Tíminn - 23.11.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1963, Blaðsíða 1
NTB-Dallas, 22. nóv. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur í gær. hann var í opnum bíl á leið frá flugvellinum í Dallas mn í borgina, þeg- ar skotið var á hann úr launsátri frá nærliggjandi skólahúsi. Skotið kom í höf uð forsetans, og fór í gegn um höfuðkúpuna. Hann var þegar fluttur í sjúkra- hús en lézt þar klukkan 18 að íslenzkum tíma, án þess að komast nokkurn tíma iil meðvitundar. Með honum í bílnum var .Jacqueline kona hans, John Connally, fylkisstjóri í Texas og kona hans, og loks Lyndon B. Johnson. varaforseti. Þegar bíll forsctans var að koma að götubrú, /ar allt í einu skotið þrem skotjm að bílnum, og hitti eitt þeirra forsetann í höfuðið, sem fyrr segir. Féll hann þegar fram fyrir sig, en kona hans gieip hann og reyndi að halda höfði hans Connaliy fylkisstjóri varð einnig fyrir skoti, sem hitti hann í brjóstið og fékk ar.nað i handlegginn. í fyrstu fréttum sagði, að Lyndon B. Johnson hefði einn- ig særzt cn það var síðan bor- ið til baka. AJlt komst á ringulreið við árásina, en bílstjóra forsetans var þegar skipað að aka rak- leitt til næsta sjúkrahúss, Park land Memorial Hospital. For setinn var með lífsmarki, þeg ar þangað kcm, en þrátt fyrij að allt var gert, sem í mann legu valdi stóð, tókst eklp aó bjarga lífi hans, og lézt hann í örmum kcnu sinnar án þess að komast t.il meðvitundar. Óttast er um líf fylkisstjór ans. Sjónarv ittar segja, að stib ing Jacqueiine Kennedy hafi verið aðdaur.arverð. Þegar mað ur hennar féll, hrópaði hún aö eins: — ó, nei! Svo greip hún um höfuð hans og reyndi að hagræða honum, en var róleg og sem dofin. Þegar hún kora út úr sjúkrahúsinu að manni sínum látnum, var hún enn ró leg og æðiulaus, þótt klæði hennar væru ötuð í blóði Hún fór síðan ásamt Lyndun B. Johnsc-n út á flugvöll, þa. sem hann vann forsetaeiðinn í forsetaflugvélinni. Síðan fylgdu þau ásamt fylgdarliði forsetans heim til Washington, með lík Kennedys ícrseta. Edward Kennedy, öldungai- deildarþingrraður og systir Kennedy bræðra, Eunice Schri ver, tóku þcgar einkaflugvél til Dallas, bega. fréttist um moró ið. Robert Kennedy, dómsmála ráðherra, stjórnaði þingfundi, þegar nonum barst fregnin. Hann lagði hæglátlega frá sér fundarhamarinn og gekk út úr þingsalnum án þess að mæla orð af vörum. Garðyrkjumaður, sem var að störfum x gaiði foreldra Kenne dys forse!a, var fyrstur til að færa gömlu hjónunum frétt ina, sem hann heyrði í ferðavið tæki, sem hann hafði með sér. — John Kernedy hafði nýlega ákveðið aj dvelja hjá foreld.-- um sínum fimmt.udag í næstu viku. — Þakkargjörðardaginn — Frú Bose Kennedy, móðir forsetans, mun að líkindum fara til Dallas, þar sem son ur hennar var myrtur, en Jos- eph Kennedy. faðir forsetans er ekki ferðafær. Fregnir. um dauða Kennedys kom sein rtiðarslag yfir allan heiminn Ekki aðeins vestræn ríki, heldur einnig austræn Víðast voru útvarpsdagskrár rofnar til þess að koma fregn- inni um dauða forsetans aó'. og sorgariögum útvarpað milli þess, sem nánari fréttir bár- ust. Þing og ríkisráð felldu þeg- ar niður fundi og ráðamenn gáfu út yHilýsingar um atburð inn. Fréttin breiddist einnig meðal almennings á torgum og gatnamótum og menn voni daprir i bragði. Síðan Dag Hammars.cjöld fórst fyrir tveim ur árurn, hefur engin dánar fregn orkað eins á allan heim inn. — t Washington safnað ist fólk saman á aðalgötunum, og þegar Hegnin um dauða for setans hafði verið birt, ríkti dauðaþögn ! borginni. Ekki var alveg ljóst í fyrstu, hvaðan skotin komu, og beind- ist athygiin í fyrstu að götu brúnni. sem forsetabíllinn var í þann veg að fara undir. Töldu sumir sig hafa séð mann og konu i hlaupum burtu frá morðstaðnum, en um leið varð mönnum í >úst. að skotin komu frá nærligg.iandi skólahúsi. Lög reglumenn úi leyniþjónustunni og frá lögreglunni í Dallas svöruðu þegar í sömu mynt. en féllu náðir. Byggingia var rannsökuð, og í hornheibergi í skólahúsinu .fundust þrjú tóm skothylki úr riffli, sem áiitinn er vera með 25 mm. hlaupvídd og annað hvort af bandarískri eða jap anskri gerð Þar fannst einnig mikið af pappír og ræksni aí steiktum kjúklingi, og er tal ið líklegt, að morðinginn hafi haft dvol í þessu herbergi um hríð. — Kuna ein í mannfjöld anum á gotunni telur sig hafa séð marin með riffil við glugga í skólahúsinu, um leið og for- setinn var skotinn. Lögreglan handtók fljótlega tvo menn, grunaða um morðið en nokkru seinna hinn þriðja, sem þykir grunsamlegastur Hann náðist í kvikmyndahúsx og bar á séi skammbyssu ai sömu gerð og skotið var af á lögreglu'r.fnrina. Maðuntin. Lee Harvey Os- wald, sótti um ríkisborgararétt í Sovétríkiunum árið 1959, og fékk vinmi í verksmiðju i Minsk. Hann á rússneska konu. í fyrx-avor sótti hann um brott Framhalcf á 15 síðu. Lee H. Osv/ald, formaSur félags- ins: „Fair Play for Cuba", sem tallnn er morðingi Kennedys, var handtekinu rétt eftir morðið. Skotið ríður af og allt fer i uppnám. Fólkið flevgir sér til jarðar, en lögreglumenn þjóta í áttlna til bílalestar Kennedys, sem er innar á myndinni. — Allar myndir af atburðunum voru símsendar í gærkvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.