Tíminn - 12.10.1963, Side 14
SS2B«B?a»S5®IIBS!®BSa
afhending á því, sem Hitler vildi,
þegar hann vildi það. Dr. Schmidt',
hinn óbugandi túlkur, sem nú
þurfti að grípa til þriggja tungu-
mál'a, þýzku, frönsku og ensku,
tók frá upphafi eftir „vinsamlegu
andrúmslofti", sem þarna ríkti.
Henderson sendiherra minntist
þess síðar, að „aldrei urðu við-
ræðurnar heitar.“ Enginn var í
forsæti. Allt' fór fram á óform-
legan hátt, og sé dæmt eftir þýzku
fundargerðinni, sem kom fram
eftir styrjöldina, þá gerðu bæði
brezki og franski forsætisráðherr-
ann allt, sem í þeirra valdi stóð
til þess að geðjast Hitler. Jafnvel
þegar hann kom með eftirfárandi
yfirlýsingu:
Hann hafði lýst því yfir í ræðu
sinni í Sportpalast, að hann myndi
hvað sem fyrir kæmi, hefjast
hapda 1. október. Hann fékk það
svar, að þessar aðgerðir myndu
l'íta út sem ofbeidisaðgerðir. Þar
af Jejðandi lægj fyrir, að losa þær
við þennan svip. Samt sem áður
yrði að gera eitthvað þegar í stað.
Fundarmenn snéru sér alvar-
lega að málefninu, þegar Musso-
lini, sem tók þriðji í röðinni til
máls — Daladier var síðastur —
sagði, að „til þess að finna hag-
kvæma lausn á málinu“ hefði
hann komið með ákveðna skrif-
lega tiilögu. Uppruni hennar var
athygl'isverður, og ég álít, að Cham
berlain hafi ekki um hann vitað,
svo lengi sem hann lifði. Og
FrancoisPoncet og Henderson
hafa auðsjáanlega ekkert um hann
vitað heldur, að því er bezt verður
séð í æviminningum þeirra. Sann-
ieikurinn er sá, að sagan kom ekki
fram fyrr en löngu eftir að ein-
ræðisherrarnir t'veir höfðu látið
lífið.
Það, sem Mussolini lagði nú
fyrir fundarmenn, sem sina eigin
raalamiðlunartillögu, hafði verið
hripað niður í flýti daginn áður
í þýzka utanríkisráðuneytinu í
Beriín, og það voru Göring, Neu-
rath og Weizsacker, sem gerðu
þetta, án þess að Ribbentrop fengi
um það að vita, en þessir þrír
menn treystu ekki dómgreind ut-
anrikisráðherrans. Göring fór með
tillöguna til Hitlers, sem sagði, að
hún myndi duga, og síðan þýddi
dr. Scjimidt hana í skyndingi yfir
á frönsku og sendi hana til ítalska
sendiherrans Attolico, sem sendi
textann símleiðis til ítalska ein-
ræðisherrans í Róm rétt áður en
hann lagði af stað með lest'inni til
Munchen. Þannig var það, að
„ítalska tillagan", sem var það
eina, sem l'agt var fram á fundin-
um og varð einnig undirstaðan að
Munchensamningnum, var í raun
og veru þýzk tillaga, saman soðin
í Berlín.
Þetta hlýtur að hafa verið nokk-
urn veginn ljóst af textanum, sem
fylgdi nákvænilega kröfum Hitlers
frá Godesberg, og sem hafnað
hafði verið, en Daladier og Cham-
berlain sáu þetta ekki né heldur
sendiherrar þeirra í Berlín, sem
nú voru viðsladdir fundinn. Að
því er segir í þýzku fundargerð-
inni, „fagnaði franski forsætis-
ráðherrann tillögu Mussolinis og
lýsti því yfir, að hann hefði sjálf-
ur hugsað sér lausn málsins ein-
mitt líka þessu.“ Hvað Hender-
son sendiherra viðvék, eins og
hann skrifaði sjálfur síðar, þá
hélt hann, að Mussolipi „hefði á
kurteislegan hátt lagt' fram sem
sína eigin tillögu sambland af til-
lögum Hitlers annars vegar og
Englendinga og Frakka hins veg-
ar.“ Á meðan Francois-Poncet
sendiherra var þeirrar skoðunar,
að fundarmenn væru að vinna að
brezkri tillögu, sem „Horace
Wilson hefði gert“. Svo auðveld-
lega voru brezku og frönsku
stj órnmál'amennirnir blekkt'ir,
þeir, sem voru staðráðnir í því að
koma á friði, hveo sem það kost-
aði.
Þegar „ítöisku“ tillögunni hafði
verið svona vel tekið, var ekki
annað eftjr, en slétta út fáein smá-
atriði. Chamþerlain, eins og vel
hefði mátt búast við af fyrrver-
andi kaupsýsfumanni og fjár-
málaráðherx-a, vildi fá f.ð vita,
hver myndi greiða Tékkum skaða-
bætur fyrir þær eignir, sem
myndu nú fara til Þjóðverja með
Súdetahéruðunum. Hitler, sem að
því er Francóis-Poncet segir, var
dálítið fölur og áhyggjufullur, þar
eð hann gat ekki fylgzt með við-
ræðunum, sem fram f'óru á
ffönsku, og ensku, en það gat
Mussolini gert, svaraði nokkuð
æstur, að um éngar skaðabætur
yrði að ræða. Þegar forsætisráð-
herrann mótmælti þeirra ákvörð-
un, að Tékkar þeir, sem færu frá
Súdetahéruðunum, gætu ekki einu
sinni farið með' búfé sitt með sér
(þelta hafði verið ein af kröfun-
um í Godesberg) — sagði: „Þýðir
þetta, að bændurnir verði reknir.
burtu, en búfénu haldið eftir?“
— Þá sprakk Hitler.
„Tími okkar er of dýrmætur|
til þess að honum sé eytt í smá-
muni!“ öskraði hann að Chamber-i
lain. Forsætisráðherrann hætti að
tala um þetta.
Hann hélt' því í fyrstu fram, að
fulltrúi Tékka fengi að vera við-
staddur, eða að minnsta kosti, eins
og hann sagði: „tiltækur“. Lahd
hans „gæti að sjál'fsögðu ekki gef-
ið loforð um, að (Súdeta)-héruð-
in yrðu yfirgefin fyrir 10. októ-
ber (eins og Mussolini hafði
stungið upp á), ef ekkert loforð
um þetta kæmi frá tékknesku
stjórninni.“ Daladier studdi hann
í einhverri hálfvelgju. Hann sagði,
að franska stjórnin „myndi á eng-
an hátt þola„ að dráttUr yrði á
þessu af hálfu tékknesku stjórn-
arinnai;11, en hann hélt, að „návist
tékkneska fulltrúans, sem þá væri
hægt að ráðgast við, ef nauðsyn
krefði, myndi vera til bóta“.
En Hitler var gallharður. Hann
vildi ekki hafa nokkurn Tékka í
návist sinni. Daladier lét undan
mjúklega, en Chamberlain komst
að lokum að samkomulagi. Ákveð
ið var, að tékkneskur fulltrúi
mætti vera tiltækur „í næst'a her-
bergi“ eins og forsættisráðherr-
ann hafði stungið upp á.
Og það fór aldrei svo, að á með-
an fundum var haldið áfram eftir
hádegi, væri ekki tveimur tékk-
neskum fulltrúum, dr. Vojteeh
Mast'ny, sendiherra Tékka í Ber-
lín, og dr. Hubert Masaryk, frá
utanríkisráðuneytinu í Prag, vís-
að kuldalega inn í næsta herbergi,
eftir að þeir komu til' borgarinn-
ar. Eftir að þeir höfðu verið látnir
sitja þarna frá 2 til klukkan 7 um
kvöldið til þess að kæla þá, hrundi
þakið ofan á þá i óeiginlegri merk-
ingu þess orðs. Þá kom Frank
Asht'on-Gwatkin, sem verið hafði
í Runciman-sendinefndinni, og uú
var með Chamberlain, til þeirra
til þess að færa þeim hinar slæmu
fréttir. Komizt hafði verið að al-
mennu samkomulagi, en hann gat
enn ekki skýrt þeim frá öllum
atriðum þess, en það var þó miklu
„harðara“ en það, sem Bretar og
Frakkar höfðu stungið upp á.
Þegar Masaryk spurði, hvort
Tékkarnir fengju ekki að segja
nokkur orð, svaraði Engl'endingur-
inn eins og Tékkinn skýrði stjórn
sinni frá síðar, „að ég virtist láta
sem ég vissi ekki, hversu erfitt
það hefði verið að semja við
Hitler."
Klukkan 10 um kvöldið var far-
ið með hina tvo óhamingjusömu
Tékka til Horace Wilson lávar.ðar,
txyggs ráðgjtafa forsætisráðherr-
ans. Fyrir hönd Chamberlains
skýrði Wilson þeim frá aðalatrið-
um fjórveldasáttmálans og af-
henti þeim kort af Súdetahéruð-
unum, sem Tékkar skyldu nú yfir-
gefa þegar í stað. Þegar sendi-
mennirnir tveir reyndu að mót-
mæla, greip brezki fulltrúinn
fram í fyrir þeim. Tékkarnir
héldu áfram að bera fram mót-
imæli við Ashton-Gwatkin, sem
44
leynilögregjumenn, ef þér teljið
nauðsynlegt að fá aðstoð þeirra?
— Eg veit ekki, hvort unnt er
að koma því í kring. Við eigum
yfirleitt ekkert við svona mál.
— En gerið það fyrir mig að
hjálpa mér? Hún hallaði sér fram.
— Eg er hjúkrunarkonan og vinn
við stofnunina, en að öðru leyti á
ég engan að. Eg þekki engan hér,
sem vill eða getur hjálpað mér.
— En þér hljótið þó að eiga ein-
hverja vini hér.
— Já, að vísu, en þeir vilja
ekki að ég haldi áfram eftir-
grennslan minni.
— Hafið þér sjálfar nokkurn
grun um, hver þessi maður gæti
verið?
— Eg hef enga sönnun, en ég
er sannfærð um að Tom Manning
gæti hjálpað mér ef hann vildi.
Eg er sannfærð um, að hann veit
eitthvað um það sem gerðist.
Nú var bersýnilegt, að lögfræð-
ingnum vaí ekki farið að lítast á
blikuna.
— Þér ætlið þó varla að segja
mér að þér grunið Tom Manning
sjálfan?
— Eg vcit það ekki. Það vottaði
fyrir örvæntingu í málrómnum. —
Eg veit bara að hann vill ekki
hjálpa mér. Hann er á þeirri skoð-
un að ég eigi að hætta við allt
saman.
— Það er mjög skynsamlegt hjá
honum. Eg fullvissa yður um það.
ungfrú góð, að eftir það, sem þér
hafið sagt mér, er ég fyllilega sam
mála hr. Manning. Eg get ekki
séð að það hafi nokkuð upp á sig
að róta í þessu máli, sem löngu
hlýtur að vera gleymt og gr;
Eftir að Japanir hernámu larr
tóku þeir eignarnámi flestar eigur
Englendinga hér og skildu þær
svo eftir gjaldþrota, þegar þeir
hurfu héðan. Örfá Jifðu af, en að-
eins mjög fá.
— En ég hef gefið yður nafn
föður míns og heimilisfang í Kow-
loon. Eg veit ekki hvað fyrirtæki
hans hét eða hvar skrifstofa þess
var. En þér hljótið þó að get'a
athugað málið fyrir mig og við
þá athugun kypnuð þér að rekast
á nafn þess manns, sem ég á hérj
við- 1
Hann stafjaði nokkrum skjöl-
um á borðinu saman og sagði eftir
alllanga þpgn:
—• Það, sem þér biðjið mig um,
ungfrú góð, er ekki í verkahring
lögfræðiskrjfstofu pkkar. Ef þér
kjósið að leita til einkalögreglu-
manns, þá er það náttúrlega yðar.
mál. En ég hvet yður eindregið til |
þess að fara að ráðum hr. Ma'.nn-j
ings, sem er mjög fræg og um-j
svlfámikii' persóna hér, og svo vill
til, að hann er skjólstæðingur:
okkar.
Hann reis upp. Glaðlegt viðmót
hans var sem strokið af honum.
— Verið þér sælar, ungfrú Stew-
art. Við getum því miður ekki
orðið yður að liði.
Er ég óttalegt flón? spurði hún
sjálfa sig, meðan hún gekk eftir
götunum innan um fólksfjöldann.
Á eg að gleyma þessu öllu?
Hún var niðurdregin og döpur í
bragði. Hún leit annars hugar í
skrautlega verzlunargluggana, þar
sem glóði á hina fegurstu muni
og fatnað. En hún tók ekki eftir
neinu. Átt'i hún að hætta við allt
saman? Allir höfðu varað hana
við — meira að segja Grant líka?
Brett og frændi hans voru ein-
kennilega ákveðpir í þessu máli.
En gat ekki verið, að þar lægi
eitthvað sérstakt á bak við hjá
Manning? Qg hvaða sannanir
hafði hún svo gegn honum? Hr.
Wong hafði sagt, að hann hefði
verið náinn vinur föður hennar,
og því hafði Manning neitað. En
Jir. Wong hafði verið mjög sjúkur
um þetta leyti. Og þegar öllu var
á botninn hvolft, hafði hr. Wong
í fyrstu talið sig hafa þekkt föður
hennar náið, og síðar hafði hann
neitað því. Hvernjg í ósköpunum
átti hún að botna í þessu?
Að vísu hafði hún séð þessi vega
bréf í skúffunni hjá hr. Manning.
Og fyrir því gátu legið ótal marg-
ar ástæður; en hún vissi þó, að
Hsung hafði ekki verið alls kostar
ánægður, þegar hann kom að
henni. En þessi vegabréf skiptu
föður hennar ekki máji — hvort
sem þau voru fölsuð eða ekki.
Engu að síður ákvað hún sem hún
olnbogaði sig gegnum manngrúann
á öllum götum, að hún skyldi
ekki gefast upp. |
En hver myndi hjálpa henni til
að komast í samband við leynilög-
regluskrifstofu? Ekki Brelt; hún
var alveg viss um það. Heldur
ekki frændi hans. Og hún hafði
fregnað að hr. Wong lægi enn
þungt haldinn eftir að honum
hafði verið sýnt banatilræði kvöld-
ið, sem henni var boðið á hans
fund.
í örvæntingu sinni leitaði hún
Joks til forstöðumanns gestaheim-
il'lsins. Hann var mjög fús að
koma henni í samband við slíka
menn. Þetta var kinverskt fyrir-
tæki, en hann fullvissaði hana um,
að þeir væru áreiðanlegir í alla
staði.
Hún fór að hitta þá^eftir hádeg-
ið. Hr. Ling, sem rædoi við hana,
var mjög kurteis og virtist ákafur
að hjálpa henni. Hann skrifaði
niður hjá sér öll helztu atTiðin
og lofaði henni að rannsaka, hvað
orðið hefði um eigur og fyrirtæki
föður hennar, þegar hernáminu
lauk. Þekkti hún nokkurn, sem
gæti hjálpað'?
Hún hikaði og sagði síðan að
hún héldi að hr. Tom Manning
vissi eitthvað, en hann væri ekki
reiðubúin.i að segja neitt. Litli
Kínverjinn kinkaði hátíðlega kolli,
þegar hún nefndi nafn hans, en
forvitnissvipur færðist yfir and-
lit hans. Hann lofaði að gera það,
sem í þeirra valdi stæði og spurði
síðan, hvort hún gæti borgað nokk
uð fyrir fram.
Gail hafði tekig með sér dálítið
af peningum, en henni brá þegar
hún heyrði upphæðina. Þarna fóru
mestallir dollararnir, sem henni
hafði tekizt að leggja fyrir, síðan
hún kom til Hong Kong. Og hún*
braut heilann um, hvort hún
mundi þurfa að borga mikið enn
og hvernig hún hefði efni á því.
Nokkrir dagar liðu. Brett hélt
áfram að hringja í hana og stund-
um borðaði hún kvöldverð með
honum Hann hélt áfram að nauða
um giftingu sem fyrst og sagði
henni í sífellu, hvað frændi hans
væri því ákaft fylgjandi. Einu
sinni sagði hann: — Þú hefur
sýnilega hugsað þér að vera skyn-
söm stúlka og hætta að hugsa um
fyrirt'æki föður þíns Sáluga. Það
var líka mjög heimskulegt af þér
að vilja vera að snuðra í því.
Hún reiddist við orð hans og gat
ekki á sér setið að segja: — Þvert
á móti held ég fyrirspurnum mín-
um áfram. Eg hef leigt mér einka-
lögregluþjón til að rannsaka
málið.
— Þú gerðir það án þess að ráð-
færa þig við mig!, hrópaði hann
ævareiður.
— Eg ræð mér sjálf, Brett, ég
þarf ekki að standa þér skil á
gerðum mínum.
— En ástin mín, hlustaðu á
mig! Ef þetta fréttist — og allt
fréttist hér — þá yrðir þú alræmd.
Einhver mundi reyna að stöðva
rannsóknina. Æ, elskan, af hverju
leitaðirðu ekki til mín eða frænda
áður en þú fórst út í þessa vit-
leysu?
— Eg hef margsinnis beðið
frænda þinn hjálpar. Hann virð-
ist ekki reiðubúinn að láta hana
í té. *
Þau voru að borða saman þegar
þessi orðaskipti urðu milli þeirra.
Hann hallaði sér yfir borðið.
— En skilurðu ekki, ag það er
af þeirri ei'nföldu ástæðu að hann
vill ekki að þú leggir þig í hættu?
Hann vill að þú gleymir öllu sam-
an — þín vegna. Hann er viss um
að þú myndir gleyma öllu og finna
ný hugðarefni, ef þú yrðir eigin-
kona mín. Hvenær ætlarðu að
giftast mér, elskan mín?
— Æ, Brett, þú lofaðir að reka
ekki á eftir mér.
Hann roðnaði við og það kom
mæðusvipur á iaglegt andlit hans.
14
T í M I N N, laugardaginn 12. október 1963. —