Tíminn - 26.10.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.10.1963, Blaðsíða 6
Ráðstefna Varðbergs hefst í dag Klukkan 12,30 í dag hefst í ÞjóðLeikhúskjallaranum ráðstefna Varðbergs um „ísland og alþjóð- legt samstarf“. Auk Varðbergsfé- laga er háskólastúdentum sérstak- lega boðið til ráðstefnunnar. Ráð- stefnan hefst með hádegisverði í boði stjómar Varðbergs en henni lýkur á sunnudagseftirmiðdag með erindi Stephan Thomas fram kvæmdastjóra vestur-þýzka Sosial- Demokrataflokksins, sem staddur er hérlendis í boði Varðbergs. Á ráðstefnunni verða flutt eftirfar- andi 4 erindi: 1. „ísland og alþjóðlegt sam- starf“, Ellert Schram, form. Stúd- entaráðs. 2. „Stjómmálalegt samstarf". Tómas Karlsson, blaðamaður. 3. „Varnarsamstarf“, Gunnar Schram, ritstjóri. 4. „Efnahagslegt samstarf", i Björgvin Guðmundsson, viðskipta í fraeðingur. Hringborðsumræður verða að loknum erindunum báða dagana. EINS og skýrt hefur vertS frá f fréttum fórst brezk þota af nýrrl gerð t tllraunaflugi á ml8- vikudaginn og með henni 7 tllraunaflugmenn og flugtækni- fræðingur. — Hér var um að ræða flugvél af gerðlnni BAC-111 sem Bretar höfðu nýloklð smíðl á og var hún elna flugvél þelrr- ar gerðar, en önnnur er í smlð- um. Á efrl myndinni sést flug- vélaflaklð, elns og það lelt út skömmu eftlr slyslð, en myndln hér tll hltðar var tekin rétt áð- ur en reynsluflugið hófst. i i Háskóiahátíð verður haldin fyrsta vetrardag, laugardag 26. okt. khtkkan 2 eftir hádegi í Há- skólabíói. Þar verður leikinn háskólamars eftir dr. Pál ísólfsson, fluttir þætt ir úr háskólaljóðum Davíðs Stef- ánssonar við lög dr. Páls ísólfs- sonar, dómkórinn undir stjórn tón skáldsins syngur. Háskólarektor, prófessor Ármann Snævarr flytur ræðu. Kristinn Hallsson syngur einsöng og kór háskólastúdenta syngur stúdentalög undir stjórn Sigurðar Markússonar. Háskóla- rektor ávarpar nýstúdenta, og veita þeir viðtöku háskólaborgara bréfum. Einn úr hópi nýstúdenta flytur stutt ávarp, og nýstúdentar syngja stúdentalag. Háskólastúdentar og háskóla- menntaðir menn eru velkomnir á háskólahátíðina. Frekari rannsókn KJ-Reykjavík, 25. október. MÁL SIGURBJÖRNS veitinga- manns sem undanfarið hefur verið til athugunar og rannsóknar hjá Saksókaara rlklsins, hefur nú verið sent aftur til sakadóms tll frekari rannsóknar. Ekki mun vera að vænta frekarl frétta af málinu fyrr en eftir helgi. ADALFUNDUR F.U Aðalfundur Félags ungra Fram- sóknarmanna í Reykjavík var hald- inn mánudaginn 14. október s. 1. Starfsemi félagsins hefur verið mikil á síðast liðnu starfsári, eins og fram kom í skýrslu stjórnar. Hafa margir félagsfundir verið haldnir með góðri þátttöku, og önnur félagsstarfsemi verið víð- tæk. Sérstaklega varð þó þáttaka félagsins og félagsmanna almenn í kosningabaráttunni s. 1. vor. Á fundinum mætti Einar Ágústs son, alþingismaður. Hann þakkaði félagsmönnum mlkla vinnu og ötul an stuðning í kosningunum og flutti snjalla ræðu um stjórnmála viðhorfið og sérstaklega um hið alvarlega ástand, sem nú rikir í húsnæðismálum. Stjórn Félags ungra Framsókn- armanna skipa nú: Steingrímur Hermannsson, formaður; Ragnar Gunnarsson, varaformaður; Theo- dór A. Jónsson, ritari; Sigþór Jó- hannsson, gjaldkeri; Ingibjörg Jóhannsdóttir, spjaldskrórritari; Kári Jónasson, fjármálaritari og meðstjórnendur Hjördís Einars- dóttir, Bjami Bernder, Halldóra Sveinbjörnsdóttir og Már Péturs- son. Hefur stjórnin þegar hafið und irbúning að starfseminni á þessu starfsári og mun fyrsti félagsfund urinn verða haldinn þriðjudaginn 12. nóvember n. k. Hann mun fjalla um húsnæðismál, eins og nánar verður auglýst síðar. Ráð- gerðir eru mánaðarlegir félags- fundir, nema í desembermánuði, m. a. ráðsíefna um uppbyggingu atvinnuveganna, hringborðsfund- ur um grundvallarstefnu Fram- sóknarflokksins o. fl. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti tveimur eða þremur kvöld- skemmtunum í súlnasal Hótel Sögu með svipuðu, sniði og skemmt anir F.U.F. á sama stað fyrir kosn ingarnar s. 1. vor, sem tókust með sérstökum ágætum. Verður fyrsta skemmtunin föstudaginn 6. des. næst komandi. Önnur félagsstarfsemi er annað hvort hafin eða er u. þ. b. að hefj- ast. Bridgekvöld verða að minnsta kosti einu sinni í viku og gert er ráð fyrir mjög vaxandi ungl- ingastarfsemi, með skemmtikvöld- um o. fl. fyrir unglinga að félags- heimilinu, Tjarnargötu 26. Stjórn félagsins mun bráðlega birta heildaryfirlit yfir félagsstarf semina á komandi starfsári, og þess má loks geta, að í undirbún- ingi er að ráða framkvæmdastjóra að minnsta kosti hluta úr degi til þess að tryggja, að félagsstarf- semin öll megi fara sem bezt úr hendi. TOLLPUSTSTOFAN FB-Reykjavík, 25. okt. f DAG VAR Tollpóst- stofan í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu opnuð, eftir að á henni hafa verið gerðar gagn- gerar endurbætur. Tollpóststof an hefur nú starfað frá því í nóvember 1934 og árlega fara í gegnum hana tugþúsundir böggla, og síðustu tólf mánuði liefur hún innheimt 37.363.000 krónur i tollum. — Tollpóst- stofan hcfur til afnota um 500 ferm. húsrými í Hafnarhúsinu, UNGTEMPLARADAGUR Hins árlega alþjóðlega ung- tcmplaradags verður minnzt í Góð- tcmplarahúsinu í kvöld, sunnudags kvöld. Þá verður kvöldvaka, sem hefst með ávarpi séra Árelíusar Nvelssonar formanns fslenzkra ungtemplara. Þá verður einleikur á cello, skrautsýning, negrasöng- varinn Herbie Stubbs skemmtir, ný kvikmvnd frá Rondo, skemmti- stað æsku Oslóborgar og að lok- um verður dansað. í tilefni Ungtemplaradagsins vilja samtök þeirra koma á fram- færi eftirtarandi ávarpi: Samttmis því að ungtemplarar um heim allan helga sinn dag, 3. okt. 1963 skora þeir fastlega á ríkisstjórnir, þjóðfélög og einstak linga að gera meginreglur mann- réUindayfirlýsingar Sameinuðu þióðanna að veruleika í dagjegu lífi. Jafnfranit leitast ungtemplara- hreyfingin við með sinni marg- þæctu starfsemi og alþjóðlegu samböndum að efla dýpri skiln- ing meðal þjóðanna. Þörfin fyrir meiri og nánari 'íiekkingu á aðstæðum og ástandi FramhaJd á 15. síðu. og hefur það nú verið innréttað að nýju, og sá Trésmíðaverk- staði Kaupfélags Árnesinga um það, en Helgi Hallgríms- son hósgagnaarkitekt gerði teikninguna. — Þegar Tollpóst- stofan hóf starfsemi sína voru starfsn.enn 3, en nú eru þeir 16, sex hjá tollgæzlunni og 10 hjá pósistofunni. Fyrsta áriff innheimti hún aðeins kr. 197. 702.97 en nú innheimtir hún 37 milliónir árlega, og pakkarn- ir þetta árið eru að nálgast sex tugasta þúsundið. Sigurmund- ur Gíslason er deildarstjóri hjá tollinum, en Sigurður Ingason hjá tollpóststofunni. Óskar Ein arsson er gjaldkeri stofunnar, og eini starfsmaðurinn, sem starfað hefur hjá henni frá upphafi. T f M T N N. Jaueardacinn 26. október 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.