Tíminn - 26.10.1963, Blaðsíða 15
UNGTEMPLARAR
FYamhnM 'í -jriu
í, öðrum löndum er mjög veiga-
niikil og ungtemplarar vilja að
Ungtemplaradagurinn hvetji alla
sína félaga og samstarfendur tii
að vinna me'ð meiri áhuga og krafti
til að skapa betri og sterkari sam-
bönd æskulýðs allra landa.
Þar eð unga kynslóðin nú á dög
um áttar sig tiltölulega vel á meg
inatriðum samstarfsins — og hin-
um fjárhagslegu og félagslegu
vandamálum, sem hindra þróunar
framkvæmdir út frá þeirra sjón-
ar.niði, virðist mest aðkallandi
verkefnið vera það að efla skilyrð-
in til samstarfs aeskulýðssambanda
hinna ýmsu landa, til þess að unnt
verði að hvetja til framkvæmda
á sem víðtækastan hátt í alþjóð-
legu samstarfi. Og eftir því sem
hin tæknilega þróun eflist til að
koma upp sameiginlegum mörk-
uðum í efnahagsmálum, verður að
sveigja menningar- og þróunarleið
irnar í sömu átt og dæma þær út
frá rökum og sama bakgrunni.
Bindindishugsjónin og bræðra-
Jagshugsjónin hafa engin land-
fræðileg takmörk önnur en þau,
sem þeim eru sköpuð af okkur
sjálfum með dvínandi framkvæmd-
um og starfsemi.
iSamtímis því að hver ungtempl
ari er eindregið hvattur til þátt-
töku í alþjóðlegu samstarfi, vilj-
um við einnig benda á þýðingu
þess að mynda sambönd utan Góð-
templarareglunnar, og að æsku-
lýðsfélögum með svipuð hugðar-
efni og áhugamál — þótt þau séu
ekki innlimuð reglunni, sé boðið
til samstarfs, hvort sem heldur
væri á þjóðlegum eða alþjóðlegum
staj-fsgrundvelli.
Á þessum tímum, þegar svo
mjög er rætt um kynþáttavanda-
mádn vilja ungtemplarar leggja
áherzlu á óbifandi trú sína á jafn
gildi allra manna og sama rétt
þeirra til allra lífsgæða jarðarinn-
ar.
íþrótfip
mennirnir virtust ekki vera nægi-
lega sam-þjálfaðir.
Hjá Reykjavíkurliðinu var Þor-
steinn Hallgrímsson beztur, en þeir
voru jeinnig góðir Birgir Birgis og
Agnar Friðriksson. Þessir skoruðu
og fiest stigin.
Hjá bandaríska l'iðinu vakti Bill
Bracey (14) mesta athygli — hann
skoraði langflest stigin fyrir Flug-
vallarúrvalið.
Dómarar í leiknum voru þeir Guð
jón Magnússon og Björn Arnórsson
og gerðu þeir hlutverki sínu góð
skil. Aðra sögu er hins vegar að
segja um litlu strákana, sem töldu
ctisin . . .
íþrðftf?
2. flokkur karla: KR-Fram. Ár-
mann-ÍR. Valur-Víkingur.
1. flokkur karla: Fram-ÍR. Vík-
ingur (a)-Víkingur (b).
A sunnudagskvöld fara svo
eikir fram: 3. flokkur
karla: KR-Þróttur.
Meistaraflokkur karla: Fram-
Ármann. Víkingur-Þróttur. ÍR-
KR.
Mtísr i essu, verður nóg um að
verá í t^hdknattleiknum um helg-
ina, eða 16 leikir samtals.
WENNERSTRÖM
Framhald af 1. síðu.
Einnig hafa blöðin deilt harð
lega á sömu aðila og að auki
ákæruvaldið fyrir að gera til-
raun til að þegja um málið,
en það var í gærmorgun, að
Wennerstrcr.n fannst meðvit-
undarlaus og var fluttur í
skyndi í sjúkrahús, en fyrst í
dag var gefin út tilkynning um
atburðinn.
Samt höfðu nokkur blöð haft
veður af atburði þessum og
birtu þar af leiðandi mjög vill
andi og æsandi fyrstu fréttir
af honum.
í hinni opinberu yfirlýsingu,
sem gefin var út í dag, segir.
að Wennerström hafi tekið inn
of mikið af svefnlyfjum, en
blöðin höfðu talað um alls kon
ar tegundir eiturs. Var þar og
sagt, að njósnarinn væri úr lífs
hættu.
Enn hefur lögreglan ekk,
komizt til botns í því, hvern
ig Wennerström komst yfii
svefntöflurnar, en nokkrir lö^
reglumenn gæta hans stöðugt
í aðalstöðvum lögreglunnar í
Stokkhólmi og er því ekki ann
að að sjá, en að gæzlan hafi
verið, eins og lög gera ráð
fyrir.
Helztu getgátur í þessu sam
bandi eru þær, að Wenner-
ström hafi safnað saman svefn
töflum þeim, sem hann fékk
af og til frá læknum, þar til
komið var upp í banvænan
skammt. Ekki er heldur úti-
Iokað, að hann hafi getað feng
ið töflurnar frá utanaðkom-
andi aðila og er í því sam-
bandi minnst á, að mat hef-
ur Wennerström fengið frá lít
illi veitingastofu í nágrenni
leynilögreglustöðvarinnar á
Kungsholmen í Stokkhólmi, en
matarsendingar þessar voru
rnjög nákvæmlega athugaðar i
hvert sinn.
í dag var haldinn ríkisráðs-
fundur í Stokkhólmi, þar sem
innanríkisráðherrann, Johans-
son og Herman Kling, dóms-
málaráðherra, gerðu grein fyr
ir þessum alvarlega atburði.
Næstkomandi þriðjudag verð-
ur umræða í þinginu um Wenn
erström-málið og er búizt við,
að innanríkisráðherrann og
lögreglan verði fyrir mikilli á-
deilu fyrir ifandáhátt í mál-
inu.
Síðdegis í dag var Wenner-
strcm að byrja að rakna við.
en hann hefur verið meðvit-
undarlaus síðan aðfaran.ótt
fimmtudags. Liggur hann í eín
angruðu herbergi á sjúkrahús-
inu og er þess gætt af lögreglu
mönnum, en einnig er lög-
regluvörður víða í kringum
sjúkrahúsbyggingarnar.
Wennerström er 57 ára gam-
all og var tekinn til fanga 20.
júní í sumar ákærður um að
hafa stundað njósnar fyrir Sov-
étríkin í 15 ár.
VÍÐAVANGUR
(Framhald ai 'i >íðu)
Svari þeir nú, sem það stenó
ur næst. Er þetta, sem upplýst
er hér að framan, tákn stöðug
leika í fjármálum og efnahags
málum þjóðarinnar? Er þetta
Iækkun tolla og skatta? F
þessi þróun hagstæð lands-
byggðinni? — Dagur.
TOGARINN
Framhald af 3. síðu.
ónýtur, og búizt er við að hann
brotni í spón í næstu norðanátt,
því hann liggur svo utarlega und-
ir Grænuhlíð, og þar sem ekkert
er nema stórgrýti.
Skipsmenn voru væntanlegir til
Reykjavíkur síðdegis í dag, en flug
vélin, sem fór vestur um klukkan
6 varð að snúa við aftur án þess
að lenda vegna þess hversu þung-
búið var fyrir á ísafirði.
BELLA og HASSAN
Framnaid af 1. síðu.
skyndilega, að mikill stórskota-
liðsútbúnaður varð eftir. Seint
í kvöld bárust þær fregnir frá
Kabylia. að uppreisnarmenn
þar myndu hefja baráttu gegn
stjórnarherjunum á nýjan leik
og voru ummæli í þá átt höfð
eftir Hocine Ait Ahmed, upp-
reisnarforingja, en í gær hafði
annar uppreisnarforinginn, E1
Hadj lýst yfir stuðningi upp-
reisnarmanna við baráttu Alsír
gegn Marokkó í landamærastríð
inu.
FLÓANÐ! GÖNG
Framnato r-t > síðu.
unnt verði að bjarga þeim 43,
sem enn eru innilokaðir, enda
náman að fyllast af vat.ni. Er ótt-
azt, að allir hafi drukknað. Ekk-
ert hefur heyrzt til þeirra síðan
vatn og leðja byrjaði í gærkveldi
að flæða inn i námugangana.
79 námamönnum tókst að kom
ast upp úr námunni í tæka tíð,
áður en flóðið lokaði útgöngu-
leiðum.
Einn þessara manna sagði svo
frá því, sem gerðist:
Við vorum 32 saman, er sím-
inn gaf fyrstu aðvörunina.
Skömmu síðar slokknuðu ljósin.
Við reyndum að halda hópinn,
en hlupum síðan eins og fætur
toguðu niður eftir námugang-
inum undan vatninu en er
það var komið í brjósthæð,
reyndum við að komast til baka
aftur á hærri stað í göngunum.
Okkur tókst að komast alla
leið til baka, en þar var vatnið
líka of djúpt til þess að hægt
væri að hafast þar við.
Tókst okkur að finna loftgang,
sem við svo gátum klifrað upp
eftir og þegar við áttum um 25
metra ófarna upp á yfirborðið,
var kastað reipstigum niður til
okkar, sem hjálpuðu okkur upp
síðasta spölinn í frelsið og þá
var komið miðnætti.
Maður þessi, Nassner að nafni,
sagði, að sums staðar í námunni
hafi vatnið náð þeim minnstu
yfir höfuð og hefðu þeir stærri
í hópnum lyft þeim upp fyrir
vatnsyfirborðið, þar sem dýpst
var í göngunum. Miklir fagnað-
arfundir urðu í nótt, er Nassner
hitti son sinn fyrstan manna, er
hann kom upp úr námunni, en
sonurinn hafði starfað á öðrum
stað í námunni og bjargazt.
í kvöld höfðu björgunarmenn
fengið rör, 40 sm. í þvermál,
sem þeir hyggjast bora niður til
sjömenninganna, sem vitað er
um. en von er á mioc nákværnú
hlustunartæki til að reyna að
leita að fleiri mönnum í nám-
unni.
Mörg hundruð ættingjar og vin
ir námamannanna stóðu í alla
nótt vi,ð námuopið og fylgdust
þögul með björgunaraðgerðum.
PÁSKARNIR
Framhald af 1 síðu.
ískri helgisiðabók.
Kirkjuþingið samþykkti að
það myndi ekki vera andstætt
fastsetningu páskanna, svo
framarlega sem aðrir, sem mál-
ið varðar, og þá sérstaklega
aðrir kristnir menn. sam-
þyk'ktu slíka ráðstöfun fvrir
sitt leyti.
Aðalfundiir Framsóknarfélags
Kópavogs verður haldinn sunnu-
daginn 27 okt. kl. 2 e.h. í barna-
skólanum við Digranesveg. Venju
leg aðalfundarstörf. — Stjórnin.
Komir í Kónavogi
Aðalfundur Freyju, félags Fram
sóknarkvenna í Kópavogi verður
haldinn sunnudaginn 27. október
kl 2 e.h. • barnaskólanum við
Djgranesveg Venjuleg aðalfundar
störf. — Stiórnin
Sameiginlegur fundur Framsókn
arfélaganna i Kópavogi verður
haldinn í harnaskólanum við Digra
ueVveg 27. okt. kl. 4 e.h. Fundar-
efni: Bæjarmál. Frummælandi:
Páll Hannesson. — Fulltrúaráðið.
KREFJA5T HÆKKANA
Frarrihaic ai bls. 3
inenn fenau á laun sín frá þeim
iíma.
Á fundi stjórnar BSRB s. 1.
mánudag var gerS svofelld til-
laga um skattamál:
Stjórn BSRB bendir á, að lög-
gjöf um skatta og útsvör, og þá
ekki síður framkvæmd þeirrar
löggjafar, er og hefur um langt
skeið verið með þeim hætti, að
skatta og útsvarsbyrðin leggst
óeðlilega þungt á launamenn í
þjóðfélaginu.
Skorar stjórn bandalagsins á
rikisstjórnina að beita sér fyrir
breytingum á skattakerfi lands-
Ins og framkvæmd skattheimtu,
er tryggi fullt réttlæti í þessum
málum.
Stjórn BSRB bendir sérstak-
lega á nauðsyn þess:
1. að persónufrádráttur verði
hækkaður verulega frá því,
sem nú er,
2 að skattaeftirlit verði hert og
þannig komið í veg fyrir að
skattsvikin verði þeim til refs-
ingar, sem telja rétt fram.
Stjórn BSRB skorar á önnur
iaunþegasamtök landsins að
taka upp samstillta baráttu fyrir
endurbótum í skattamálum, er
leiði til réttlátari skattheimtu en
verið hefur.
VIGTARMÁLIÐ
Framhald af 16. síðu.
að frétta af síðara málinu. Einn
af yfirmönnum fyrirtækis þess,
sem einnig hefur verið kært fyrir
að vanvega vörur er erlendis, og
er ekkert hægt að gera í málinu
á meðan. Saksóknari hvað það mál
myndu vera miklum mun umfangs
meira, en blaðið hefur frétt, að
fyrirtækið sé Pökkunarverksmiðj-
an Katla.
ÍSLENZKT BLAÐ
Framhald af 16. síðu.
íslandi, en auk þess aðsendar
greinar. Síðustu árin hefur
Skúli G. Bjarnason í Los Angel
es verið meðritstjóri Guðnýjar.
Blaðið, sem ég fékk sent, er
þriðja tölublað ellefta árgangs.
Þar ritar Guðný grein og seg
ir frá erfiðleikum sínum í sam
bandi við áframhaldandi útgáfu
Félagsblaðsins, og því að í sam
ræðum sínum við Walter Lín-
dal dómara, sem verið hefur
ritstjóri blaðsins Icelandic
Canadian, sem gefið er út á
ensku í Winnipeg, hafi hún
komizt á þá skoðun, að heppi-
legast muni að sameina þessi
blöð, og biður lesendur Félags-
blaðsins að senda sér línu og
segja álit sitt á málinu. Seg-
ir hún, að Líndal dómari eigi
hugmyndina að þessu og þendi
á, að í Toronto í Kanada séu
nú orðið búsettir allmargir ís-
lendingar, sem hafi með sér
félag en gefi ekki út neitt blað.
og muni þeir áreiðanlega leggja
til efni, ef blöðin verði samein
uð. Eftir að Winnipegblöðin
Lögberg og Heimskringla voru
sameinuð, sé tryggð áframhald
andi útgáfa blaðs á íslenzku í
Vesturheimi, en nú sé þörf á að
sameinast um íslenzkt frétta
og fræðslublað á ensku, sem
nái til lesenda, er ekki geta
lesið Lögberg—Heimskringlu
sér að gagni.
Birtist hér mynd af haus Fé-
lagsblaðsins, sem telst útgefið
af íslenzk—Ameríska klúbbn
um í Suður-Kaliforníu.
í fyrrinótt lézt í Reykjavík dr.
juris Björn Þórðarson fyrrum for-
sætisráðherra og lögmaður. Dr.
Björn var sonur hjónanna Þórðar
Runólfssonar og konu hans Ást-
ríðar Jochumsdóttur. Stúdent varð
Björn árið 1902, en lauk lögfræði
prófi í Kaupmannahöfn árið 1908.
Forsætis- og kirkjumálaráðherra
varð Björn árið 1942.
BÍL STOLIB
KJ-Reykjavík, 25. okt.
í nótt var stolið leigubifreið af
Chevrolet gerð, árg. 1955, þar sem
hún stóð innarlega á Hverfisgötu.
Sá er stal bílnum, var drukkinn
og bauð hann tveim mönnum upp
í bílinn til sín. Ökuferðin endaði
svo á mótum Kleppsvegar og Lang
holtsvegar, þar sem bifreiðinni
hvolfdi og þeir er í henni voru
slösuðust allir, en þó ekki mikið.
Ökumaðurinn mun vera rétt-
indalaus og játaði hann við yfir-
heyrslu að hafa stolið bílnum. —
Sjálf er leigubifreiðin illa farin
og nálgast það að vera ónýt.
Árekstur togara
og bíls
KJ-Reykjavík, 25. okt.
f DAG, skömmu eftir hádegi,
varð árekstur á milli togara og
bíls í Hafnarfirði. Bíllinn, sem
var með Reykjavíkurnúmeri, Bed-
ford-vörubifreið, var á leið niður
nýju-hafskipabryggjuna svoköll-
uðu og lenti á byrðingi togarans
Bjarna riddara og dældaði hann.
Sjálfur stórskcmmdist bíllinn við
áreksturinn, en ökumaðurinn var
ekki ástaðnum er að var komið.
Máiið er í rannsókn hjá lögregl*
unni í Reykjavík.
Fundur Ferða-
félags Nands
> 9d»rkvöldi
FB-Reykjavík, 25. okt
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS hélt
fyrstu kvöldskemmtun sína á þess-
um vetri í Sjálfstæðishúsinu í gær-
kvöldi, og var hún fjölsótt. Dr. Sig-
urður Þórarinsson skýrði þarna frá
ferð sinni tii Bandaríkjanna á síð-
asta vori og sýndi iitmvndir, aðal-
lega frá Mormónalandinu Utah. —
Kryddaði hann frásögn sína með
fræðilegum upplýsingum um land-
ið og myndun þess og tilvitnunum
í Paradísarheim Halldórs Laxness,
og var gerður góður rómur að frá-
sögn hans. Á eftir var myndaget-
raun og að lokum dans.
Au^lvslps: í Timamim
kemm’ fyrir
aumi vaNlátr* lila5a-
lesenda um allt land.
Hér með tilkynnist að faðir minn og tengdafaðir.
DR. JURIST BJÖRN ÞÓRÐARSON
fyrrv. lögmaður og ráðherra,
andaðist f Landakotsspítala 25. þ. m.
Þórður Björnsson. Guðfinna Guðmundsdóttir.
T f M I N N, laugardaginn 26. október 1963.
15
I