Alþýðublaðið - 20.08.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.08.1942, Blaðsíða 2
*__________Z_____________________ALÞÝDUBLAPID Eimmtudagur 20. ágúst 1942» Mesta hækkon vísitöl- nnnar á einum inánuði. ----- . -...... Vísitala fyrir ágúst reyiidíst vera 195, eða 12 stigum hærri en í júlí. KAUPLAGSNEFND hefir nú reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðarins fyrir ágústmánuð, og reyndist hún vera 195. Er það 12 stigum meira en í júlí, en þá var vísi- talan 183. Er þetta mesta hækkun á vísitölunni, sem nokk- um tíma hefir orðið á einum mánuði. Hækkun jþessi stafar aðallega af hækkuðu verði á mjólk^ mjólkurafurðum, fiski, kartöflum og fatnaði. Hins vegar hefir verðhækkun sú, sem ákveðin hefir verið á kjöti, enn ekki komið til greina við útreikning vísitölunnar, þar eð nýja kjötið var ekki komið á markaðinn fyrir fyrsta ágúst. En fyrirsjáanlegt er, að vísitalan muni hækka mjög veulega á ný í næsta mánuði sökum verðhækkunarinnar á kjötinu. Verksmiðjufólk fær 26 — 36 °|0 kaaphækknn frá og með 1. p. m. ■ »'■.. Samningar um grunnkaupshækkanir undirritaðir í gærkvöldi, þrátt fyrir gerðardómslögin. —.....■— ■ ■»■■■..... T GÆRKVELDI voru undirritaðir samningar um breyt- ingar á kjörum verksmiðjufólks. Undirrituðu samn- ingana stjórnir Iðju og Félags íslenzkra iðnrekenda. Þess skal getið, að samningar áttu ekki að vera útrunnir fyrr en um næstu áramót, en þrátt fyrir það varð nú samkomu- lag um nýja samninga. Gilda þeir frá 1. þ. m. til 1. ágúst 1943. SjðllstæðismenB klofnir nm gerð- ardóminn i efri- deild í gærdag. Tveir sátu hjá með Fram- sókn við atkvæðagreiðsl- una nm afnám hans. AÐ vakti töluverða eftir- tekt, að stjórnarfrumvarp- ið um dómnefnd í verðlagsmál- um — frumvarpið, sem felur í sér afnám gerðardómsins í sinni núverandi mynd — var ekki samþykkt til 3. umræðu í efri deild í gær nema með 7 atkvæð- um (tveggja Alþýðuflokks- manna, tveggja kommúnista og þriggja Sjálfstæðismanna). 8 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna (Framsóknarmennimir allir, 6 að tölu, og ásamt þeim tveir Sjálfstæðismenn — Jóhann Þ. Jósefsson og Þorsteinn Þor- steinsson!). Umræðurnar á undan at- kvæðagreiðslunni voru hinar hörðustu og fóru Hermann Jón- asson og Bjarni Benediktsson þar í hár saman. Kenndu þeir hvor öðrum um gerðardóminn og blöskraði mörgum, sem á hlýddu. Sigurjón Á. Ólafsson flutti stutta ræðu og undirstrikaði að- Frh. á 7. síðu. Með þessum nýju samning- um hækkar kaup starfsfólks í verksmiðjum mjög. Kaup kvenna hækkar að meðaltali um 36% og kaup karlmanna að meðaltali 26%. Þá er annað að- alatriði breytinganna, að nú þurfa konur ekki að vinna nema í 2 ár til að komast upp í hæsta launaflokk, en áður þurftu þær að vinna í 4 ár. Er þetta mjög mikilsverð breyting til bóta. Kaupið verður nú eins og hér segir: Karlar yngri en 18 ára: Á viku Á mán. Byrjunarl. 35,00 150,00 Eftir 3 mán. 38,00 165,00 — 6 — 40,00 ' 175,00 — 9 — 43,00 185,00 — 12 — 46,00 200,00 Karlar eldri en 18 ára: Byrjunarl. 58,00 250,00 Eftir 3 mán. 67,00 290,00 — 6 — 78,00 340,00 — 9 — 83,00 360,00 — 12 — 86,00 375,00 — 24 — 90,00 390,00 Konur: Byrjunarl. 35,00 150,00 Eftir 3 mán. 38,00 165,00 — 6 — 40,00 175,00 — 9 — 43,00 185,00 — 12 — 46,00 200,00 — 18 — 51,00 220,00 — 24 — 55,00 240,00 Þá segir í hinum nýja samn- ingi og á það að vera trygging gegn skæruhernaðinum: „Iðja, félag verksmiðjufólks, lýsir því yfir, að hún lofar að Frh. á 7. síðu. Pagsbrhjnardeilaii. Tilhæfulausar fregnir um í- hlutun ameríska setuliðsins* ... ♦ Framsóknarflokkurinn neitaði að taka þátt í sáttatilraununum. ■—.. ♦ Vinnuveitendafélagið sat á fundi í gærkveldi. T-x AÐ er algerlega tilhæfulaust, að stjórn bandaríkska setuliðsins hér á landi hafi tilkynnt í fyrradag, að hún myndi taka í sínar hendur uppskipun úr þeim skipum, sem stöðvuð eru vegna deilimnar milli Dagsbrunar og at- vinnurekenda. — Er furðulegt og meira en það, að eitt af blöðum bæjarins skuli hafa leyft sér í gær, að birta slíka frétt meðan á samkomulagsumleitunum stendur og alger- lega að tilefnislausu — og það með hvorki meira né minna en 5 dálka fyrirsögn. Hins vegar mun brezka setuliðsstjórnin hafa byrjað í gær- morgun að láta hermenn sína skipa upp vörxun úr einu skipi, sem hér liggur og siglir á England, og hafði Eimskipafélaginu verið tilkynnt um það. Er það allt annað en hávaðafrétt sú, sem eitt af d.agblöðunum birti í gærmorgun og kom mönnum mjög á óvart. Annars verður um leið og á þetta er minnzt að víta þá fram- komu harðlega, sem mjög ber nú á hjá einstökum blöðum, að vera sífellt í deilum okkar inn- byrðis að hóta með erlendum íhlutunum. Furðuleg framkoma Framsóknar- flokksins. Annað hefir og gerzt í sam- bandi við þessar deilur, sem vekja mun mikla athygli og jafnframt varpa ljósi yfir fram- komu eins af stjórnmálaflokk- unum. Ríkisstjórnin skipaði eins og kunnugt er sáttanefnd síðastlið- ið laugardagskvöld til að reyna að koma á samkomulagi milli Dagsbrúnar og atvinnurekenda. Mun stjórnin hafa viljað iiafa nefndina svo hlutlausa, sem unnt væri, og skipaði því einn ■mann úr hverjum stjórnmála- flokki og sáttasemjara ríkisins sem oddamann. Allir nefndar- mennirnir mættu strax til funda, nema einn, fulltrúi Framsóknarflokksins. Verður þessi framkoma Framsóknar- flokksins alls ekki skilin nema á einn veg, að flokknum sé sama á hverju gangi, að hann vilji helzt ekki neinar sættir, að hann vilji að minnsta kosti ekki stuðla að neinum friði í at- vinnulífinu, og að hann óski beinlínis eftir því að sem mest logi í deilum og stríði milli launþega og atvinnurekenda. Mönnum mun finnast saga þessi heldur ótrúleg. En hún er samt sönn. Enginn hefir haft eins á vörunum og Framsóknar- flokkurinn og blað hans nauð- syn þess á þessum alvarlegu tímum, að samkomulag og ein- drægni ríki, en þegar til kast- anna kemur sýnir flokkurinn annað andlit. Þá vill hann ekki vinna að sættum, þá vill hann vera áhorfandi. Þetta er í sam- ræmi við það, sem einn af þing- mönnum Framsóknarflokksins sagði fyrir nokkrum dögum: „Okkur stendur á sama hvernig allt fer. Við berum enga ábyrgð. Það er rétt að allt fari í strand.“ Það mun ganga erfiðlega fyr- ir Framsóknarflokkinn að skýra þessa framkomu fyrir kjósend- um sínum við í hönd farandi kosningar. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, bar fundur sá, sem sáttanefndin hélt í fyrra- kvöld, engan árangur, enda var fyrirfram varla búizt við því. I gærkveldi kom stjórn Vinnuveitendafélags íslands saman til fundar og ræddi um samningsuppkast Dagsbrúnar, M ÞRETTÁN búsundir manna hafa nú sótt „Tivoli stúdenta<:. Aðsóknin var enn í fyrrakvöld miklu meiri en forstöðunefndin hafði búizt við, og komu alls um 4—5 þúsundir manna. Nú var nefndin viðbúnari hinni miklu aðsókn en á mánudagskvöldið, og tókst afgreiðslan því miklu greið- ara en þá. Galdramaðurinn, sem er bandaríkskur hermaður og hinn ágætasti snillingur í töfrum, kom fyrst fram í fyrra kvöld í „Rauðu myllunni“. Var aðsókn- in að því að sjá kúnstir hans gíf- urleg og komust færri að en vildu. Var hann einnig á skemmtistaðnum í gærkveldi. Kúnstir hans eru margvísleg- ar og má fullyrða, að hér hefir annað eins aldrei sézt fyrr. Stjórn JUþýðnflokks ins konin saman á fnnd i Reykjavik. STJÓRN Alþýðuflokksins kemur saman á fund hér i Reykjavík á morgun og verður sá fundur sóttur af aðalmönn- um og varamönnum í flokks- stjórninni víðs vegar að af land- inu. Fundurinn verður settur í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu (niðri) kl. 11 f. h. á morgun. Fundurinn er auglýstur á öðr- um stað í blaðinu í dag. sem birt var hér í blaðinu á sunnudaginn, en ekki er kunn- ugt hvað gerðist á þeim fundi. Sáttanefndin hélt ekki fund í gærkveldi, en mun þó í gær hafa rætt eitthváð við báða að- ila. í dag kl. 9 f. h. mun nefnd- in koma saman á fund. Allir vænta þess að þessum samkomulagstilraunum sátta- nefndarinnar verði flýtt eins og auðið er. Hver dagur er dýr og með hverjum degi sem líður mun ganga erfiðlegar að koma á sáttum. Komst Sólímann, sem hér var einu sinni og vakti mikla undr- un, ekki í hálfkvisti við þennan Ameríkana. Einna mesta furðu vakti það, er galdramaðurinn lét logandi sígarettur spretta fram á fingrum sér og lét þær breytast í einni svipan í reykj- arpípur! Margt annað furðulegt lék hann og munu þeir, sem sáu, seint gleyma brögðum hans. Ýms önnur skemmtiatriði voru þarna í Tívolí í fyrrakvöld og í gærkveldi, sem fólk skemmti sér vel við að horfa á. Mun svo enn verða næstu kvöld. Trúlofun. Síðastl. sunnudag opinberuðu trúlofun sína imgfrú Valgerður Hanna Valdimarsdóttir, skrifstofu- stúlka, Linnetsstíg 8, Hafnarfirði, og Ragnar Pétursson, skrifstofu- maður frá Norðfirði. Dm prettán pfisnnd manns bafa komlði Tivolí stídenta Furðuleg loddarabrögð bandaríksks her manns í „Rauðu mylnunniu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.