Tíminn - 23.11.1963, Side 14

Tíminn - 23.11.1963, Side 14
WILLIAM L. SHIRER öld yrði háð á tveimur vígstöðv- um. „Ekkert veldi í heiminum,“ sagði hann hrósandi, „gæti komizt í gegnum varnarvirki Þýzkalands í vestri. Allt mitt líf hefur eng- um tekizt að hræða mig, og það getur Bretland heldur ekki. Ég mun heldur ekki láta undan tauga- áfallinu, sem mér hefur svo lengi verið spáð.“ Og varðandi Rúss- land: Sovétstjórnin myndi ekki berjast gegn okkur. . . . Rússar myndu ekki endurtaka mistök Tékka og láta sér blæða út vegna Breta. Þeir myndu samt sem áður reyna að auðga sjálfa sig, mögul'ega á kostnað ríkjanna við Eystrasalt, eða Póllands, án þess að taka sjálfir þátt í hernaðaraðgerðum gegn þeim. Svo mikil áhrif hafði þessi orð- ræða Hitlers, að í ’lok annars fund- arins, sem haldinn var þennan sama dag, fór Csáky greifi þess á | l'eit við hann „að hann liti á bréfin tvö, sem Teleki hafði skrifað, eins og þau hefðu ekki verið skrifuð." Hann kvaðst einnig myndi fara fram á hið sama við Mussolini. í nokkrar vikur hafði Mussolini verið að fjasa og óttast það, að foringinn myndi draga Ítalíu út í styrjöld. Attolico, sendiherra hans í Berlín, hafði stöðugt verið að senda alvarlegri og alvarlegri skýrslur um þá ákvörðun Hitlers, að ráðast á Pólland. Allt frá því fyrst í júní hafði Mussolini verið að reyna að fá að hitta Hitl'er aft- ur, og í júlí var ákveðið, að þeir skyldu hittast í Brenner 4. ágúst. Hinn 24. júlí lét hann Attolico afhenda Hitler „viss undirstöðu- atriði“ varðandi viðræðurnar. Ef foringinn áliti styrjöld „óhjá- kvæmilega", þá myndi Ítalía standa við hlið Þýzkalands. En Mussolini minnti hann á, að styrj- öld við Póll'and yrði ekki hægt að einskorða við ákveðið landsvæði. Úr henni yrði Evrópu-styrjöld. Mussolini hélt ekki að þetta væri rétti tíminn fyrir Öxulríkin að hefja slíka styrjöld. Hann lagði á hinn bóginn til, að „tekin yrði upp uppbyggjandi stefna nokkur næstu árin, „og á meðan gerði Þýzkaland út um ágreiningsatriði sin við Pólland og Ítalía við Frakk Land með stjórnmálalegum við- ræðum. Hann gekk lengra. Hann stakk upp á öðrum fundi stórveld- anna. Viðbrögð foringjans, eins og Ciano skrifaði í dagbók sína 26. júlí voru óvinsamleg, og Musso- lini ákvað, að bezt væri að fresta fundi sínum við Hitler. Hann stakk upp á í staðinn, 7. ágúst, að utan- ríkisráðherrar landanna ættu með sér fund þegar í stað. Dagbókar- nótur Cianos þessa dagana sýna að óróinn fór vaxandi í Róm. Hinn 6. ágúst skrifaði ’ harin: Við verðum að finna einhverja leið út úr þessu. Með því að fylgja Þjóðverjum verðum við að fara í styrjöld og hefja hana við allra óheppile'gustu skilyrði fyrir öxul- ríkin, og sérstaklega fyrir Ítalíu. Gullforði okkar er orðinn nær því enginn, og sama máli gegnir um málmbirgðir okkar. . . . Við verð- um að reyna að komast hjá styrj- öld. Ég mæli með því við Musso- lini að ég eigi fund með Ribben- trop . . . . og á fundinum gæti ég reynt að hal'da áfram að ræða til- lögur Mussolinis um hermsráð- stefnu.“ 9. ágúst — Ribbentrop hefur samþykkt hugmyndina að fundi okkar í milli. Ég ákvað að fara af stað annað kvöld til þess að hitta hann í Salzburg. Mussolini er umhugað um, að ég sanni Þjóðverjunum, með skjalfestum sönnunum, að það er hreinasta firra að hefja styrjöld-á þessumj tíma. 10. ágúst. — Mussolini er full- vissari um það en nokkru sinni fyrr, að nauðsynlegt er að fresta átökum. Hann hefur sjálfur gert uppkast að skýrslu varðandi fund- in í Salzburg, og henni lýkur með tilvísun í, að alþjóðaviðræður séu nauðsynlegar til þess að gera út um vandamál þau, sem nú ógna lífinu í Evrópu. Áður en hann lét mig fara lagði harin til, að ég tilkynriti .Þj'óðverj- um hreinskilnislega, að við verð- um að reyna að komast hjá átök- um við Pólland, þar eð ómögulegt myndi vera að takmarka þau við einn stað, og almenn styrjöld yrði öllum hættuleg. Vopnaður slíkum tillögum, en eins og á stóð, barnalegum húgs- unum og ráðleggingum, lagði Fas- ista-utanríkisráðherrann af stað til Þýzkalands, þar sem hann næstu þrjá dagana — 11., 12., og 13. á- gúst — varð fyrir mesta áfall’i lífs síns, og það var Ribbentrop og Hitler, sem voru því valdandi. Ciano í Salzburg og Ober- salzberg 11., 12., og 13. ágúst í um það bil tíu klukkustundir 11. ágúst, ræddi Ciano við Ribben- trop á sveitasetri hans við Fuschl, utan við Salzburg, en þetta setur hafði nazista-utanríkisráðherrann tekið af austurrískum keisara- sinna, sem hafði á þægilegan hátt verið stungið undan og settur í fangabúðir. Hinum blóðheita ítala fannst andrúmsloftið kalt og skuggalegt, eins og hann sagði síð- ar í skýrslu sinni. Á meðan á kvöldverði stóð í kránni Hvíta hest inum í St. Wolfgang, fór ekki eitt einasta orð í milli þeirra. Þess gerðist heldur varla þörf. Ribben- trop hafði sagt gesti sínum fyrr um daginn, að ákvörðunin um að ráðast á Pólland væri óhagganleg. „Jæja, Ribbentrop,“ segist Ci- ano hafa sagt, „hvað viltu? Hliðið eða Danzig?“ „Ekki þetta lengur,“ svaraði Ribbentrop, og starði á hann köld- um, járnlituðum augum. ,,Við vilj- um styrjöld!" Staðhæfingar Cianos um, að átök við Pólland myndu ekki miðast við einn ákveðinn stað, ef ráðizt jjrði á Pólland myndu Vestur- veldin berjast, var hafnað. Á Þor-1 231 láksmessu fjórum árum seinna — 1943 — þegar Ciano lá í Klefa 27 í fangelsinu í Verona og beið eftir því að verða tekinn af lífi að und- irlagi Þjóðverja, minntist hann enn þessa hrásl’agalega dags 11. ágúst í Fuschl og Salzburg, Rib- bentrop hafði ve^að við hann„ skrifaði hann í dagbók sína í síð- asta sinn 23. desember 1943, „á meðan á einum af þessum skugga- legu málsverðum þeirra stóð í Österreichischer Hof í Salzburg" safni af gömlum herklæðum gegn ítölsku málverki, að Frakkland og Bretland myndu halda áfram að vera hlutlaus — veðmál, segir hann, sem reyndar var aldrei greitt. Ciano fór til Obersalzberg, þar sem foringinn endurtók á tveimur fundum 12. og 13. ágúst, að Frakk land og Bretland myndu ekki berj- ast. Ólíkt nazista-utanríkisráðherr- anum var foringinn hjartanlegur í viðmóti, en hann var jafn gall- harður og áður á þeirri ákvörð- un sinni að fara í styrjöld. Þetta kemur skýrt fram, ekki aðeins 1 skýrslu Cianos heldur einnig í leynilegum fundargerðum Þjóð- verja, sem fundizt hafa. ftalski ráðherrann kom að Hitler, þar sem hann stóð fyrir framan borð þakið herforingjaráðskortum. Hann byrj aði að útskýra styrk Þýzkalands og Vesturveggjarins. Hann sagði, að í gegnum hann yrði ekki kom- izt. Þar að auki, bætti hann fyrir- litlega við, gætu Bretar aðeins sent þrjár herdeildir inn til Frakk- lands. Frakkar myndu hafa tölu- vert fleiri, en þar eð Pólland yrði ofurliði borið „á mjög skömmum tíma,“ gæti Þýzkaland beint öll- ur „til þess að taka þar þátt í bar- um sínum 100 herdeildum í vest- áttunni upp á líf og dauða, þegar hún hæfist". 20 það svikalaust. Árangurinn kæmij síðar í ljós. Þar sem hann vann að sínum rannsóknum upp á eigin spýtur j og naut einskis styrks, varð hann, að eyða miklu af eigin fé til tækja! kaupa — svo miklu, að hann gat oft ekki varizt þeirri hugsun, að hugsjón hans yrði honum óþarf- lega kostnaðarsöm. Á rannsóknar- stofunni kynntist hann mörgu góðu og skemmtilegu fólki, og það var sífellt að reyna að toga út úr honnm, hver væri meining hans með þessum rannsóknum. Margir leyfðu sér jafnvel að kalla hann bjána að vera að eyða tíma 1 o.g peningum í aðra eins óvissu. Út fin gluggann, sem tilrauna- borð Phils stóð við, sá hann skrýtnu, gulu múrsteinsbygging- una, sem McNaire hafði sagt, að væri vinnustaður Page Arning. Aðeins örfáir höfðu aðgang að rannsóknarstoíum hennar. Svo hafði verið fyrirskipaö fyrir tveim ur árum vegna hinnar geysimiklu varúðar, sam gæta þurfti gagnvart hinum bráðsmitandi bakteríum. sem verið var að gera tilrauni' með þarna Húsiö var éaðlaðandi, gult með hvítum hornsíeinum. Út frá aðal- skrifstofunni, rrn miðbik bygging arinnar lágu álmur í allár áttir. í þeim voru tilraunastofurnar Múrsteinsskyggni skýldu gluggun um, gluggatjöld hefðu safnað ryki, sem gæti skaðað viðkvæmar bakteríur. Ótal litlir strompar stóðu upp úr þökunum. Phil var það metnaðarmál að sjá, hvernig þessi bygging liti úl að innanverðu. Vitaskuld gæti han sótt um leyfi til aðalskrifstof unnar, en einhvern veginn veigr- aði hann sér við að fara þá leið. Og þessi óaðlaðandi múrsteins- bygigng handan húsagarðsins varð honum smám saman eins og ósigr- andi virki. Og Page Arning var eins og byggingin, sagði McNaire. Og yfirskurðlæknirinn á Boone- sjúkrahúsinu hafði næstnn alltaf rétt fyrir sér. McNaire-hjónin buðu Phil til miðdegisverðar skömmu eftir að hann hóf störf á sjúkrahúsinu. Þau spurðu, hvernig honum gengi. — Það gengur ágætlega á fæð- in.gardeildínni, sagði Phil fúslega. Svo hikaði hann og yppti öxlum brosandi. Þau hin biðu og sögðu ekki neitt. Bros Phils dofnaði. — Eg get því miður ekkí sagt sömu sögu af rannsóknum mínum, viðurkenndi hann með semingi. Eg held aðeins áfram að vonast eftir einhverri týru, sem muni vísa raér veginn — Umskiptin frá skurðlækning um til rannsikna hafa verið of snögg, sagði Jane ingjarnlega. — Hvers vegna snúið þér ekki eimö. lungu að st- fæðingard ?i idinni? rumdi hennar Týran gæti alveg runnið upp fyrir yður þ'- Ef hún gerir það þá nskkui' na. Þessi síðustu orð voru sögð, með hæðnishreim, og konurnar tvær litu snöggu afsakandi augna ráði til iagle.ga unga læknisins, sem þeim báðum geðjaðist svo vel að — Eitt h ighreystingarorð,-Sam, tautaði kona hans. — Hann þarfnast þess ekki, og allra sízt mundi ég segja það. Eg þekkti eitt sinn náunga vipaðan Phil. Einhver efnilegasti læknir, sem ég nokkru sinni hef fyrirhitt svo ungan. Hann var algjör guð- leysingi, þcgei ég kynntist hon- um. En hvað gerist svo? Jú, hann fær köllun og öðlast trú, sera var í rauninni allt í lagi .... — Nú, maður skyldi ætla það, sagði frú Lowry og deplaði augun um framan í Phil. ÁSTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT — Já, en það, sem síðar gerðist, var öllu verra. Náunginn ákvað, að hann vrði að gerast munkur! Hugsið ykkur. ungur og efnilegur læknir gerist munkur! Grætileg- asta sóun á hæfileikum, sem ég hef nokkru sinni vitað, sagði Low ry og lyfti glasi sínu. — Þangað til nú! Phil hló góðlátlega. — Mér skilst, að reykingavélin, sera lykt- ina leggur af um alla byggingu sé eitthvað á vegum McNaire. - Hann horfði nokkuð si.gri hrósandi ' á gamla marninn Lowry lét sér ekki bregða. — Visulega. v’élin sú hefur komið okkur að goðu gagni við rannsókn ir á áhrifia.n tóbaksreyks á manns i lungu. Eg he! sjálfur lítils hátt- ar lagt stund á rannsóknir. En — hann skók íingurinn framan í Phil yfir borðið. — Hvorugur okkar lagði skurðiælraingarnar á hilluna þeirra vegna. Phil kinkaði kolli, hugsi á svip McNaire lora honum til hiálpar og sagði, að hugsazt gæti, að hann ætti eftir að verða frægur maður vegna rannsókna sinna. — Þér ætt.uð að rannsaka sálar- líf þessara blóðtappasjúklinga,; sagði Lowry með skyndilegum á- huga. Eg hef t d orðið var við blóðtappa í fólki, sem hefur bitið það í sig fyrir aldur fram, að það þyldi enga hreyfingu. sem lUra minnst göngulag o.s.frv. Kvöldið leið við fjörugar sam- ræður um ólíkar tegundir sjúkl- inga, sem vanda ættu til að fá blóðtappa, og læknarnir þrír skipt ust á skoðunum, og konurnar sættu sig við að hlusta á þá. Phil leið vel i návist þessa fólks, og hann fór þaðan með þá ósk í huga, að hann ætti eftir að koma þangað sem oftast. Samt sem áður — hann var ekki fulkomlega ánægður með lífið. Hann haíði átt eitt stefnumót við konu, skemmtilega unga konu, sér fræðing í háls-, nef- og eyrnasjúk dómum. Hún sa.gði honum frá starfi sínu í smáatriðum og virtist kunna félagsskap hans afar vel. Ef til vill mundi hann hitta hana aftur, hann vissi það ekki. Honura varð oft hugsað til Page Arning Hann mundi svo glöggt fölgula glansandi mjúka hárið hennar. grábláu augun, fagra ró- lyndislega andlit. Hann hefði átt að tala við hana um hennar starf, en ekki sitt ei.gið, Hann skyldi muna það næst. En þar sat tappinn fastur Hvenær yrði þetta næsta skipti? Hann ætti kannske að haga sér eins og skólastrákur, sveima í námunda við dyrnar á vinnustað hennar jg grípa tækifærið, þegar hún kæroi frá vinnu? Til allrar hamingju var hann of önnum kafinn til að gera slíka vit- leysu. Og svo einn góðan veður- dag mætti hann henni i gangin- um fyrir iraman tilraunastofuna, þar sem hann vann. Hann var svo undrandi, að það lá við, að hann léti tækifærið ónotað. Hann hafði svo oft reynt að ímynda sér, hvern ig hún liti út í hvítum slopp, og svo var hún þarna allt í einu! Hann stdmaði út úr sér kveðju- orðum, f>g hún kinkaði kolli, en svipur hennar sýndi ljóslega. að hún hafði enga hugmynd um, hver hann var. — Ég er Scoles, minnti Phil hana á. — Við hittumst hjá Lowry. Nú hafði hann náð sér svo, að honum tókst að þvinga fram bros.' — Ó, já! sagði hún, og þó var hann viss um, að hún væri engu nær. — Ég er afskaplega ómann- glögg- — Það veldur yður sjálfsagt engum vandræðum í starfinu, sagði Phil hughreystandi. Honum sýndist henni hnykkja við. — Nei, sannarlega ekki, sagði hún kuldalega. Og Phil stóð og horfði á stoltan baksvip hennar, þegar hún gekk fram ganginn. Hon um fannst hún nákvæmlega jafn falleg og áður. Beint bak, fallegir fætur, fallegt göngulag. Og mjúka fallega hárið. Næst, þegar þau hittust, mundi hún, hver hann var. Og þar kom, að hann áræddi að spyrja hana, hvort hún vildi borða með sér. Það var einskær tilviljun. Hann rakst á hana úti á götu, og þar sem klukkan var að nálgast fimm .... Honum til mikillar furðu þekkt ist hún boð hans. Hann spurði, hvert hún vildi fara, og hún stakk upp á Garavelli, hún var svo sólg- in í ítalskan mat, sagði hún, en hún hefði sjaldan tækifæri til að fara þangað, þar sem ekki væri auðvelt fyrir konu að koma þang- að ein síns liðs. Phil var á eigin bíl, sem hann var nýbúinn að festa kaup á, og hann vænti sín mikils af þessum sameiginlega raiðdegisverði þeirra. 14 T f M I N N, laugardaginn 23. nóvember 1963.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.