Tíminn - 23.11.1963, Síða 7

Tíminn - 23.11.1963, Síða 7
Utgof; • ■ , • . jKINN Frarrikvœmdastjóri. iómas Arnason — Kitstjórar; Þórarinn Þórarinsson lábi. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Kulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skril stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — NNEDY Það er ekki ofmælt, að aldrei hefur mannkyn allt ver- ið snögglegar harmi lostið vegna fráfaíls eins manns og þegar fregnin um morð Kennedys íorseta barst um heiminn. Hér hafði gerzt hinn hörmulegasti atburður, sem ekki aðeins snerti f.iölskyldu forsetans og vini hans ekki aðeins þjóð hans, heldur mannkynið allt. Þetta stafaði ekki aðeins af því, að hann gegndi valdamesta embætti heimsins. Þetta stafaði af því, að við þennan unga og frækna foringja voru buhdnar meiri vonir um farsæla leiðsögn til friðsamlegri og betri heims en við nokkurn annan samtíðarmann hans. Margir voru þeir, sem óttuðust, að Kennedy væri of ungur og óreyndur, þegar hann tók við íorsetaembættinu fyrir þremur árum. Þetta afsannaði hann bezt með starfi sínu því að hann vann sér jafnt tiltrú þjóða i vestri og austri, sem einlægur og traustur friðarsinni. Svo ótrauður og stefnufastu rreyndist hann í þeim ásetn- ingi sínum að vinna að bættri sambúð þjóða, Samherjar Bandaríkjanna treystu honum betur í þessum efnum en nokkrum öðrum vestrænum foruslumanni. Meðal keppinauta Bandaríkjanna var ekki heldur lengur el’- ast um góðan ásetning hans. Þess vegna hafði hann orðið betri skilyrði til gifturíks starfs á þessu sviði eu nokkur annar. Óumdeilanlega hafa vonirnar um varanlegan frið styrkst á þeim stutta tíma, er Kenneciy fór með völd Kalda stríðið er mildara en áður. Samningurinn um til- raunabannið markar þáttaskil, sem veitir mikil fyrirheit Kennedys verður ekki eingöngu minnst sem hins farsæla og giftusamlega foringja á sviði alþjóðamála , Hans verður ekki síður minnst sem hins frjálslynda um bótamanns í heimalandi sínu. Þar beiíti hann sér fyrii' margvíslegum réttarbótum og kjarabótum þeirra, sem lakast voru settir. Lengst mun þó lifa barátta hans fyrir auknum réttindum blökkumanna Semi munu gleymast hin frægu orð hans, er hann tók við íorsetaembættinu Geti frjálst þjóðfélag ekki hjálpað þebn mörgu fátæko getur bað ekki heldur bjargað hinum fáu ríku. t innanlandsmálum hafði Kennedy ekki tekizt að áorka nema litlu af því, sem hann hafði ásett sér. Þar mætti hann illu heilli þröngsýnu afturhaldi á ýmsum sviðum. Því tókst að stöðva flest umbótamál hans. Þau eru hins vegar ekki úr sögunni, þótt hans sjálfs njóti ekki lengur við. Stefnan, sem hann beitti séi' fyrir, lifir áfram og mun nú að líkindum borin fram af auknu afli af sam- herjum hans. Þjóð hans saknar sárt óvenjulega mikilhæfs forustu- manns. Á þessari sorgarstundu er hægt að færa henni þá ósk bezta, að hún eignist sem flesta leiðtoga, er starfa í anda Kennedys. Johnson Við hið sviplega fráfall Kennedys, er það mikil harmn' bót, að jafn reyndur og mikilhæfur stiómmálamaður tek- ur við forsetaembættinu og Lyndon B. Johnson. Flesí bendir til, að hann sé líklegur til að fylgja fram svipaðn stefnu og Kennedy. Það mun koma honum að góðum notum, að hann hefur verið vinsæll og áhrifaríkur leið togi á þingi, og kann manna bezt að vinna að frágang' máia þar. Þótt hann fylli ekki strax sæti Kennedys, ei ekki annar maður vænlegri til að taka nú farsællega um stjórnvöl Bandaríkjanna en einmiít hann. JACKIE KENNEDY horfir qrátandi á, á meðan JOHNSON sver forsetaeiðinn í DAI.LAS, áður en hann flaug til baka til Washington. Það var héraðsdómari að nafni Sarah T. Hughes, sem las upp eiðstafinn. Þetta er f fyrsta sinn, sem kona les upp eiðstaf fyrir forseta í sögu Bandaríkjanna. BAINES jOHNSON beir. sem gerst beklda til a 1 stjóirnmálasviðinu í Washington, | eru á einu máli um, að Kennedy Bandaríkjaforseti hafi treyst g mjög á leikni og þekkingu Lynd- p on B. .Tohnson til að koma gegn- g um þingi'ð þeim málum, sem & hann og stjórn hans bera helzi S fyrir briósti hverju sinni. Samband þeirra markaðist af w vinfengi og trausti, sem ósjaldan I gætir lítt á sviði stjórnmála. f @ því sambandi er rétt að geta þess I, að Johnson hefur hlotið þá | beztu viðurkenningu, sem unnt B er að 'nljota, en hún var fólgin i y því, að Kennedy bar virðingu | fyrir dómgreind hans og fór að £ heilræðum hans. Þeir, sem kunn i ugastir eru á vettvangi banda- £ rískra stjórnmála síðustu árin. 3 vita manna bezt, að Johnson 1 hefur fyllilega unnið til þess « trausts, sem honum var au'ðsýnt. og að hann vann til þess strax i | upphafi samstarfs hans og Kenn | edys forseta. rj Fyrirtaks sendimaður. En Kennedy forseti treysti Johnson til annars og meira en að glíma við þingheim, til að hraða gangi mála gegnum öld- ungadeildina og þingið í heild Hann taldi Johnson prýðilegan sendimann, eins og fram hefur komið í því, að hann hef- ur farið margar ferðir á undan förnum árum, til að bera vinar- kveðjur frá forseta og þjóð Bandaríkjanna víða um heim. Það hefur og komið opinberlega fram, að forsetinn var ánægður með árangurinn af þessum ferð- um varamanns síns. Eftir fyrstu ferðina, sem John- son fór í apríl 1961, bar Kenn- | edy forseti mikið lof á hann og m sagði, að hann hefði verið „á- gætur og virðulegur fulltrúi tt lands okkar“, og átti „verulegan i þátt í að auka stuðning þann, | sem Atlantshafsbandalagið verð- p ur að njóta, ef það á að hal'da á- | fram að verða traustur og örugg ^ ur skjöldur“. Var þarna átt við ferð, sem Johnson fór til Puerto | Rico, Genfar og Parísar, svo og >: til Senegal, þar sem hann var vif, staddur, þegar sú forna nýlenda Frakka hlaut frelsi, sem fulltrúi' Bandaríkjanna. í þeirri ferð fór hann 20.000 km vegarlengd á aðeins einni viku. Ut á nieðal -almennings. Johnson hefur síðan farið argar ferðir til ýmissa hluta æims, sem fyrr er sagt, og hefur honum hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum sem sér- •tökum talsmanni og sendiboða lorsetans. í maí 1981 fór hann t i. í tveggja vikna ferð um SA Vsíu og var það í þeirri ferð, sem hann bauð óbreyttum verka- nanni, sem dró fram lífið með því að leigja út áburðarúlfalda sinn, í heimsókn til Bandaríki anna, sem frægt varð. í öllum þessum ferðum hefur hann haft þann sið að reyna að komast sem mest í snertingu við almenning í þeim löndum, sem hann hefur heimsótt. Ef hann gerði það ekki, hefði Basir Ah mad, sem hann bauð að heim- -ækja sig vestan hafs, naumast orðið á vegi hans og hlotið heim- '-oðið. Það hefur einnig orðið 'eitt af einkennum þeirra ferða, sem Johnson hefur verið í að und- 'nförnu, að hann hefur leitazt við •5 komast sem mest út A meðal alþýðu manna. — Til dæm- is þegar hann var í Lapp- landi í haust, gekk hann til dæmis um á meðal Lappa, sem eru ekki mannblendnir að jafn- aði og tók í höndina á þeim, sem næstir voru og rabbaði við þá. Hlaut fyrst kennaramenntun. Lyndon B. Johnson fæddist 27 ágúst 1908 í grennd við Johnson City í Texas, en þá borg hafði afi hans stofnað og gefið nafn sitt. Faðir hans lét mjög til sín taka í opinberum málum og va' um 24 ára skeið þingmaður : fylkisþingi Texas. Lyndon vani á bóndabýli í æsku. en gekk kennaraskóla, þcgar hann hafði aldur til og lauk þaðan prófi árið 1930. Síðan starfaði hann sem kennari í Houston, einni mestu •ippgangs'borg fylkisins. en vegna stjórnmálaáhuga gerðist hann ritari Richard M. Klebergs, sem var þjóðþingsfulltrúi fyrir Texas. Gegndi hann því starfi um þriggja ára skeið,’ en sótti jafn- framt lagadeild Georgetown- háskóla í Washington og lauk þaðan prófi. Johnson bauð sig fyrst fram til þjóðþingsins árið 1937, þegar efnt var til aukakosningar í einu kjördæmi fylkisins. Frambjóð- endur voru alls tíu, en Johnson bar sigur úr býtum og síðan hafa tengsl hans við stjórnmálin í Washington verið órofin. Þó 'efur hann einu sinni orðið undir í kosningu. Það var 1941, þegar 'iann bauð sig fram til öldunga- deildarinnar, ti) að ljúka kjör- tímabili látins þingmanns. Féll hann þá með 1311 atkvæða mun, en 1948 hefndi hann þess ósig- urs, er hann hlaut kosningu til öldungadeildarinna>- Fór fyrstur bingmanna í stríðið. Fáeinum dögum eftir að Jap- anir gerðu árásina á Pearl Har- bor 7. desember 1941. hafði John- son gerzt sjálfboðaliði í flotan- um, og varð fyrsti þingmaður- inn, sem klæddist einkennisbún- ingi eftir að Bandaríkin voru orðin styrjaldáraðili. Var hann átta mánuði sem foringi á Kyrra- hafi, eða þar til Roösevelt Banda ríkjaforseti gaf út tilskipun, sem bannaði þingmönnum að ganga í herþjónustu og halda til víg- vallanna. Helgaði hann sig þá þingstörf- um af miklu kappi, og óx jafnt og þétt að áliti og áhrifum í hópi demokrata, unz svo var komið 1953, að hann varð for- ingi meirihluta öldungadeildar- mnar, og því ábyrgðarstarfi ■egndi hann, þar til hann hafði • erið kjörinn varaforseti. Á hessu tímabili hlaut hann viður- kenningu alþjóðar fyrir lagni við að samræma sjónarmið þing nanna með sundurleitar skoðan- ir til að koma mikilvægum málum í höfn. Halda sumir því fram, að hann megi kalla snill- Framhald á 15. siSu. T í M I N N, sunnudaginn 24. nóvember 1963. 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.