Tíminn - 26.10.1963, Blaðsíða 9
Lárus Jónsson, sem undan-
farin ár hefur lagt stund á
landbúnaðarfræði í Svíþjóð og
starfar við Landbúnaðarhásfcól-
ann í Uppsölum, var hér á ferð
á dögunum, og hitti ég hann
snöggvast að cnáli áður en hann
fór út aftur.
— Eru margir íslendingar,
sem nema landbúnaðarfræði í
Svíþjóð?
— Nei, helzt hafa landar far-
ið til náms í þeim fræðum í
Danmörku eða Noregi, svo mér
fannst ekki úr vegi að kynnast
því, hvernig Svíar kenna þau
fræði.
Á þessari mynd sést starfsmaður í geislavirknlrannsóknarstöð landbúnaðarháskólans í Uppsölum vera
að blanda gelslavlrkum (sótópum I jarðveg, sem síðan á að rækta plöntur [.
eftir hagfræðingum til starfa í
þágu landbúnaðar. Það er nú
talið tniklu skipta að reikna út
heppilegustu rekstrarform á
öllu, er að landbúnaði lýtur.
Hins vegar hefur verið dregið
úr kennslu í vélfræði í sam-
bandi við landbúnaðarvinnuvís-
indi, en þeim mun meiri á
vinnuhagfræði og vinnuhagræð
ingu til að tryggja afkomu bú-
anna.
— Hvað er fréttnæmt annað
af starfi og rannsóknum þeim
sem reknar eru við þennan
gamalgróna skóla?
— Svo ég minnist á jarðrækt
artilraunir, þá hefur verið
breytt um kerfi á því sviði. —
Lögð hefur verið niður gamla
tilraunastofnunin, sem áður
starfaði sjálfstætt, en í þess
stað hefur tilraununum verið
skipt niður á einstakar deildir
í skólanum. Um sama leyti voru
lagðar niður fastar tilrauna-
stöðvar úti á landi, en landinu
skipt í tilraunasvæði í hverjum
landsfjórðungi og yfirmaður
yfir hverju fjórðungssvæði. —
Sjálfar tilraunirnar fara fram
á ökrum bændanna, og hefur
yfirmaður hvers fjórðungssvæð
Aiikin áherzla á vinnuhagræð-
ingu og bættan búrekstur....
— Er Landbúnaðarháskólinn
í Uppsölum gömul og gróin
stofnun?
— Hann er, held ég, yfirleitt
talinn sá landbúnaðarháskóli ó
Norðurlöndum, sem einna bezt
er búinn að vísindatækjum,
einkirm að því er snertir jarð-
ræíktarrannsóknir. Svíar horfa
yfirleitt ekki í krónuna handa
rannsóknum og vísindutn, enda
eru þeir Ifka ribust þjóð á Norð
urlöndum. Skólinn í Uppsölum
er um 115 ára gamall sem bú-
fræðistofnun, sem gerð var að
háskóla fyrir rúmum þrjátíu
áruim.
— Er hann alveg sjálfstæð
stofnun eða í tengslum við Upp
salaháskóla?
— Hann er vissulega rekinn
sem sjálfstæð stofun, hefur
sína sérstjórn, en þó er hann
sumpart tengdur Uppsalahá-
skóla, að því er snertir kennslu
og rannsóknir í grasafræði og
erfðafræði, og ríkir gagnkvæm
samvinna imilli háskólanna.
Ekki er heldur allt, er að land-
búnaði lýtur, kennt í sérstökum
deildum við landbúnaðarháskól
ann. T.d. læra menn ekki skóg
rækt og dýralækningar þar,
heldur í Stokkhólmi, og er
þetta ólíkt sem tíðkast í hin-
um nágrannalöndunum.
— Hvaö er landbúnaðarskól-
inn fjölmennur?
— Ég held að stúdentar séu
nokkuð á fjórða hundrað, um
tuttugu prófessorar, en alls
starfa um sex hundruð manns
við skólann, við kennslu, á
rannsóknastofum og við skrif-
stofustörf.
— Er skólinn í örum vexti
sem vísindastofnun?
— Það gerir hann vissulega.
Einkum man ég að nefna
tvennt, sem þróazt hefur ört
þar hin síðari ár. Annað er
geislavirknirannsóknir, sem þar
eru reknar, hitt er vöxtur hag-
fræðideildar skólans.
— Hvað er að segja um
geislavirknirannsóknirnar, sem
þar eru stundaðar? Hafa þær
mikið með landbúnaðarvísindi
að gera?
— Það hafa þær sannarlega,
að því er snertir geislavirk
efni í jarðvegi, geislavirkt ryk.
sem berst í gras og vatn, sem
búfénaður nærist á, og berst
síðan með mjólk og kjöti í
mannfólkið. Verulegur skriður
á þessar rannsóknir við land-
búnaðarskólann í Uppsölum
komst á fyrir tilstilli landvarna
ráðuneytisins sem afleiðing af
kjarnorkusprengjum stórveld-
anna, einkum Rúsisa. Rannsókn
arstofnun í þágu landvarnanna
leitaði til allra áhugasamra
jarðvegsfræðinga og útvegaði
ríflegri styrki en ella hefðu
fengizt svo skjótlega. Þannig
þróaðist þessi deild innan land-
búnaðarháskólans, svo mikið
var talið í húfi, bæði fyrir land
búnaðinn og einnig hitt frá sjón
armiði landvarnanna og hvað
snerti heilbrigði og öryggi allra
landsmanna, hvaða ráðstafanir
væri t.d. bezt að gera, ef svo
illa færi, að til atómstyrjaldar
kæmi, og til að mynda hvernig
tryggja eigi matvæli handa
þjóðinni, ef gras og skepnur
spilltust af geislavirku ryki
o.s.frv. Þessar rannsóknir hafa
sem sagt margfalda þýðingu og
ekkert til sparað að hraða þeim
og leggja fram alla krafta til
að ráða þær gátur.
— Svo minntist þú á aukn-
ingu hagfræðikennslu í skólan-
um?
— Já, það er sú önnur deild
landbúnaðarháskólans, sem gíf
urlega hefur aukizt upp á síð-
kastið. Reksturshagfræði er að
verða æ stærri liður í landbún-
aði, og eftirspurn eykst sífellt
is eftirlit með þeim. Ríkið hef-
ur gert samninga við bændur
til mismunandi langs tíma um
skákir til jarðvegstilraunanna.
Engin veruleg reynsla er enn
komin á þessu, breytta tilrauna
kerfi, því að fyrirkomulaginu
var breytt fyrir rúrnu ári, en
margir gera sér vonir um betri
árangur með því, þótt það sann
ist ekki fyrr en eftir alllangan
tíma.
— Þú hefur verið starfandi
við skólann upp á síðkastið. í
hverju er starf þitt aðallega
fólgið’
— Fyrir tveimur árum fór
ég til Bandaríkjanna í boði
Efnahagssamvinnustofnunarinn
ar OECD og dvaldist þar í tíu
mánuði til að kynna mér jarð
ræktartilraunir og vísindaiega
útreikninga. Siðan kom ég
heim og starfaði hér um tíma.
En undanfarið hef ég starfað
í landbúnaðarháskólanum í
Uppsölum við útreikninga á
jarðvegsefnagreiningum, um-
fangamiklum tilraunum. sem
Svíar hafa stundað rækilega
um langan aldur.
— En hvenær kemurðu heim
til starfa?
— Það get ég ekki sagt um
að svo komnu máli, eða hvenær
mér býðst hér viðunandi starf
í minni grein.
GUNNAR BERGMANN
ili var jafnan fjölmennt, bæði áð-
ur en Gísli settist þar að og síð-
ar. Fólk, sem þar starfaði um
skemimri eða lengri tíma, fann
yfirleitt ástæður til að sýna heim
ilinu ræktarsemi og bera til þess
svipaðan hug og lýsir sér í til-
svari ■ vinnumannsins til húsráð-
enda á Bergþórshvoli forðum:
Betra þykir mér að látast í þínu
húsi en skipta um lánardrottna.
Bróðir Gísla, sem vann heim-
ilinu fullan aldarfjórðung, af
fyllstu ósérhlífni og óbrigðulli trú
mennsku á hér þó stærstan hlut,
þegar f.jölskyldan sjálf er undan
skilin. Og að lokum, þegar ört
hallaði undan fæti, var vandafólk
Gísla á heimilinu í Hafnarfirði
samtaka um að gera ævikvöld
hans bjart og friðsælt.
Hið fjölmenna heimili Gísla á
Hnappavölluim var jafnan styrk
stoð í sveitarfélaginu og hafði ríku
leg áhrif* á nágrennið. Meðan
heilsa og starfsþrek leyfði, hafði
Gísli forustu um margar félags-
legar framkvæmdir í bæjarhverf
inu. Hann gekk þá sjálfur fram
ótrauður og gerði nágrönnum sín-
um gjarnan boð um þátttöku. ef
ástæður leyfðu. Glaðværð hans og
gamansemi í kunningjahópi lyfti
upp. Húsfreyjan vildi ávallt bæta
úr því, sem miður fór og láta af
hendi rakna af mildri mund og
hlýjum huga í annarra garð. Börn
in voru góðir félagar og aðlaðandi
í leik og starfi. Greiðviknin af
hálfu þessa heimilis brást ekki og
það, sem um var beðið veitt, ef
hægt var, ekki með hangandi
hendi eða undandrætti, heldur af
örlæti og tafarlaust.
Og nú við leiðarlokin skal þess
minnzt. að Gísli gekk stundum
enn lengra Það kom fyrir, að hann
gekk til nágranna síns og tók óum
beðið að hjálpa honum við fram-
kvæmd, sem þurfti að ljúka. Enn
fremur að hann að fyrrabragði
sendi nágranna boð um að hag-
nýta án »ndurgjalds verðmæti.
sem þau hjónin höfðu aflögu, en
búast mátti við. að hinn skorti.
Þegar áhuginn starfið og hjarta
lagið í senn hneigist að þessu
marki þá er bjart yfir lífi manna
og leiðir ti1 samstarfs greiðfærar.
Enginn má sköpum renna. Nú
er á enda æviskeið þessa rnanns.
Aldurinn var orðinn nokkuð hár,
starfsþrekið lamað — og hann
var sjálfur ferðbúinn af þessum
heimi
íbúar þeirrar sveitar, sem var
Gísla vettvangur ævistarfsins,
mir.nast hans með þakklæti og
hlýjum hug.
Hér skal hinzta kveðja flutt með
þeim orðum er sögð voru um einn
drengskatvr mann Sturlungaaldar:
Láti Guð honum nú raun lofi
betri.
P.Þ.
T í M I N.N, Iaugardaginn 26. október 1363.
9