Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 6
£ 6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. september 1942 Trésmiðafélag Reykjavikur tilkynnir: Samkvæmt fundarsamþykkt 31. ágúst er grunn- kaup félagsmanna þannig frá og með 1. september: Sveina kr. 3,35, meistára og verkstjóra kr. 4,30, vélamanna kr. 3,82. Innifalið í þessum taxta er greiðsla vegna sumarfría. Eftirvinna greiðist með 60%, og helgidaga- og næturvinna með 100% álagi. Á allt grunnkaup komi full verðlagsuppbót. Vinnuvikan telst 48 klst. Dagvinna hefst kl. 7,20 f. h. og telst til kl. 5 e. h., nema á laugardögum, til kl. 12 á hád. Eftirvinna telst frá kl. 5 e. h., nema á laugar- dögum telst helgidagavinna frá kl. 12 á hád. Nætur- vinna telst frá kl. 8 að kvöldi. Frekari upplýsingar um önnur atriði, kaffihlé o. fl., gefnar á skrifstofunni. Stjórnin. Samoingstabar nm flotninga á vornbilum. Samningstökum þeim um flutninga á vörubílum, sem geta útvegað þrjátíu (30) eða fleiri 2%—3 tonna vörubíla í góðu standi, er hér með boðið að senda til- boð í eða aúnast flutninga á vörubílum fyrir Banda- rfkjaherinn. Samningar munu verða í gildi frá 1. október 1942 fram að 31. desember 1942. The Office of the Engineer, Bandaríkjaherinn, Camp Curtis, veita frekari upplýs- ingar frá kl. 8 f. b. til kl. 5 e. h. — Innsigluðum tilboð- um verður veitt móttaka í The Office of the Engineer hvenær sem er, fyrir kl. 2 e. h. föstudaginn 11. sept. 1942, og munu þau þá verða opnuð í allra viðurvist. Kventöskur úr gervileðri, ÓDÝRAR, fyrirligggjandi. HEILDVERZLUN KR. BENEDIKTSSON (Ragnar T. Árnason), Garðastræti 2. Sími 5844. Bltrelðavtðgerðamaðar getur fengið atvinnu og gott húsnæði nú þegar eða 1. október. — A. v. á. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) ur sem allir þeir húseigendur (og framleigusalar) sem uppvísir hafa orðið að því að verða að nota sér ríkjandi neyðarástand með því að þiggja mútur og okurleigu, séu leiddir fyrir. Og undan þeirri hegn ingu sem við slíku væri ákveðin (og vera ætti hörð, háar sektir og fangelsi) ætti enginn að þurfa að sleppa, ef rétt væri að öllu farið“. FATAPRBSSUN P. W. BIERING er á Smiðjustíg 12. ÞAÐ ER misskilningur að ég hafi verið að áfellast húnæðislaust fólk fyrir „að bjóða mútur og ok- urleigu fyrir húsnæði“. Eg var að- eins að geta um það að slíkt ætti sér stað. Eg áfellist hins vegar þá, sem taka á móti slíkum peningum. Það má vel vera að mörgum hús- eigendum þyki húsaleigulögin binda hendur sínar, en hvemig heldur þú, vinur kær, að ástandið væri, ef húsaleigulögin hefðu ekki verið sett? ANNARS VIL EG segja þetta við S. S.: Það er liðinn langur tími síðan þú skrifaðir mér síðast. I»ú ættir að skrifa mér oftar, því a3 bréfin þín eru óvenjulega skýr og vel samin — og mátulega löng. Hannes á horninn. Er unnt að stöðva verðbólguna? Framh. af 4. síðu. lega framleiðslu og framkvæmd ir, fyrst og fremst framleiðslu aðalatvinnuveganna, aðkallandi byggingaframkvæmdir o. s. frv. Það þarf því ekki aðeins að koma í veg fyrir að skipulags- lausar vinnudeilur og vinnu- stöðvanir haldi áfram, enda er von um að úr því rætist von 'bráðar, heldur einnig að skipu- leggja hagnýtingu vinnuafLsins til hinna nauðsynlegustu fram- kvæmda. Slík skipulagning verður að eiga sér stað í sam- ráði við verkalýðsfélögin, enda hafa þau tjáð sig reiðubúin til samninga um hana og einnig þarf að ná samkomulagi við stjórnir setuliðsins um þetta mál. IV. Lausn þeirra vandamála, sem standa í sambandi við verð- bólguna er ein heild og þau Verða ekki leyst nema samtímis sé tekið föstum tökum á fjár- hags- og viðskiptamálunum og á skipulagningu vinnumarkað- arins. Slik lausn hlýtur að þýða takmarkaðra olnbogarúm fyrir ýmsa þegna þjóðfélagsins. Hið blinda kapphlaup um stríðs- gróðann verður að hætta. Gegn athafnafrelsi stríðsgróðamann- anna verður að setja ákveðnar hömlur og hið skipulagslausa kapphlaup um vinnuaflið verð- nr að hætta, eftir að ölluim launþegum hafa verið tryggð- ar réttmætar og verulegar kjarbætutr. Vekalýðssamtökin verða nú að snúa séð' að því hlutverki að tryggja það að þær verði einnig varanlegar, ekki aðeins fánýtur stundargróði, sem hverfi aftur í hringiðu verðbólgunnar. Það er þetta, sem er fyrst og fremst hlutVerk hinar póli- tísku samtaka verkalýðsins. Þau eiga að knýja fram þá lausn á dýrtíðarmálunum, sem tryggi verkalýðnum varanlegar kjara- bætu, raunverulega þátttöku í stríðsgr^ðamum. Viertkamenn eru nú skiptir í tvo nokkurn- veginn jafnstóra pólitíska flokka. Þetta er staðreynd, sem ekki þýðir að neita. Hitt er jafn augljóst mál, að það fæst engin jákvæð lausn á dýrtíðar- málunum, engin lausn sem geti tryggt örugga skipulagn- ingu vinnumarkaðarins, nema báðir þessir flokkar standi að henni. Alþýðuflokkurinn hefir frá því fyrsta bent á nauðsyn þess að halda verðbólgunni í skefj- um og leiðimar til þess, og er enn að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fylgja þeim fram. Spurningin er því: Eru kom- múnistar einnig reiðubúnir til þess að taka þátt í þeim ráð- stöfunum sem fullnægjandi eru til þess að stöðva verðbólguna og er lýst hér að framan og þar með tryggja að kjarábætur verkalýðsins og annarra laun- , þega verði ekki að engu gerðar? Og myndu hinir flokkarnir vilja taka á sig þá ábyrgð að neita slíkri lausn, og láta í þess stað skeika að sköpuðu, án þess að freista þess að fara þá einu færu leið til þess að stöðva verðbólguna? Blað kommúnista hefir und- anfarið látið svo sem það hefði fullan skilning á nauðsyn rót- tækra aðgerða til þess að stöðva verðbólguna og kápphlaupið um stríðsgróðann. Fram til þessa hafa þeir ekki viljað taka þátt í neinni raunhæfri pólitík, en hugsað um það eitt að afla sér atkvæða. Eru þeir ef til' vill farnir að skilja að slík pólitík sé ekki vænleg til árangurs til lengdar? Um það vil ég ekkert fullyrða. Úr því mun reynslan skera. Á milli kommúnista og Al- þýðuflokksmanna er djúptækur ágreiningur bæði um framtíð- armarkmið og leiðir að því markmiði og ennfremur ólíkt viðhorf í alþjóðamálum. Það er engin ástæða til þess að þessi ágreiningur sé dulinn. Mér finnst persónulega að þessi á- greiningur ætti ekki að geta útilokað að þessir flokkar stæðu báðir að ráðstöfunum varðandi þessi hagsmunamál verkalýðs- jns og allrar alþjóðar, ekki sízt þegar svo á stendur að engin viðunandi lausn getur fengizt ú þessum vandamálum án þess. Eða vilja kommúnistar held- ur stefna að upplausn og at- vinnuleysi eða kalla yfir þjóð- ina einræði afturhaldsins? Þetta verða allir frjálslyndir menn í landinu að fá að vita. Sjotta striðsmlsslrið. Framh. af 5 s.íðu. farið víðar. Ekkert haf er leng- ur óhult fyrir kafbátum öxul- ríkjanna svo nefndu. Þeim skýt ur upp með fram endilangri vesturströnd Ameríku, og þar, einkum í Karibiska hafinu, hafa þeir unnið verzlunarflota Bandaríkj'annanna stótrkostlegt tjón. Þrátt fyrir auknar ný- byggingar og aukinn hraða við þær, hefir það ekki tekizt enn að fylla skörðin, þ. e. a. s. enn er fleiri skipum sökkt en tekst að smíða. Við þetta bætist, að skip bandamanna verða oft að fara miklar krókaleiðir vegna kafibátahættunnar, og veldur þetta aukinni skipaþörf. Hins vegar halda flugvélar nú uppi meiri njósnum á höfun- um en áður, og tekst með aðstoð þeirra og á annan hátt að vernda hinar mikilsverðu skipa lestir. En þrátt fyrir þetta hefir ekki tekizt að' koma í veg fyrir, að skipalestir á leið til Rúss- lands og Möltu hafi orðið fyrir miklu tjóni. Það virðist tæplega hægt að sigrast á ,þessum erfiðleikum. með því að reyna áð sökkva | Vínber. Þessi litla stúlka heitir Janette Stofberb og á heima í Suður- Afríku. Það er auðséð að vín- berin smakkast henni vel. Þau eru líka áreiðanlega töluvert ódýrari en þau íslenzku. kafbátunum og smíða ný skip. Þess vegna er leitast við að vinna bug á kafbátahættunni með því að eyðileggja kafbáta- hafnir og kafbátasmíðastöðvar og verksmiðjur, Sem þýðingar- miklar eru fyrir þær. Verður þessa getið nánar síðar. Hér skal einungis minnzt á það, að Bretar hertóku Madagaskar nógu tímalega, því að ella hefðu Japanir fengið þar kafbátahafn- ir — eins og afstöðu Vichy- stjórnarinnar var háttað — og hefðu þá siglingleiðirnar til Austur-Asíu verið í mikilli hættu. Það hefði haft álíka ör- lagarík áhrif og þá er Indo-Kína var ofurselt Japönum. Það er bandamönnum og styrkur, að Brasilía hefir nú gerzt styrjald- araðili, því að þá er hægt að treysta eftirlitið á Suður-At- lantshafi. Auk kafbátanna eru svonefndir hraðbátar (E-bátar) orðnir þýðingarmiklir, en þeir eru að vísu einungis nothæfir skammt undan ströndum. Þýðing hinna stóru og stærstu orrustuskipa er á hinn bóginn orðin minni en áður. Þau eru kafbátum og flugvél- um hentugur skotsipónn. Það voru flugvélatundurskeyti, sem fyrst löskuðu ,,Bismarck“, þannig að hægt var að sökkva því á eftir með skothríð úr stórum fallbyssum. Flugvélar höfðu og úrslita'áhrif í hinum tveim miklu sjóorrustum milli bandáríska og japanska flotans, en Japanir biðu þar mikið tjón. Þar eins og annars staðar kom í ljós, hversu mikilsverð flug- vélamóðurskipin eriu, en þau sjálf þurfa á hinn bóginn mikill ar verndar. (Niðurlag á morgun.) Nútfma fólb notar Kanpmenn panta Thera Cream HEILDVERSLUN GUÐM. H. ÞÓRÐARSSONAR, Grundarstíg 11. — Sími5369.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.