Tíminn - 12.10.1963, Síða 5

Tíminn - 12.10.1963, Síða 5
s Friðrik Ólafsson skrifar um Þeir, sem fylgdust meS skák- mótinu í Los Angeles í sumar, hafa efalaust veitt' því eftirtekt, hversu mikill munur var á tafl- mennsku júgóslavneska stórmeist arans Svetzoar Gligoric í fyrri hluta mótsins, og þeim seinni. Hann tefldi af miklu öryggi fram- an af og var í efsta sæti, er seinni hluti mótsins fór í hönd, en þá var sem hotninn dytti algjörlega úr taflmennsku hans og honum tókst aðeins að verða sér úti um þrjú jafntefli í þeim skákum, sem eftir voru. „Hvað veldur þessu,“ kunna menn nú að spyrja, „hljóta ekki að vera einhverjar veiga- miklar orsakir fyrir hendi?“ , Að loknu skákmótinu í Los Ang- eles brá Gligoric sér t'il Chicago og tók þar þátt í hi'nu svonefnda „Opna meistaramóti" Bandaríkj- anna. Blaðamaður nokkur spurði hann, hvort hann gæti gefið nokkra skýringu á hinni ójöfnu taflmennsku sinni í fyrrnefndu móti, en Gligoric vildi lítið út á það gefa. Þó gaf hann það í skyn, á sinn hæverska máta, að keppi- nautar hans hefðu vafalaust sýnt heilsteyptari taflmennsku og það •hefði gert' útslagið. Þá taldi hann heldur ekki útilokað, að hin langa og erfiða skák hans við höfund þessa þáttar í 8. umferð mótsins hefði lamað svo baráttuþrek hans og líkamlegt úthald, að hann hefði varla borið sitt barr eftir það. Ég gæti vel ímyndað mér, að þetta síðara atriði vegi þungt á metaskálunum. Gligoric varð fyrir því slysi að leika af sér skipta- muni snemma í þessari skák, en þrátt fyrir þetta var staðan svo erfið viðfangs fyrir mig, að ég gat aldrei verið öruggur um að hon- um tækist ekki að finna einhverja jafnteflisl'eið. Hann lagði geysi- mikla vinnu í skákina, baxðist eins og ljón allan tímann, og er það ekkert launungarmál, að það munaði stundum aðeins hárs- breidd, að hann næði jafntefli. Einhvern veginn slampaðist ég þó á að halda lífi í glæðunum og loks ins, eftir að leiknir höfðu verið u.þ.b. 80 leikir, gat ég fyrst verið öruggur um, að vinningsmöguleik- ar leyndust í stöðunni. Vinnings- leiðin var þó engan veginn ein- föld, og óhætt er að segja, að Farandsöngvaramir, sem í sum ar ferðuðust um Vestfirði og Norð urland ng héldu um fimmtán skemmtanir víðs vegar þar, ætla nú að byrja skemmtiför um Suð- urland og verður Akranes fyrst fyrir valinu n.k. sunndag. 1 skemmliflokki þessum er að- allega söngfólk, sem sé þau Sig- Gligoric létti ekki undir með mér róðurinn. Það var ekki fyrr en eftir 100 leiki, að mér hafði loks- xns tekizt að ná svo góðu tangar- haldi á honum, að hann áleit frek- ari taflmennsku vonlausa og gafst upp. Þannig var hetjuleg vörn Gligoric og hin mikla vinna orðin til einskis, og þarf ekki að lá Gli- goric það, þó að þessi úrsl'it yllu aonum vonbrigðum. Ég ætla að birta þessa skák í heild (2 þættir), en stikla á stóru vegna lengdar hennar. PIATIGORSKY-MÓTIÐ. Hvítt: S. GLIGORIC. Svart: Fr. ÓLAFSSON. Griinefelcls-vörn. I. d4, Rf6. 2. c4, gí. 3. g3, Bg7. 4. Bg2, d5. 5. cxd5, Rxd5. 6. Rf3, o-o. 7. o-o, c5. 8. dxc5, Ra6. 9. Rg5. — (Allt er þetta „teóría” enn sem kom- ið er, en geta má þess, að síðasti leikur hvíts, er ættaður frá Najdorf, sem beitti honum í skák sinni við Pachmann í Amsterdam 1954 (01- ympíuskákmótinu). 9. Rdb4. 10. Rc3, h6. (Pachman lék hér 10. —, Hxc5 og fékk Najdorf þá yfirburðastöðu eft- ir 11. Be3. Endurbótin 10. —, h6 er komin frá Panno). II. Rf3, — (Svartur stæði vel eftir 11. Rge4, f5. 12. Rd2, Rxc5). 11. —, DxD. (11. —, Be6 er væntanlega nákvæm- ari leikur hér). 12. HxD, Be6. (Ekki er ráðlegt að drepa strax á c5 vegna 13. Be3 og svartur fær ekki valdað riddarann á c5). 13. Rel, — (Eykur áhrifavald biskupsins á g2 og valdar um leið c2-reitinn). 13. —, Rxc5. 14. Be3, Hac8. 15. Rb5, — (Skákin tekur nú á sig allmikinn ævintýrablæ, en hvítur á varl'a betri kostar völ, vilji hann halda frum- kvæðinu í skákinni. Takið eftir, að hvítur græðir ekkert á 15. Bxc5, Hxc5. 16. Bxb7, Bxc3). 15. —, Ra4. (Svartur lætur sitt ekki eftir liggja. Hann missir nú bráðlega bæði peð sín á drottningarvængnum, en urveig Hjaltested. Svala Nielsen, Erlingur Vigfússon og Jón Sigur- björnsson en stjómandi og undir leikari er Ragnar Björnsson. Verða skemmtanir þeirra ekki margar a'ð þessu sinni, þar eð sumir úr hópnum eru á förum til útlanda Fyrsta skemmtunin verð- ur sem sagt á Akranesi, í Bíóhöll- inni, n.k. sunnudagskvöld. reiknar með að fá þau fyrr eða síð- ar aftur). 16. Rxa7, Hcd8. 17. a3, Rd5. (Þessi staða fram að síðasta leik svarts, kom upp fyrir nokkrum ár- um í einvígisskák milli Reshevsky og Benkö, án þess að teflendum þessarar skákar væri um það kunn- ugt. Benkö lék hér 17. —, Ra2 og fékk slæma stöðu). 18. Bd4, Rxb2. 19. Bxg7, Kxg7. 20. Hdbl, — (Nú fellur peðið á b7, en hin ógnandi stáða svörtu riddaranna veitir nægi- legt mótvægi). 20. —, Rc4. 21. Hxb7, Rc3. Þetta er hin „kritiska” staða og jafnframt uppháf „harmleiksins”. — Gligoric vill skiljanlega halda peði sínu á e2.til haga, en yfirsést um leið, hvað samvinna hinna fláráðu svörtu riddara ber í skauti sér. Bezta áframhald hans er vafalaust 22. Hxe7, því að eftir —, Rd2. 23. Hc7, Rb3. 24. Hxc3, Rxal heldur hann a. m, k. einu peði upp í skiptamuninn (það fer varla hjá því, að a-peðið falli fyrr eða síðar) og ætti ekki að verða skotaskuld úr að halda jafn- tefli á þá stöðu. í stað þess að taka skiptamuninn gæti svartur að sjálf- sögðu reynt 22. —, Rxe2f eða 22. —, Rd2. 23. Hc7, Rxe2f -— en ekki er að sjá, að svartur eigi nokkuð afgerandi í því afbrigði). 22. e3? Ra5l (Nú fyrst verður Gligoric ljóst, að hrókur hans á al er fangaður. Hann á ekki nema eitt svar). 23. He7, Rb3. 24. Hxe3, Rxal. (Þrátt fyrir skiptamunstapið eru björgunarmöguleikar hvíts ekki ó- verulegir, því að peð svarts standa öll á sama vængi, andspænis hinum hvítu). 25. Rd3, Rb3. 26. h4, — (26. h3 var betra, eins og brátt kem- ur í Ijós). 26. —, Ra5. 27. Rf4, Bc4. (Þessi leikur væri ekki góður, hefði hvítur leikið 26. h3). 28. Rc6, Hdlf. 29. Kh2, Rxc6. (Að sjálfsögðu væri nú æskilegt fyr- ir hvít að geta drepið biskupinn á c4, en svartur svarar þá með 30. —, Re5 og nú hefnir sín veikleikinn, sem myndazt hefur á g4 (sbr. 26. leik). 30. Bxc6, Bað. 31. Bf3, Hd2. 32. Kg2, Hc8. (Svartur nær' nú hrókakaupum og er þá peðið á a3 dæmt til að falla). 33. HxH, BxH. 34. Rd5, e6. 35. Rb4, Bd7. 36. g4, Hb2? (Þessi fljótfærnislegi leikur á eftir að valda svarti miklum erfiðleikum. Hann átti að leika hér 36. —-, g5, ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Eitt fegursta orð málsins er orðið sunnudagur, dagur sólar- arinnar, dagur ljóssins. Frá sunnudeginum og hlut- verki hans fellur eða ætti að falla birta yfir all'a aðra daga vikunnar. Hann á að vera eins og Ijómandi gimstein.i með ó- teljandi blikflötum í gullhring vikunnar. Sjöundi hluti mannsævi er sunnudagur. Sjöt'ug manneskja hefur þá lifað sunnudag í 10 ár eða 10 ára sunnudag. Það er meira en flesta grunar að óat- huguðu máli. Þetta sannar, hversu þýðing- armikið það er, að halda sinn sunnudag eða helgidag á rétt- an hátt. Það er list út af fyrir sig, sem að minnsta kosli við ísl'endingar æfum hvorki né rækjum svo sem skyldi. Það varðar svo miklu um gæfu og ógæfu, hvildardags- haldið, að unnt væri um það að segja: Segðu mér, hvernig þú verð sunnudögum þínum og helgi- dögum, og ég skal segja þér, hvernig þú ert og hvernig lífs- gæfa þín er. Sunnudagur móöar mann meira en aðrir dagar, og við mótum þá einnig meira, þar eð við ráðum miklu meira um það, hvernig þeim er varið, en hin- um, sem skyldan krefst af okkur. En hvernig verjum við þá sunnudögum og helgum yfir- l'eitt? t Það er ekki gæfulegt svar, sem hægt ér að gefa. Og samt skal því ekki gleymt, að mikill hluti einkanlega unga fólksins ver helgum sínum til þarflegra og uppbyggilegra starfa, t. d. við húsbyggingar og til að koma sér upp fallegum heimilum. Það er góðra gjalda vert. En samt mundi nú engu slökkt niður, þótt' ungu hjónin annað hvort eða bæði reyndu að eiga frjálsan messutSmann, til að fara í kirkju sfna. Mörg dæmi veit ég til þess, að of mikil ergi við vinnu, vök- ur og þrældómur, án nokkurs andlegs viðnáms eða andlegrar viðleitni hefur eyðilagt heimil islíf og hamingju ungu hjón- anna, áður en íbúðin var kom- in upp, kannske vegna þess, að þau gáfu sér aldrei tíma til að sinna hinu eina nauðsyn- lega, sínu eigin sálarhungri. Kirkjan gleymdist, bókin gleymdist, leikhúsið gleymdist, ástin gleymdist, og hamingjan varð ekki hamin í köldum, hörð um steinveggjum, jafnvel þótt íbúðin væri fallega máluð og eldhúsið „toppmoderne". Það má ekki gleyma sunnu- deginum og þeim tækifærum, sem helgarnar gefa til að njóta góðra bóka, hljómlistar og helgistunda. Hitt er satt, að oft er þar l'ítil stund 111 góðs. Það er unnt að verja miklum hluta sunnudags eða helgar til heimilisbygginga, þótt hinu eina nauðsynlega sé gefinn gaumur og vakað yfir því eina stund á helgum stað. En svo er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri sorglegu st'að- reynd, að sunnudagar og helg- ar eru einmitt notaðar þannig, að þá er hættan mest og ógæf- an hvert andartak á þröskuldi margra heimila. Kristur talar um skepnur þær, sem falla í brunn og séu þó dregnar upp á hvíldardegi. En hér eru grafnir eiturbrunn- ar um hel'gar árið um kring. Og í þá falla margar manneskj ur, kannske blómi þjóðar og æskulýðs, og eru fáir eða eng- ir, sem draga þær upp úr og sízt' á hvíldardegi. Hugsið ykkur þann mun tveggja heimila, þar sem ann- að gefur börnum sínum bjartar minningar , um sunnudags- morgna, þar sem pabbi fór með börnin í kirkjuna til barnaguðsþjónustunnar. Allt var hreint og fágað og indæll matur á borðum, þegar heim var komið. Þá settust allir við borðið og mamma flutt'i ofur- litlíj borðbæn. Eitthvað heil'agt og hreint ljómaði úr augum og gexði brosin svo björt, orð- in svo ljúf, stundina að sann- kölluðum sunnudegi. En á öðru heimili, kannske í sömu blokk, undir sama þaki, var allt á tjá o'g tundri. Mamma vansveft'a, grátin, ógréidd og tjásuleg. Börnin hrædd og titr- andi, þar sem þau læðast á tán- um fram á bað. Enginn hlutur er á sínum stað. íbúðin full af tóbaksreyk og víndaun og verra en það. Pabbi sofandi, þung- um, hrjótandi drykkjusvefni, kannske á gólfinu, kannske í kuðl'i á rúmshorninu, eða þar sem hjónarúmið átti að vera, en er nú brot'ið og bramlað, en fjalirnar notaðar fyrir bar- efli, bæði á fólk og húsgögn. Er unnt að hugsa sér ólíkari æskuminningar um sunnudags- morgun? Hvora vilt þú gefa þínu barni? Og hvernig gætir þú svo skap að þér sælan og sannan sunnu- dag? Það getur þú með því að gleðja börn, gamalmenni og sjúklinga. Ein heimsókn, eitt bréf, eitt blóm eða bros, ein smágjöf, jafnvel símahringing getur skapað sólskinið, sem við eigum að gera sunnuda-ginn úr. Sunnudagar éiga að vera sólskinsdagar, jafnvel í stór- hríðum hins íslenzka vetrar og sviptibyljum mannlegra harma og þjáninga, vonbrigða og vandræða. Gefið þeim æðsta sæti meðal daga ársins og það mun tryggja sanna þjóðmenningu um alla framtíð öllum hervirkjum bet- ur. Árelíus Níelsson. J til að koma í veg fyrir að hvítur geti neglt niður stöðuna með g4-g5). 37. Rd3, Ha2. 38. Re5, Bb5. 39. g5! (Hvítur hefur nú fengið sínu fram gengt og jafnteflismöguleikar hans aukizt). 39. —, h5. (Upp&kipti mundu fremur stuðla að jafntefli). 40. Be4, Hxa3. (Þetta er biðstaðan og hlýtijr hún að teljast býsna vandasöm fyrir svart. Hann á örðugt með að koma kóngi sínum í spilið, þar eð peðið á f7 þarfnast stöðugrar verndar og þetta vandamál leysir hann ekki með því að leika —, f6, þar sem nýr veik- leiki mundi þá myndast á g6. Ég ræði þetta ekki nánar hér, en 1 næsta þætti verður birt framhaldið á þess ari harðvítugu viðureign). T í M I N N, laugardaginn 12. október 1963. — 5

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.