Tíminn - 23.11.1963, Qupperneq 13
ems
ermaiur í
, Tilkynningin um morðið á Kenn-
edy forseta kom sem reiðarslag
í London, en Sir Alec Douglas-
Home, forsætisráðherra, og Ric-
hard A. Butler, utanríkisráðherra
var þegar í stað tilkynnt um at-
burðinn. Brezka útvarpið gerði
thlé á dagskránni og útvarpaði þeg
ar fréttinni. Elísabet drottning
sendi fjöl'skyldu Kennedys þegar
í stað samúðarkveðju, er hún
heyrði um atburðinn. Sir Alec
sendi fjölskyldu Kennedys einnig
samúðarskeyti. Attlee, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, sagði:
— Þetta er mikill harmleikur.
Hann var góður stjórnmálamaður
í blóma lífsins, sem ástæða var
til að ætla, að mundi koma miklu
til leiðar. Hann var hugrakkur og
framsýnn maður. Avon lávarður,
fyrrverandi forsætisráðherra Eden,
sagði: — Bandaríska þjóðin hefur
orðið fyrir miklu áfalli. Forsetinn
var gæddur óvenjulegum hæfileik
um, festu og þolinmæði. Churchill,
fyrrverandi forsætisráðherra,
sagði: — Bandaríkin hafa misst
mikinn leiðtoga og vitran og hug-
rakkan mann. Tjón Bandaríkjanna
og alls heimsins við fráfall for-
setans er ekki hægt að meta.
Útvarpið í Moskvu gerði hlé á
dagskránni til að tilkynna morðið
á Kennedy forseta. Útvarpið stað-
hæfði, að það væru róttæk hægri
sinnuð öfl, sem stæðu að baki
morðinu. Síðan var leikin orgeltón
list. Fréttamenn í Moskvu minn-
ast þess, að meðan á öllum deilum
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
stóð, hafa Sovétleiðtogarnir vand-
lega gætt þess að skilja á milli
Kennedys' og hinna svokölluðu
heimsvaldasinna og stríðsæsinga-
manna í Bandaríkjunum. Hinn
ungi forseti var án efa vinsæll
meðal ráðamanna í Moskvu. So-
vézk stjórnarvöld munu sennilega
bíða átekta og segja ekki álit sitt
fyrr en hægt verður að kanna áhrif
in af dauða forsetans. Moskvublað
ið Pravda fór í prentun klukku-
tíma síðar en venjulega í kvöld
til þess að vera með öll smáatriði
í sambandi við fréttina. — _ í
Moskvu er sagt, að hópur rúss-
ncskra stúdenta hafi safnazt sam-
an i samúðarskyni fyrir utan
bandaríska sendiráðið. Hann var
nýr Lincoln, sagði stúdent skjálf-
andi röddu. Þeir voru um hundr-
að fyrir utan sendiráðið.
Bandaríski utanríkisráðherrann
Dean Rusk, sem var á leið til Tok-
yo með flugvél, þegar hann fékk
fréttina um dauða Kennedys —
hætti strax við ferðina til þess að
komast heim til Bandaríkjanna
eins fljót og kostur var.
Rusk kom frá herráðstefnunni
í Honululu, þar sem m. a. var rætt
um ástandið í Suður-Vietnam. í
Tokyo ætlaði Rusk að ræða við
leiðandi japanska stjórnmálamenn.
Páfinn tók á móti fréttinni um
dauða Kennedys með skelfingu,
segir Reuter. Hann var augnablik
í einrúmi tíJ þess að biðja fyrir
forsetanum.
Forsætisráðherra Frakklands,
Georges Pompidou, varð harmi
sleginn, er hann frétti lát Kenn-
edys forseta. Hann muldraði að-
eins: — Þetta er hræðilegt, þetta
er hræðilegt. — Kennedy forseti
dó eins og hermaður í eldlínunni,
meðan hann gegndi skyldustörfum
fyrir land sitt og þjóð, sagði de
Gaulle Frakklandsforseti. Fyrir
hönd frönsku þjóðarinnar, sem
ætíð hefur verið vinveitt Banda-
ríkjunum, votta ég ímynd hans og
minningu heiður minn.
Formaður brezka verkamanna-
flokksins, Harold Wilson, sagði, að
Kennedy hefði verið góður vinur
Bretlands, mikill stjórnmálamaður
og baráttumaður fyrir friði í heim-
inum. Barátta hans fyrir uppræt-
ingu kynþáttamisréttis í Banda-
ríkjunum mun lifa í hugum allra.
í Haag var kirkjuklukkum hringt
í tilefni af dauða Kennedys for-
seta. Victor Marijnen, forsætisrájð
herra Hollands, sagði, að frá al-
þjóðlegu sjónarmiði væri lát
Kennedys reiðarslag.
Einar Gerhardsen, forsætisráð-
herra Noregs, sagði: — Þetta er
skelfileg frétt og gífurlegt áfall
fyrir alla, sem skilja, hvað við höf
um misst við fráfall Kennedys for
seta. Við fundum til öry'ggis að
hafa hann í svo mikilvægri stöðu.
Við treystum honum, og við trúð-
um á hann. Við trúðum á vilja
hans til' að efla réttlæti og frið,
við trúðum á hæfileika hans til
að draga úr andstæðunum í heim-
inum. Norska þjóðin lætur í ljós
djúpa samúð með frú Kennedy og
börnum hennar og allri bandarísku
þjóðinni.
Frá Bonn berast þær fréttir, að
fréttin um andlátið hafi valdið
mikilli skelfingu í Vestur-Þýzka-
landi. Ludwig Erhard, sem var á
leiðinni frá París í hraðlest, þegar
Kennedy lézt, var undir eins sagt
frá atburðinum, og bæði útvarps-
og sjónvarpsstöðvar breyttu dag-
skrám sínum undir eins. Útvarp-
að var sorgartónlist. Útvarpsstöð
^SÍPFÍÍPg
Framhald af 9. síðu /
urinn um afdrif íslendinga í
Grænlandi og utr Grænlandsbyggð,
einnig um Vínlandsferðir íslend
inga
Kanada og ísland hafa missi
einn af sínum beztu sonum, sagr,
fræðinginn og rithöfundinn Trygg
va J Oleson Kona hans Elva Huld°
Eyford, menntuð fríðleikskona, va
hálfsystir Hallgríms heit. HaD
grímssonar bókavarðar Hún ei
fædd vestanhafs. Eörn þeirra þrjú !
Gwenn Katrín. Tómas og Sólveiv
eru mjög efnileg. með greinileg
íslenzk ættareinkenni.
Ég votta öllum aðstandendun
mína dýpstu samúð. Blessuð sé |
minning þessa stórmerka Vest.ur |
íslendings.
Anna Þórhallsdóttir. I
ÞEIR SKRIFA UM . , .
Framhald af 2 síðu.
myndskreyft en alls munu vera
einar fjörutiu og átta síður með
myndum i t.ckinni frá aflatúrum
þejm, sem höfundarnir fóru í Jg
af öðru í sambandi við veiðarnar
VIOAVANGUR
'■c!zt í sínu skólahverfi, hvort
em það nú væri einn hreppur
'ða fleiri saman. Ef slíkt fyrir-
omulag kæmist á. mundu börn
n og unglingarnir geta lokið
kólaskyldu sinni í barna- og
nglingaskóla sinnar sveitar eða
kólahveirfis og þyrftu þá al-
nennt ekki að vera nema eitt
r í héraðsskóla til þess að
júka miðskólanámi. þ. e. Iiinu
svokallaða ,.Iandsprófr‘, sem
vfeitir rétt til frekara framhalds
náms, m. a. í menntaskóla og
kennaraskóla.“
ameríska hersins í V-Þýzkalandi
flutti fréttina á eftirfarandi ein-
faldan hátt: Herrar mínir og frúr,
forseti Bandaríkjanna er látinn.
Staðgengill Erhards í fjarveru
hans, Erich Mende, sagði, að allir
sem hefðu orðið þeirrar ánægju
aðnjótandi að hitta Kennedy í
heimsókninni til Vestur-Þýzkalands
og Berlínar, hefðu verið slegnir
djúpri sorg.
Forsætisráðherra Svíþjóðar,
Tage Erlander, sagði: Lát Kenn-
edys er hræðileg ógæfa, ekki að-
eins fyrir bandarísku þjóðina held
ur fyrir okkur öll, sem trúum á
þær hugsjónir, sem Kennedy barð-
ist fyrir. Hann vakti undrun heims
ins fyrir stöðu sína í baráttunni
fyrir jafnrétti.
í höfuðstöðvum Efnahagsbanda-
lagsins í Brussel hafði morðið á
Kennedy geysileg áhrif. Kennedy
var orðinn þekktur sem forseti
með mikinn skilning á þörfinni
fj'rir samvinnu á milli Bandaríkj
anna og Efnahagsbandalagsins.
Belgíski utanríkisráðherrann
Paul-Henri Spaak virtist gráta,
þegar fréttamaður frá Reuters-
fréttastofunni talaði við hann í
síma. — Hvað get ég sagt, annað
en að ég er þrumulostinn. Eg get
ekki talað í kvöld, sagði Spaak.
Danski forsípt^srqðþerranh^
Jens Otto Krag'sagði, að Kennedy
forseti hefði staðið sem hinn
sterki ungi leiðtogi hins vestræna
heims. Og á hvern hátt dauða hans
hefði borið að höndum væri óskilj
anlegt. Morðárásin á Kennedy
mun setja svartan bl'ett á samtíð
vora, og með Kennedy hafa Banda
ríkin misst einn sinn stærsta stjórn
málamann. sagði Krag.
Fyrir aðeins einu ári síðan horfð
ist hann í augu við erfiðasta og
eftirþankamesta vandamál, sem
nokkur stjórnmálamaður hefur
nokkru sinni staðið frammi fyrir.
Það var spurningin um stríð eða
frið, og hann vissi, að örlög föður
lands hans voru í húfi. Sú stefna;
sem Kennedy fylgdi, einkenndist
af miklu öryggi og skapaði það
ástand að stórþjóðirnar gátu fjall-
að um frið og öryggi, sagði Krag.
Lögreglumaður heldur á riflinum, sem álitið var að Oswald hefðl myrt
Kennedy með.
VÖL
Af tímantiiiu DVÖL eru til
nokkrir eldri árgangar og ein-
stök hefti trá fyrri tímum. —
Hafa veríð teknir saman nokKr
ir Dvalarpakkar. sem hafa inni
að halda un 1500 blaðsíður af
Dvalarhc’.tum með um 200 smá
sögum aðfl'ega býddum úrvats
sögum a»iJi margs annars efn-
is. greins ><f ljóða Hver þess
, ara pakúr l».istar kr 100,— og
j verður burðargjaldsfritt.
et greiðsla tylgir pöntun, ann
ars í postmöfu — Mikið og
gott lesefn’ fyrþ lítið fé. —
Pantanii sendist til:
Tímar*ti« DVÖL.
(íigranesvegr 107,
(Cópavegi.
Tilkynnt hefur verið í Kaup-
marinahöfn, áð“Friðrik konungur
hafi sent svohljóðandi skeyti til
bandaríska sendiherrans: Djúpt
snortin af hinni hörmulegu fregn
um dauða Kennedys forseta, vilj-
um við drottning mín votta okkar
innilegustu samúð.
Öllum fundum þings Sameinuðu
þjóðanna hefur verið frestað. Full-
trúar frá 111 löndum á allsherjar
þingi risu úr sætum til að heiðra
minningu Kennedys forseta. For-
seti allsherjarþingsins, Carlos
Sosa-Rodriguez, og U Thant, aðal-
ritari Sameinuðu þjóðanna, sögðu
nokkur orð til minningar um for-
setann.
Adenauer, fyrrverandi kanslari
Vestur-Þýzkalands, sendi frú Kenn
edy og Lyndon B. Johnson, for-
seta samúðarskeyti. í skeytinu seg
ir, að Kennedy muni verða minnzt
í sögunni sem píslarvotts frelsis
og friðar.
Kardínálinn Francis Spellmann
sagði, að hann væri lamaður og
harmi lostinn af sorg yfir dauða
Kennedys. Spellmann skalf í rödd-
inni af geðshræringu, þegar hann
sagði við fréttaritara Reuters í
Róm: Ég bið fyrir honum nú.
Kardínálinn sem er á kirkjuþing-
inu, sagði, að dauði Kennedys
væri mikill missir fyrir Bandarík-
in og raunar allan heiminn.
Finnska þingið heiðraði minn-
ingu Kennedys forseta með einnar
mínútu þögn. Kauno Kleemola,
forseti þingsins, flutti stutt minn-
ingarávarp. Kekkonen, Finnlands-
forseti, sendi frú Kennedy þegar
í stað samúðarskeyti.
Tító, forseti Júgóslavíu, símaði
sjálfur samúðarkveðju sína til
bandaríska sendiráðsins í Belgrad,
þegar eftir að hann frétti um lát
Kennedys. Sjónvarpið í Júgóslaviu
gerði hlé á dagskrá sinni til að til-
kynna morðið á forsetanum.
Orðsending
Ákveðið hefir verið að dagvisnr fyrir 7—12 ára
börn verði starfræktar i Laugarnesskóla og húsi
KFUJM og K við Holtaveg
Skriflegum umsóknum skal skilað til fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12 sem gefur
nánari upplýsingar.
Fræðsluskrifstofa Reyk|avíkur
Einbýlishús
Til sölu einbýlishús á fallegum stað í Kópavogi
Útborgun 180 þús. Laust strax — Sími 40396
T f M I N N, laugardaginn 23. nóvember 1963.
13