Tíminn - 26.10.1963, Page 3

Tíminn - 26.10.1963, Page 3
MYNDIN hér aS ofan er af gríska IjóSskáldinu Giorglos Seferis, sem hlaut bókmenntaverSlaun Nóbels i ár. Hann var um tíma sendiherra f Bretlandi, en býr nú í Aþenu, eins og sagt var frá í blaSinu gær. STÓRSKOTALIÐ Hinum miklu herflutningum Bandaríkjanna yfir Atlantshaf í samræmi við Big Lift-heræf- ingaáaet'íunina, er nú lokið og hefur nú nær 15.000 manna stórskotalið tekið sér bólfestu í Frankfurt í Vestur-Þýzka- landi með öll'um nýtízku her- búnaði. Fyrirætlunin með her- æfingu þessari var að sýna, hve fljótt Bandaríkjamenn gætu brugðið við til hjálpar NATO- löndum í Evrópu, ef tii stríðs kæmi. Herflutningarnir tóku þrjá daga, eins og áætlað var og eru myndirnar hér til hlið- ar teknar við komu herjanna til Þýzkalands. Ömögulegt að ná togaranum á flot GS-ísafirði, 25. okt. Nú hefur verið hætt öllum til- raunum tl þess að ná brezka tog- aranum Northern Spray á flot, þar sem hann strandaði undir Grænuhlíð. Er talið ómögulegt að ná togaranum út, þar eð hann er Júní í slipp KJ-Reykjavík, 24. okt. TOGARINN JÚNÍ strandaðl í gærkvöldi rétt utan við höfn- ina f HafnarfirSi er hann var á leið til Englands í söluferð. — NáSist hann út í morgun án aðstoðar og var tekinn upp í slipp í Reykjavík. Ekki urðu neinar verulegar skemmdir á skipinu, utan hvað skrúfan lask- aðlst lítilsháttar og tvær dæld- tr komu f skrokk skipsins. Júní mun verða teklnn í slipp er til Englands kemur og þá skipt um skrúfuna. Aukin sala ÁTVR FYRSTU níu mánuði þessa árs nam sala áfengis frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins sam- tals kr. 200.425.080, — en var sömu mánuði 1962 kr. 168.700. 824, —. Söluaukning um 18%. Mann tók út FB-Reýkjavík, 25. okt. í FYRRADAG varð það slys á togaranum Apríl, að mann tók út og tókst ekki að bjarga hon- um. Maðurinn hét Knútur Guð- jónsson og var annar matsveinn á Apríl, en til heimilis að Suð- urlandsbraut 94D. Þegar slysið vildi til var togarinn staddur vestur á Haia. Ohagstæð vöruskipti VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var óhagstæður í september um 110.203.000 krónur, en var í fyrra óhagstæður um 44.359.000 krón- ur. Vöruskiptajöfnuðurinn það sem af er þessu ári er því orð- inn óhagstæður um 706.654.000 krónur, en var í fyrra á sama tíma 101.957.000 krónur. Fimm fóru á sjó í DAG fóru fimm bátar af Akranesi til veiða, en horfurnar eru ekki góðar, þó ætla þeir að reyna eitthvað í nótt. Krefjast hækkana Á FUNDI stjórnar BSRB s. I. mánudag var gerð svofelld til- laga um hækkun lífeyris og eft- irlauna: — Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja skor- ar á ríkisstjórnina og bæjar- stjórnir landsins að hlutast tll um að fyrrverandi starfsmenn ríkisins og bæjanna fái frá 1. júli s I. að telja, greiddar hlið- stæðar hækkanir á lífeyri og eftirlaun og opinberir starfs- B'ramh a 15 síðu orðinn gamall og mundi liðast sundur við frekari tilraunir. Óðinn gerði tvær tilraunir til þess að ná togaranum út í gær, en það tókst ekki. Northern Spray er orðinn 27 ára gamall, og ekki talinn muni þola vírana, heldur liðast sundur, ef fleiri tilraunir verða gerðar. Óðinn hafði sett dælur sínar um borð í togarann, og í gær var bú- ið að tæma hann, en þegar menn fóru um borð í dag var hann enn orðinn fullur af sjó. Ákveðið var að taka úr honum öll dýrmætustu tækin, eins og t. d. radarinn, dýpt- armælinn og ýmsar rafmagnsvél- ar, og var allt þetta dót sótt í dag auk dælanna. Síðan fór Óðinn með skipsbrotsmennina inn til ísa fjarðar og setti þá þar í land, en þeir hafa allan tímann verið um borð í varðskipinu, 20 að tölu, og aldrei farið um borð í brezka tog- arann James Barrie, eins og sums staðar hefur komið fram. Hins vegar kom James Barrie á slys- staðinn og reyndi í upphafi að ná togaranum út, en sú tilraun mis- tókst. Northern Spray er einn af hin- um svokölluðu sáputogurum, sem brezka fyrirtækið Sunlight lét smíða árið 1936. Skrokkurinn var smíðaður í Þýzkalandi, en vélarn- ar voru enskar, og var togarinn af sömu gerð og togararnir Vörður og Gylfi, sem hér voru einu sinni. Northern Spray mun gersamlega Framhald á 15 slðu Mikojan og Suslov SUSLOV NTB-Moskvu, 25. október. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu í dag, að tveir háttsettir kommúnistaleiðtogar, Mikhaii Suklov og Anastas Mikojan, varaforsætisráðherra, hafi nýlega verið lagðir inn á sjúkrahús í Moskvu. Heimildir þessar segja, að Sus.lov, sem nú er 61 árs að.aldri, þjáist af nýrnasjiúkdómi, en Mikojan, sem er 68 ára, hafi gengizt undir mihni- háttar skurðaðgerð. FRÆKILEGT SLOKKViSTARF ÞJ-Húsavík, 24. okt. Eins og blaðið skýrir frá í dag, brann beituskúr hér á Húsavík í gærkvöldi. Eldurinn kom upp um kl. 20 í veiðarfæra- og beituskúr niðri á Hafnarstétt Skúrinn brann til grunna og veiðarfærin, sem í honum voru. Næsti skúr skemmdist einnig mjög mikið, svo og veiðarfæri, sem þar voru geymd. Ofsarok var á suðvestan, þegar eldur inn kom upp, og magnaðist bál ið skjótt. Neistaflug Iagði norð ur yfir bæinn, en hið næsta þar eru mörg íbúðarhús og gömul verzlunarhús úr timbri. Slökkvi Iiðinu tókst að yfirbuga eldinn á skömmum tíma, og var það frækilega gert, því að mörg veiðarfærahús og aðrir bygg- ingar, flestar úr timbri og as- besti, Iiggja í þéttri hvirfingu umhverfis brunastaðinn. Tjónið hefði orðið óskaplegt og ekki vitað, hvar eldurinn hefði num ið staðar, ef slökkviliðinu hefði ekki tekizt svo giftusamlega að koma i veg fyrir útbreiðslu hans og ráða niðurlögum hans. Slökkviliðsstjóri er Vigfús Hjálmarsson. SAMKEPPNI UM SKOLAHUS FB-Reykjavík, 25. okt. Hreppsnefnd Selfoss hefur ákveðið að efna til samkeppni um gagnfræðaskólabyggingu á Selfossi, og er tilgangurinn að fá fram hagkvæma lausn á fyr- irkomulagi og staðsetningu skól ans, hagnýta notkun skólalóð- ar og tengingu skólalóðar við næsta umhverfi. Veitt verða þrenn verðlaun, 90 þús. kr., 45 bús. kr. og 25 þús kr. Heimild til þátttöku í keppn inni hafa allir meðlimir A.í. og námsmem í byggingarlist, sem lokið hafa fyrri hluta prófi við viðurkenndan háskóla í bygg- ingarlist. Áætlað er að dóm- nefndin hafi lokið störfum 1. marz, 1964, en auk verðlaun- anna er henni heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að 25.000 kr. Dómncfnd skipa: Árni Stef- ánsson, skólastjóri, Bjarni Páls son byggingafulltrúi, Gunnlaug ur Halldórsson arkitekt, A.Í., Guðmundur Guðjónsson arki- tekt, A.í.: Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, A.í. og Ólafur Jensson trúnaðarmaður dómnefndar, en til hans á að skila úrlausnum. Banatilræði? NTB-New York, 25. október. Brottför Títós, Júgóslavíu- forseta frá New York var frést- að í dag, er lögreglunni barst aðvörun þess efnis, að tíma- sprengja væri um borð í skip- inu, sem flytja átti forsetann til Southampton. Eftir að Iögreglulið hafði rannsakað skipið, var gefin út tflkynning um, að forsetinn myndi stíga á skipsfjöl eins og ákveðið hafði verið og síðdeg- is í dag kom forsetinn að borði í fylgd með fjöhnörgum líf- vörðum. Hundruð manna voru við brottför forsetans og hylltu hann, en inn á milli mátti heyra ókvæðisorð eins og: Hengið Tító, Morðinginn Tító o. s. frv. Tító kemur til Southampton 1. nóvember, en þaðan fer hann flugleiðis til Belgrad. Heimili fyrir taugaveiklaða KH-Reykjavík, 25. okt. Fyrir tveimur árum var stofn aður Heimilissjóður taugaveikl- aðra barna með 1000 kr. fram- lagi, og eins og nafnið bendir til á að verja honum til að reisa heimili fyrir taugaveikl- uð börn. SJíkt heimili hefur til- finnanlega skort hér á landi til þessa. Á þessum tveimur árum hefur sjóðurinn vaxið svo, að nú telur hann um 330 þúsund kr. Er vonazt til, að hann hafi náð hálfri milljón, áður en langt um líður, og yrði þá hægt að hefja bygg- ingu heimilisins á næsta vori, ef þá yrði lóð og teikning fyrir hendi. Á morgun er söfnunar- dagur Barnaverndarfélaga um landið, og mun Barnaverndar- félag Reykjavíkur að venju selja merki dagsins og barna- bókina Sólhvörf 1963 hér í bæn um. Allur ágóði af sölu dags- ins mun renna í Heimilissjóð taugaveiklaðra barna. Jarðkræringar NTB-Portsmouth, 25. okt. Mjög snarpra jarðskjálfta- kippa varð vart víðs vegar um Suður-England í morgun og telja jarðskjálftafræðingar upp tök jarðhræringanna vera und- ir Ermasundi. um 30 km frá Portsmouth í Pourtsmouth urðu jarð- skjálftarnir mestir og rigndi símahringingum yfir lögregl- una í borginni, eftir að mikill ótti hafði gripið um sig meðal íbúanna. T í M I N N, laugardaginn 26. október 1963. «

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.