Tíminn - 23.11.1963, Page 15
Johnson
Framhald af 7. síðu.
ing í að sætta andstæðinga og fá |
þá til að starfa saman. þegarí
mikið liggur við.
Sumarið 1960 kepptu þeir
Kennedy og Johnson um að
verða forsetaefni, og varð Kenn-
edy hlutskarpari, ef til vill mest
vegna þess að Johnson var frá
Texas. Kennedy bað Johnson
síðan að verða varaforsetaefni
og telja margir að það hafi
tryggt sigur hans.
Rannsóknir á sviði
geimvísinda.
Þegar fór að örla á því, að öld-
geimferða og geimvísinda væri
að ganga í garð, beitti Johnson
sér fyrir því fyrstur manna á
Bandaríkjaþingi, að sett var á
laggir árið 1957 sérstök þing-
nefnd til að kanna þessi mál í
alla staði, athuga, hvernig komið
væri í þessum efnum vestan hafs
og hve langt aðrar þjóðir væru
komnar. Upp úr því buðu Banda-
ríkin síðan aðild sína að sam-
starfi um friðsamlega könnun
geimsins, svo að öllu mannkyni
yrði til góðs en ekki ills.
•Síðan Johnson varð varafor-
seti, hefir hann einnig haft á
hendi formennsku í Geimnefnd-
inni svonefndu — Space Council
— sem kemur saman fjórum eða
fimm sinnum í mánuði og er ráð-
gjafanefnd forsetans í öllum
málum er snerta rannsóknir í
geimnum og annað af því tagi.
Auk þess var hann formaður ráð
gjafanefnda Friðarsveitanna
(Peace Corps) og þeirrar sér-
stöku nefndar, sem forsetinn
skipaði til að hafa umsjá með
því, að aliir borgarar hafi jafnan
rétt til starfa í landinu. Það er
mikilvægur liður í baráttunni
gegn kynþáttamisréttinu, sem
haldið er uppi af stjórn Kenn-
edys, eins og öllum er kunnugt.
Ötul barátta gegn
kynþáttamisréttinu.
Lyndon B. Johnson, sem tal-
inn er eínn ötulasti baráttumað-
ur Bandaríkjastjórnar gegn
kynþáttamisréttinu, er sammála
Kennedy forseta um, að fortöl-
ur — þrotlausar samræður og
fundir allra helztu aðila — muni
bera mestan ávöxt í þeirri bar-
áttu að skapa öllum jafna að-
stöðu til vinnu, hver sem litar
hátturinn er. Hann hefir til dæm-
is rætt við stóratvinnurekend-
ur í 25 helztu borgum landsins
til að fá þá til að fjölga starfs-
fólki af öðrum kynþáttum en hin
um hvíta. Þetta hefir borið mik-
inn árangur, meðal annars í Suð-
urríkjunum, þar sem málstaður
blökkumanna hefir löngum átt
erfitt uppdráttar.
Samtök blökkumanna hafa
viðurkennt þessa viðleitni
í verki, — og til dæmis
hefir blaðamannafélag blökku-
manna í Washington, Capital
Press Club, sæmt hann heiðurs-
merki sínu fyrir góðan stuðning
við málstað þeirra. Einnig hefur
hann verið heiðraður af samtök-
um G.vðinga, B’Nai B’rith. fyrir
að hafa staðið vel á rétti þeirra
sem minnihluta með þjóðinni
Vinfengi við svartan sendiherra.
Þegar .'ohnson tók við viður-
kenningu Gyðingasamtakanna,
rifjaði hann það upp, þegar hann
kvaddi Suðurríkjamann einn,
Carl P. Rowan, Svertingja, sem
gerður hafði verið sendiherra
Bandaríkjanr.a í Finnlandi og
gegnir því embætti enn. Hann
sagði:
„En sú tilviljun, sem réð því,
hvar við fæddumst, varð frétt-
næm, af því að ég var fæddur
þar syðra af hvítum foreldrum
en hann af svörtum. En ef það
eru fréttir að ég standi við hlið
hans og iaki í hönd hans og árni
honum fararheilla — þá eru það
fréttir, sem ég er hreykinn af
að vera aðili að“.
Má segja, að þetta sé eins kon
ar játning Johnsons í baráttunni
fyrir jafnrétti kynþáttanna í
Bandaríkjunum.
Þannig á varaforseti að vera.
Að endingu má geta þess, að
skömmu eftir að Kennedy varð
forseti sa,gði Johnson vinum sín-
um oft, að hann langaði mest til
að verða vavaforseti af því tagi,
sem hann mundi vilja hafa sér
við hlið, ef hann hefði verið kjör
inn forseti 1962. Nú segja þeir
hinir sömu, að það, sem þá hafi
verið rnarkmið, hafi orðið að
veruleika.
Þetta helur þó ekki reynzt auð-
velt, því að í fyrstu voru marg-
ir nánustu samstarfsmenn
Kennedys varir um sig gagnvart
varaforsetanum. Þeir minntust
ofurvalds Johnsons, þegar hann
var foringi þingmeirihlutans í
öldungadeildinni, og þeir voru
í nokkrum vafa um, hvernig
hann mundi una sér í hinu nýja
hlutverki sínu. Þetta voru eðli-
legar efasemdir, en þær urðu
fljótt að engu, þegar augljóst var,
að Kennedy bar fullkomið traust
til varaforsetan síns. Eftir því
sem lengra leið á samstarf
þeirra, batnaði samvinnan og
gagnkvæm virðing og vinátta. —
Er vafasamt, að slíks hafi verið
dæmi áður í sögu Bandaríkjanna.
UNDIRBÚÁ SJÓNVARP
Framhald af 16. síðu.
Þess bæri þó að gæta, að nokkuö
væri um liðið. síðan þessar áætl-
anir voru gerðar, og gætu þær ver
ið orðnar úreltar nú.
Útvarpsstjóri sagði, að áhugi
væri á þvi a? hafa stöðina svo
stóra, að sendingin næði sem víð
ast, en ékki væri únnt að segja
um það á pessu stigi málsins,
hvort svo stór stöð væri möguleg
strax eða hvort yrði að byrja með
lilla stöð, sem síðan yrði stækkuð
smám samao
Menntamálaráð óskaði sérstak-
lega eftir þvi að athuguð verði
skilyrði til hagnýtingar sjónvarps
í þágu skóla, og sagði útvarpsstjóri
að það hefíi þcgar verið athugað
lauslega, en ekki væri fyllilega
iióst, hvorr skclar hefðu yfirleitt
ahuga á að hagnýta sér það. En
þetta væri eit* það þýðingarmesta,
sem kanna yrði í þessu sambandi.
Að lokum cskar menntamálaráð
t.'llagna um fjóröflun til greiðslu
stofnkostnaða' og árlegs rekstrar
kostnaðar.
Útvarpsstjón sagði, að eitthvað
yrði enn að Læta við starfsliði
h’á útvarpinu vegna þessa, og svo
vrði að fara að líta í kringum sig
eítir hæfum mönnum til að mennt-
ast í sjónvarpsfræðum erlendis,
svo að allt yrð' tilbúið. þegar sjón
varpið kemur En hvenær það verð
ur vildi útvarpsstjóri ekki spá.
’^PICT.lÁN BEN. . .
Framhald af 16. sfSu.
Aðalsteinr. Jónasson skrifstofu-
stjóri fulltrúaráðsins gerði grein
tyrir störfun: skrifstofunnar.
g'eindi fri félagsstarfsemi, svo
,em skemmtunum, hverfastarfsemi
uigáfustarfsemi og skemmtiferð í
hjórsárdal, sero farin var á s.l.
sumri með 470 þátttakendum
Hvað Aðalsto’r.n það mikið gleði
eíni, hve margt ungt fólk hefði
unnið fyrir -'-listann á kjördaginn
s vor og spáði það góðu um fram
1’ðina
Stjórnarkiör fór þannig: For
n.aður var tinróma endurkjörinn
Kristján Beneriiktsson. kennari.
'’araformað'..’. Kristján Þorsteins
son heildsaii og aðrir í aðalstjórn
> oru kjörnir Guðrún Heiðberg
kaupkona, Eystein R. Jóhannsson
b krifstofustjóri og Hörður Helga
son. blikksmiður.
í varastjóm voru kosnir: Jón
A Ólafsson íulltrúi, Markús Ste '-|
ánsson, verzlunarstjóri. Hannes [
Pálsson, fulltrúi Kristján Friðriks j
íon, iðnrekandi og Hrólfur Haii-
dórsson, skrifstofumaður. Sam-
kvæmt nýjum flokkslögum, sem
samþykkt voru. á flokksþingi Fra.n
sóknarmanna s.l. vetur voru kosn-
ir 7 menn í rr.iðstjórn Framsókn-
arflokksins, til viðbótar þeim, sem
k;.örnir voru á flokksþinginu. —
Þessir hlutu kosningu í miðstjórn:
Rannveig Þorsteinsdóttir, lögfræð
ingur, Steingrímur Hermannsson,
framkvæmdastjóri, Jón Arnþórs-
son, fulltrúi, Hannes Pálsson, full-
tiúi, Sigtryggur Klemenzson, ráðu
ntytisstjóri, Valborg Bentsdóttir,
skrifstofustjóri og Hörður Helga
son blikksm:ðui.
Margir tóku til máls á fundinum
og fluttu fráfarandi stjórn og Fjár
hagsnefnd þaKkir fyrir mikil og
góð störf á liðnu starfsári.
JOHN F KENNEDY MYRTUR
EYSTEINN UM KENNEDY
Pramlial' ai bls 3
búð manna og þjóða, verði til
þess að eíla og styrkja alla þá
i starfi, sem vinna vilia í sama
anda og hann að þeim velferð-
armálum mannkynsins sem nú
skipta mestu.
Bíla-oghúvélasalan
selur
FÓLKSBÍLA
Chevrolet unpala ’60 ekinn að-
eins 40 þús. km.
Mercedes Benz ‘55—‘61
180—190 - 220 S.
Fiat 180ft 60
Opel Kanitan ’60
Volkswagen ’55—’62
Taunus J2 m og 17 m ’59—’63
Taunus 17 m station ’62
VÖRUBÍLAh:
Mercedei Benz '60—’63
Volvo 61 5 tonna
Bedford —63
Scandia Vabis ’60
Volvo ’62 s tonna
Chevrolet 5t
Jeppar oe Weaponar.
Jeppakerrui
Dráttarvélai af öllum tegund
um og aðraj búvélar
Bíla & búvélasalar
v/Miklatorg
Sírrn 2-31-36
AKADEMIET
fyrir
Duispekivísindi
austurlenzkt
MAGI — MYSTISK
lndó-1 íbetskt YOGA
Skrifið rftir ókeypis bækl-
ingi
Postbox 422, Aarhus
Danmark
Frímerkjasafnarar
Sendið mér L00 ógölluð is
lenzk trímerki og ég sendi
vður ‘200 erlend í staðinn
Ólafur Guðmundsson
Óldugötu 17.
Reykjavík
Framhald af 1. sí8u.
fararleyfi lyrir sig og fjöl-
skyldu sina og flutti aftur til
Bandarík:anna. Hann er for-
maður íélags, sem hlynnt er
Castró, og heitir Fair Play for
Cuba. Ham var i skólabygging-
unni, sem levniskyttan hafðist
við í.
Þegar bann var handtekinn í
kvikmyndahúsinu, var hann
klædur i ðhreinar og þvældar
buxur og sportjakka. Sam-
kvæmt ’iprlvsingum lögregl-
unnar, sagði hann, þegar lög-
reglumen.iirnir lögðu hendur á
hann: — læja, þá er öllu lokið.
Kennedy er fjórði forseti
Bandarikjanna, sem fellur fy•-
/fiöardúnsængur
Vöggusængur.
Æðardúnn — Hálfdúnn
Kodda- — Sængurver —
Damask.
DúnheH og fiðurhelt
léreft
Matrosaföt 3—7 ára.
Drengjaiakkaföt
Stakar Hrengjabuxur..
Drengioiakkar.
Drengjaskyrtur
Drengjapeysur.
Crepesokkabuxur, barna
og fnilorðinna, frá
kr 95 00
Patonc ullargarnið
60 iitir 5 grófteikar.
Hringprjónar — Sokka-
prjónar
Póstsendum,
01
u
Vesturgötu 12, - sími 13570
T rúlofunar
hringar
afgreiddir
samdægurs
Senfl'.im nm alll lanci
HALLD0R
Skólsvorðustía 2
ir hendi morðingja. Abraham
Lincoln var skotinn 14. april
1865 og dc næsta dag. Það
gerðist i Washington. James A.
Garfield var skotinn 2. júlí 1881
í Washington og lést 19. sept.
sama ár. Og 6. september 1901
var Wiillam McKinley skotinn
í Buffalo og lézt 14. september
sama ár.
Kennedy íorseti féll fyrir
leyniskyttu áður en hann gæti
flutt síðustu viðvörun sína til
bandarísku þjóðarinnar: — Að
okkar öld geti tapað frelsinu,
án þess að einu skoti sé hleypt
af.
— Á vorum tímum getum við
tapað freisinu engu síður fyrir
atkvæðaseðium en byssukúlum,
stóð í ræðunni, sem Kennedy
ætlaði að fíytja í Dallas í gær.
Hvort íeiðtogar Bandaríkjanna
ná árangr' eða ekki, er komið
undir virðingunni fvrir hlut-
verki oklcar í heiminum og eld
flaugununi okkar, undir skýr-
ari viðurker.ningu á kostum
frelsisins o;: ókostum einræð-
isins. Kennedy varði áætlun
sína um hjálp til erlendra ríkja
og hélt þ'i fram, að þessi áætl
un væri mjög þýðingarmikil í
viðleitninm til þess, að þeir
sem lifa crdir nögl hins komm
únistíska beims, haldi hlutleysi
sínu. Hann eridaði með að vitna
í sálm, sem byrjar á þessa leið
— í lausxegri óbundinni þýð-
ingu: — Ef Herrann er ekki
með í verki stendur varmað-
urinn árangurslausan vörð.
MINNING
Framhald af 5 síðu.
Indriða voru að vonum þær slóð-
ir allar kærar. Og það var gaman
að tala um fegurð náttúrunnar við
hann, eins og fegurð ljóða.
Mjög mikil umferð var um Lind
arbrekku, einkum áður en akvegur
kom um Mývatnsöræfi og brú á
Jökulsá á Fjöllum. Þar mæddi á
mikil gestakoma, og upp af brýnni
þörf spratt svo greiðasala, sem
rómuð var af öllum. er hennar
nutu.
í þeim miklu vinsældum áttu
þau hjón bæði sinn stóra þátt.
Nú er Indriði horfinn okkur
Inn á framtíðarlönd tilverunnar.
Ávallt minnist ég hans sem ein-
hvers mesta sæmdarmanns og
hugljúfasta sem ég hef mætt á
'ífsleiðinni.
Hallgrímur Jónasson
'ÓRANSTÖÐIN TRUFLAR
Framhald af 16. síSu.
þessa dagana, eftir hina miklu
stækkun, sem gerð var á henni í
sumar. Stöðin sendir út á 3000 m.,
eða helmingi lengri bylgjulengd
eu Ríkisútvarpið.
Sigurður sagði, að vissulega
yrði ekki leyft, að lóranstöðin
truflaði íslenzka útvarpssendingu,
og ef ekki reyndist kleift að koma
í veg fyrir truflanir á annan veg,
þá yrði að stöðva sendingar lór-
anstöðvarinnar eða draga úr orku
hennar. Hann kvaðst ekki vita,
hvenær prófunum yrði lokið, en
þangað til væri ekkert frekar um
málið að segja.
Innilega þakka ég öllum þeim. er sendu mér skeyti.
færðu mér margar góðar gjafir og sýndu mér margs
konar vináttu á 80 ára afmæli mínu 18. okt. s.l.
Guð blessi ykkur öll.
Valdimar Böðvarsson frá Mutru
Við flytjum okkar hjartans þakkir öllum þeim, er
veitt hafa okkur ómetanlegan stuðning í sambandi við
læknishjálp handa syni okkar.
Guð blessi ykkur öll.
Anna og Böðvar Eyjólfsson, Saurbæ.
1 j M I N N, laugardaginn 23. nóvember 1963.
15