Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 8
8 ALÞYmJBLAÐIÐ ■ ...-. ...- ..- ~ — — ......... r- Miðvikndagiu* 2. september 1942 mrjARNARBló! Vængjoð sfeip. (Ships with Wings) Ensk stórmynd úr ófriðnum. Tekin að nokkru leyti um borð í H.M.S. ARK ROYAL Aðalhlutverk: John Clementz, Leslie Banks, Jane Baxter, Ann Todd. Sýning kl. 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. _ ^ ____^___ h| rco ÍÍÍÍN * -o~\ 7 psa ÞÓRÓLFUR TÁLKNFIRÐINGUR ÞÓRÓLFUR hét maður Jóns son. Hann bjó að Litla- Bakka og Arnarstapa í Tálkna- firði. Þórólfur var hagmæltur og þótti ákvæðaskáld. Hann komst í kvennamál svo mikil, að lífleysi lá við, enda var tekið mjög hart á slíkum sökum um þær mundir og farið beint eftir Stóradómi. Þá er málið hafði verið tekið fyrir, sá einn heima- manna Þórólfs hann reika ein- an úti eitt kvöld og heyrði, að hann kvað vísu þessa fyrir munni sér með miklum áhyggju svip: Þú, sem hefir gæzkugeð, guð, til þinna vina, í kulinu norðan komdu með, Kristur, Hollendina. Um kvöldið rann á norðanbyr, og lagði hollenzk dugga inn á fjörðinn. Þessa nótt hvarf Þór- ólfur, og höfðu menn fyrir satt, að hann hefði komizt í dugguna. * FÁTÆKUR piltur kom til Brynjólfs biskups Sveins- sonar (d. 1674() og sagði við hann: „Gef mér eyri“. „Veiztu það ekki,“ spurði biskup, „að ágirnd vex með eyri hverjum?“ „Þá áttu marga ágirndina“, svar aði pilturinn. Biskupi líkaði svarið svo vel, að hann tók piltinn til sín og mannaði hann. hefði skroppið í kaupstaðinn einn dag. — Guð minn góður, hvað ég gat verið vitlaus! Allt í einu datt henni í hug að snúa við. Væri það ekki betra? Hún fann, að það var erfitt að hitta hann. En nú var ekki um neinar lestir að gera. En svo kom henni til hugar, að gruna hve óánægð hún hlyti að verða, og ef til vill mundi hann hafa hætt við förina. Kannske var hann heima í Court Leys og beið. Hún sótti í sig kjark og sá nú fyrir sér nýja endurfundi. Hann mundi standa í hliðinu. En hve það mundi verða mikill léttir! En nú komu þau að hliðinu, og ekki var hann þar, að útidyrunum, og ekki va rhann þar. Berta fór inn, bjóst-við að hitta hann í forstofunni eða dagstofunni, vegna þess, að hann hefði ekki heyrt til vagnsins. En hann var hvergi og vinnufólkið sannaði það, sem stóð í bréfi hans. Húsið var tómlegt og óaðlað- andi, loftið í herbergjunum inni byrgt, húsgögnum illa fyrir komið. Eðvarð hafði látið breiða hlífðardúk yfir stólana, og Berta svipti þeim af, hverju á fætur öðru, og snaraði í tóm- an arinann, þernunni til mikill- ar undrunar. Ennþá fannst henni ómögulegt, að Eðvarð væri fjarverandi. Hún settist við kvöldborðið og bjóst við, að hann kæmi á hverri stundu. En hann kom ekki. — Ó, að ég hefði aldrei kom- ið! Hugur hennar hvarflaði til baráttunnar síðustu vikurnar. Reiði, stolt og skynsemi hafði togazt á við ástina, og ástin hafði sigrað. Hugsunin um Eð- varð hafði sjaldan horfið henni og mynd hans birtist í öllum draumum hennar. Bréf hans höfðu valdið henni undursam- legri óþreyju, hún titraði þegar hún sá rithönd hans, og hún þráði að sjá hann. Hún vaknaði á nóttunni við að henni fannst hann kyssa sig. Hún bað hann að koma, en hann vildi það ekki eða gat það ekki. Loks braut þráin af sér öll bönd, og þennan sama morgun, þegar hún fékk ekki bréfið, sem hún hafði þráð, hafði hún ákveðið að láta alla andstöðu niður falla. Hana skipti það engu þótt frænka hennar hlægi og Eðvarð ynni sigur. Hún gat ekki lifað án hans. Hann var enn líf hennar og ást. — Ó, bara að ég hefði aldrei komið! Hún minntist þess, hve heitt hún hefði óskað þess, að Eðvarð gæti elskað hana eins heitt og hún hann. Hinn mikli harmur eftir missi barnsins læknaðist fljótt, og í eymd sinni og ein- stæðingsskap hafði hún öðlazt nýja trú. Trú kemur og fer hjá sumum án nokkurrar skynsam- legrar ástæðu, hjá þeim er ekki um sannfæringu oð ræða, held- ur tilfinningu, og Bertu fannst betra að biðjast fyrir í kaþólsku kirkjunum en í hinum fábreyttu samkomuhúsum, sem hún hafði vanizt. Hún gat ekki flutt bænir á ákveðnum tímum ásamt þrjú hundruð manns, þá drógu ,til- finningar hennar sig í hlé. í París fann hún kyrrlátar kap- ellur, þar sem hægt var að hvíla sig hvenær sem var, til dæmis þegar úti var bjart og heitt, en þarna inni var þægilega skugg- sýnt. Og á kvöldin þegar dimmdi, var kyrrðin og róin mjög fró- andi. Þá baðst Berta innilega fyrir og bað fyrir þeim báðum, Eðvarði og sér. En Eðvarð vildi ekki láta elska sig. Tilraunir hennar reyndust árangurslausar. Ást hennar var gimsteinn, sem hann mat ekki að verðleikum, en kast aði frá sér og lét sig engu skipta, þótt hann glataðist. En hún var svo vansæl, svo niður brotin, að hún gat ekki verið reið. Hvað stoðaði það? Hún vissi, að Eðvarð sá ekkert at- hugavert við það, sem hann hafði gert. Hann mundi koma heim í góðu skapi og ánægður með sig, útsofinn og ekki hafa hugmynd um þá sorg, sem hann NÝJA BIO Kemur ná kerl- ingin aftur. (“There’s that Woman again.”) Fyndin og fjörug gam- anmynd. Aðalhlutverk- in leika: Melvyn Douglas Virginia Bruce Aukamynd: STRÍÐSFRÉTTAMYND Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA Blð Dnnusta sjóliðans. <A Girl, a Guy and a Gob) Lueille Ball George Murphy Edmond O’Brien Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3V2-6V2. VILLIDÝRAVEIÐAR (Jungle Cavalcade) hafði bakað henni. — Ætli það sé ekki ég, sem hefi rangt fyrir mér. Eg er víst of smámunasöm. Eg get ekki að því gert. Hún .kunni ekki að elska öðru vísi og þetta var víst röng að- ferð: — Ó, ég vildi, kveinaði hún, — að ég gæti farið aftur — um aldur og ævi. Hún reis úr rekkju og snæddi morgunverð alein. Eðvarð hafði skilið þau boð eftir, að hann mundi verða kominn heim, og setti hann ekki sóma sinn í það að standa við orð sín? En óþol- inmæði Bertu var nú öll fokin út í veður og vind, hún var helzt að hugsa um að fara út á skemmtigöngu, veðrið var svo gott, en svo hætti hún við að fara, af því að hún bjóst við að Eðvarð mundi koma á meðan. Galdrakarlinis glettni andi út af hattmissinum. Heiða var því fegnust, að hún losnaði við broddgöltinn, því að hana logsveið í fótleggina undan broddum hans. ,,Nú held ég, að við ættum að fara að litast um eftir bátnum“, sagði Lalli. Svo héldu þau á- fram ferðinni í gegnum jarð- göngin, eins og álfurinn hafði vísað þeim til. Þetta voru á- kaflega kynleg jarðgöng. Alls staðar glitruðu smásteinar og vörpuðu birtu á veggi og gólf, svo að börnin sáu nógu vel til þess að komast áfram leiðar sinnar. Þau gengu göngin á enda og komu að lítilli, niðandi á, sem rann inn í langa hvelfingu. Við árbakkann lá fallegur bátur, al- veg eins og fiskur í laginu. „Þetta hlýtur að vera bátur- inn“, sagði Lalli. „Heldurðu ekki, að það sé gaman að ferð- ast með þessum bát, Heiða! Við skulum fara um borð“. ,,Eg vona bara, að Ylfingur gamli galdramaður nái ekki í okkur“, sagði Heiða. „Eg kæri mig ekkert um að verða súkku- laðistöng og láta hann éta mig“. ,,Eg skal gæta þín“, sagði Lalli. ,,Eg er strákur, og strákar eiga alltaf að gæta stelpna, ef þær eru í hættu staddar.“ , Þau stigu út í bátinn, sem í rauninni var jafnframt lifandi fiskur. „Flyttu okkur til kastala galdramannsins,“ sagði Lalli við hann. Báturinn fór óðara á skrið niður eftir ánni og kom brátt inn í hvelfinguna eða göngin, sem voru koldimm. Und ir eins og fiskbáturinn, sem við skulum kalla svo, var kominn inn í dimmuna kviknuðu ljós í augum hans og lýstu fram fyrir sig á ána. Sums staðar var hvelf NOiNO/WE NEEC? you/you’RE doino VERy 600D WORK' THI9 WA9TUSTA 7 WE FAIL? 15 \ NATIONAL DI5SRACE/’ GO BACK HOME MAKE 'VI HARA-KIRI-'j-----' /VflEFORTUNETý /TAKE THE 6UN 8ACK AND HIDE IT CAREFULLy/ BE QJSE TO UGE THE PROPER. T00L5 WHEN yOU, AFARM” 50 N00NE SUSPECT9 yOU/ WE’LLGET WORD TOYOU lWHENWEWANTHELPA6AIN! J igí ÍJ3Í I G0GD?ey 1 5ETTINS ITON FIRE YOU RUINED MY C NNHOLE PLAN 0FI OPERATION/ / VOUSAY SHOOTPLANE DONN! WE SHOCT- y' PLANE POm/THÁTj 7 /5 NOT6009 ? fV ft MU5T PERFECT A NEW PLAN... AND QUICKLV... IF í AM TO BE ABOARD one of those BOMBERS WHEN THEY LEAVE TOMORROW Wide World Japaninn: Þú segist sikjóta flugvél niður. Við skjóta flug- vél niður. Það ekki gott? Njósnarinn: Gott? Með því að kveikja í henni eyðilagðir þú allar áætlanir mínar. Japaninn: Okkur misheppn- ast. Þjóðarskömm. Ég fara heim og fremja kviðristu. Njósnarinn: Nei, nei. Við þurfum á þér að halda. Þú gerð- ir þetta vel, það var aðeins ó- heppni .... Bþ ~ -.i ..'í-u-...— - " . 1 •’ • ■ ■ ® Farður með byssuna og feldu hana. Gættu þess svo að fara rétt að við búskapinn, svo að engan gruni, að þú ert ekki bóndi. Við látum þig vita, þegar við þurfum á þér að halda. ■Njósnarinn: Ég verð að finna ný ráð og það fljótt. Ef ég á að komast um borð í eina af þessu spengjuflugvélum, þegar þær fara í fyrramálið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.