Tíminn - 01.10.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1963, Blaðsíða 3
LIFSHÆTTULEGT LYF NTB-JóHannesarborg, 30 sept. Nafnkunnur vísindamaður í Jóhannesarborig skýrði frá því í dag, aS nýtt lyf, sem svipaffi mjög til Tholidomids og gefið væri mæðrum um meðgöngu- tímann, ógnaði nú lífi og heilsu hundruða ófæddra barna í Suð- ur-Afríku. Lyf þetta hefur fen,» izt án lyfseðils í 8 ár og fæst þa.nnig enn, enda þótt margir læknar hafi bent á hættulega eiginleika þess. Vísindamaður- inn sagði, að kæruIeySið í þessu máli sýndi aðeins, ag lifandi menn væru notaðir sem til- raunadýr fyrir læknavísindin. Leynil. gervitungi NTB-Balt'imore, 30. september. Martin Company skýrði frá því í dag, að gervitungl, sem sent var á loft með mikilli 1ey,nd á laugadaiginn, sé hið fyrsta, sem hafi kjarnorku- rafal, en félaigið lét bandarísku vísindadeild sjóhensins rafalan í té. Rafallinn hefur hlotið nafn ið Snap-9 A, vegur 12 kfló- grömm, er 25 sentimetrar að lengd og 50 í þvermál. Orku- gjafinn er Plutonium 238 og getur rafall þessi starfað í 5 ár. STUTTAR FRÉTTIR AÐ UTAN Ár NTB—STOKKHÓLMI, 30. sept. — 34 ára gamall tékkneskur flóttamað- ur, sem nú er sænskur rkisborgari var í dag leiddur fyrir rétt í Bruno í Tékkóslóvakíu, ákærður fyrir njósnlr. Hann var tekinn til fanga í júlí [ sumar er hann helmsótti fæðingarland sftt í fyrsta sinn frá því hann flýði þaðan árið 1949. ýj(- NTB—LAGOS, 30. sept. — Fallbyssuskothríð á miðnætti í nótt gerði kunnugt, að Nigería væri orðið lýðveldi, hið sjötta innan brezka heims- veldisins. Hingað til hefur landið haft sjálfstjórn innri málefna, en heyrt undir brezku krúnuna. Á morgun verður dr. Mnamdi Azikiwe, sem verið hefur ríkisstjóri, skipaður forseti landsins og sver stjórnarskránni eið. Hátíðahöld í landinu munu standa yfir í 3 daga, en á hátíðahöldin skyggja verkföll og óeirðir fara í kjölfar þeirra. •Á NTB—BIRMINGHAM, 30. sept. — Frá því var skýrt í dag, að sambands- lögreglunni hefði tekizt að hafa hendur í hárt manns, sem grunaður er um að hafa staðið á bak við sprengjuárásina á blökkumannakirkjuna [ Birmingham fyrir nokkru, er 4 lítii börn fórust, og fjöldi manns særðist. ■*- NTB—JÓHANNESARBORG, 30. sept. — Prófessor Sellehop vlð Wit- watersrand-háskólann skýrði frá því í dag, að náma ein í nágrenni borgarinnar yrði notuð tii kjarnorkutilrauna, en hins ve.qar væri ekki um að ræða neinar tilraunir í sambandi við smiði kjanorkusprengja. — Tilraunir þessar munu eiga sér stað í sérstaklega byggðum helli um 300 metra undir yfirborði jarðar og er talið, að starfið geti hafizt í byrjun næsta árs. Kostnaðurtnn við tilaunastöð þessa mun nema mörgum hundruð um þúsunda dollara. Mun aðallega verða rannsökuð ýmiss efni og verkanir þeirra hvert gagnvart öðru. ÁKÖF LEIT AÐ RÆNINGJUM Elns og skýrt hefur verið frá í fréttum var framið fyrir helgina mjög bíræfið rán nálægt Long field á Kent í Bretlandi. Nokkrir ræningjar réðist á bankabíl, yfir buguðu verðina á nokkrum sek- úndum og höfðu á brott með sér gullstengur að verðmæti um 12 milljónir íslenzkra króna. Mynd- in er af bankanum, sem bílllnn var að koma frá en á innfelldu myndinni sjást lögreglumenn lelta með aðstoð hunda á svæð- inu þar sem ræningjarnir kom ust undan. Þrátt fyrir öfluga leit hafa enn ekki borizt fréttir af handtöku ræningjanna. Eins og skýrt var frá í sunnu- dagsblaðinu hefur gröf sú, sem hér birtist mynd af verið opnuð og beinaleifar úr henni rannsakað ar af sérfræðingum. Ástæðan er sú, að þrátt fyrfr að á legstein- inum standi, að þar hvíli Hein- rich Muller, fyrrverandi SS-for- ingi, hefur vaknað grunur um, að hann hafi komizt undan í stríðs- lok, en látið grafa lík annars manns til að leyna flótta sfnum. Bær tekinn herskildi! NTB-Algeirsborg, 30. september. Hersveitir Ben Bella, forseta og forsætisráðherra Alsír, héldu í kvöld inn í bæinn Michelet hátt upp í Kabylia-fiöll- unum, í beim tilgangi að taka að sér stiórn sjöunda herfyíkis- ins, eftir að yfirmanni bess, Mohand Ou E1 Hajd, hafði verið vikið frá störfum. Hershöfðinginn, Hajd, yfirgaf bæinn áður en stjórnarherirnir komu þangað, en hafði áður lýst því yfir í opinberu skjali, að hann myndi hafa brottreksturinn úr stöð' unni að engu, en hann starfar í samtökum, FFS sem berjast gegn gegn stjórn Ben Bella. í yfirlýs- ir,gu þessari er ráðist mjög harka- lega á Ben Bella og m. a. sagt. að hann vilji fjarlægja sanna bylting arsinna úr öllum stöðum, en setja í staðinn liðsforingja úr franska hernum. Ekki kom til neinna al- varlegra átaka, er stjórnarhermenn irnir ráðust inn í Michelet og skömmu síðar var tilkynnt, að st.iórnarherinn hefði bæinn og næsta nágrenni á sínu valdi. Frá París berast þær fréttir, að andstaða þessi gegn Ben Bella séu leyfar innri baráttu frá því áður en Alsír hlaut sjálfstæði og þeir, sem berjast harðast gegn forset- anum séu fyrrverandi meðlimir bráðabirgðastjórnarinnar í Alsír. Eins og kunnugt er fékk Ben Bella aðallega herstyrk frá Marokkó og Túnis um það leyti, sem landið Vírð sjálfstætt. í Kabylia-héruðunum er andstað an hvað mest gegn stjórn Ben Bella. Er nú óttast í París, að til alvarlegra tíðinda kunni að draga. VERKAMANNAFLOKKURINN BJARTSÝNN BjaKa^Æ'.E«--gfl3g3SæH NTB-Scarborough, 30. september. Brezki verkamannaflokkurinn, sem nú þykist mjög sigur- viss í næstu kosningum, leggur aðaláherzlu á að koma í veg fyrir innanflokksdeilur á landsþingfnu, sem nú er hafið í Scarborough. NTB-Scarborough, 30 sept.ember. Af þeim sökum munu varnar- málin ekki verða tekin fyrir og ekki heldu þjóðnýtingarmálin, en þetta tvennt hefur upp á síðkast- ið valdið hvað mestum deilum. Ríkir fullur einhugur meðal for- ingja flokksins, að hann hafi ekki efni á því svona skömmu fyrir kosningar að upp rísi harðar deil- ur um þessi mál og einnig væri það hættulegt fyrir áróður gegn flokknum, ef fram yrðu kannski bornar háværar kröfur um víð- tæka þjóðnýtingu í Bretlandi. Gætu slíkar umræður og kröfur orði^ vatn á myllu íhaldsflokksins og frjálslyndra í áróðrinum fyrir kosningarnar. Formaður flokksins Dai Daives sagði í setningarræðu sinni í dag m.a., að Profumo-hneykslið hefð' sýnt betur en nokkuð annað, dug- leysi og spillingu stjómarinnar. Það er ótrúlegt en sat't, sagði Da- vies, að innan íhaldsflokksins eru sterk öfl, sem vilja sinn eigin for- sætisráðherra brott frá völdum. Þjóðin hefur misst trúna á íhalds- flokknum og umheimurinn misst trúna á Bretlandi, vegna dugleysis stjórnar íhaldsmanna. Þrátt fyrir þessi ummæli telja fréttamenn, að Verkamannaflokk- urinn muni ekki nota Profumo- málið a5 neinu ráði í kosningabar- áttunni, enda þótt slíkt væri freist andi að hans áliti. í dag voru vöruflutningavanda- málin aðallega til umræðu á þing- inu, og var samþykkt tillaga til úrbótar, sem meðal annars geng- ur út á að draga úr hinu stórkost- lega tapi af járnbrautunum, með því að leggja niður fjölda járn- brautarstöðva og stytta járnbraut ar línur um sem nemur 8.000 km. TÍMINN, þriðjudaginn 1. október 1963 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.