Tíminn - 26.10.1963, Síða 5
RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON
^ 'ú
EFTIR LEIK ENGLANDS OG HEIMSLIÐSINS SAGÐI
MYNDI'N aS ofan er frá lelknum á
ALF RAMSEY UM JIMMY GREAVES
Maurice Norman, reynir að stoova --■- 1 ■ ■■■■ — *
Engin v«m í heiminum
getur stöðvað hann
Handbolti
um helgina
Reykjavíkurmótið í hartd-
knaftleik heldur áfram að Há-
logalandi um helgina og fara
m. a. fram sex leikir í meist-
araflokki karla, auk leikja í
yngri aldursflokkum.
Á laugardagskvöld kl. 20.15, þ.
e í kvöld, fara þessir leikir fram:
3. flokkur karla: KR-Víkingur.
Meistaraflokkur karla: Víkingur
KR. Valur-ÍR, Þróttur-Fram.
Á sunnudag kl. 13,30 fara þess-
ir leikir fram: 2. fl. kvenna: Vík-
ingur-Fram. Valur-Ármann.
3. flokkur karla: Víkingur-ÍR.
f i:mn
siðu
Stóri leikurinn í Lundúnum á miðvikudaginn var, leikur
Englands og „heimsliðsins", er enn ofarlega á baugi, enda
líklegt, að hann verði talinn einn af stórleikjum aldarinnar.
Mörgum finnst sem England hafi unnið frægan sigur með
því að vinna „heimsliðið" 2:1. Þeir eru þó fleiri, sem bent
hafa á, að sigur Englendinga stafi í raunréttri aðeins af því,
að það hafi alls ekki náð tilgangi að hóa saman sterkum
einstaklingum úr nær öllum hejmshornum — mönnum, sem
hafi skort alla samæfingu og tala ólíkt tungumál og stilla
þeim upp sem heimsliði — Hið mjog svo samstillta lið
Englands hefði í rauninni unnið of lítinn sigur.
Um þetta geta menn vissulega
deilt endalaust, en þess má geta,
a5 margir íþróttablaðamenn eru á
þeivri skoðun, að „heimsliðið" hafi
fyrst og fremst tekið leikinn sem
„býningarleik" en Englendingar,
sem fullgildan kappleik.
Til gatnans skulum við svo að-
eins líta á ummæli manna, sem
nátengdir voru leiknum . . .
Alf Ramsey, framkvæmdastjóri
enska landsliðsins, sagði eftir leik
inn: — „Eg er mjög ánægður með
frammistöðu enska liðsins. Strák-
arnir börðust vel og léku heil-
steyptari knattspyrnu en heims-
liðið. Jimmv Greaves var eins
hættulegur og mig dreymdi um.
Engin vörn í heiminum getur
stöðvað hann . . .“
Riera, sá sem stjórnaði „heims-
!iðinu“ utari vallar, sagði: „Hefði
ég fengið mann eins og Pele og út-
herja eins og Hamrin í liðið, hefð
um við unnið. En það voru mörg
lönd, sem sviku okkur, og þess
vegna gátum við ekki stillt upp
sterkasta liðinu. Hugsið ykk-
ur líka h\að Garrincha hefði get-
að gert sem hægri útherji í þess-
um leik . . með fullri virðingu
fyrir Englendingum. Annars voru
Englendingar betri en ég reikn-
aði með . .“
Armfield. fyrirliði Englands,
sagði: „Það hafði engin áhrif, að
„heimsliðið" skipti mörgum mönn
um inn á í hálfleik. Eg held að
þetta hafi lafnvel verið betra fyr-
ir okkur. Tökum sem dæmi hinn
frábæra sovézka markvörð, Yash-
in, sem hafði varið af hreinni
sniild í fyrri hálfleik og haldið
markinu h/einu . . . Við megum
þakka fyri", að hann lék ekki með
í síðari hálíleiknum. Auk þess er
það alltaf erfitt að koma inn í
miðjan leik. Fyrst verður maður
að fá að hitna — og það tekur
sinn tíma að samlagast heildinni.
Og alveg sérstaklega hlýtur þetta
að vera erfitt fyrir leikmenn, sem
þekkja hvem annan lítið sem
ekkert . . .“
Djalma Santos, bakvörður í
„heimsliðinu" sagði: „Englending
ar léku miklu betur en venjulega.
En auðvitað gætti þess, að „heims
liðið“ æfði aðeins í 40 mínútur
saman fyrir leikinn og það er auð-
vítað allt of lítið“. Og Santos var
spurður, hvort hann héldi, að
enska landsliðið myndi sigra
Brazilíu, ef löndin myndu mætast
í iandsleik. „Eg get varla nokk-
uð sagt um það“, svaraði hann,
„en það myndi alla vega verða
erfiður og harður leikur fyrir báða
aðila . . .“'
• Esbjerg hefur tryggt
sér Danmerkurmeistaratitil
í knattspyrnu þriðja árið í
röð Ems og í fyrri skiptin,
hafði Esbjerg gífurlega yfir
burði — og er 5—7 stigum
hærra en iið númer tvö.
•fc JIMMY GREAVES skorar hér sigurmarkið í leiknum. — Undirbúningurinn var CHARLTONS á vinstra kanti.
Reykjavíkurúrvai sigr-
aði Flugvallarúrvalið
Það verða 6 meistaraflokksleikir
um helgina.
Alf, Reykjavík.
REYKJAVÍKURÚRVAL í körfu-
knatfleik vann ágætan sigur yfir
úrvalsliði frá Keflavikurflugvelli að
Hálogalandi í fyrrakvöld. Lokatölur
urðu 71:62 og var það sízt of stór
sigur, en hinlr reykvísku körfu-
jknattleiksmenn höfðu mikle yfir-
burði á sviði tækni. Áhorfendur
voru nokkuð margir og fylgdust
spenntir með viðureigninni, sem var
jöfn allan fyrri hálfieikinn og fram-
undir miðbik síðari hálfleiks.
Hraði var mikill í leiknum og því
harka oft á dagskrá. í hálfleik
höfðu Bandaríkjamenn yfir 40:35.
Fljótlega í síðari hálfleik jafnaði
Reykjavíkurúrval og um miðbik
hálfleiksins hafði því tekizt að ná
undirtökunum og síðustu mínúturn
ar voru „reykvísk einkaeign”.
í þessum ieik hafði reykviska
liðið mikla yfirburði í tækni og oft
brá fyrir mjög skemmtilegum sam-
leiksköflum. Að mörgu leyti lék
bandaríska liðið taktiskar, en leik-
Framhald á 15. síðu.
STUTTAR
FRÉTTIR
FRANSKA knattspyrnusom-
bandið ákvað á fimmtudag, að
útiloka frá allri keppni í þrjá
mánuði hinn fræga leikmann,
Raymond Kopa, sem m. a. hefur
unnið sér til frægðar að leika
með heimsliðinu. Þessi ráðstöf-
un franska knattspyrnusambands
Ins var gerð vegna þess, að Kopa
neitaði að leika með franska
landsliðinu n. k. laugardag gegn
Búlgaríu í Evrópukeppni lands-
liða.
T f M I N N, laugardaginn 26. október 1963.
(