Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 5
Miðvikudagnr 2. september 1942 ALÞÝÐUBLADIÐ s Eftir priggja ýra sfpfð: Sjötta stríðsmissirið. GREININ, sem fer hér á eftir, er fyrri hluti yfirlits yfir sjötta stríðsmissirið, skrifuð af hinum herfróða rithöf- undi, sem við svipuð tækifæri hefir hvað eftir annað áður skrifað slíkar greinar um stríðið fyrir Alþýðublaðið — en ekki óskar nú frekar en þá, að láta nafns síns getið. AÐ er ekki tilætlunin að rekj a hér einstaka atburði styrjaldarinnar, fremur en í ihinum fyrri misseris-yfirlitum um ófriðinn. Þýðingarmeira virðist að lýsa hernaðaraðstöð- unni eins og hún er núna, og því hvernig hún hefir skipazt. Síðan skal reynt eftir því sem unnt er, að draga af þessu nokkr ar ályktanir. Fyrst skal vikið að. Landhernaðinum. T', Bardagarnir í Rússlandi hafa verið og eru langþýðingarmest- ir í landhernaðinum. Þýzka hernum tókst ekki að leggja undir sig Rússland sumarið 1941, eins og tstjórnmálaleiðtog- ar Þýzkalands, en ekki hermála leiðtogar þess, höfðu búizt við. ‘Sókn þýzka hersins stöðvaðist. Veturinn varð óvenju harður, og það, ásamt stöðugum árás- um Rússa, vafð þýzka hernum iil ógurlegs tjóns. Vegna þess var það almennt álitið, að hann myndi ekki geta hafið stórfellda sókn í vor eða sumar. í síðustu yfirlitsgreininni, :sem hirtist fyrir misseri, var þess getið, að þessi skoðim væri alröng. Á það var bent, að landssvæði það, sem Rússar náðu aftur á sitt vald, væri lítið í samanburði við það, sem þeir hefðu misst. — Að sjálf- sögðu hefir þetta eitt enga úrslitaþýðingu. En það sýnir, að Rússum tókst hvergi að brjót ast í gegnum víglínu Þjóðverja og færa sér það í nyt. Hvergi tókst að umkringja fjölmennar iþýzkar h-ojr'isveitir og tcrtíma |)eim. Að vísu var alloft frá því greint í tilkynningum rúss- nesku herforingjanna, að þýzk- ur her Vær,i innikr(óaður, en þessar tilkynningar voru óná- kvæmar. Hersveitir þær, sem irni var að ræða ,héldu alltaf opnum aðflutningsleiðum og tókst að verjast. Rússum tókst þannig einungis að reka fleyga, ýmist djúpa eða grunna, inn í víglínu Þjóðverja, en með því bægðu þeir m. a. hættunni frá Moskva og Leningrad. En þess var getið hér fyrir misseri, að her, sem staðizt hefði þessa eld- raun, án þess að verða fyrir sams konar áföllum og her Napoleons árið 1.812, hefði ekki misst sóknarmiátt sinn. Mann- tjónið hefði vafalaust verið gífurlegt, en 3 nýir árgangar her manna myndu fylla í skörðin, og hinn sívaxandi hergagnaiðn- aður Þýzkalands bæta hergagna tjónið. Það, sem gerzt hefir síðustu sex mánuðina, hefir staðfest þessa skoðun. Sókn Þjóðverja byrjaði að vísu síðar en við hafði verið búizt, og fyrst í ■stað var einungis um að ræða staðbundnar árásir á Krím- skaga. Þrlátt fyrir öfluga mót- spyrnu tókst Þjóðverjum að ná Kertschtanga og Sebastopol á vald sitt. En þetta var aðeins upphafið áð þeirri stórsókn þýzka hersins á suð-vestur vig- stöðvunum í Rússlandi, sem enn er í algleymingi. Rússum stafar stórkostleg hætta af þess- .ari sókn, sem beint er gegn Volgu og Kákasus. Þegar línur /þessar eru ritaðar, hefir sóknin þegar náð olíusvæðunum fyrir norðan Kákasusfjöllin og nálg- ast hina mikilvægu iðnaðarmið- ,£ftö0 iStalingi^ad og jþar) með Volgu. Það er varla við því að búast, að hægt verði að verja Stalingrad, því að Þjóðverjar senda stöðugt fram nýjar skrið drekafylkingar og óþreytt vara- lið og eru miklu liðfleiri. Hefir Rússum ekki tekizt að koma í veg fyrir þetta með hinum stöðugu gagnárásum norðar á vígstöðvunum. Það sést á eftirfarandi, hversu hernaðaraðstaða Rússa er nú orðin erfið. í þeim hluta Rússlands, sem Þjóðverjar lögðu undir sig í sókninni 1941, bjuggu um 50 milljónir manna(eða þriðjungur lands- manna), en 10—20 milljónir höfðu verið fluttar á brott. Þetta landssvæði var hvort tveggja í senn, kornforðabúr landsins og þýðingarmesta iðnaðarsvæði. Við þetta hefir nú bætzt missir * $ V s s s s $ s $ $ $ GLIN6AR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Gnllíford’s Associated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD mikils, frjósams lands og þýð- ingarmikilla hráefnalinda og iðnaðarhéraða. Þannig er hvoru tveggja stofnað í hættu, öflun matvæla handa almenningi og öflun hergagna handa hernum. Ef þýziku hersveitirnar komast að Volgu, loka þær fyrir Rúss- um hinni þýðingarmiklu að- flutningsleið um íran (Persíu) og Kaspíahaf. Er þá ekki um aðra aðflutningsleið að ræða en morðurleiðina um Murmansk, en hún er hvergi nærri örugg vegna flug- og flotastöðva Þjóð- verja í Norður-Noregi, einkum og sér í lagi meðan nóttin er 'björt í norðurhöfum. Meðan hernaðaraðstaða Rússa fer þannig síversnandi, spyrja menm ý sífellu, hýers vegna bandamenn þeirra hjálpi þeim ekki svo að um muni' með því að hefja sókn á nýjum vígstöðv- um. Höfuðástæðan er líklega sú, að skortur er á skipum. Til þess að hægt sé að gera innrás á meginlandið og senda innrás- arhernum stöðugt liðsauka, þarf tvímælalaust mikinn skipakost. Auk þess mynd,i slíþt engin áhrif hafa framar á hernaðar- aðstöðuna í Rússlandi, eins og hún er orðin. Þjóðverjar hafa haft tíma til þess að skipuleggja varnirnar með ströndum fram og uppi í landi. Og jafnvel þótt það tækist að koma her á land, t. d. í Frakklandi, myndi það ekki fá þýzku herstórnina ofan af þeirri fyrirætlun að ganga milli 'bols og höfuðs á Rússum nú í sumar, hvað sem öllu öðru líður. Hún myndi heldur ekki senda eitt einasta herfylki til Vestur-Evrópu, neona því að- eins, að Þýzkaland sjálft væri í beinni hættu, en telja má að ógjörningur sé að koma slíku til leiðar á næstunni. í Norður-Afríku hefir hern- aðaraðstaðan einnig versnað að mun fýrir bandamenn á þessu sumri. Rommel hóf ó- vænta sókn til austurs og komst inn fyrir egypzku landamærin, en Tobruk féll. Að vísu hefir það tekizt hingað til að bægja hættunni frá Alexandriu og Níl ardalnum. Áttu amerískar her- sveitir sin þátt í því, og er það í fyrsta skipti, sem þær láta þar til sán taka með góðum ár- angri. 'Hins vegar verður að gera ráð fyrir frekari sókn Romm- els. Hann getur fengið liðsauka um miklu skemmri leið, þ. e. a. s. um Ítalíu og sömuleiðis um Krít og Tobruk, en bandamenn verða að fara hina löngu sjó- leið suður fyrir Afríku. Horfurnar í Austur-Asíu eru hins vegar mun betri. í fyrstu varð ekkert lát á sókn Japana, en nú má hún heita stöðvuð nær hvarvetna. Hætt- unni hefir verið bægt frá Ástra- Mu, og með því að taka Salo- monseyjar aftur af Japönum hefir meira að segja fyrsta skrefið verið stígið til sóknar gegn iþeim. Kínverjar hafa sömuleiðis unnið mörg land- svæði aftur af Japönum. Eim hefir ekki verið ráðizt á Ind- Hitler og Dönitz. Mynd þessi var tekin í aðalstöðvum Hitlers fyrir nokkru, er yfirforingi þýzka kafbátaflotans, Karl Dönitz, aðmiráll kom þangað í heimsókn. Myndin var send til Bandaríkj- anna gegnum Portúgal. land. Hinsvegar er það í meiri ’hættu en áður sökum stjórn- málaástandsins í landinu, og Bretar munu því varla geta sent hersveitir þaðan til annarra vígstöðva. Sjóhernaðurinn. í sjóhernaðinum hefir kaf- bátahernaðurinn, sem ekkert lát verður á, mesta þýðingu. Á síðasta misseri hefir hann orð- ið æ stórfelldari. Kafbátunum hefir ekki einungis fjölgað, held ur hafa þeir og verið endur- bættir, svo að þeir eru nú fær- ari til árása en áður og geta Frii. á 6. síðu. Þriggja ára styrjöld — og enginn veit enn hvenær henni lýkur. — Ónýta símagriíndin. — Húsaleigan, múturnar, leiguokrið og húsaleiguokrið. RIGGJA ÁRA styrjöld — og enn er engin ljósglæta fram- undan. Enn getur enginn sagt hve- nær styrjöldinni lýkur. Henni get- ur iokið í bezta falli á næsta ári — og hún getur staðiff í mörg ár enn. STYRJALDIR HAFA stórbreyt- ingar í för með sér — einnig hér hafa breytingarnar orðið stórfelld- ar. Við höfum ekki undan miklu að kvarta. Styrjöldin hefir fært okkur bættan efhahag — svo að engan dreymdi um annað eins. En við erum í hættu, Það reynir svo mjög á andlegt þrek okkar, að jafn vel sumir telja vafasamt hvort við munum ekki bresta. ALLT VELTUR Á OKKUR sem einstaklingum. Nú eigum við að sýna manndóm okkar, sýna menn- ingu okkar og þrautseigju. Þetta er ég búinn að segja svo oft, hvort sem það ber árangur eða ekki. „X—Z“ SKRIFAR: „Nú höfum við haft „hreinlætisvikuna" undir „lögreglueftirliti“ og er það ágætt. Þó þætti mér, sem oft á leið niður á pósthús, fram hjá lögreglustöð- inni, vænt um ef það kemst í fram- kvæmd, að taka niður ónýtu síma- grindina. yfir blessuðum kollunum á lögreglunni okkar. Hún prýðir ekki neitt sérstaklega bæinn þegar komið er neðan frá höfninni“. „ANNARS VAR ÞAÐ talið góð- ur siður hér áður meir, er fólk flutti úr íbúðum, (eða húsi), að skila því í þokkalegu standi til næsta viðtakanda, en sennilega hef ir hann Guðmundur minn Hlíðdal ekki haft tíma til að simia þessu £ önnunum að flýtja í stóra nýja hús ið“. S. S. SKRIFAR „Eg er ekki sammála þér, þar sem þú í dálki þínum nýlega áfellist húsnæðis- laust fólk fyrir að bjóða mútur og okurleigu fyrir húnæði. Hygg ég I að við myndum gjöra slíkt hið | sama, ef við værum í þess sporum, því næst á eftir fæði og fatnaði, er húsnæði vitanlega brýnasta nauð- synin, á okkar kalda landi“. „HITT ER SVO annað mál, að annað eins og þetta skuli get.a við- gengist, að nokkrum hluta húseig-. enda (og framleigjenda) skuli líð- ast að nota sér þetta neyðarástand, þar sem vitanlegt er að megin þorri allra húseigenda verður, (að mínum dómi) að sætta sig 1 við mjög ranglát húsaleigulög, sem skei-a sig algjörlega út úr öllu því sem gjört hefir verið af hálfu hins opinbera í dýrtíðarmálum, að gerð ardómnum sáluga undanskildum“. „ÞAÐ SEM mér þyí finnst að sjálfsagt sé að gera, úr því að húsaleigulögin í sinni núverandi einræðiskenndu mynd eru álitin nauðsynleg, er það, að settur sé einskonar her(naðarástands) rétt- Frfa. á 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.