Tíminn - 26.10.1963, Blaðsíða 8
>*
Friðrik Olafsson skrifar um
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
TRÚMENNSKA
Úr ýmsum áttum
Minningarmót Capablanca, setm
að undanförnu hefur staðið yfir
á Kúbu, er fyrir skemmstu til
lykta leitt, og bar hinn kunni
sovézki meistari Victor Korchnoj,
sigur úr býtum þar, eftir harða
baráttu við landa sína, Tal og
Geller, og tékkneáka meistarann
Pachman. Hlaut Korchnoj I6V2
vinning úr 21 skák, en hinir síðar
nefndu fylgdu fast á eftir með
16 vinninga hvor. Sigur Korchnoj
kemur að sjálfsögðu engum á ó-
vart, því að hann er um þessar
mundir einhver harðskeyttasti
skáktmaður heims, og frammistaða
félaganna, Tal og Geller er nokk-
uð í samræmi við það, sem al-
mennt mátti búast við af þeim.
Hins vegar kemur frammistaða
Pachmans á óvart og er ósenni-
legt, að hann hafi nokkurn tíma
á skákferli sínum unnið öllu betra
afrek. í síðustu umferð leit jafn-
vel svo út, að hann mundi deila
efsta sæti með Korohnoj, því að
hann átti þá hagstæða stöðu í skák
sinni við hinn gamalkunna ung-
verska meistara Barcza, en Barcza
tókst að verjast öllum áföllum og
ffkákin endaði í jafntefli eftir 73
leiki. Með þessu jafntefli tókst
Bareza jafnframt að tryggja sér
örugglega 5. sætið í mótinu og
gildir það sama um hann og Pach
man, þ.e. þetta er vafalaust ein-
hver bezti árangur, sem hann hef-
ur náð um sína ævidaga.
Röð efstu manna í mótinu var
annars þessi: 1. Korohnoj 16V2
vinning; 2.—4. Tal, Geller og
Pachman 16 vinninga hver; 5.
Barcza 15V2 vinning; 6. Ivkov,
Júgóslavíu 14V2 vinning; 7. Darga,
V-Þýzkalandi 13 vinninga. — Með
þessum árangri sínum hefur
Darga fullnægt þeim skilyrðum
sem þarf til að hljóta stórmeistara
titil, og er ekkert því til fyrir-
stöðu, að honum verði veittur tit-
illinn á næsta þingi alþjóðaskák-
sambandsins. 8. Uhlman, A-Þýzka
landi 12% vinning; 9. Trifunovic,
Júgóslavíu IIV2 vinning; 10.—-11.
O’Kelly, Belgíu og Bobotsov,
Búlgaríu 11 vinninga hvor. 12.
Robatch, Austurríki 10 vinninga;
13. Letelier, Chile 9 vinninga; 14.
Wade, Englandi 8% vinning. —
Eyjaskeggjar skipa svo öll neðstu
sætin, en þeir hafa vafalaust haft
mikið gagn af því að tefla í svo
sterku móti, ekki síður en íslenzk
ir skákmenn mundu hafa, ef slíkt
stórmót væri haldið hér á landi.
Hér kemur svo stutt skák frá
mótinu:
Hvítt: Cobo, Kúbu.
Svart: Ivkov, Júgóslavíu.
Frönsk vörn.
I. e4, e6. 2. d4, d5. 3. Rc3,
Bb4. 4. e5, Re7. 5. a3, Bxc3t
6. bxc3, c5. 7. Dg4, Dc7. 8.
Dxg7, Hg8. 9. Dxh7, cxd4. 10.
Re2
(Svartur hótaði m.a. 10. — Dxc3f)
10. —, Rbc6. 11. f4
(11. cxd4 mundi lítt stoða vegna
—, Rxd4. 12. Rxd4, Dc3t o.s.frv.)
II. —, dxc3. 12. Dd3, Bd7. 13.
Be3
(Mjög eru skiptar skoðanir um
það, hvert sé bezta áframhald
hvíts hér. Ýtnsir eru þeirrar skoð
unar, að bezt sé að drepa peðið
á c3 (13. Dxc3 eða Rxc3), en það
hefur sýnt sig, að svartur fær þá
mjög þunga sókn eftir c-línunni
(13. —, a6 ásamt —, Hc8 og eftir
atvikum — Dþ6 eða Dd8, eftirfylgt
af —, Ra5 og Rf5), auk þess, sem
menn hans verða mjög virkir. í
stað 13. Be3 kemur einnig sterk-
lega til greina 13. Rg3 ásamt 14.
Be2).
13. —, Rf5. 14. Bf2
(Pachmann telur, að hér sé snöggt
um skárra 14. Bd4 eða Rd4)
14. —, d4
(Ekki er Pachmann ýkja hrifinn
að þessum leik heldur. Hann tel-
ur nákvæmasta leikinn hér vera
14. —, 0-0-0. Sitt sýnist hverjum!)
15. Rg3, 0-0-0. 16. Rxf5?
(En þessi uppskipti eru einungis
svarti í hag, því að hann fær nú
góða aðstöðu til að angra hvít á
e-línunni. Betra var 16. Re4 ásamt
17. g3 og 18. Bg2, eins og Pach-
man bendir réttilega á).
16. —, exf5. 17. Bh4(?)
(Biskupinn lendir nú utangátta og
Pachman mælir því í staðinn með
17. g3. Cobo hefur vafalaust íhug-
að þann leik, en honum hefur þá
staðið ógn af 17. —, f6, sem óneit
anlega er heldur óskemmtilegur
leikur að fá á sig. Hann leikur
því 17. Bh4 til að koma í veg fyrir
—, f6!)
17. —, Hde8. 18. Kf2
(Leikið í þeim tilgangi að fyrir-
byggja allar óvæntar fórnir á e5.
Lítt hefur hann grunað, að leikur-
inn stuðlar einmitt að leikfléttu,
sem hefst með mannfórn á e5)
18. —, Hg4. 19. g3
(Eftir 19. Bg3, hefði hvítur misst
vald yfir f6-reitnum, og svartur
gæti þá með góðum árangri leikið
19. —, f6
19. —, Iixe5!
(Falleg og nákvæmlega útreiknuð
hróksfórn).
20. fxe5, Rxe5. 21. Ddl
(Eftir 21. Ðe2 á svartur einnig
mjög fallega vinningsleið: 21. —,
Dc5! 22. h3, He4. 23. Dh5, d3f
24. Kg2, Hxh4! 25. gxh4, Bc6r
og vinnur).
21. —, Hxh4!
(Með þessari hróksfórn ryður
svartur síðustu hindruninni úr
vegi).
22. gxh4, Rg4t 23. Kel
(Eða 23. Kgl, d3' 0. s. frv.)
23. —, Df4. 24. De2
(Sóknin virðist nú hafa stöðvazt
I bili, en svartur á epn eina ör
í mæli sínum og hún er banvæn).
24. —, Bb5!
(Nú hefði hvítur getað gefizt upp
og þakkað fyrir kennsluna í leik
fléttulistinni!)
25. Dg2, De3f.
Hvítur gafst upp hér, því að
staða hans er vonlaus eftir 26.
Be2, Dd2f 27. Kfl, Re3t o.s.frv.
— Óneitanlega stórkostleg fórnar
skák.
(í þessari skák er að miklu leyti
stuðzt við athugasemdir Paclhman
í Schach-Echo).
Úrslit haustmóts
Taflfélags Reykiavíkur.
Nú er lokið undanrásum í haust
móti Taflfélags Reykjavíkur, en
ekki er enn útkljáð um tvö af
þeim sex sætum í úrslitakeppn-
inni, sem efstu menn í riðlinum
hljóta. í A-riðli urðu úrslit þessi:
1. Bjarni Magnússon 8 vinninga;
2. —4. Sigurður Jónsson, Pétur
Eiríksson og Bragi Björnsson 6
vinninga hver. Þar sem aðeins þrír
menn fá uppgöngurétt í hvorum
riðli fyrir sig, verða þessir þrír,
sem jafnir urðu, að, tefla uoj tvö
sætanna. í B-riðlinum urðu' úrslit
þessi: 1. Jón KrL<tih*ísón'l'8 vinh-
inga; 2.—3. Björn Þorsteinsson og
Trausti Björnsson 7 vinninga
hvor.
Til þátttöku í úrslitakeppninni
er auk þess boðið þeim Gunnari
Gunnarssyni og Guðmundi Ágústs
syni og er ekki að efa, að hún
verður bæði skemmtileg og
spennandi. 1. umferð verður tefld
á morgun í Hafnarbúðum og hefst
klukkan 2.
Ein af þýðingarmestu dygð-
um kristins dóms er trú-
mennska.
„Vertu trúr“, eru orðin, sem
mest áherzla er lögð á við fertn
ingarbarnið, þegar það hverfur
frá altarinu eftir unnin heit
við leiðtoga sinn Jesúm Krist.
Og sannarlega er trúmennsk
S an, festan við unnin loforð, dug
ur og dáð við skyldustörf, —
grunnur að mannlegri ham-
ingjuhöll, jarðvegur sá, sem
gáfur og hæfileikar þurfa til að
gróa og dafna.
Trúmennska og drenglyndi
eru í raun og eðli það sama,
og eiga fyrirheit bæði fyrir
þetta líf og hið komanda.
Drengur er vaskur maður og
vaxandi. Trúr er sá, sem er
öruggur og aldrei hvikar frá
settu marki, unnum heitum,
gefnum loforðum.
Margir fullyrða, að þrátt
fyrir allar framfarir okkar ís-
lendinga á síðustu áratugum,
þá hafi okkur farið aftur í
drengskap og trúmennsku.
Sorglegt ef svo er. Og satt að
segja er útlitið aumt, og líklegt
að fullyrðing þessi hafi við rök
að styðjast. En samt verður
þeim að efast um það, sem les
vandlega bækur eins og „Öldin,
sem leið“, eða skyggnist yfir-
leitt inn í hversdagslíf liðinna
kynslóða. Það er ekki mjög
glæsilegt. En hitt er annað
mál, að við þurfum engan sam
anburð. Sú þjóð, sem fær þann
vitnisburð, sem okkar eigin dag
blöð gefa okkur daglega með
öllum sínum frásögnum af svik
uim, prettum, fjárglæfrum og
vínþambi, og þar af leiðandi
slysum og hörmum, hún er
engu fremur að týna en trú-
mennsku sinni, heilindum og
drenglund.
Allt er gjört fyrir peninga.
Og hollasti þáttur mannlegs
drenglyndis og trúmennsku,
starfsgleðin og vandvirknin, er
hvarvetna Jítilsmetin, vanrækt-
ur og borinn fyrir borð.
Fólk vinnur ekki vegna
starfsins, heldur vegna pening
anna. Þar af leiðandi verður
starfið eloki sú uppsprettulind
þroska og fagnaðar, sem því er
áskapað að vera og verða.
Gott þú, góði og trúi þjónn.
Yfir litlu varstu tnír, yfir mik
ið mun ég setja þig“, felur
ekki í sér neinn fagnaðarboð-
skap fyrir fólk, sem helzt ekk-
ert vill vinna. Sé metnaður
þess orðinn peningar, en ekki
starf, hlýtur þetta fyrirheit um
„mikið starf“ að verða því
hrelling fremur en fögnuður.
Hamingja í störfum. Hvað er
það eiginlega? gæti sumt unga
fólkið spurt.
Gæti verið nokkur fögnuður
í því t.d. að þvo gólf eða bóna?
„Sér er hver lukkan, eða hitt
þó heldur“, segði unga stúlkan,
sem þráir ekkert’ fremur en að
verða flugfreyja eða fegurðar
drottning, minnsta kosti sýn-
ingarstúlka eða fyrirsæta.
En gólfþvottur skapar hrein-
leika, þroska og þar af leiðandi
vellíðan og heilbrigði, fyrir
utan þá hollustu, sem hann hef
ur í iör með sér. Þetta vita all-
ir, sem eitthvað hugsa. Og
hann gæti því verið og er vafa
laust oft miklu þýðingarmeira
starf en tízkusýningarmærin
gæti gjört í sínum verkahring.
En auk þess verkar gólfþvott
urinn á fólkið, sem býr í hús-
inu, léttir skap þess, veitir því
ósjálfrátt meiri bjartsýni, feg-
urri lífsskoðun. Hugsið ykkur
fólk í húsi, sam ekki væri þrif
ið heilt ár, ekki einu sinni þveg
ið gólfið. Það væri nær komið
niður á stig villimennskunnar
eftir nokkra mánuði, kannske
orðið geðveikt. Leti, hirðuleysi
og sóðaskapur í hinu smáa eyði
leggur fljótlega hið fíngerðasta
og um leið hið dýrmætasta í
vitund hverrar manneskju.
En þó er eftir að minnast á
þriðja og mikilvægasta atriðið
við þetta starf, sem annars þyk
ir litt eftirsóknarvert. Sé gólf-
þvotturinn eða húsþrifin unnin
af vandvirkni og smekkvísi, þá
eflir hann innri þroska, fómar-
t'ramha'C a 13. siðu.
Gísli Jónsson frá Hnappavöllum
Allt líf verður gegnt, meðan hugur
og hönd
og hjarta er fært til að vinna.
(St. G. St.).
Gísli Jónsson, fyrrum bóndi á
Hnappavöllum í Öræfum, andaðist
2. okt. s.l. 78 ára að aldri. Hann
hafði þá um skeið legið í sjúkra-
húsi í Hafnarfirði.
Gísli var fæddur í Svínafelli í
Öræfum 5. jan. 1885, sonur hjón-
anna Jóns Jónssonar og Þuríðar
Jónsdóttur. Ungur missti hann föð
ur sinn, en ólst upp hjá móður
sinni og í hópi allmargra syst-
kina. Um nokkuri; skeið var hann
vinnumaður, m.a. hjá séra Ólafi
Magnússyni í^andfelli, en átti þó
lengst af heimili í Svínafelli til
þrítugs aldurs.
Árið 1916 fluttist Gísli að
Hnappavöllum og rúmu ári síðar
kvæntist hann Guðnýju Pálsdótt-
ur. Settust þau í bú fósturforeldra
Guðnýjar, þeirra Páls Bjarnason-
ar og Guðnýjar Sigurðardóttur á
Hnappavöllum. Þetta var þá traust
heimili með fastmótaðar venjur
og starfshætti.
Gísli og Guðný bjuggu á jörð-
inni um þrjátíu ára skeið. Þeim
varð fimm barna auðið. Eitt þeirra
dó í bernsiku, en fjögur eru á lífi,
dóttir gift heima og búa þau hjón
á föðurieifð hennar; tvær dætur
giftar og búsettar fyrir sunnan og
sonur, sem nú hefur aðsetur á
Höfn í Hornafirði.
Fyrst eftir að Gísli hætti bú-
skap sökum heilsubrests var hann
heima hjá vandamönnum sínum
á Hnappavöllum, en síðustu árin
átti hann heimili hjá dóttur og
tengdasyni í Hafnarfirði.
Gísli var að eðlisfari léttlyndur
og glaðvær, en jafnframt kappsam
ur atorkumaður. Hjá honum var
starfið ekki einungis þörf athöfn,
heldur „lífsnautnin frjóva“. Á
yngri árum var hann að jafnaði
fremstur í flokki, þar sem hann
gekk til starfa, og þó einkum, ef
sýna þurfti áræði og þrek. Hann
lá ekki á liði sínu, eftir að hann
tók við búsforráðum á Hnappa-
völlum og hófst handa um ýmsar
framkvæmdir. Hann festi yndi við
staðinn og bújörðin skyldi njóta
verka hans.
En áður en varði bar að nokk-
um skugga. Þegar Gísli var á
miðjum aldri, bilaði heilsa hans
að nokkru, svo að hann varð æ
síðan að gæta varúðar við störf
og draga sig meira í hlé en hann
hefði viljað. Það var þung raun
þrekmanninum kappsama. En af
þessu varð augljósara en ella, hve
hann að öðru leyti var mikill
gæfumaður.
Kona hans var ómetanlegur lífs
förunautur, ávallt reiðubúin að
hjálpa, styrkja og gleðja, gædd
þeim kærleika og andlega styrk,
sem vex ásmegin við örðugleika.
Bömin urðu manndómsmenn og
unnu heimili foreldra sinna af
mikilli atorku og kostgæfni alla
stund, meðan Gísli hélt húsfor-
ráðum.
Og fleira kom til. Þetta heim-
8
T I M I N N, laugardaginn 26. október 1963.