Tíminn - 10.10.1963, Qupperneq 2

Tíminn - 10.10.1963, Qupperneq 2
Glæpastarfsemi — blómlegasta atvinnugrein Bandaríkjanna Bandaríska leynilögreglan gerði nýlega skyndirannsókn í ólöglegu spilavíti í Banda- ríkjunum og þar fann hún 80 síðna leiðbeiningapésa um falska spilateninga. — í pésanum stóð m. a.: Við get- um ekki nógsamlega mælt með þessum teningum. Þeir eru mjög góðir í hættulegt framspil. Þeir þola mjög ná- kvæma rannsókn og við venjulegar aðstæður mun engan gruna neitt. í'esi pessi er tilvalinn fyrir alla svindlara: en hann gefur góð ráð og segir irá skökkum teningum, segulmíignuðum teningum og Jilöíiímm teniugum, sem eru þyngr; í rnnan endann. Einnig er sagt frá fingurgullum, sem út- búin eru smáspeglum, og merkt- um kortum, en merkin eiga ekki- að sjást nema með sérstökum kontaktlinsum. Þessi bók hefur verið send út um öll Bandaríkin, en hún er gerð af fyrirtæki nokkru í Ohicago, sem framleiðir helztu nauðsynjavörur fyrir svindlara. Nærr má geta, að slík starf- semt þarf að gefa mikið af sér, ef hún á að borga sig. Auglýs- ingapési þessi gefur til kynna, "frékar en nokkrar tölur, að fjár hættuspil er ekki skemmtileg tómstundaiðja karla, heldur frekleg féfletting af almúganum. Þetta er venjulega virðingar- vert fólk í alla staði, sem ekki þugsar u! í það eitt augnablik, að það er þeirra sök, að banda ríska þjóðfélagið er í dag í helj- argreipum glæpahringa. Svo lengi sem borgarinn gerir sér ekki Ijóst, hve miklir skaðræðis- staðir spilavítin eru, þá hafa yf- irvöldin ekkert tækifæri til að vinna bug á hinni skipulögðu glæpastavfsemi í landinu. Dómsmálaráðherra Bandaríkj anna, Robert Kennedy, hefur lýst því yfir, að oftast séu þeir peningar, sem glæpamennirnir græða á spilavítunum, notaðir til þess að múta lögreglumönn- um og öðrum embættismönnum. í öllum Bandaríkjunum til sam ans eyða saklausir borgarar 3500 milljónum á ári hverju í fjár- hættuspil, en það' er tíu sinnum hærri upphæð, en sú, sem þau verja til iandvarna sinna. Fjórði hluti þessa fjár rennur í vasa glæpamatinanna eða er lagð'-ir í nýja glæpastarfsemi. Þannig er starfsemi glæpa- mannanna mjög mikilvægur þátt ur í efnahagslífinu. Glæpastarf- semi er einfaldlega umfangs- mesta stavfsgrein í Bandaríkjun- um og til samanburðar má geta þess, að velta bílaiðnaðarins þar er aðeins 60 milljónir á ári og þá er ekki átt við hreinan gróða. Þrátt fyrir það nemur velta bíla iðnaðarins um 5% af peninga- veltu þjóðarinar og er hún álit- in öruggt merki um velgengni landsins í það og það skiptið. Ef bílaveltan lækkar, er það tal ið öruggc merki þess, að slæm- ir tímar sóu í vændum. Engar ákveðnar tölur eru til um það, nve margir í Bandaríkj unum lifa af fjárhættuspili, en iögreglan í Cincinnati fletti ný- lega ofan af 2000 umboðsmönn- um, sem lifðu á fjárhættuspili. í allt spdað'i hjá þeim í kring- um 200.000 mans á dag. Ein helzta grein fjárhættu- spils eru veðreiðar, en allir íþróttaviðburðir koma Banda- ríkjamönnum svo úr jafnvægi, að þeir byrja að veðjja. Oft er það með þátttöku í getrauna- samkeppni og er þá^ um millj- ónaveltu ag ræða. Ágóðinn er svo gífurlegur, að umsjónar- menn gecraunanna láta sig ekki muna um að múta íþróttahetjun- um, svo að niðurstöð'urnar verði þeim í hag. Reiknað er með, að glæpamennirnir haldi 80 centum af hverjum dollara, sem þeim áskotnast. Á hverju götuhorni í borgum Bandaríkianna er svokallaður ..bokkmaker”, það er sá sem tek ur við veðfénu og eingöngu á Manhattan í NY eru 10.000 veðmangarar. Gert er ráð fyrir því, að 300.000 Ameríkumenn leggi þetia starf fyrir sig og all- ir eru þeir sérfræðingar í svindli og öðrum prettum. Á kvikmyndum sér maður glæsilega herramenn spila fjárhættuspil og hver þeirra nýtur leiksins út i yztu æsar og reynir að slá hinum við í prett unum, “ en svikastarfsemin í Bandaríkjunum í dag á ekkert skylt við slíkt. Þetta er óþrifa- legur atvinnuvegur, stundaður af þorpurum, sem gefur ekki mót- spilaranum svo mikið sem smá- tækifæri til að vinna. Það er ekki verið að spila, heldur er verið að íéfletta auðtrúa fólk. Oftast er það ákveðið fyrir fram, hvernig spilin eiga að enda. Philip Fox heitir prófessor við háskólann í Wisconsin, en hann hefur rannsakað þessi mál í tuttugu ár. Hann segir, að eng- inn sem ieggur stund á nokkurs konar áhættuspil, hafi nokkurt tækifæri til að vinna. og því leng ur, sem maðurinn spili, því minni séu líkurnar. Samt heldur fólk ;ð endalaust áfram, því að það iifir alltaf í voninni. Það hefur einnig virzt vera dgjörlega ómögulegt, að finna upp eitthvert kerfi, sem hægt er að nota til að vinna. Eigandi spilavítis nokkurs í Las Vegas hefur tilkynnt, að ef einhver rík ur maður í New York fyndi upp kerfi, sem dygði til að vinna, þá mundi hann senda leigubíl eftir honum pcssa 6000 km., sem eru á milli Las Vegas og New York. Veðmangarabraskið er mjög umfangsmikið og eins vel skipu lagt og stamstu auðhringir heims ins. Stærstu hringirnir eru lay- off-bankarnir og wireservice- -Krifstofurnar. Layoff-bankarn ir sjá um nauðsynlegar trygging ar veðmangaranna, svo að þeir bíði ekki stórtjón, ef skyndi- lega kæmi fyrir að þeir töpuðu, en í gegnum skrifstofurnar fá mangararnir jafnóðum allar upp- lýsingar um urslit íþróttaleikja, en það er auðvitað nauðsynlegt tyrir þá1 Það er áreiðanlega hverjum íslendingi óskiljanlegt, hvernig glæpamenn Bandaríkjanna hafa i ró og næði getað byggt upp svo óbilandi kerfi, en skýringuna er að finn-i í hlutum, sem hvergi gætu þrjfizt nema í Ameríku. Þetta glæpahyski hefur svo ;nikil peningaráð, að það er leik ur einn fyrir það, að múta lög- -eglu og öðrum embættismönn- um. í mörgum bandarískum borg um gengur þetta svo langt, að glæpamennirnir fara alveg með öll völd, en lögreglan og stjórn- Framhaid á 6 síðu. Kennari Ann, Ruth Harrison, hjálpar henni við a3 venjast nýju hönd- unum. Þarna er Ann að enda við að koma brúðunni sinni í rúmið. Ann fær gervi- hendur Ann litla er ekki nema tveggja ára gömui og er eitt af þeim ó- gæfusömu börnum, sem fædd- ist handalaust, vegna áhrifa lyfs ins thalidomid. Þetta er hraust og fjörug telpa og nú hefur hún nýlega fengiff. gervihendur, en hún dvelur á heimili fyrir börn í slíku asígkomulagi, sem er í Stokkhólmi. Handleggtmir eru gerðir úr plasti og sömuleiðis vestið, sem þeir eru fastir við, á bakinu er hylki, er inniheld- ur koldioxid, en fyrir því ganga hendurnar. Þegar Ann beygir sig áfram færast hendurnar sam an, en þegar hún réttir úr sér, færast þær í sundur. Hreyfing- unum er uokkurn veginn stjórn- að af leðuról, en hún opnar og lokar tveimur opum, sem gasið streymir um á víxl. Enn þá Isafa aðeins verið gerff tvö vesti af þessari gerð, en þau hafa bæði verið smíðuð í Svíþjóð eftir fyr- irmynd þýzkrar uppfinningar. Stjórnleysi í Þjóðólfi, blað’i Framsókn- armanna á Suðtirlandi, segir svo meðal annars um ástand- ið í efnaha.gsmálum: „Fyrir kosningaraar vöktu Frauisóknarmenn athygli á því, að „v,iSre;,snin“ væri búin að setja allt efnahagskerfið úr böndunum. Bullandi dýrtíðin hafði þá þegar raskað allri eðli- 'iegri efnahagsstarfsemi i laiul- inu. Mefs hóflausu skrumi og blekkingum tókst stjóraarlið- um þó að komast gegnum kosningarnar með nauman meirihluta sinn — þó skerta.n. Síðan eru liðnir fjórir mán- uðir og nú dylst enigum lengur ráðleysi r,íkisstjórnari,nnar. Óðadýrtíðin lierjar nú allt okk ar efnahagslíf og hvers kyns hækkanir eru daglegt brauð. Ríkisstjómin reynir a.ð kenna öffrum um afleiðingar stjórn- leysis síns og reynir a® halda því fram, að of m'iklar kaup- hækkanir eigi a'lla sök á þess- ari verðlagsþróun. Sú skýring liljómar þó heldur hjáróma, þegar sú staðreynd blasir við, að í ágúst hækkaði vísitalan um 5 stig, sem átti nær ein- göngu rót sína ajj rekja til hækkunar á beinum sköttumi sem ríkiisstjórnin þykist þó allt- af vera að lækka. Sannleikur- inn er líka sá, að launahækk- aniraar hafa verið á eftir dýr- t.ðarþróuninni, sem sett hefur verið af stað af ríkisstjórninni mej( endurteknum gengislækk- unum, vaxtaokri og skattpín- inigu“. Kiarasamningar Ennfremur segir í Þjóðólfi: „Ein af afleiðingum hi,ns óhefta dýrtíðarflóðis er sú, að sífe’lldur órói hefur ver'ið á vinnumarkaðnum. Kaupkröfur cig verkföll hafa verið einu úr- ræði launastéttanna til að reyna að vega upp á móti þeirri dýr- tíð, sem ríkisstjórnin hefur magnað. f þessum mánuði stendur nú fyrir dyrum að gera almen.na kjarasamninga í þriffja sinn á þessu ári. Vissulega eiiga verkamenn og aðrar stéttir, sem þe'im fylgja í launakjörum, skilið að fá kaup hækkun til ajj mæta dýrtíðar- flóðinu, en á hitt verður einn- i,g að líta, a.ð óábyrg Stefna ríkisstjórnarínnar er nú komin vel á veg me® að kippa fótum undan rekstri atvinnuvega þjójv arinnar. Af ríkisstjórninni er einskis góðs að vænta og þa.ð verffur því vafalaust nauðsyn- letgt að höfða til ábyrgðarti'l- finningar launastéttanna að þær stilli kröfum sínum í hóf. Þess væri vissulega óskand’i að launþeigum og vinnuveitend um tækist að leysa sín vanda- mál með þeim farsæla hætti, sem mótaður var af samvinnu- mönnum og launþegum á Norjj urlandi 1961 og 1962: Hóflegar kauphækkanir, sem atvinnuveg irnir geta borið án verulegra áhrifa á verðlagið". Hveriir elta? Leiðari Mbl. í igær heitir: „Framsókn éltir kommúnista". Þar er átt við, að Framsóknar- mern styðji kommúnista í kaup kröfum tU að_ koma „viðreisn- inni“ á kné! f leiðara þessum, sem ber öll einkenni hinnar al- varlegu móðursýk'i, ráðleysis og strútsnáttúru, sem nú þíak ar ráðamenn stjórnarftókkanna, segir meðal annars: „ . - • Fram sóknarflokkurinn slæst í förina (Framhald á 6. síðu) r ” 7 ,7/ (f vr \T v ’ i'-" 2 T í M 1 N N, fimmtudaginn 10. október 1963, —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.