Tíminn - 08.12.1963, Page 3

Tíminn - 08.12.1963, Page 3
f SPEGLITÍMANS Sænska stúlkan Ann-Margret, sem nú er orðin mjög vinsæl kvikmyndastjarna í Bandaríkj- unum, er þarna í heimsókn í Svíþjóð. Myndin er tekin, er hún twistaði við einhvern ónefndan herra, en fyrir vest- an er Ann-Margret vön að twista við Eddy Fischer eða Elvis Presley, sem sagt er að hún muni trúlofast, hvað sem úr verður. Þessi mynd af Caroline litlu Kennedy er tekin skömmu áð- ur en faðir hennar var myrtur, þegar Black Watch Royal High- land hersveitin kom til Hvíta hússins og hélt þar nokkurs konar dans- og reiðlistarsýn- MIKlLVÆGASTI hlutinn í sambandi við unglingaheimboð í Bandaríkjunum er ekki veit- ingarnar, leikirnir eða gestalist inn, heldur að hafa lögreglu- þjón á verði einhvers staðar í nágrenninu. Ef svo er ekki er eins gott. að breyta dagsetningu heimboðsins. Þetta er aðvörun til allra efnaðra foreldra í út- hverfum New York-borgar — Ástæðau er sú, að hinir bráð- þroska unglingar Bandaríkj- anna, sem velflestir ganga með partídellu, eru mikið áhyggju- efni bæði foreldrum og lögregl- um. Það kemur oft fyrir, að 20 unglingum er boðið heim, en þá birtast kannski einir 100 skólafé’agar í viðbót, og ef þeim er neitaður aðgangur, þá beita þeir valdi. Það kann að virðast undarleg tilhugsun, að hópur af skólabörnum geti vað ð uppi og eyðilagt heimili fólks, en svona er það í Ame- ríku. ☆ ENDURREISNARTÍMABIL er nú ' listasögu Ameríku. Það tíðkast ekki lengur að kaupa eftirprentanir, málverkin verða að vera ekta og einn af þeim listamönnum, sem þjónar þess- um tilgangi, er Dave Carlan. Ef liggur vel á honum á morgnana, gerir hann einar 2 til 3 myndir fyrir hádegisverð og eftir það, eða fram til fimm gerir hann þó nokkur stykki í viðbót. Carlan lifir góðu lífi í fínu einbýlishúsi og hefur tvo bíla. Hann málar frá níu til fimm og vikulaun hans nema því, sem viðskiptamaður í æðstu stöðu hefur. Málverk Carlans eru inni á öllum heim- ilum, verzlunum, verksmiðjum og hótelum. Það eru fyrirtæki, sem ráða þessa listamenn til að mála fyiir sig stanzlaust. Carl- an vinnur fyrir Aaron Brothers félagið, cn hjá því starfa tólf listamenn, sem framleiða mál- verk. Viðskiptin eru mikil, eins og sjá má á því, að nýlega pant aði hótel nokkurt í Las Vega0 1800 abstraktmyndir. ■k ingu fyrir forsetafjölskylduna og 1700 börn frá munaðarleys- ingjahælum. Caroline var nokk- urs konar fulltrúi forsetafjöl- skyldunnar á sýningunni og á þessari mynd situr hún á öðr- um armi forsetastólsins. Hvítur háskólakennari í Mississippi hefur fundið upp nýstárlega aðferð til þess að fara í kringum kynþáttamisrétt islögin. Honum var bannað að kenna nokkrum svertingjastúd- entum og þá tók hann til þess ráðs, að halda fyrirlestra fyrir þá í gegnum síma frá öðru ríki. Nærri má geta, að símareikn- ingurinn varð nokkuð hár. EITT af því nýja, sem verður á bandaríska jólamarkaðinum, er segulband, sem bæði tekur upp hljóð og myndir eftir sjón- varpi. Ef fólk er ekki heima, þegar verið er að sýna einhvern skemmtilegan sjónvarpsþátt, þá setur það bara segulbandið af stað' og svo þarf ekki annað en að setja það aftur í samband við sjónvarpið, þegar komið er heim. Hún vill gjarnan verða leik- kona, þó að mér geðjist ekki að því, segir Zsa Zsa Gabor um hina sextán ára gömlu dóttur sína. Dóttirin, Francoise Hilton, átti nýlega 16 ára afmæli og var haldið upp á það í Stork- klúbbnum. Gestirnir voru 12 stúlkur og 24 drengir, eða eins og Zsa Zsa segir, sækjast sér um líkir. Faðir Francoise er hótelkonungurinn Conrad Hilt- on, en hann og Zsa Zsa eru löngu skilin. Á SIÐASTA hluthafafundi í 20th Century Fox var Darryl Zanuck. forstjóri félagsins sak- aður um það, að hafa eytt of miklu te í kvikmyndina Cleo- pötru og yfirborgað Liz Taylor. Einnig var fundið að því, að sonur hans hefði 1000 dollara kaup á viku. Zanuck svaraði engu ti! um fyrri ákærurnar, en soninn varði hann hraust- lega. Trúið því, sagði hann, að ég skamma hann oft. Þegar ég var á hans aldri, (24 ára) hafði ég 5000 dollara kaup á viku, og ég læt hann heyra það, að hann standi sig ekki nógu vel. Hann ver sig aftur á móti með því, að ég hafi ekki þurft að dragast með elt-.fi frægan föður og hann þarf að gera, eigum við svo ekki að láta þetta mál liggja á milli hluta. Um þetta var ekki meira rætt á fundinum. ÞAÐ NÝJASTA i sambandi við kappsiglingar í Bandar. eru svokallaðar líkkistukappsigling- ar: Til þcirra eru notaðar gaml ar plastlíkkistur, sem voru í eigu hersins, og settar eru á þær litlir utanborðsmótorar. Sænska kvikmyndastjarnan Anita Ekberg er nýgift ame- ríska leikaranum Rick Van Nutter og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni. Anita var áður gift leikaranum Anthony Steele, en þau voru barnlaus. Á þessari mynd eru þau að koma Sænsku unglingarnir láta ekki að sér hæða. Það fannst að minnsta kosti enska dægur- lagasöngvaranum John Leyton, þegar hann var þar á ferð fyrir skömmu. Hann veitti því at- hygli, að hvert sem hann fór fylgdi leigubíll á eftir honum úr réttarsalnum, þar sem An- ita bar vitni gegn fyrrverandi vini sínum Franco Silva, en hún bar hann þeim sökum, að hann hefði sýnt henni undir- ferli og kúgun og þar að auki féflett hana. og í honum var tvítug stúlka. Eltingarleikurinn náði samt hámarki, þegar stúlkan einn morguninn kom inn á hótelið, þar sem John dvaldist og hafði með sér fimm lítra af jarðar- berjum og tvær whisky-flöskur. Það hefur lítið heyrzt frá sönghjónunum Nínu og Frið- rik að undanförnu, enda hefur Nína staðið í barneignum. Fyr- ir tveimur árum fæddist þeim sonur, sem nefnist Floris Nic- holas Ali og nú hefur hann ný- eignazt systur, sem skírð hefur verið Kirsa Elinora Clara. Nú þegar dóttirin er fædd, taka þau til á nýjan leik og byrja á því að skemmta á Savoy-hóteli í London, en þau munu einnig gera sjónvarpsþátt í Bretlandi Eftir nýjár fara þau í hljóm- leikaferðalag um Austurlönd og jafnframt Ástralíu. Meðan á því stendur dvelja Nicholas greifi og litla systir hans á hinu nýja heimili fjölskyldunnar í Sviss, en Nínu og Friðrik hefur alla ævi langað til að búa þar, þó að þeim hafi ekki fyrr en núna tekizt að fá íbúð þar. Öll fjöl- skyldan er þarna á myndinni, sem tekin er í Malaga, en þar hafa þau dvalizt síðasta árið. T í M I N N, sunnudaginn 8. desember 1963. 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.