin sæmi- leg, einkum þár sem áveitu- engjar eru.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.