Alþýðublaðið - 20.08.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ágúst 1942. fM|n)í>ubU{HÖ ■Úigeíandl: Alþýínflokkmrinn Utstjórl: Stoiáu rjetunsoa Eltstjóm og afgrelSsla í Al~ þýBuhúsinu við Hverfisgötu Stmar ritstjómar: 4901 og 4902 Simar afgreiðsiu: 4900 og 4906 VerS 1 lausasðlu 25 aura AlþýSuprentsmlSjan it. f. Börnin og heimkoma peirra úr sveitam Iandsias. BÖRNJiN ihafa nú verið á sum ardvalarheimilinum rúma tvo mánuði. Allar fréttir, sem borizt ihafa af heimilunum, herma, að börnunum líði mjög vel. Að vísu hefir kíkhóstinn herjað heimilin, og hlaupabóla hefir gert töluvert vart við sig, að minnsta kosti á sumum heim- ilanna, en þetta er nú allt í rén- un og börnin eru frísk og á- nægð. í>að mun vera ætlun sumar- dvalarnefndar að fara að flytja bömin heim upp úr næstu mán- aðamótum. Ef tíðin verður mjög góð verður þó ekki flýtt sér að því, en stutt fram undir og kannske ekki farið að flytja bömin heim fyr en undir miðj- an september. Yfir höfuð má fullyrða, að sumardvöl barnanna hafi tekizt mjög vel, það sem af er. Og er það mjög gleðilegt, því að hér er um merkustu starfsemi að ræða, sem hafin hefur verið hér á landi á síðari árum. Eiga þeir menn mikinn heiður skil- inn, sem áttu upptök að þessari starfsemi og hrundu henni af stað, en þar var Arngrímur Kristjánsson skólastjóri fremst- ur í flokki. En hve nær byrja barnaskól- arnir? Ekkert mun enn fylli- lega ákveðið um það, en allar líkur benda til að þeir muni ekki byrja að þessu sinni fyrr en fyrsta október. Ef sú verður raunin á, mun fólki líka það vel. Menn vilja ihelzt, að bömin dvelji sem lengst í sveitinni, enda er á- standið ekki þannig, að fólk óski eftir því að bömin komi fljótt heim. Það er líka heppi- legast fyrir þau að koma ekki hingað til bæjarins fyr en rétt áður en skólarnir byrja. Styrjöldin breytir mörgum viðhorfum. iÞað á einnig við okkur hér á íslandi, iþótt iþað eigi enniþá meira við þá, sem heima eiga í styrjaídar löndun- um. Þó að hér sé meira frelsi en alls staðar annars staðar, þá fylgir styrjöldinni ýmislegt, sem breytir heimilislífinu og daglegu starfi geysilega frá því sem áðux var. Breytingin er minnst til sveita, þó að styrj- aldarástandið hafi einnig þar þau áhrif, að þar er nú meira lagt að sér með vinnu en nokk- um tíma áður. Hér í Reykjavík er ekki sama ró yfir lífi manna og áður var. Þetta hefur slæm áhrif á börnin önnur grein Arngrims Kristjánssonar: Ivar er að finna stærstu veilurnar í frseðslu" og uppeldiskerfi okkar? Þá er íþað sem þau eru fermd VIÐ þann litla barnaskóla er ég veiti forstöðu hér í bæ, luku prófi á s. 1. vori 39 börn. Við athugun, er m. a. 'bygg- ist á viðræðuim við aðstand- endur, mun verða leitast við að tryggja 14 þessara bama eitthvert franfhaldsnám, enda eru flest þeirra fremur vel gef- in og munu yfMeitt reynast prýðilega fær til að afkasta vinnu, er fram í sækir, er krefst meM og minni undirbúnings menntimar. í þessu samibandi hefi ég snúið mér til forstöðumanns fræðslumálaskriifstofunnar. hr. Helga Eliassonar; og (býst hann við að þetta hlutfall (að, sem svari % hl. barna njóti fram- haldsnáms, en % ekki), muni láta nærri sanni hér í Reykja- vík. Nú er það ekki viðfangsefni mitt í þessari grein, að taka hér sérstaklega til yfirvegunar, hvernig framhaldsskólunum tekst til, með fræðslu og upp- eldi þessara 33 % barna er halda áfram námi. Ýmislegt er það er gerir þeim mönnum erfitt um vik, er þar starfa. Valda því ýmsir ágallar hins ahnenna ibarnaskóla( er ég mun að nokkru víkja að síðar, en þó kannske fyrst og fremst hinn ömurlegi húsakostur og aðrar ytri aðstæður, er framhalds- skólar eiga við að húa, iþó að Kvennaskólanum einum undan- teknum. En ég vil þó leyfa mér áð fullyrða það, að framhaldsskól- arnir rækja fyrst og fremst skyldur sínar við fræðsluna, og tekst vafalaust vonum fram- ar, miðað við allar aðstæður. — En uppeldisstofnanir eru þessir skólasr ekki. Þar muln lika fyrst og fremst vera gild- andi lögmál ,yítroðningsins,“ eins og raunar Mka má segja um hinn almenna barnaskóla, þótt þar takist almennt miklu miður, vegna þess, að þar er líka, verið að stritast við „að troða í“ þessi 66%, sem fram- haldsskóhnn kemur aldrei hvorki til að heyra né sjá. Nei, hér eru það ekki fram- haldsskólamir, í þeirri mynd er iþeir nú eru starfræktir, að svo' stöddu viðfangsefni mitt, heldur er það ætlun mín að leiða athygli lesendans að því, hvernig búið er í haginn fyrir hin 66% barnanna, er fara á mis við allt eftirlit og alla umhyggju frá hálfu þjóðfélags- ins, árið sem þau verða 14 ára, á næmasta og viðkvæmasta aldursskeiði þeirra. Þá er það, sem þessi iblessuð börn eru kvödd í barnaskólan- um og þeim afhent fullnaðar- prófskírteinin sín. og upplausnarástandið sem nú er, annirnar og hraðinn á öllu og öllum gerir uppeldið erfiðara og áhrifin, sem börnin verða fyrir ekki eins góð. Það er því lika þess vegna, sem ekki á að upp á „faðirvorið sitt“ — og fermingargjafirnar( þá er þeim sagt, að þetta Mf, sem 'bíði iþeirra sé að vísu nokkuð harð- drægt og Ihrjóstugt, og stundum sé þar nokkuð „hált á svellinu", enda sé þar mörgum æði oft hnotagjarnt. — En þau verði spjara sig, þrátt fyrir það, og í sannleika sagt, er það undra- vertj (hvað mörg( þeárra gera það. Þegar börnin eru 12—13 ára, lifa þau mörg hver á einskonar sæluvímu í tilhugsunum um þau tímamót, er ibíða þeirra, þá á næstunni. — Tilhugsun- inni um að mega innan stund- ar fara að lifa eins og fullorðið fólk og tileinka sér lífsvenjur þess. Svo fcoma þessi langþráðu tímamót: Afhending fullnaðar- prófsskírteinisins og fermingin, sem hvorttveggja í senn gerir sitt til iþess að staðfesta hina neikvæðu trú og ókvörðun hins veikgeðja og næma ungmennis, að því sé óhætt, að taka upp siði og háttu hinna fullorðnu, sem það þó, af ofur skiljanlegum og eðMlegum ástæðum er alls ekki fært um að gera. Hér blasir við oss staðreynd,. að þótt þjóðfélagið leggi nú, eins og standa sakir, all sæmi- legan grundvöll vegna unglings- ins, með starfrækslu hins al- menna barnaskóla, (er að vísu gæti verið betri og traustari) þá drýgir það hróplega synd gegn æskunni, og þá um leið gegn sjálfu sér, með því að kasta ungmenninu jafnmiskunn arlaust, á þennan hátt, og und- ir þessum skilyrðum, út í hring iðuna, og ef svo mætti segja, að skipa honum að fara að fojástra við að verða að fulltíða manni, löngu áður en hanai er fær til þess. Hér er að finna stærstu veil- ur og misbresti í inúgildandi skóla- og uppeldiskerfi voru. — Hvað ibíður svo þessa hóps, er árlega er rekinn á þennan hátt út í lífsbaráttuna? Á kreppu- og ládeyðutímum, eru þetta hinir svokölluðu „at- vinnulausu unglingar“ er liggja upp á foreldum sínum, eða, að þeir eru illa séðir á atvinnumarkaðinum, hafi eiruhver þá miskunnað sig yfir þá fyrir kunningsskap við for- eldrana, og tekið þá í vinnu. Á velti- og gróðatímum, eins og nú, fær unglingurinn vinnu, auðveldlega og eftirtölu- laust. — Er þá ekki allt í lagi, spyrja menn? „Vinnan göfgar manninn“, það er viðurkennd staðreynd. — Víst er svo. Þó er ekki allt með felldu, þótt á yfirborðinu séu velgengnistím- flýta sér að því að kalla börnin heim úr kyrrð sveitalífsins. Er þess vænzt( að þeir, sem þessum málum ráða hafi þetta í huga. ar og unglingurinn hafi vinnu og fulla hendur fjár, því ráð- villt og óupplýst ungnienni, sem ekki er sprottin grön, en er „með fullar hendur fjár“ og læt ur því sem hann eigi „hálfa veröldina“, er einhver ömurleg- asta hryggðarmynd, er folasir við í niútíma þjóðfélagi. — Allt ber því að .sama brunni, að hvemig sem tímarn- ir eru, hvort heldur er ,kreppa‘ eða ekki ,,ikreppa“, þá verður að leyfa baminu að vera barn, meðan það er barn. Það er: að fara gálauslega með manngildið. — það er að sóa þeim dýrmætustu verðmæt- um, sem fyrir finnast á iþessari jörð( ef æskan í landinu, er ekki einvörðungu látin verja æskuáranum til þess, að búa sig undir að lifa heilbrigðum, AÐ er nú mikið að því gert í sambandi við vinnudeil- urnar, sem nú standa yfir, að útmála fyrir þjóðinni, hver hætta vofi yfir henni, ef áfram- hald verði á slíkum deilum. Vís- ir skrifar um þessi mál í gær meðal annars: „Öll sú velgengni, sem mikill hluti þjóðarinnar hefir verið að sækjast eftir til þess að geta veitt sér ímynduð gæði, byggist á sam- göngunum við útlönd. Undanfarin ár hafa þær verið í sæmilegu lagi, þrátt fyrir sjóhernað, skipaskort og margs konar erfiðleika. Mikið af þessum skipakosti hefir nú verið af okkur tekinn og er eng- inn vafi á, að orsakimar eiga ekki minnst rót sína að rekja til þeirrar staðreyndar, að íslendingar höfðu ekki manndóm í sér til að halda sundurlyndi sínu burtu frá af- greiðslu þessa skipakosts, sem okk- ur var meiri lífsnauðsyn að halda en nokkru öðru, eins og sakir standa. Þjóð, sem á í ófriði, hefir enga meðaumkun með fólki, sem hefir ekki þroska til að halda deilum sínum utan við þann far- kost, sem flytur til þeirra matinn. Það er augljóst, að engin ófriðar- þjóð mundi láta sér til hugar koma að leigja skip sín þeim mönnum, sem tefja þau í verkföll- um í hverri ferð. Til þess eru skip of dýrmæt á styrjaldartímum. Jafnvel okkar eigin skip verður okkur ekki leyft að binda í höfn með verkföllum.“ Og enn fremur skrifar Vísir: „Þegar svo er komið, að þjóðin fær engar vörur fluttar til landsins nema með íslenzkum skipum, þá rennur upp sú stund, er endaskipti verða á ástandinu. Þá hverfur hin ímyndaða velgengni eins og reyk- ur. Vöruskorturinn gerir strax vart við sig. Með hverjum degi verður færra það sem peningarnir geta keypt. Byggingarvinnan hættir af því, að efnið skortir. Starfsemi í ótal greinum dregst saman eða hættir af sömu ástæðu. Samgöng- umar á landi hætta vegna benzín- skorts. Verzlun og viðskipti minnka og eftirspum eftir starfs- Svefinpokarnir konanir aftnr GrettisgötUv 57. 2-3 trésmiði vantar okkur strax. Löng vinna. Hátt kaup. V. B. BORGIN, Mjölnisvegi 52. Sámi 4483. hamingjusömum og afkasta- drjúgum manndómsárum. Amgr. Kristjánsson. fólki á því sviði hættir. Vinnu- krafti verður ofaukið í iðnaðinum vegna hráefnaskorts. Svona mætti lengi telja. Þetta er ófögur mynd, en það er sú mynd, sem nú er að skapast í þessu þjóðfélagi. En fáa mun fýsa að gera sér grein fyrir því, hvernig myndin verður, ef ís- lenzku skipin hætta að starfa vegna þess, að enginn fæst til að sigla þeim milli landa eða afgreiða þau, er þau koma í höfn. Framundan er bóði, sem brotið getur íslenzku þjóðarskútuna í spón fyrr en nokkum varir, ef heimskuleg togstreita og sjaldgæft ábyrgðarleysi verður ekki nú þeg- ar látið víkja fyrir hagsmunum þjóðarinnar.11 Um þessi skrif Vísis er það að segja, að það er að sjálfsögðu ekki nema gott'að vara þjóðina við yfirvofandi hættum. En ef þessar hættur eru eins alvarleg- ar og Vísir segh' — og það skal ekkert í efa dregið hér — mætti þá ekki vænta þess, að atvinnu- rekendurnir í flokki hans sýndu svolítið meiri skilning á þeim og svolítið meiri þegnskap til þess að reyna að firra þjóðina voðanum, en þeir hafa gert und- anfarna daga í viðskiptum sín- um við félag hafnarverkamanna og' daglaunamanna yfirleitt hér I í Reykjavík? Eða eru þessar hrakspár máske aðeins skrifað- ar fyrir verkamennina? Eiga þeir einir að sýna .sldlning og á- byrgðartilfinningu? Eru það þeir, sem mest hafa haft af stríðsgróðanum að segja og færastir eru um það að sýna þegnskap? Ætli það væri ekki nær fyrir atvinnurekendur að sýna ábyrgðartilfinningu sína og þegnskap í verki með því að veita verkamönnum refjalaust þá lítilfjörlegu hlutdeild í stríðs gróðanum, sem fram á er farið, heldur en að vera að láta blöð sín skrifa slíkar hrakspár á degi hverjum?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.