Alþýðublaðið - 20.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.08.1942, Blaðsíða 6
Tilkynning frð miðstjðrn Aiþýðnflokfcsins. Sameiginlegur fundur stjórnar Alþýðuflokksins, aðalmanna og varamanna, og frambjóðenda flokksins í síðustu alþingiskosningum verður séttur í fundar- salnum niðri í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu á morg- un (föstudag) kl. 11 fyrir hádegi. Fimmtudagur 20. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bréf frá Fiatev á Breiðaf Irði París undlr oki Hitlers. (Frh. af 5. síðu.) Ég iheimsótti eina herstöð. Með því að fara krókaleiðir og refilstigu komst ég alla leið í höfuðaðsetur hersveitarinnar. Þarna er samt enginn gaddavír, engar sprengjur eða þung her- gögn. Nokkuð utan við París er skemmdur gasgeymir og verk- smiðjureykháfar teygja sig ömurlega upp í loftið. Þetta er eyðilegt umíhverfi. Kaldur vind- ur gerir gráa múrana og kulda- leg húsin ennþá ömurlegri. Hér er ólíkt mið-París og gatna gerðinni iþar, ekki er það held- ur útborg, þetta er nafnlaus staður, þar sem allt er lágkúru- legt og laumulegt nema nokkur sjúkrahús og örfá nýreist hús. Hér er herstöðin. Samkvæmt upplýsingum, sem ég ihafði fengið, ffór ég inn um dimmar stórar dyr. Þegar ég hefi sagt deili á mér fer ég inn í kjallar- ann með vini mínum, flokks- foringjanum. Fimm svipharðir menn bíða skammt frá dyrunum. Dauft Ijósið gerir þá stórskorna yfir- litum. ,'jÞetta er einn af okkur“, segir fylgismaður minn. Sá yngsti þrýstir ihönd mína svo fast, að mig verkjar í hana. Hann er á að gizka 19 ára. Fyr- ir stríðið var hann sendill, sem fór um allar götur á stóru þrí- hjóluðu reiðhjóli. Hann þekkir manna bezt, ekki aðeins göt- urnar, heldur og húsin sjálf, hús auðmannanna og inngang í stórverzlanirnar. Þegar ég er að tala við hann geri ég mér í hugarlund hvernig ihann hefir litið út fyrir rúmum tveimur árum síðan, þegar hann ihefir henzt um á hjólinu sínu, blístr- andi með hendur í vösum. Aður unnu þessir menn með reiðhjólunum; nú eru þau vopn þeirra. Hjólreiðamenn- irnir eru víkingasveitirnar á Parísargötum. Þegar húmar að fara þeir að leita sér að bráð, og fá oft tækifæri til að beita hnífunum. Þeir vinna einir sér. Annaðhvort heppnast þeim eða þeir koma ekki aftur. Margir þeirra eru ættingjar manna, sem teknir hafa verið af eða handteknir. Flokksfdringinri tekur upp vasaljós, sem tekið hefir verið af dauðum Þjóðverja. Hann fcregður ljósi á vegginn og blasa þar við einkennileg merki. 4- táknar einn auðan Þjóð- vérja. + + táknar einn dauðan liðsfor- ingja þýzkan. 0 táknar launvíg. X táknar eitrun. —- táknar dauðan ættjarðarvin, fallinn með heiðri. Ljósið slokknar. Það verður dimmt í kjallaranum. Foring- inn segir eitthvað við mig. Ég Iheyri aðeins síðustu orðin: „Hefndirnar verða tíðari.“ Ég yfirgaf þessa herstöð og 'held til Parísar, Iborgarinnar, þar sem þeir munu stunda veið- ar í nótt. Niðurinn frá foorg- inni berst að eyrum mínum .. plus .. minus .. plus . . minus. Hversu mörg verða merkin áður en þessu lýkur? una líkamlega og andlega, og hef ég þó verið, ekki síður en gerist, hraustbyggð. Svo bætist nú óðfluga við straumur hinna kornungu stúlkna inn í verksmiðjuvinnuna. Hér er sannarlega ekki verið að hugsa um þann þroskahnekki, sem þessir unglingar verða fyrir; því í þessari vinnu er svo margt ábóta vant sem unglingum er síst holt. Það þarf varla að tína það upp, þær ættu vissulega ekki að hafa leyfi til að fara inn í þessa vinnu- hætti innan ákveðins aldurs, það er svo margt annað hollara til, fyr - ir þær að vinna á okkar indæla landi, og ekki er þörf á að láta kaupgjaldið hjá verksmiðjufólki glepja sér sýn. Það svarar ekki kostnaði, því líkar smánarbætur og það nú á tímum, það er mikið mis- rétti svo það minsta sé sagt — að minnsta. kosti þar sem mánaðar- kaup er“. BYRGISGESTUR í Skerjafirði skrifar: „Hannes minn. Viltu gera svo vel og koma þeirri boðsend- ingu til Loftvarnanefndar, að það væri mjög æskilegt að hún athug- aði hvernig umhorfs er 1 sumum loftvarnabyrgjunum, þar er sums staðar fult af drasli og dóti, sem á þar áreiðanlega ekki að vera, og svo þröngt, að þar verður ekki inn komist. EG ÁLÍT það vítavert hirðuleysi af þeim, sem þessara byrgja eiga að að gæta að hafa slíkt í þeim. Vildi ekki nýji formaðurinn taka sér ferð og athuga þetta? Það eru ef- laust hirðuleysingjar til einnig meðal byrgisvarða, og ættu þeir tafarlaust að víkja frá starfi, sem uppvísir eru að svona trassaskap, það er svo margt illt, sem af hirðu- leysi hefir leitt, og óþarfi að bæta byrgjunum við“. AUGLÝSIB í Alþýðublaðmu. FRÁ FLATEY á BREIÐA- FIRÐI birtist sjaldan eða aldrei eitt aukatekið orð um iþað ófremdarástand, sem ríkir þar nú á flestum sviðum. Ýrnsir lærðir menn vita ef til vill að Flatey var til forna og fram til c. 1870 menptasetur, og það ekki af versta taginu. Hér var Ólafur Sívertsen pró- fastur; sá, sem stofnaði „Bóka- safn Flateyjar“ (sem nú er með elztu bókasöfnum landsins) og ásamt öðrum góðum mönnum tímaritið „Gest. Vestfirðing“ 1847—55', sem var víst eina tímaritið hér á landi um það skeið. Ólafur Sívertsen var einnig aðalfrumkvöðull að hinu bréflega framfara-félagi hér í hreppi. í það var ritað um allar verklegar framvæmdir til lands og sjós og siðferði, í’jpipeild.i, félagslíf o. s. frv. Hér hefir og starfað Guðm. agent Scheving, Brynjólfur Benediktsson, Eirík ur Kúld, er kvæntur var Þuríði Sveinfojarnard., systur skálds- ins fyndna Benedikts Gröndals. Gísli sagnfræðingur Konráðs- son (1789—1877). Fyrsti foún- aðarskóli landsins er sagt að hafi verið í Flatey. Og frá Flatey var Matthías Joohums- son eitt hið andríkasta skáld, sem ísland hefir alið, sendur til lærdóms til Kaupmannahafnar, og var það að þakka Þuríði Kúld. Hér voru miklir atgervis- menn á 19 öldinni, sem gerðu hreppinn ffrægan, og þá voru menn ihér, þótt engir væru skól- ar vel lesandi og skrifandi og kunnu reikning og margir dönsku. Ég læt þetta nægja til að foenda á menntasetrið Flatey, ég hnýti hér aftan í vísu eftir Þórberg Þórðarson, er hljóðar svo: í Flatey var ég fjóra daga, fann þar yndi margt, Eyjan er eins og aldingarður Alla daga hlýtt og bjart. í Flatey vil ég æfi una á eintali við náttúruna. Eyjan þykir fflestum falleg og frá henni er mikilfengleg og tignarleg fjallasýn. — En Þor- foergur minnist ekkert á fólkið, það gerir ihann ef til vill seinna og verði það á sama hátt og um eyna, mega Flateyingar vel við una. H. Annars er það svo jafnan að í aðsendum greinum til blað- anna í Reykjavík er fyrst og frpmst getið um tíðarffarið, at- vinnuvegjina, afkomu fólksins og svo nýdautt merkisfólk, en því fer nú óðum fækkandi, nema í dálkum „Morgun- folaðsins“ og Tímans, svo þau folöð eru eins og nokkurs konar mynda-album Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna, því í öðrum flokkum er auðvitað ekki nema harla auðvirðilegir menn eins og gefur að skilja. Svo er það um alþingi, sem nú virðist vera aðalforossakaupafforretning landsfoúa og nú er verað að keppast við að forúga inn í það eintómum kosningafrumvörp- um, svo aðalm4lin sennilega kafna í þeim straumi. Á þessum farmfara- og tækn innar tímum, rekur mann í rogastans, er maður kemur til Reykjavíkur, að ómögulegt er að fá foíl undir farangur og sjálfan maruy og maður sér Iblessað fetðafólkið líðandi á- fram í stríðum straumum frá og jtil skips, líkt og klyfjahesta í stórum lestum, sérhvern stritandi og másandi með sinn farangur. Svo er dansinn nú ólmur kringum hinn ameríkska gullkálf, að íslenzku bílstjór- arnir sinna ekki löndum sínum lengur. Og þar á ofan foætist sú ógæfa að amerikanarnir taka frá íslendingum glæsilegustu meyjarnar. Já, það má nú segja að það eru erfiðir tímar. — Jakofo Möller, sá gáfnahaus, ihefði að mínu áliti getað slegið sér upp og orðið okkar vinsæl- asti maður um tírna — ef hann hefði ekki verið tjóðraður af auðvaldslífsskoðunum en hugs að fyrst og fremst um alþýðu- fólkið hvað foílana snertir, en ekki verið að splæsa 4—6 foíl- um á stórlaxana og ráfoherrana eftir sögn. Um Ólaf Thors og Magnús prófessor Jónsson þýð- ir víst lítið að tala í þessu sam- foandi, sá fyrri allur ií' genginn ffriðun á ffiskimiðunum og lof- ræðum um dugnað sjómanns- ins, en sá síðari er enn allur í Jórsalaförinni. Við ihöfum haft þingmenn úr Framsóknarflokknum undan- farandi ár, eins og kunnugt er, eri fframsóknin hefir því miður alveg gleymzt, bæði í verkleg- um og andlegum efnum, svo Flatey og nærsveitir er líkt og eyðimörk á að líta (samt ekki brunasandur eins og í - Libvu), dauður punktur á þjóðarlíkam- anum. Hér er engin útgerð, símasamlband alveg óyiðunandi, og vöruflutningar frá og til höfuðstaðarins, sem er hin mikla móðir landsins, alveg óviðunandi. Lendingarbætur litlar^ nema bryggja ein, er „Spegillinn“ sagði þá fyndni um ,að allt af væri á þurru, svo brimið eyðilegði hana ekki, og hrósaði Flateyingum mjög fyrir það. Og það er víst eina ihrósið, sem þeir haffa fengið um áratugi á folöðunum. En Flat- eyingar hugga sig við það í sínu lífsstríði, að þeir fái alls- konar nýtímatækni, þegar þeir eru orðnir nógu vel þroskaðir til þess, eins og einn merkis- maður svo vísinda- og lífspeki- lega komst að orði. Það var láka sagt á sínum tíma af einum hinna gáfaðasta lækni þessa lands, að íbúar foinnar fögru eyjar, væru lágir vexti með móleit augu og því sennilega afkomendur enskra þræla, skapillir og kargir, og því Mtt til menningar hæfir, alveg skal ósagt um hvaða álit hinn gáfaði læknir Vilmundur hefir á okkur. III. Ég vil að lokum varpa fram þeirri spurningu hvað verði um hin andlegu menningu Flat- eyinga fyrst foin verklega, er á svo lágu stigi. Sumir mundu ef til vill benda á að útvarpið væri okkur nógur ffjör og aflgjja® hvað ínenn-. ingu snertir. Því það heffir svo oft heyrzt, að útvarpið eigi að- allega að vera fyrir dreifbýlið og fáfróðustu sálir landsins. En ég álít að við mættum alveg missa þá dýru stofnun, — allri andlegri og heilbrigðri menn- ingu að skaðlausu. En mikið gagn er að vel skrif- uðum bókum, góðum upplesur- um, leikurum, fyrirlesurum og söngkórum. Ég vildi gera það að tillögu minni að Landsfoóka- safninu væri skyR að lána hreppsbókasöfnum foækur í sam ráði við kennara og presta, og önnur bókasöfn landsins skipt- ust á bókum. Einnig, að vel færir fyrirlesarar, . upplesarar, leikflokkar og söngkórar ferð- uðust um dreiffbýlið (þetta snilli lega orð, sem svo oft 'heyrist í munni stjórnmálamannanna). Til Flateyjar kemur aldrei neitt af þessu. Um málara og högg- myndalist er ekkert að ræða, það er allt í Vík. — Ég vil leggja fyrir Alþýðublaðið þessa fyrirspurn: Er ekki öðrum úti um landsins byggðir nema prestum leyfilegt að fá lánaðar bækur úr Landsbókasafninu? Auðvitað er landsbókavörður sjálfsagt enn ihinn mesti presta vinur, eins og sést svo prýðilega í foók hans „Lýðmenntun.“ Þurfa ekki aðrir að fræðast og þroska sinn anda, eða hafa ekki aðrir en prestar gáfur og önn- ur skilyrði til þess að skilja bækur? Ef ekki kemur á þessa af- skekktu staði neinn andlegur straumur, neinn ihressandi Mfs- blær, þá verður þar ástandið eins og fúll stöðupollur eða slýjug tjörn með ódrekk- andi vatni.---En mér er spurn, er ekki eitthvað hægt að gera ffyrir fólk á þessum útkjálka- stöðum, ffyrir þessi alnfoogabörn þjóðfélagsins? Á í raun og veru þetta fólk að mestu leyti að fara forgörðum í állsherjar- menningasókn landsmanna í verklegum og andlegum efn- um? Ég klykki svo út með því að segja, að tíðin sé eins og drottinn gaf hana, afkoma manna hér á núllpunkti, grasspretta slæm, en nýting sæmileg, ekkert merkisfólk nýdáið, og meyjarn- ar í Flatey vel geymdar fyrir amerákönunum.. Snjólfur. AðstoðarráAskonu vantar að Vífilsstöðum 1. okt. Umsóknir sendist til skrif- stofu ríkisspítalanna ffyrir 1. septemlber. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna Deildarblúkrnnarkonn ob aðstoðarhjúkrimarkotm vantar á Kleppsspítalann 1. okt. — Umsóknir sendist til skriffstoffu ríkisspítalanna fyr- ir 1. septemer. Stjórnarnefnd ríkisspíalanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.