Tíminn - 12.10.1963, Qupperneq 7

Tíminn - 12.10.1963, Qupperneq 7
— ®fflt®sts$ — Útgefcindi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. _ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Hel'gason og IndriBi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karisson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviösson. Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augi., sími 19523. Aörar skrrfstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — HÉR AÐ OFAN er hinn umdelldi og nýkjörni forseti Alsir, Ben Bella, að ræða við fréttamann, sem heldur hljóðnema að honum. Ben Bella er að segja frá morð- tilraun, sem honum var gerð á sunnudaginn var, en lífvörðum hans tókst að afstýra tilræðinu. Ben Bella á nú í höggi við harð- skeyttar sveitir Berba f Kabýla- fjöllum. Uppreisnarmenn hyggj- ast reka hann frá völdum og telja stjórn hans fasistíska. — Við hlið Ben Bella er frú ein harla fræg um þessar mundlr, Ngo Dinh Nhu, frá Viet-Nam. Hún kom til New York s.l. mið- vikudag, og á flugvellinum tóku blaðamenn hraustlega á móti henni og rigndi yfir hana spurn- ingum um ástandið heima fyrir, eins og vænta mátti, Frúin svar aði hressilega, ómyrk í máli sem fyrr. Hún sagðist þó aðelns vera komin til New York í elnkaerlnd- um. — Hér til hliðar er frægur þýzkur leikari og leikstjóri, Gustaf Gruendgens, er einna hæst hefur borið í þýzkri leikllst slð- ustu áratugi. Hann fannst látinn I gistiherbergi slnu á Manila s.l. þriðjudag og var þá 64 ára að aldri. Hann lá andaður á gólfi baðherbergis íbúðar sinnar I gistihústnu. — Loks er hér neðst mynd af austur-þýzkum flótta- manni ,sem tíðrætt er um sem stendur. Hann heitir Fritz 'Hanke, var heitur kommúnisti og fyrir- liði f herverði kommúnista við múrinn I Berlín. Þessi maður flýði þó til V-Berlínar s.l. vor og baðst hælis sem pólitískur flótta maður. En fyrir skömmu var hann tekinn fastur og leiddur fyrir rétt. Sök hans var sú, að hann hefði í júnl 1962 skotið á flóttamenn á landamærunum við Schlrrke. Hann hefur ekki ncitað ákærunni en fært sér til máls- bóta, að honum hafi verið nauð- ugur einn kostur I þessu cfnl um þetta leyti. Hann sltur hér með lögreglumenn að baki. Kljúfið ekki A.S.I. Pau tíðindi berast nú, að nokkur félög innan Alþýðu- sambands íslands boði sérstaka ráðstefnu um kaupgjalds- mál, en neiti að taka þátt í ráðstefnu, sem Alþýðusam- bandið hefur boðað til. Þetta mun flestum þykja ill tíðindi. Morgunblaðið virð- ist hins vegar gleðjast mjög yfir þessu, enda sýníst það hafa verið ein helzta hugsjón þess um skeið að kljúfa alþýðusamtökin. Nærri má geta, hvort sú viðleitni er af umhyggju fyrir hag alþýðu manna í samtökunum. Það er slæm yfirsjón, ef ASÍ hefur ekki strax í upp- hafi boðað verzlunarmannasamtökin til ráðstefnu sinn- ar, því að þau eru löglega komin í sambandið, hvaða skoðun sem menn hafa annars á öllum aðdraganda þess. En úr þessu mun hafa verið bætt, og þeim boðin sjálf- sögð þátttaka. Það horfir sannarlega illa, ef aiþýðusamtökin verða klofin, ekki aðeins fyrir það fólk sem beinlínis á afkomu sína undir styrkleika þeirra, heldur einnig fyrir alla þjóðina. Allh- þeir, sem hafa skilning á þvi, hvers virði alþýðu- samtökin eru, hvar í flokki sem þeir standa, verða að taka saman höndum um að fyrirbyggja það, að pólitískir ofstækismenn slíti þau í sundur á milli sín. Vonandi takast með heilráðum mönnum nógu sterk samtök um að koma í veg fyrir að svo hörmulega takist til, og áður en það er um seinan. Þtúr munu fá þungan dóm, sem kljúfa í stað þess að vinna með eðlilegum hætti að sjónarmiðum sínum innan samtakanna. Á síðasta Alþýðusambandsþingi gerðu Framsóknar- menn það, sem í valdi þeirra stoð ul þess að afgreiðslaj mála yrði á þann veg, að stuðlað gæii að eflingu samtak- anna og dregið úr ágreiningi innan teirra. Vonandi verða þeir nógu margir rnnan allra félaga í Alþýðusambandinu, sem vilja vel í þessum efnum og tekst að afstýra stórslysum. En fólk verður að vera vel á verði, ef ekki á illa að fara. Holgrafið kerfi Dýrtíð ríkisstjórnaririnar hefur hækkað um 50—60 af hundraði, og síðustu mánuðina hefur þróunin verið svo ói að um fullkomna óðadýrtíð er að ræða. Framfærslu- vísitalan telst að vísu ekki nema um 140 stig, en vísitala vöruverðs og þjónustu er nær 150 stig. En visitalan gefur þó engan vegmn rétta mynd af dýrtiðinni eins og hún er orðin þvi að enn er reiknað með gömlu verði í sumum liðum hennar, til dæmis hús- næði. Þegar húsnæðiskostnaður vísitölufjölskyldunnar er tekinn inn í vísitöluna, er hann talinn 900 kr. á mánuði. Allir vita nú, að það er léleg herbei giskytra, sem fæst fyrir þá leigu, en engin fjölskvlduibúð. Sæmileg íbúð kostar nú a. m. k. 2—4 þús. krónur á mánuði og jafnvel meira og þær /Upphæðir, sem hækka með hverjum mán- uði, eru alveg ókomnar inn í vísitöluna. Fátt sýnir betur en þetta, hve kerfi það, sem stjórnar- völd landsins hafa á efnahagsmálum er holgrafið og ytri rammi þess gefur gersamlega ranga mynd af ástand- inu eins og það er. Þótt flestum sýnist óðadýrtíð sú, sem vísitalan sýnir í tölum meiri en nóg, liggur á borðinu að mikilvægir gjaldaliðir almennings eiu þar vantaldir um meira en helming enn sem komið er. T í M I N N, laugardaginn 12. október 1963. — /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.