Tíminn - 01.10.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.10.1963, Blaðsíða 7
Útgefcndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frainirvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb)_. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjófnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Þjóðin spyr Þjóðin horfir nú agndofa á þá óðadýrtíð og efnahags-- öngþveiti, sem flæðir yfir, og undrast háttalag ríkis- stjórnarinnar æ meira. Það er ekki einungis, að stjórnin sitji auðum höndum og horfi á dýrtiðarflóðið, vanmegn- ug þess að reisa nokkra rönd við því, heldur virðist hún beinlínis hafa forystu um aS magna dýrtíðina. Allir sjá, að aðgerðir og ráðstafanir þessarar stjórnar hafa gersamlega mistekizt og runmð út í sandinn. Eng- inn mælir því í gegn, ekki einu sinni ríkisstjórnin sjálf nú orðið, svo að talizt geti. Jafnvel höfuðsmaður stjórn- arinnar, Bjarni Benediktsson veit, að ekki þýðir að bera á móti þessu, og hann viðurkennir öngþveitið óbeint með því að segja í Reykjavíkurbrefi s.l. sunnudag: „Það er vandi og skylda ríkisstjornarinnar og hins ný- kosna Alþingis að gera þær ráðstafanir, sem að gagni mega koma.“ Þannig blasir það við öllum, að rað þau, sem stjórnin beitti sér fyrir og taldi örugg til bess að tryggja efna- hagslegt jafnvægi, hafa gersamlega brugðizt. Spilaborgin er gersamlega hrunin ofan á ríkísstjórn, sem segist ætla að stjórna landinu áfram. En þó að þetta öngþveith og uppgjöf stjórnarinnar sé öllum ljóst, hlýtur þjóðin að spyrja og krefja stjórnina svara: Hvernig stendur á því, að svona er komið? Hvers vegna hefur stjórnin misst allt úr reipum með þessum hætti? Vilja ráðherrarnir ekki reyna að svara því? Þjóðin spyr og á rétt á svari. Og þessir menn þykjast ætla að stjórna áfram. Hvað ætla þeir að gera? Hafa þeir einhver ný úrræði? Ætla þeir aðeins að beita sömu óráðunum, sem þjóðin sýpur nú seyðið af? Það er rétt hjá B|arna Benediktssyni, að það er vandi og skylda ríkisstjórnarinnar og Álþingis að gera þær ráðstafanir, sem að gagni mega koma. En þjóðin spyr: Hver eru þau „úrræði"? Enn virðist stjórnin ekki sjá neitt nema sín gömlu Loka-ráð? Á að beita þeim afram? Eða ætlár stjórnin að viðurkenna mistök sín og bregða á ný ráð? Þjóðin spyr. Rannsókn og dóm- arinn víki Blaðaskrifin um víxilmál Ágústs Sigurðssonar og Jó- hannesar Lárussonar og viðskipti Larusar Jóhannessonar, hæstaréttaardómara, við Búnaðarbankann vekja allmikið umtal, eins og við er að búast, enda augljóst, að þeir málavextir, sem þar hafa verið settir fram, kalla á ítar- lega rannsókn í kærumáli Ágústs og öðfum hliðtsæðum málum. í sambandi við slíka rannsókn iiggur það í augum uppi, að Lárus Jóhannesson, hæstaréttardómari, sem bendlaður er við mál þessi, á að víkja úr sæti hæsta- réttardómara, meðan rannsókn fer fram. Hvernig sem mál þessi eru vaxin, er það augljóst, að ekki greiðist úr þeim, nema fram fari opinber rannsókn, og þegar slíkar ásakanir hafa verið fram bornar, er það eins nauðsynlegt að fá hreinlega úr því skorið, hverjir eru hafðir fyrir rangri sök, og nverjir eru sekir, svo og hverjar sakargiftir eru á rökum reistar og hverjar ekki. Þess vegna er það eðlilegt, að ytarleg rannsókn fari fram í kærumáli Ágústs og öðrum hliðstæðum málum og það er líka sjálfsögð réttarfarskrafa að hæstaréttar- dómarinn, sem sveigt er að, viki úr embætti sínu, meðan rannsókn fer fram. RCJBERT KARR McGABE; 11 KVIKSYNDI í SAIGON „VIETNAM gæti verið ágætt land ef ekki væru þar þessir Bandaríkjamaður. Kaldhæðni hans var ekki með öllu órétt lætanleg og orð hans áttu ekki einungis við ríkisstjórn Ngo Dinh Diem forseta. Hann hefur átt heima hér í Saigon í nokkur ár og orðið vitni að stjórnmálavandræðum svo að segja daglega. Vandinn í Viet nam er ekki einvörðungu sá, að losna við Diem og fylgi- fiska hans. Blaðamenn hafa flykkzt hingað síðan í maí í vor. Eitt af því, sem þá furðar einna mest á, er tregða Vietnama til þess að takast sjálfir á við aðsteðjandi vanda. „Þið Bandaríkjamenn verðið að hjálpa okkur", er hvarvetna viðkvæðið. „Diem er of vold- ugur til þess að við ráðum við hann einir“. Þetta hefur lengi verið við- kvæðið hjá stjórnarandstæð- ingum, sem eru máttvana og skipulagslausir. Þessarar skoð unar verður nú einnig vart meðal hersins, og auðvitað hjá Búddatrúarmönnunum. í JÚNÍ i sumar ræddi einn af fimm leiðtogum Búdda- trúarmanna við mig um Ivandamálin. „Stjórn Banda- ríkjanna stofnaöi stjórnina í Suður-Vietnam og styður hana“, sagði hann. „Ef stjórn in í Vietnam svíkur þá samn inga, sem hún hefur gert við okkur, þá verður stjórn Bandaríkjanna talin bera á- byrgðina. Bandaríkjamenn tóku á sig ábyrgð gagnvart Vietnömum þegar þeir settu Diem á valdastól. Ef Diem bregzt skuldbindingum sínum verða Bandaríkjamenn sakað ir um að hafa snúið baki við Vietnömum“. Að svo mæltu yppti hann öxlum. „Bandaríkjamenn geta ein ir leyst þennan vanda, þar sem Diem mun ekki reyna það. Hann er aðeins brúða yfirvaldanna í Washington, alveg eins og Ho Chi Minh er undir stjórn Kínverja og Rússa“. Hann hafnaði þeirri uppá- stungu, að Vietnamar kynnu sjálfir að geta losnað við Diem. „Porsetinn styðst við her, sem er búinn bandarísk um vopnum“, sagði hann. „Þúsundir leynilögreglu- manna eru umhverfis hvert einasta hof. Hvernig ættum við að geta gert nokkuð einir?“ Presturinn hefur nokkuð til síns máls. Það er engum efa undir orpið, að umfangs- mikil uppreisn ætti mjög erf itt uppdráttar. En engu meiri ástæa er til að gera sér góð ar vonir um árangur átaka, sem Bandaríkjamenn gengj- ust fyrir. Áframhaldandi stuðningur stjórnar Banda- ríkjanna við Diem hefur mjög spillt áliti margra Vietnama á Bandaríkjamönnum. — „Kennedy er kaþólskur", sagði einn af menntamönn- unum í Saigon fyrir skömmu. „Það er Diem einnig. Sam- bandið liggur í augum uppi“ Hver sú stjórn, sem Banda- ríkjamenn settu á laggirnar, hlyti umsvifalaust að lenda í svipuðum vandræðum og nú verandi stjórh á í. Frederick E. Nolting yngri, sem látið hefur af störfum sem sendiherra Bandaríkja- manna, hlýtur að teljast bera mikinn hluta ábyrgðarinnar á tregðu Vietnama til þess að taka til sinna eigin ráða. Það er augljóst, að Nolting hafði fyrirmæli um að láta sér koma saman vi Diem, þeg ar hann kom til Saigon. En jafn augljóst virðist, að hann hafi gengið lengra en fyrir- mælin buðu. Þó að Nolting sé stjórnar- erindreki að atvinnu hefur starf hans ekki borið vott um mikla stjórnkænsku. Segja má, að frámunalega klaufa- leg ummæli hans í s.l. mán- uði um trúarbragðavandamál ið feli í sér óbeina lýsingu á árangrinum af starfi hans í Vietnam: „Það versta við þennan fjára er, að menn einblína á eina af minni hliðum hans, ef ég má vera svo hispurs- laus í orðum. í einlægni sagt hef ég ekki séð nein merki um trúarbragðaofsóknir þau hálft þriðja ár, sem ég hef dvalið hér“. Herra Nolting virðist hafa horft í aðra átt. Það virðast aðrir erindrekar Bandaríkja- stjórnar einnig hafa gert. ALLT þar til um miðjan júní í sumar virðast banda- rískir stjórnarerindrekar hafa fengið allar upplýsingar sín- ar um hreyfingu Búddatrúar manna frá tveimur aðilum aðeins, þ.e. frá embættismönn um ríkisstjórnarinnar í Viet- nam og bandarískum blaða- mönnum. Engin tilraun virð- ist hafa verið gerð til þess að ná sambandi við trúar- leiðtogana sjálfa. „Búddatrúarmenn virðast hafa mjög sæmilega upplýs- ingaþjónustu", sagði háttsett ur, bandarískur embættismað ur við mig um miðjan júní í sumar. „Við fáum nú eintök af öllum opinberum tilkynn- ingum þeirra“, bætti hann við. Bandaríska sendiráðið fór loks að taka Búddatrúar- menn alvarlega þegar séra Thich Quang Duc var búinn að fórna lífi sínu. Upplýsing arnar hafa tekið miklum framförum síðan. En skaðinn var þá þegar skeður, bæði i Washington og Saigon. Vietnamar utan ríkisstjórnarinnar virðast ekki treysta Bandaríkjamönn um framar. Og stefna Banda ríkjanna hefur sýnilega verið mörkuð einungis eftir þeim blæfögru skýrstum, sem utan ríkisráðuneytinu bárust frá Nolting og starfsmönnum hans. Fyrir-hornið-klúbburinn á marga meðlimi meðal forráða manna Bandaríkjanna. „Við erum einmitt komnir fyrir hornið í Vietnam“, sagði X aðmíráll, Y hershöfðingi og Z ráðherra einmitt í dag. Get- um við þá átt von á, að verða komnir fyrir annað horn á morgun? SÚ óskemmtilega staðreynd að stjórn Kennedys hefur ekki sett fram neinar nýjar hugmyndir um Vietnam, eyk ur á vonleysi manna í Saigon. Biðin á því, að Henry Cabot Lodge, hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna, komi til Sai- gon, kann að stafa af því, að yfirvöldin i Washington hafi ekki tekið ákvörðun um stefn una, sem við eigi að taka. Starfsmennirnir í sendiráðinu í Saigon eru húsbóndalausir á meðan. Flestir þeirra láta sig fljóta með straumnum, láta í ljós hógværa hryggð yfir vandræðunum, en fylgja gömlu línunni um að láta „eitt yfir sig og Diem“ ganga. „Hann er ef til vill ekkert sérstakt mikilmenni“, sagði einn þeirra varfærnislega við mig. „En hann er það eina, sem við höfum að snúa okkur að“. (Umsögn bandaríska er- indreka í Seul er upplýsandi í þessu sambandi. Hann var spurður álits og sagði: „Þetta er vitleysa. Það er alltaf um eitthvað annað að velja“). Meðal þeirra, sem komið gætu í stað Diems eins og sakir standa, mætti benda á að minnsta kosti einn hátt- settan mann innan hersins, g vel kunnan menntamann og S einn eða tvo stjórnmálamenn. | Engan er auðvitað unnt að I nefna með nafni af ótta við 8 tafarlausar hefndarrástafan- i ir Diems, en ýmsir í Vietnam 1 virðast þeirrar skoðunar, að H hugsanlegir viðtakendur séu | fyrir hendi. Litlar vonir 8 standa til, að viðunandi við- 8 takandi finnist meðal flótta- B manna frá Vietnam. Flestir fl þeirra hafa óhreinkað sig á 8 samvinnu við Frakka eða | Hanoi-stjórnina. n MEÐAL Búddatrúarmanna er ekki neinnar úrlausnar að vænta, hversu aðdáunarverð sem barátta þeirra kann að virðast. Talsmenn þeirra full- yrða, að hreyfing þeirra sé ekki stjórnmálalegs eðlis, þó að ýmislegt bendi til, að hin ir yngri meðal trúarleiðtog- anna búi yfir fleiru en trúar legum spakmælum. Að lokn- um stöðugum viðtölum við hina ýmsu trúarleiðtoga í tvo mánuði, verður það fyrst og fremst smæðin og slægðin, sem situr eftir í huga manns. Forustumenn Búddatrúar- mannanna hafa sagt blaða- mönnum ósatt (sem raunar ér allt of algengt víðar í Vietnam), og gruna, eins og Asíumönnum er títt, alla fréttamenn um að vera ann- aðhvort á launum hjá CIA eða Ngo-bræðrunum. Ekkert efamál virðist, að Framhaid á 13. síðu. 2 TÍMINN, þriðjudaginn 1. október 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.