Alþýðublaðið - 20.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ a Bandamenn geraj stórkostlegt strandhögg við Dieppe á Frakklandsströnd. Strandhðgglð stóð í 9 klukkustund- tr og tóku skriðdrekar pátt í pví. Miklar orrustur á landi og í lofti. 4 Landgðnguliðtð var flntt til Englands: siðdegis i gær. Blaltaorrusf an: Bretar misto 4 her- skip; ðxoirikin 66 fingvélar. London, í gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR og ítalir misstu 66 jlugvélar í árás- um sínum á skipalestina. sem Bretar sendu gegnum Miðjarð- arhafið fyrir nokkru. Þar að auki var tveim af kafbátum þeirra sökkt og enn fremur tveim E-bátum. Laskaðar voru milli 30 og 40 flugvélar auk þeirra, sem áður var getið og vitað er með vissu, að skotnar voru niður. Bretar misstu sjálf- ir átta flugvélar, en fjórir flug- menn hafa bjargazt. Bretar misstu fjögur herskip í orrustunum, og voru tvö þeirra flugvélamóðurskipið Eagle og beitiskipið Man- ehester, en missi þeirra hafa Bretar áður tilkynnt. Hin tvö skipin voru loftvarnaskipið Gairo, sem er 23 ára gamalt, og tundurspillirinn Foresight. Bretar hafa tekið 10.090 fanga í Sgptaiandi. London, í gærkveldi. AUCHINLECK hefir nú lát- ið af herstjórn í Egypta- landi og Alexander, heppni her- foringinn, eins og hann er kall- aJður, hefir tekið við. Auchin- leck hefir í orðsendingu til her- sveita sinna þakkað þeim fyrir gott starf undir $inni stjórn. Hann skýrði einnig frá því, að Þjóðverjar hafi misst alls 10000 menn í bardögunum í Egypta- landi, og eru þá aðeins taldir fangar, sem Bretar hafa tekið. Frá því hefir nú verið skýrt, að Churchill hafi farið til Ala- mein vígstöðvanna, þegar hann var í Egyptalandi. Hann fór í flugvél fram til fremstu stöðva herjanna. Kom W. C. mörgum á óvart, til dæmis einum her- manni, sem leit upp frá vinnu sinni og sagði undrandi, þegar hann þekkti forsætisráðherr- ann: „Ég er svo aldeilis hissa, það er Winnie.“ Churchill bauð hbnum vindil úr veskinu sínu fræga. * Washington. —- Enn einu jap- önsfcu herskipi hefir verið sökkt Við Aleutevjar. LONDON í gærkveldi. BANDAMENN gérðu í gær stórkostlegasta strandhögg, sem nokkru sinni hefir verið gert. Um klukkan S í gærmorgun var lið sett á land við frönsku Borgina Dieppe, sem er við Ermarsund, gegnt borginni Newhaven, og í sama mund var útvarpað tilkynningu til Frakka um að þetta væri ekki innrás, heldur aðeins strandhögg. Hersveitirnar voru settar á land á þrem stöðum, og náðu þær á tveim þeirra fótfestu innan skamms, en á þriðja staðnum var árásinni hrundið. Landgönguliðið hörfaði þá og var endurskipulagt í skyndi.. Gerði það síðan aftur áhlaup og tókst að ná fótfestu. Þegar landgönguliðið hafði náð fótfestu, voru skrið- drekar settir á land á miðjum vígstöðvunum. Kom þar til mikilla og harðra bardaga, sem stóðu langt fram á dag. Þjóðverjar veittu harða mótspyrnu og segjast hafa eyðilagt marga skriðdreka Breta með stórskotahríð. Þetta er í fyrsta sinn, sem bandamenn nota skriðdreka í víkingaárás, og voru þeir fíuttir í nýjum og fullkomnum bátum, sem gerðir eru til þess að flytja skriðdreka. Tilgangur landgöngusveitanna sunnan við borgina var að eyðileggja fallbyssustæði, þar sem 6 strandvarnabyssur voru, og enn fremur að eyðileggja skotfærageymslu. Þegar hersveitirnar höfðu lokið þessu hlutverki sínu, voru þær fluttar aftur um borð í skipin. . Þegar orrusturnar við Dieppe höfðu staðið yfir í níu klukkustundir og hersveitirnar höfðu framfylgt skipunum sínum, var byrjað að flytja aðalherinn á hrott aftur. Nánar verður ekki skýrt frá hernaðaraðgerðunum fyrr en herinn er kominn til Englands aftur. Talið er, að mannfall sé mikið á báða bóga. Síðdegis í gær komu fyrstu flutningabátarnir aftur yfir sundið frá Dieppe. Voru hermennirnir þegar fluttir á j hrott í vörubílum, en þeir voru hinir kátustu og sungu all- an tímann. Nokkuð var flutt yfir sundið af særðum mönnum, og voru þeir fluttir til sjúkrahvisa í Englandi. Stórkostlegar orrustur voru háðar yfir vígvellinum við Dieppe, og munu þær hafa verið hinar rnestu, sem orðið hafa síðan orrustan um Bretland var háð. Brezkar og kanad- iskar flugsveitir skutu niður 82 þýzkar flugvélar, svo að áreiðanlega sé vitað um, og ef til vill 100 í viðbót.. Sjálfar misstu þær 95 flugvélar, en 21 flugmáður bjargaðist. Flestar flugvélar misstu bandamenn í árásum á sföðvar Þjóðverja á jörðu niðri. Þá var frá því skýrt í London, að hersveitir banda- manna hafi eyðilagt við Dieppe strandvarna-fallbyssustæði, skotfærageymslu, útvarpsmiðunarstöð, loftvarnastöð og marga aðra staði. Kort jþetta sýnir norðurhluta Frakklands, og sést Dieppe lengst til vinstri á iþví. Yfir sundið eru rúmlega 100 km. hjá borginni. Krasnodar fallín. ♦ SSússar verjast í sfðnstu virkj- nm sínum í DonbugðunnL LONDON í gærkveldi. D ÚSSAR hafa yfirgefið borgina Krasnjodar, sem er ■* *-Vnmt frá Svartahafsströnd, sunnan við Kubanfljótíð. Var þetta viðurkennt í miðnæturtilkynningu Rússa í gær- kveldi. Er nú flotastöðin Novorossisk í mikilli hættu, því að frá Krasnodar er mjög stutt til hennar. Mestur hluti hersveitanna, er tóku iþátt í þessu mesta strand- höggi allra tíma, voru frá Ka- nada, en auk þeirra brezk- ar, ameríkskar og franskar hersveitir. Brezki flotinn flutti iherinn yfir sundið, sem er rösk- lega 100 km. breitt á þessum slóðum. Allan morguninn sáu menn á suðurströndinni ihverja sveitina eftir aðra fljúga í átt- ina til Dieppe. Voru það brezk- ar og kanadiskar flugsveitir, sem veittu landgönguliðinu mikla aðstoð með því að gera árásir á stöðvar Þjóðverja. LOFTÁRÁS Á ABBEVILLE Meðan á strand'högginu stóð, gerðu ameríkskar sprengjuflug- vélar árás á borgina Abbeville, sem er skammt frá Dieppe. Voru það tvær sveitir af fljúgandi virkjum,. sem gerðu árásina á mikilvæga orrustuflugvélastöð, sem Þjóðverjar hafa þar. Tjón Þjóðverja var mikið, og komu upp eldar á flugvellinum. KANADAMENN Landvarnaráðherra Kanada, Rollstone, hefir skýrt frá því, að G.H. Roberts stjórnaði kanad isku hersveitunum. Ráðherrann sagði: „Loksins fengu Kanada- menn tækifæri til þess að berj- ast.“ Ameríksku sveitirnar, sem tóku iþátt í strandhögginu, voru svo kallaðar ,,Ranger“-sveitir, sem eru samsvarandi ensku vík- ingasveitunum og hafa verið þjálfaðar með þeim um nokkra hríð. * EKKI INNRÁS Klukkan 6,30 í gærmorgun tilkynnti brezka útvarpið á frönsku, að lið hefði verið sett á land og tók það fram við | Frakka, að hér væri ekki um innrás að ræða, heldur aðeins strandhögg. Voru Frakkar beðnir að skipta sér ekki af hernaðaraðgerðunum, því að þá mundu Þjóðverjar hefna sín á þeim, þegar landgönguliðið hyrfi á brott. Þrátt fyrir það, að Bretar tóku þetta svona vel fram, hafa Þjóðverjar gert sér mat úr við- burðunum og tilkynna, að þeir hafi hrundið innrásartilraun Bandamanna. Þjóðverjar segj- ast hafa tekið 1000 fanga. MIKILVÆG REYNSLA Strandhögg þetta er hið stór- kostlegasta, sem nokkru sinni hefir gert verið. Er það og í fyrsta sinni, sem skriðdrekar eru notaðir í slíkum árásum. Mun það verða mjög mikilvægt fyrir Bandamenn að hljóta Rússar verjast nú í síðustu virkjum sínum í Donkrikanum og viðurkenna þeir, að Þjóð- verjar hafi brotizt til fljótsins á nokkrum stöðum. Þjóðverjar hafa lagt mikla áherzlu á sókn þessa og sent hverja hersveit- ina á fætur annarri til vígstöðva þessara til þess að brjóta niður mótstöðu Rússa í bugðunni. Þegar því marki er náð, er yfir fljótið að fara og þaðan er að- eins stutt vegalengd til Stalin- grad. í fjallarótunum sunnar í Kaukasus eru miklir bardagar háðir við borgina Pyatigorsk. Sækja Þjóðverjar þar austur á bóginn til þess að ná á sitt vald olíusvæðunum í Grozny. MANNTJÓN Rússneska herstjórnin hefir gefið út tilkynningu um mann- tjón í bardögunum í Rússlandi undanfarinn ársfjórðung. Segir þar, að tjón Rússa sé sem hér segir: 606000 fallnir, særðir, týndir. 2240 skriðdrekar. 3162 fallbyssur. 2198 flugvélar. Tjón Þjóðverja segja þeir vera á þessa leið: 1 250 000 fallnir, særðir, týndir. 3390 skriðdrekar. 4000 fallbyssur. 4000 flugvélar. reynslu í flutningi mikils her- liðs og vélahersveita. Mount- batten lávarður og menn hans stjórnuðú aðgerðunum. Meðal Ameríkumanna þeirra, sem eru í starfsliði Mountbattens, er leikarinn frægi, Douglas Fair- banks, jr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.