Tíminn - 23.11.1963, Qupperneq 6

Tíminn - 23.11.1963, Qupperneq 6
Er séð fyrir raforku- þörf borgarinnar? Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í fyrrakvöld svaraði borgar- stjóri eftirfarandi fyrirspurn frá borgarfulltrúum Framsóknarflokks ins: „Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu borgaryfirvalda til að tryggja Reykvíkingum næga raforku í næstu framtíð?" Borgarstjóri gaf nokkurt yfirlit um þær raforkuframkvæmdir, sem unnið er að og taldar á döfinni. Hann sagði, að heildarálag raf- magnskerfisins í Reykjavík og ná- grenni á svæði Rafmagnsveitú Reykjavíkur væri nú 80 þús. kw og gert væri ráð fyrir því, að það yxi með árum í 117 þús kw 1968 og 167 þús. kw 1974 og væri gert ráð fyrir 7% árlegum vexti og nokkurri forgangsaukningu hjá Áburðarverksmiðjunni. Nauðsyn- legt varaafl væri talið að þyrfti að vera samsvarandi afköstum stærstu aflvélarinnar í kerfinu, og það afl, sem til væri nú, ætti s^rn- kvæmt því að endast til 1965. þég- ar stækkun nýju írafossstöðvarinn- ar með nýrri samstæðu kæmi í gagnið á næstu mánuðum, og yrði orkan þá alls 113 þús. kw Við bættist svo stækkun eimtúrbínu-, stöðvarinnar við Elliðaár á næstu í misserum um 11,5 þús kw. Þá mætti og með litlum fyrirvara virkja enn 7 þús. kw í Sogi og væri | það þá talið fullvirkjað. Um þær raforkuframkvæmdir, sem næst kæmu helzt til álital I kvað borgarstjóri vera jarðgufu- | stöð í Hveragerði er gæfi 30 þús. 1 kw og mætti byggja hana í tveim [ ur áföngum og undirbúningi fyrri áfanga svo langt komið, að bjóða mætti út verkið með litlum fyrir , vara. Þá kmmi til álita allstór virkjun við Brúará. Auk þess færi nú fram athugun á stórvirkjunum á vegum ríkisins við Jökulsá eða Þjórsá og yrði horfið að henni gæti komið til greina að hætta við minni virkjan- ir fyrir Reykjavíkursvæðið. í vet- ur mundu öll þessi mál skýrast, sagði borgarstjóri. ,Einar Ágúsfsson þakkaði borg- arstjóra upplýsingarnar og lagði i á það áherrlu, hve þýðingarmikið það væri að borgaryfirvöld hefðu | vakandi auga með þessum málum 1 og gerðu sér ljósa þá þörf, sem væri á aukinni raforku á næstu 1 árum. Raforkuskortur væri óbæri legur. í þessum efnum yrði að horfa alllangt fram í tímann, því að virkjanir væru ekki gerðar á skömmum tíma. Einar kvað sér. skiljast að alveg væri horfið frá virkjun Krúarár að sinni, og næst fyrir hendi væri þá jarðgufustöð eða lítil Sogsvirkjun, ef ekki kæmi til stórvirkjun. Kvaðst Ein- ar aðeinsh vilja undirstrika nauð syn þess, að ráðamenn borgarinn- ar væru vel á verði og hugsuðu fram í tímánn til þess að tryggja borginni nægilega raforku. „Borgarstjórn samþykkir að fela borgarstjóra og borgarráði að Iáta svo fljótt, sem framast er unnt, að gera áætlun um skipulagningu nýrra byggingarsvæða, t. d. til 5 ára í senn, hliðstætt því, sem gert hefur verið varðandi hitaveitu- framkvæmdir, skólabyggingar og gatnagerð. Skal í áætlun þessari ákveða nákvæm'lega hvaða svæði skuli vera tilbúin til útvísunar ár hvert svo og áætlun um kostnað við að gera þau byggingarhæf. Stefnt skal að því, að áætlun þessi liggi fyrir þegar fjárhags- áætlun fyrir árið 1965 verður und- irbúin“. Þessi tillaga frá borgarfulltrúum Framsóknarflokksins var til um- ræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld, og hafði Kiristján Benediktsson framsögu um hana. Hann benti á, hvílík nauðsyn það væri að vinna að þessum málum eftir fyrir fram gerðri áætlun, og væri unnt að benda á marga kosti þess. Það hlyti t. d. að gefa miklu betri yfir- sýn um verkefnin, og áætlun stuðl aði jafnan að því, að borgaryfir- völd reyndu að koma framkvæmd- um áfram. Það væri stór þáttur í byggingu borgarinnar að undirbúa og skipuleggja landsvæði til bygg- ingar og nauðsynlegt að gera um það áætlun í stórum dráttum, í hvaða röð og hvenær hin ýmsu svæði borgarlandsins yrðu tekin Val unga fólksins — Heklubuxurnar - amerískt efni nylon nankin — vandaður frágangur. BETRI BUXUR í LEIK OG STARFI Guðmundur Vigfússon tók einn- ig til máls og studdi tillögu Krist- jáns í höfuðdráttum og kvað það nokkuð l'angt gengið hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að halda því fram, að þessi mál væru í sæmi- legu lagi. Við skulum ekki vera að blekkja okkur með því, sagði Guð- mundur. Síðan var tillögu Kristjáns vís- að frá með 9 atkvæðum gegn & Tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur til byggingar, og hvenær ljúka þyrfti undirbúningsframkvæmdum þar, svo að unnt væri að úthluta þar lóðum. Það væri líka nauðsyn- legt að hafa yfir þetta heildarsýn ásamt kostnaðaráætlunum um und irbúning svæðanna, svo að styðj- ast mætti við þær, þegar fjárbags- áætlun væri samin og hægt að vita með meiri vissu, hve miklu fé þyrfti að verja í þessu skyni. Kristján minnti á, að borgar- stjórnarmeirihlutinn hefði oft gef- ið um það stór loforð, að þetta eða hitt svæðið yrði tilbúið til; l.óðaútvísunar á einhverjum til- teknum tíma, en ærið oft hefði komið á daginn, að ekki var staðið við þessr loforð og lóðaúthlutun seinkaði úr hófi. Þetta hefði komið harla illa við marga. Áætlun nokk- uð fram í tímann um næstu bygg- ingarsvæði hlyti að verða mjög til bóta og gera borgarbúum fært að fylgjast betur með þessum mál- um. Nú væri tækifæri til þess að skipa þessum málum í betra horf, og að því miðaði þessi tillaga. Birgir ísleifur Gunnarsson tók til máls og taldi þessi mál í svo góðu lagi og yfirleitt vel fyrir skipulagsmálunum séð, að ekki væri þörf á þessari tillögu Þótt óviðráðanlegar ástæður ,tefðu stundum útvísun lóða yrði ekki fyrir það girt með þessari tillögu og bar fram frávísunartillögu. Kristján Benediktsson talaði aftur og benti á, að það hlyti að vera sæmilega auðvelt að gera áætlanir um þetta nokkuð fram í tímann’ og það tryggði miklu betri vinnubrögð en nú ættu sér stað, þegar stóru verkefni væri velt skipulagslaust á undan sér. Benti hann & nokkur dæmi um fyrirheit borgaryfirvalda i þessum efnum, sem hvergi nærri hefðu I staðizt. Þótt búið væri að skipu-1 ] leggja svæði, eins og t. d. Fossvog-1 ; inn, væru borgaryfirvöld ekki far- in að gera sér grein fyrir því, hvenær ýmsar spildur þess yrðu teknar til bygginga, né heldur hvaða fé borgin yrði að verja þar i undirbúning á næstu árum. Full- yrt hefði t. d. verið með stóryrtum loforðum, að stórt svæði norðan í Kleppsholtinu yrði tilbúið til út- hlutunar í haust, en það yrði áreið anlega ekki á þessu ári. Þannig drægist þetta úr hömlu vegna þess, að borgaryfirvöld feyndu aldrei að gera sér ljóst í tíma, hvenær ákveðin byggingasvæði yrðu að vera tilbúin. Úr þessu yrði að bæta og gera ráðstafanir nógu snemma til þess að 'ljika' undi»l búningi Með áætlun fyrir næstu Húsmæður - Eiginmenn PRIMAVERA þurrkíhengið er þægilegt, fallegt og er ómissandi hlutur í baðherberginu. Kaupið PRIMAVERA og losnið við þvottinn af ofninum. Sendum heim og setjum upp. Sendum í póstkröfu um allt iand. ÚTSÖLUSTAÐIR: KEA, Akureyri, Kaupfélag Ámesinga, Selfossi. Björn G. Björnsson, Skólavörðustíg 3A, 3. hæð sími\21765. ár, sem farið væri eftir, gætu borg arbúar líka vitað miklu betur, hvaða byggingarsvæði væru til reiðu á hverju ári. Betra væri að hafa um þetta skipulega áætlun sem raunverulega væri farið eftir, heldur en auglýsa það með stór- fyrirsögnum í Morgunblaðinu, hvaða svæði eigi nú að skipuleggja og taka til byggingar og standa síðan alls ekki við loforðin. BORGARMÁL BORGARMÁL BORGARMÁL AÆTLUN UM NÆSTU BYGG INGARSVÆDINAUDSYNLEG T í M I N N, laugardaginn 23. nóvember 1963.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.