Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.07.1942, Blaðsíða 7
MUKnOatdagur 15. JúK 1^2. |Bærinn í dag.| Næturlæknir er Karl S. Jónas- son, Kjartansgötu 4, sími 3&25. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ! '* . . , , / fl I ÚTVARPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Hljómplötur: Söngvar úr ó- perum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um áfengismál (Fel- ix Guðmundsson, umsjónar- maSua-). 20.50 Hljómplötur: Orgellög. 21.00 Takið imdir! (Þjóðkórinn Páll ísólfsson stjórnar). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Gestur í bænnm: Knútur Kristinsson læknir Höfn í Hornafirði. Hjúskapur. Á laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Hulda dóttir Geir Jóns Jónssonar fv. gjaldkera hjá ísafoldarprentsmiðju, og Þor- steinn Þorsteinsson járhsmiðs Jónssonar. Morgunn, 1. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Efni: Hvað hefir sann- azt, eftir séra Jón Auðuns, Bréfin frá tjróðumum eftir frú Annie Brittain, Framliðinn maður sannar sig, eftir Ásmund Gestsson, Ti! Sálarrannsóknarfélagsmanna og fleiri. Að koma í vég fyrir styrj- aldir, eftir Ernest Hunt, Margery, Vitrun um gamlan harmleik, Van- rækt rannsóknarefni, eftir Sn. J. Gat hér verið um fjarhrif að ræða, eftir frrú Brittain, Blessun myrk- ursins, eftir J. Auðuns, Fruðuleg tónsmið, Ófæddu börnin, eftir J. Au. Þróun og undirvitund, eftir Einar Loftsson, Um syrgjendurna og dauðann, Merkileg ljósmynda- sönnun, eftir J. Au. Saga dular- fulla mannsins (Bradbury), sögð af honum sjálfum, Á víð og dreif, eftir ritstjórann, Jón Auðuns. Felix Guðmundsson talar um áfengismál í útvarpið í kvöld klukkan 20.30. Frá Sumardvalarnefnd. Nefndin hefir nú þessa daga haft samband við öll bamaheimil in. Heilsufar og líðan bamanna er yfirleitt ágæt, öll börnin vel frísk. Bílaframleiðsla Bandaríkj- anna hefir algjörlega snúizt yfir í hergagnaframleiðslu. — Framleiðsla fólksflutningabíla hefir minnkað þannig, að nú er framleitt: 1) Nóg stál og gúmmí til að framleiða 1100 brynvagna á dag. 2) Nóg aluminium til að framleiða 38 flugvélar á dag. 3) Nóg tin til að þekja 26,- 500,000 matarílát handa her- mönnum á dag. 4) Nóg zink og kopar í 63,- 600,000 skothylkjakassa á dag. 5) Nóg nikkel til að framleiða 2,050,000 pund af nikkel-stál- brynvagnaplötu á dag. * Falkenhauser, yfirmaður þýzka setuliðsins í Norður- Frakklandi og Belgíu, hefir lát- ið taka allmarga gísla, sem hann segir að verði látnir sæta ábyrgð fyrir hvers konar skemmdarverk, sem kunna að verða unndn. Tilkynnt hefir verið í París, að ekki aðeins þeir, sem gera sig seka um skemmdarverk —• verði látnir sæta refsingu, — heldur einnig ættingjar þeirra og venzlamenn. Er þeim heitið hinum þyngstu refsingum. Jótaann Þ# Jésef sson! og Þridrangavltinn. ■■ »i----- ¥ 6. TBL. af Sjómannablað- •■■ inu Víking er grein nieð fjTÍrsögn inni: „Um Þrídranga- vitann o. fl.“ Höfundur þessarar greinar er Jóhann Þ. Jósefsson alþingis- maður Vestmannaeyja. Framan af í greininni lýsir höfundur tilraunum sírium til að fá vita reistan á Faxaskeri, er sýndi hættuhom yfir boð- ana hjá Þrídröngum, og jafn- framt getur hann þess, að Krabbe hafi verið vantrúaður á gagnsemi vitans, og honum mót- fallinn. Loks skýrir svo alþingismað- urinn frá því í greininni, að hann hafi einhverju sirini í ráð- herratíð Jóns Þorlákssonar ver- ið honum samskipa á Esju frá Eyjum. Hafi þá vitamálið borið á góma og Jón Þorláksson þá varpað því fram: „En því ekki að reisa vitann á dröngunum sjálfum?“ Næst skýrir svo alþingismað- urinn frá því, að nokkru eftir að Emil Jónsson varð vitamálastj., hafi þáverandi bæjarstj. í Eyj- um, Jóhann Gunnar Ólafsson, ritað snjalla grein um vitamál- ið og lagt eindregið til, að viti yrði reistur á dröngunum. — Orðrétt segir svo alþingismað- Urinn: „Þessi grein varð mér sérstök hvatning til að fara með málið inn á þing, sem ég gerði.“ Síðan skýrir alþingismaðurinn frá því, að Emil Jónsson hafi strax fengið áhuga á vitan- um og sjálfur tekið þátt í rann- sóknarleiðangri á vitastaðinn og að nú sé vitinn að verða fullbú- inn, en ófriðurinn hafi tafið að undanfömu. Eftir lestur greinarinnar varð ég hljóður. Eg var þess minnug- ur, að Jón Þorláksson lét af ráðherradómi árið 1927, að hann var talinn með færustu verk- fræðingum, að hann var talinn afar varkár maður bæði um fjár mál og annað, að hann var flokksbróðir þingmannsins og forsætisráðherra. í hug minn kom einnig, að grein bæjarstj. í Eyjum gat varla verið skrifuð fyrr en 1938. Ótal spumingar vöknuðu í huga mínum. Hver var ástæðan, áð viti á jafn þýð- ingarmiklum stað og Þrídröng- um þyrfti að vera í 15 ár á döf- inni, þegar ekki ómerkari mað- ur en Jón Þorláksson átti hug- myndina um vitastæðið? Gat það verið, að Krabbe hefði ver- ið þrándur í götu Jóhanns Þ. Jósefssonar eða hafði alþingi alltaf daufheyrst við þessu Ef svo var, hvemig stóð þá á því, að mál þetta hafði al- gjörlega farið fram hjá mér og öðrum. Að öllu þessu athuguðu, fór ég að rannsaka málið eftir því, sem mér var unnt. Eg hélt uppi spurnum um Þrídranga- vitamálið innan alþingis. Eng- inn kannaðist við, að þar hefði 1 verið á það minnst fyrr en það fékk sína afgreiðslu þar 1938 eða 1939. Vitamálaskrifstofan virðist ekki heldur hafa haft hugmynd um tillöguna um vita á Þrídröngum fyrr en um sama leyti. Fyrrverandi vitamálastj. Krabbe, mun nú dvelja í Dan- morku, en af því, að mér finst l mál þetta svo einstætt, hef ég gert ráðstafanir til að frétta um , hans hlut í þessu máli. Af framansögðu verður það ljóst, að fádæma sofandaháttur og sinnuleysi hefir verið um þetta mál. Að svo komnu máli verður aðeins einum manni gef- in sökin — það er Jóhanni Þ. Jósefssyni álþingismanni. Allt virðist benda til þess, að hann: hafi sofið svo fast á tillögu Jóns Þorlákssonar, að hann rumskar ekki fyrr en eftir 11 eða 12 ár, þegar annar maður kemur með hugmyndina í blaðagrein, án þess þó að vita um, að hann er ekki upphafsmaðurinn. Alveg sérstakt íhugunarefni má þetta atferli vera öllum sjó- mönnum, þegar íhugað er, að Jóhann Þ. Jósefsson er alþingis- maður þess kjördæmis, sem vit- inn átti að koma í, að Vestm.- eyjar eru verstöð með 80—90 bátum, að skip í hundraðatali eru stöðugt á ferðinni um þetta hættusvæði við Þrídrangana, að enginn veit tölu þeirra slysa, sem þarna hafa orðið af ljós- leysinu, að Jóhann Þ. Jósefs- son hefir haft meira traust en flestir aðrir þingmenn hjá sjó- mannastéttinni, sbr. öll þau störf, sem honum hafa verið fal- in í þágu sjávarútvegs og sjó- manna. Mér sýnist, að mál þetta ætti að vekja sjómenn til umhugsunar um mál sín og að næsta sporið ætti að vera rannsóknarréttur sjómannanna sjálfra á gerðum þessa manns og annarra, sem þeir hafa falið umboð sitt. Að lokum svo þetta: Nú mun vera búið að kveikja á Þrí drangavitanum og vil ég vona, að þar með sé stigið eitt stærsta sporið í öryggismálum sjó- manna. En stöndum á verði fyr- ir því, að í framtíðinni verði ekki eins og hér, gáfulegar til- lögur um vitamál svæfðar í hel um tugi ára. Sjómaður. Hinn þýzki borgarstjóri í bænum Mechinten ,sem er á strönd Eystrasaltsins, miðja vegu milli Danzig og Rostov, hefir verið myrtur á þann hátt, að hann var stunginn með hníf í bakið. * Paul Bang-Jensen, fulltrúi í danska sendiráðinu í Washing- ton er kominn aftur til Banda- ríkjanna í dag eftir þriggja mán aða dvöl í London. Þar sagðist hann hafa átt tal við dr. Christ- mas Möller, fyrrverandi verzl- unarmálaráðherra Dana, sem flúði frá Danmörku í s.l. mán. í samræðunum um Danmörku sagði hann, að þjóðin hafi haft í frammi mikla moldvörpustarf- semi gegn nazistum, þó að ekki hafi verið barizt við innrásar- herinn, og með hjálp þeirrar 1 hreyfingar flúði Dr. Möller til Englands. Danir hafa lítið lið í brezka landhernum, sagði hann, en 4,000—5,000 danskir sjó- menn vinna undir brezkum fána og 1.500 á ameríkskum skipum. í biður franifærendur þeirra barna, sem eru í dvöl á vegum nefndarinnar og enn ekki hafa greitt umsaminn dvalar- ; kostnað, að gera skil sem fyrst. Skrifstofan er í Iðnskólanum, upþi, gengið inn frá Vonar- stræti. — Opin kl. 2—7 e. h. Tilkynning fráViðskiptanefnd. Frá 15. þ. m. og til næstu mánaðamóta verður skrifstofa viðskiptanefndarinnar aðeins opin kl. 10—12 f. h. Reykjavík, 14. júlí 1942. Viðskiptanefnd. Kaupsmaðnr óskast nú þegar á gott sveitarheimili nálægt Reykjavík. Hátt kanp. Röskur unglingur, vanur sveitavinnn, getur komið til greina. Upplýsingar í síma 1054: Vantar nokkra verkamenn Upplýsingar á Laugaveg 18 A, uppi, eftir kl. 6 6DBDlanpr Helsted. ÆTLAÐI AÐ EIMA SPÍRA. (Frh. af 2. síðu.) ölvaður. Hafði kviknað út frá suðu- plötu og var húsráðandi, sem mun hafa ætlað að fara að eima handa sér glaðning, bú- inn að slökkva með jakkan- um sínum. Herbergið var fullt af reyk, en skemmdir urðu I litlar, dúkur á borði, þar sem suðuplatan stóð, hafði sviðnað. SÍLDARAFLINN Frh. af 2. síðu. Glaður 711. Grótta 651. Gull- veig 499. Gunnbjöm 1621. Gunnvör 2433. Gylfi 626. Har- aldur 76. Heimir 954. Helga 1215. Hermóður 992. Hrefna 679. Hrönn 618. Huginn I. 1161 Huginn II. 1153. Huginn III. 778. Ingólfur 574. Jón Þorláks- son 993. Kári 584. Keflvíkingur 1104. Keilir 1264. Kolbrún 964. Kristján 2722. Már 967. Otto 1170. Rafn 2890. Reykjanes 1087. Sigurfari 1729. Sjöstjam- an 676. Sæhrímnir 970. Sætmn 362. Trausti 964. Valbjörn 1483. Vébjöm 646. Þorgeir goði 523. Þorsteinn 1318. Mótorbátar 2 um nót: Anna—Einar Þveræingur 742, Björn Jörundsson—Leifur Eiríksson 1786. Hafþór—Sturla Ólafsson 1050. Snarfari—Villi 1731. Handknattleiks mót íslands á Akureyri. HANDKNATTLEIKiSMÓT ÍSLANDS hefst á morgun á Akureyri og fór héðan að sunnan aðeins einn flokkur, handknattleiksflokkur kvenna frá Ármanni. Annars keppa á mótinu flokk ur frá íþróttafélaginu Þróttur á Norðfirði, Völsungum á Húsa vík, K. A. á Akureyri og Þór á Akureyri. Stúlkurnar, sem fóru héðan klukkan 7 í morgun til að keppa, eru: Steinunn Jóhann- esdóttir, Imma Agnars, Imma Rist, Hekla Árnadóttir, Margrét ólafsdóttir, Magnea Álfsdóttir, Fanney Halldórsdóttir, Hulda Ingvarsdóttir, Hrefna Ingvars- dóttir, Sigrún Eyjólfsdóttir og Ólöf Bj artmarsdóttir. Fararstjóri er Gunnar Vagnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.