Tíminn - 31.12.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1963, Blaðsíða 2
. hófsemj og stilnng eru smáð, enginn vill vera á eftir, ali- ir vilja vera á undan. — Þetta er opinn dauði,“ íegir Laó tse. Eg veit ekki hvort franski mann- könnuðurinn Jean-Paul Sartre hafði þessi orð í huga, þegar hann skrifaði leikinn Fangarnir í Al- tona, en ég þykist viss um, að þefta sama hafi vakað fyrir hon- um. Þýzkaland hefur á þessari öld verið ímynd tortímingarinnar, vilj ans til valda, sem leitast við að skara framúr. Kínverjinn segir: ,.Sá sem a’drei reynir að skara f/arnúr hlýtur yfirburði í þroska“, eo á þessari öld er vandséð að gefa þýzku þjóðinni betri vitnisburð en þann, að 'hún hafi yfirburði í van- þroska. Sartre ásakar Lúter fyrir að hafa lagt grundvöllinn að ógæfu þýzku þjóðarinnar. Oftar en einu sinni í leiknum Altona er vikið að því, að Lúter hafi kastað því sæði cfstopans, sem ofurseldi þjóðina stjómlausum ofmetnaði. Er Sarcre að afflytja Lúter? Hann er að vara við, hann varar við ábyrgð inni, sem ieiðir af orðum manna og gerðum, og jafnframt við at- hafnaleysinu, sem leiðir til einsk- is. Sartre er ekki að afflytja Þýzka- land. Eg efast um að sterkari rök Þýzkalandi til varnar hafi verið flutt. Þetta eru ekki þau rök, sem heyrast frá Þýzkalandi: „Höfuð- glæpur Þjóðveria var að tapa stríð inu“. Þótt slíkt heyrist í leiknum, ge-ir Sartre slíkar ályktanir ekki að sínum. Þjóðverjar hafa varið sig með röksemdinni „sá einn er sekur, sem tapar“. Þeir hafa bent á ;ekt annarra, af nógu er að HELGI SKULASON — FRANZ Leikfélag Reykjavíkur: Fangarnir í Altona eftir Jean-Paul Sartre-leikstj. Gísfli Halldórsson taka: Sprengjan á Hiroshima, slátr unin í Dresden. Það Þýzkaland, sem engu eirir, hefur leitazt við að afsaka böðulsverk sín með því að benda á böðulsstarf annarra. í augum Sartre var Þýzkaland búið undir glæpinn. Kjötæturnar gerðu því fyrirsát. Ábyrgðariausir menn höfðu komið og varpað fram hug- myndum. („Náttúran viðurkennir allar tilhneigingar"). Glæpurinn var til, og hinn sanni hermaður kom og framkvæmdi hann. Þetta gerðist á miðnætti tuttugustu ald- arinnar. Á eftir var Þýzkaland sljótt, en það er erfitt að halda augunum opnum á miðnætti. Hver verður dómur sögunnar? Munu ó- komnar aldir dæma móðuv aítia, tuttugustu öldina. Það verður erf- itt. Þessi aldamóðir er eins og gyðjan ICalí, þessi umhverfða móð- urmynd indverska guðdómsins, með blóðhroða á vörum. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi Altona á föstudagskvöldið. Þetta viðamikla verk er þungt í vöfum, og á að vera það. Sartre fer eins og plógur um hugann. Ristan er djúp, strengurinn þykk- ur. Það krefst áreynslu að rekja sannleikann í plógförunum. Samt er hann þar, óslitinn. Þýzkaland er hráefni leiksins, en þar býr meira undir. Ástandið Frakkland- Alsír er of nærri í tíma og rúmi til að nota það sem hráefni. Samt sem áður hlýtur vitundin Altona að vera til báðum megin við landa- mærin. Sá grunur bendir til þess, að miðnætti aldarinnar sé ekki liðið hjá, og að tuttugasta öldin sé ekki sú eina, sem hefur ratað í sorta. Leikfélagið hefur ráðizt í stór- virki með flutningi þessa verks. Árangurinn er sönnun þess, að raunveruleg leikmennt er bjarg- föst með félaginu. Það, sem í var ráðizt hefði annars verið fásinna. Þennan dug ber að þakka, og ekki sízt leikstjóranum, Gísla Halldórs- syni, sem hefur leitt þunga verks- ins fram með alúð sinni. Fangarnir í Altona eru börn stóriðjuhöldsins Gerlach. Tvö þeirra eru að mestu fangar hans, þriðja barnið, eldri sonurinn, er meira en fangi hans; þessi sonur er verund föður síns, ástríða hans, sem var lifandi verkfæri um stund. Faðirinn ýaldi þessum syni nafn og stöðu um leið og hann var getinn, lét hann kenna ótta til að hann skyldi sækjast eftir dirfsku og inn- rætti honum taumlausa löngun sína í vald, með því að láta hann finna til auðmýkingar. Allt þetta gerði faðirinn af ásettu ráði. Hann hrjáði son sinn ti! að gera úr honum einræðisherra, en þetta var á tíma einræðisherranna. Föðurinn grun- aði ekki, að eftir nokkur ár mundu einræðisherrar verða taldir til ó- nytjunga, en hann kann þá list að snúa ósigri í sigur utan veggja heimilisins. Að því leyti er hann persónugervingur þýzku ríkisheild- arinnar. Hann segir: — Við erum þrætueplið, og allir keppast um að opna okkur markað. Þýzkaland er smiðja, bráðum verður það her- veldi. Eftir nokkur ár fáum við bombuna. Þá hristum við makk- ann, og verndararnir hoppa eins flær. — (Á þessa leið). Sonur hans hefur raunverulega ekki gert annað en tefja fyrir ósigrinum, þeim raunverulega sigri. Nánar til tekið, hann og hans líkar hafa ekki gert annað en myrða einstaklinga. — Sonurinn fór eins og logi yfir akur, af því að faðirinn blés hon- um því í brjóst að deila og drottna, hann pyndaði menn af því að faðir hans kom upp um þá. Síðan lokar hann sig inni, í 13 ár, og heldur dauðahaldi í þá hugmynd, að óvin- irnir séu að myrða Þýzkaland. Það er hans réttlæting. Undir niðri veit hann, að landið er að rísa, en óttast það meir en nokkuð annað. Hann hefur þann starfa að flytja vörn fyrir dómstóli krabbanna á þrítugustu öldinni. Helgi Skúlason leikur eldri son- inn, Franz. Þetta er stærsta hlut- verkið, sem Helgi hefur tekizt á herðar og fyrsti stórsigur hans á leiksviðinu. Þetta hrjáða verkfæri eitraðra hugmynda, handlangari tilbúinna glæpaverka, verður skjálfandi kvika mannlegrar niður- lægingar, örvæntingarfull' mót- mæli, í túlkun hans. Þetta er erfitt hlutverk fyrir sál og líkama og varla hættulaust að ganga jafn nærri sjál'fum sér og Helgi gerði á frumsýningu. Hinn aldni stórmeistari LR, Brynjólfur Jóhannesson, skapaði enn nýja persónu, sem fyrnist ekki, gamla Gerlach. Hann er á ytra borði fullkomin andstæða son- arins, sem kemst þannig að orði, að þeir séu svo líkir, að hann viti ekki hvor hefur skapað hinn. Þess- ar andstæður renna saman í óað skiljanlega heild í síðasta þætti. •Leikur Brynjólfs er hnitmiðaður út í æsar, hver hreyfing, jafnvel hvernig hann brýtur frakann sinn, þjónar sama tilgangi, og gervið er í samræmi við orð og fas. Það er líka í samræmi við tilbúnað höf- undar, að þessi harðsvíraði maður, sem vissi hvað hann gerði, verður manni að vissu leyti þekkur. í Altona er það svo, að börnin eru haldin sjúklegri valdfýsn, sem kviknar við niðurlæg- ingu. Þannig er yngri sonurinn Faðirinn hefur auðmýkt hann með skeytingarleysi, og sá maður vill ekki láta taka bein af diskin- um sínum. Dóttirin lifir á því valdi, sem hún hefur fengið yfir eldri bróður sínum, og tengda- dóttirin riðar á barmi sturlunar í óseðjandi girnd til frama, sem kv.istallast í andstæðu sinni. Helga Bachmann leikur tengda- dótturina. Þetta er stórt hlutverk, og Helga skilar því á anargan hátt vel. Útlit hennar og gervi svara þessu hlutverki. En hæglátt fas hennar og skjót svör skapa ósam- ræmi á stundum. Þær athugasemd- ir, sem tengdadótturinni eru lagð- ar í munn, eru sumar þess eðlis, að þær krefjast undanfarándi SIGRÍÐUR HAGALÍN — LENÍ þagnar, sem verður aðeins mæld í sekúnduhlutum. Sjálf framsögn Helgu er yfirleitt í samræmi við aðstæður. Sigríður Hagalín leikur dóttur- ina Lení, sem elskar Gerlach af því að hún er Garlach. Sá Gerlach er Franz, eldri bróðir hennar. Her er einnig um sjálfsdýrkun að ræða, Sartre undirstrikar boðun sína í nýrri mynd. Dóttirin er andstæða tengdadótturinnar til orðs og æðis, báðar láta stjórnast af sömu girnd, eins og faðir og sonur. Sigriður leikur hlutverkið með ágætum. Beiting andlitsdráttanna er hóf- samleg og sterk. Sú beiting er spegill brjálseminnar og segir meira en töluð orð, Guðmundur Pálsson leikur Werner, yngri soninn. Hlutverkið er fyrirferðarlítið, en þess er vandgætt. Guðmundur hefur vald á þeim blæbrigðum, sem við þarf, en að minni hyggju fór hann ívið of geyst á frumsýningu. Þeir Pétur Einarsson, Steindór Hjörleifsson og Sævar Helgason fara með smáhlutverk. Þeir eru svipir liðinna atburða, sem stíga fram í sögunni. Þessi hlutverk eru öll vel af hendi leyst. Bríet Héð- insdóttir fer með sams konar hlut- verk, stutt en afar mikilvægt. Bríet hefur sýnt það fyrr, að hún býr yfir sjaldgæfum krafti, og hún sýndi það aftur. Altona er eins og fyrr segir þungt í vöfum. Sá eiginleiki er hér nauðsynlegur. Við langdregna frarrrvindu leiksins gefst áhorf- andanum ráðrúih til að skilja hvað hér er á ferð. Leikstjórinn hefur farið hér um með alvarlegum tök- um, gætt þungans, fellt ofsann og hægðina saman í eina mynd, eins og persónur leiksins, andstæður og hliðstæður í senn. Þetta er eins' og tré. Ræturnar á neðri hæð í gömlu húsi. Þær haggast ekki. Á efri hæðinni er laufið vindum skekið. Ræturnar lifa þótt stofn- inn hristist og laufið falli. Þýzka- land hristir makkann áður en varir. Sigfús Daðason þýddi leikinn, en vegna ókunnugleika get ég ekki myndað mér fullnægjandi skoðun á því verki. Málið er vandað. Setn- ingarnar hitta í mark. Nokkrar glefsur verða óþjálar í leik, en af fyrri kynnum við Sartre má efast um, að þar sé um mistök þýðand- ans að ræða. Það er kunnugt að Sartre á það til að setja leikara í vanda, sem mönnum finnst, að hann hefði getað komizt hjá. Steinþór Sigurðsson gerði leik- tjöldin, stofuna niðri, herbergið uppi, tvær gersemar í leiktjalda- gerð. Lýsing er mikilvæg í leikn- um og brást hvergi. Altona markar þáttaskil í sögu Leikfélagsins. Það er fyrsta skref félagsins undir stjórn Sveins Ein- arssonar og fyrsta viðfangsefni þess um leið og það heldur inn á atvinnustigið. Það færir Helga Skúlasyni leiksigur, og það er eitt merkasta verk, sem félagið hefur sýnt. Leiknum var vel tekið og mak- lega. Baldur Óskarsson JÓN EIRÍKSSON frá Volaseli, látinn Nýlátinn er i Landspítalanum Jón Eiríksson fyrrverandi hrepp- •'tjóri og bondi fráVolaseli í Lóni. Kveðjuathöin fer fram í Fossvogs kirkju fimmtutíaginn 2. janúar árdegis. Þessa merka manns verð- uí nánar minnst síðar. 2 T I M I N N, þriðjudaginn 31. desember 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.