Tíminn - 02.10.1963, Side 8

Tíminn - 02.10.1963, Side 8
V18 flugum fram á þessa tvo menn, þar sem þelr rfSu ( ófærSlnnl i gamla slóS I áttlna aS Blöndu. sem þangaS voru komnlr. Þama óSu hestarnir vfSa snjólnn f hné. Þeir ætluSu aS halda að Ströngukvíslarskála í gærkvöldi til móts viS þá þrjá, FLOGIÐ YFIR FE OG MENN yaf1 Mfffii'lirk . 1 Vj|a njj; IGÞ-Reykjavik. 1. okt. f dag fóru blaðamenn Tím- ans í flugferð yfir Eyvindar- staðaheiði í björtu veðri og hinu bezta skyggni. Var snjó- hvítt yfír að sjá norðan jökla, en aftur á móti lítill snjór sunn an þeirra frá uppsveitum Borg- arfjarðar og austur að Kili. Á Eyvindarstaðaheiði féllu ár á milli skara og víða virtust þær komnar á ís. Aftur á móti var ekki kominn ís á stöðuvötn nema þar sem krap hafði safn- azt I þau meðfram löndum. Norðan Ströngukvíslar og út með Blöndu var töluvert um fjárslóðir og hópar kinda voru á strjálingi á þessari leið. Nokk uð var um kröfs á hæstu hnott- um, en féð virðist hafa stanz- að lítið og bendir það til þess, að víðast sé um jarðbönn að ræða. Við flugum fyrst að Ströngu- kvíslarskála, þar sem allt var hvítt og fannbarið. Dráttarvél- in með vagninum aftan í var fyrir dyrum skálans, eins og menn nöfðu skilið við hana, þegar þeir riðu til byggða í hríðinni í fyrri viku. Skammt norður undan voru tveir menn á hestum að reka fáeinar kind- ur til norð vesturs. Voru það tveir þeirra þriggja, sem riðu upp á heiðina á morgunn. Þriðja manninn sá- um við standa á mel, ekki langt frá skálanum. Hann veifaði til flugvélarinnar. Virtist allt vera í bezta gengi hjá þeim þre- menningunum, sem eru Sigur- jón Guðmundsson. fjallskila- stjóri, Jósep Sigfússon, undan- leitarforingi og Sigurður Sig- urðsson, yngri. Nokkuð langt var á milli þeirra, sem Vöfu á hestunum með féð og manns- ins á melnum .Virtist hann vera að huga að fé þarna af hæð- inni, en skyggni var afburða- gott, og auðvelt að sjá fé, sem skar sig vel úr á hvítri mjöll- inni. Okkur sýndist ekki ýkja þungfært fyrir skepnurnar, þar sem mennimir voru að reka féð, en kindumar fóm sér hægt og engmn gáski sjáanlegur i fasi þeirra. Norðar á heiðinni vissum við af tveimur mönnum. sem áttu að vera á leiðinni suður að Ströngukvísl til móts við þá þrjá, sem þar voru. Við hittum á þá vestur af Fossárdrögum og stefndu þeir í átt að Blöndu. Fóra þeir gamla slóð og á leið- inni til baka sáum við að þeir mundu eiga fremur greiðfæra leið þegar að Blöndu kæmi, því þar var eins og meira hefði rifið af en annars staðar. Þar sem við flugum fram á mennina tvo, var töluverður snjór. Sáum við að stundum óðu hestamir snjóinn í hné, og vita allir, sem ferðast á hestum i þannig færi, að það er bæði seinlegt og erfitt. Annar mannanna reiddi hund sinn fyrir aftan sig. Hann reið brúnum hesti. Hinn var á skjóttum; hafði tvo skjótta til reiðar. Þrátt fyrir færðina mið- aði mönnunum vel áfram. og munu þeir ætla að ná að Ströngukvíslarskála í kvöld. Þegar komið var þama út á heiðina, sáust hrossahópar við og við og virtust þau hafa gras. Munu þau bjargast betur í þeim snjó, sem þarna er, heldur en féð. en víða sáust kindur standa í hópum og híma. Hins vegar vora kröfs eftir þær sums stað- ar, eða að minnsta kosti var hægt að álíta það, þótt erfitt sé að gera greinarmun á slóð- um og krafsi kinda og hrossa úr lofti. Við flugum til baka yfir Ströngukvíslarskála, en sáum ekki til mannaferða við skálann sem varla var von, þar sem mennirnir höfðu verið í tölu- verðri fjarlægð frá honum er við vorum á norðurleið, og verið að huga að fé. Er við flugum norður fórum við upp Borgarfjörð og vestan Eiríks- jökuls, en suður fórum við Kjöl. Suður undan Kili tekur fljót- lega fyrir snjó og er jörð auð úr því. Er ólfkrt um að litast sunnan Kjalar, þar sem enn eru góðir hagar, en allt í frer- um nyrðra. Munu menn vinna af kappi að því að koma fénu niður af Ejrvindarstaðaheiðí, enda virð- ist manni. að þörf sé skjótra handtaka við það. Svo sýnist sem fé og hross hafi sótt mik- ið norður heiðina síðustu daga, þar sem mikið er um slóðir niður með Blöndu. Og fjárhóp- urinn, nær þrjú hundrað kind- ur, sem rekinn var yfir Ströngukvísl fyrra mánudags- kvöld hafði dreift sér svo ræki lega, að hvergi sáust meira en tíu til fimmtán kindur í hóp. Um hádegið í dag lögðu Hún- vetningar og Skagfirðingar af stað í slóð þeirra fimm, sem þegar voru komnir upp á heið- ina. Þeir fóra á tveimur Fergu- son-beitisdráttarvélum með sleðum en jarðýta fór á undan og raddi slóðina. Þeim hefur fjölgað, sem fara á heiðina og munu það' alls verða fimmtán manns, sem fylgir sleðunum. í Framhalfl á 15 siðu llmSTl'i'Mll1MiM' 13 i ■ : ; ■ , Tvelr menn á hestum aS smala klndum skammt frá Ströngukvísl f gærdag. (Ljósmyndlr: Kárl). b T í M I N N. mlSvikudaalnn 2. október 1963. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.