Tíminn - 31.12.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.12.1963, Blaðsíða 7
* V* Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjórl: Tómas Amason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Anglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- iands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Aramótin íslenzka þjóðin þarf ekki að kvarta undan því, að árið, sem nú er að líða, hafi verið henni erfitt ár. Út- flutningsskýrslur sýna, að það hefur verið henni eitt hið hagfelldasta, sem hún hefur búið við. í samfleytt þrjú ár hefur þjóðin búið við mesta góðæri í sögu hennar. En hvernig stendur svo hagur þjcðarinnar eftir þessi þrjú góðærisár? Er hann ekki miklu traustari en áður? Standa ekki atvinnuvegirnir á traustari grunni? Eru ekki einstaklingarnir betur undu bað búnir að mæta erfiðleikunum, sem kunna að bíða þeirra? Hefur ekki hinum auknu þjóðartekjum verið vel varið? Og hefur ekki sú velmegun, sem þeim hetði átt að fylgja, gert þjóðina samhentari og hafa ekki átökin um arðskipt- inguna orðið minni eftir því, sem ineira kom til skipt- anna? Því miður mun það verða svo að svörin munu ekki verða jákvæð, ef við gerum reikninginn hlutlaust upp. Staða þjóðarbúsins er ekki eins trausJ í dag og hún ætti að vera eftir þriggja ára góðæri Afkoma atvinnuveg- anna er ekki eins örugg og ætla mætti eftir slíkan góðær- istíma. Og það hefur ekki dregið úr stéttaátökunum, þótt meira hafi komið til skiptanna. Um það vitna verk- föllin á dögunum. Það hefur því áreiðanlega eit'hvað verið að. Okkur hefur ekki notazt góðærið, eins vel og skyldi. Því verður ekki neitað, að sú stiórn, sem fer með völd á hverjum tíma, ræður mesiu um, hvernig þjóðin notar tækifæri sín. Stefna hennar ræður tvímælalaust meira um það en nokkuð annað þótt fleira komi til. Hvernig hefur stjórnarstefnan átt þátt í því, að þjóðin hqfur ekki notað umrædd tækifæri eins vel og skyldi? Stjórnarstefnan hefur gert það á þann hátt, að hún hefur miðazt við það fyrst og fremst að skapa hinum fáu ríku sem mest frjálsræði og olnbogarúm. Hún hefur reynt að hlynna að þeim á flestan hátt á kostnað fjöldans. Þetta hefur ýtt undir stéttardeilur og auk- in átök um auðinn og arðinn. Þetta hefur valdið því, að hinar auknu þjóðartekjur hafa ekki nema að tak- mörkuðu leyti verið hyggilega notaðar. því að hags- munir einkaauðmagnsins fara oft ekki saman við hags- muni þjóðarheildarinnar. Það, sem þjóðinni ber að læra af mistökum undan farinna ára, er það, að hún þarf að breyta um stefnu. Það verður að hverfa frá þessari stefnu, sem foringjar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hafa fylgt að undanförnu, að það sé þjónustan við einkaauðmagnið og frjálsræði einkaauðmagnsins, er eigi að setja ofar öllu. Með slíkum aðförum aukum við stéttarstríðið og kljúf- um fámenna þjóð, sem þarf að standa saman, 1 fjandsam- legar fylkingar. Það, sem þjóðin þarfnast, er alhliða og markviss uppbygging á grundvelli stéttarsamvinnu og stuðnings við framtak og efnalegr s.jálfstæðis sem allra flestra einstaklinga þjóðfélagsins. Þetta er viðhorf Framsóknarfiukksins. Þessi stefna hans hlaut aukið fylgi þjóðarinnar í kosningunum i sumar, þótt það reyndist hins vegar ekki nægilegt til að stöðva öfugþróun seinustu ára. Sá sigur Framsóknar- flokksins gefur hins vegar fyT-irheit og er Fram- sóknarmönnum góð hvatning til að berjast ótrauðir á- fram fyrir stefnu uppbyggingar á grundvelli samvinnu og bræðralags og efnalegs og andlegs sjálfstæðis sem allra fiestra. f þeirri trú, þakkar Tímmn fyrir liðna árið og óskar leséndum sínum og landsmönnum öllum farsældar. T f M I N N, þriðjudaginn 31. desember 1963. m Ar mikilla mannaskipta Áhrifa Kína gætir meira og meira í al|iió3amá!um UM SEINUSTU áramót var Kennedy forseti Bandaríkjanna, Maemillan var forsætisráðherra Bretlands og Adenauer var kanslari Vestur-Þýzkalands. Nú hafa þessir menn ýmsir alveg horfið af sviðinu eða látið af völdum. Eftirmenn þeirra hafa að vísu lofað að fyigja fram stefnu þeirra, en það þreytir ekki þeirri staðreynd, að miklu vel'dur sá, er á heldur, og því varðar kannske mestu hver hann er. Persónur þær, sem komizt hafa til valda á hinum ýmsu tímum, hafa oft ráðið mestu um framvindu sögunnar, bæði vitandi og óafvitandi, og vegna þess, að sjaldan er hadgt að sjá fyrir hverjar eða hvernig þær verða, er erfitt að spá um framtíðina. En ílest mannaskipti hafa einhverjar breytingar í för með sér. Það eitt er því öruggt, að við lifum jafnan í heimi óvissu og breytinga. En oft hafa kann- ske breytingarnar raunar ekki önnur áhrif en að halda ríkj- andi ástandi lítt breyttu, þótt menn haldi að stórbreytingar séu að eiga sér stað. Að breyta til þess að breytast ekki, er haft eftir frönskum stjórnmála- manni EF NEFNA ætti þrjá. helztu atburði ársins, sem ér að Bða,,. koma sennilega flestum fyrst í hug fráfall Kennedys, samning- urinn um tilraunabannið #g versnandi sambúð Rússa og Kínverja Af þessum atburðum og ]ró einkum tveimur þeim síðarnefndu, munu menn nú um áramótin reyna að draga ályktanir um framtíðina. Af þessum atburðum er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun, að heldur muni i framtíðinni draga úr spennunni milli Banda ríkjamanna og Rússa. Þó er enn of snemmt að fullyrða nokkuð um það sem óyggjandi staðreynd, þótt mörg rök mæli með því. Eitt af því, sem veldur hér óvissu, er það, að «kkert verður um það sagt, hver muni erfa sæti Krustjoffs. Hann nálg ast nú sjötugsaldurinn og er ekki talínn heilsuhraustur. Það getur ráðið miklu hver eftir- maður hans verður. Ein markverðasta breyting síðari ára er ef til vill sú, að Bandaríkin og Sovétríkin eru ekki lengur eins yfirgnæfandi tvö aðalveldi heimsins og þau voru á árunum 1945—60. Við hlið Sovétríkjanna hefur Kína risið upp. Þýzkaland og Frakk- land láta meira og meira að sér kveða og geta haft veru- leg áhrif á gang mála, einkum þó hið fyrrnefnda. Við þetta bætast svo vaxandi áhrif van- þróuðu landanna í Asíu, Afríku og Suður-Ameríu. Allt gerir þetta ástandið flóknara og ó- ráðnara en það áður var. í VESTUR-EVRÓPU hélzt sú þróun óbreytt á árinu 1963 að meginlandsríkin héldu áfram að sameinast. Stærsta sporið í sameiningaráttina stigu þau nú rétt fyrir jólin er samkomu- lag náðist innan Efnahagsbanda lags Evrópu um skipan land- búnaðarmála. Það hafði verið JOHN F. KENNEDY OG KONA HANS stærsta ágreiningsefnið innan Efnahagsbandalagsins og því jafnvel verið spáð, að það myndi ríða því að fullu. Svo varð þó ekki, því að þegar til úrslitanna kom, töldu þátttöku- ríkin sér, þajjky^pmgsit að semja. De Gaulle téfldi þétta tafl mjög djarflega, en Þjóðverjar tóku nú fastara á móti en áður. Það kom nú glöggt fram, að Þjóð- verjar eru og verða forusturíki EBE. Það sást á margan hátt á liðna árinu, að Bandarikin líta orðið á Vestur-Þýzkaland ; sem forusturíki Vestur-Evrópu og kappkosta því sérstaklega góða samvinnu við það. Þetta sýnái Þýzkalandsför Kennedys og viðræður þeirra Erhards og Johnsons nú um jólin. Mé,ð þessu mun þó ekki draga úr óvissunni um vestrænt sam- starf, sem einkum birtist nú á vettvangi Atlantshafsbandalags- ins. í samvinnu sinni við Vest- ur-Þýzkaland, verða Bandaríkin að gæta þess vel að gera ekki Breta og Frakka afbrýðisama, því að ekki myndi það auka vestræna samheldni. VAXANDI athygli hefur beinzt undanfarna mánuði að Kína. Það verður nú gleggra með hverjum degi, að Kína er að verða eitt mesta stórveldi heimsins og verður það þó enn frekar eftir einn til tvo áratugi. Óttinn við þennan risa, sem lætur nú meira og minna ófrið- lega, veldur mönnum vaxandi uggs bæði vestantjalds og aust- an. í því sambandi hugleiða nú margir meira en áður hvern ig heppilegast muni að haga sambúðinni við hann. Á að ein- angra hann, eins og gert hefur verið að undanförnu, eða að leita eftir samstarfi við hann, þótt það verði aðeins gert í smá um skrefum í fyrstu? Þeirri skoðun vex fylgi, að einangr- unarstefnan sé röng og sjálf- sagt sé að reyna hina leiðina, því að hún æt.ti a. m. k. engu að spilla, en gæti ef til vill mildað hið úfna skap risans eitthvað Og alltaf verða rökin færri og lélegri, sem hægt er að færa fyrir því, að Kína sé haldið utan Sameinuðu þjóðanna. ÁSTANDIÐ í vanþróuðu löndunum svonefndu. veldur bæði áhyggjum og u?\ Ef til vill verða átökin miili lýðræðis og einræðis leidd þar til lykta. Fátæktin og hungrið eru ein- ræði og öfgastefnum góður jarðvegur. Vestrænu þjóðirnar hafa ekki fundið leiðir til að styrkja viðreisn þessara landa á raunhæfan hátt. Ekki sízt stafar hætta af starfi erlendra auðhringa í þessum löndum, þótt það gil'di alveg sérstaklega um Suður-Ameríku. Vestrænu þjóðirnar þurfa að skilja, að þær verða að hjálpa vanþró- uðu þjóðunum til þess að nýta sjálfar auðlindir landa sinna. Annars getur svo farið, að hringarnir undirbúi aðeins nýja byltingu gegn erlendu valdi í þessum löndum — byltingu, sem gæti þá orðið vatn á myllu kommúnismans. Eitt hið alvarlegasta í þess- um efnum, eru þau viðskipta- kjör, sem vanþróuðu þjóðirnar hafa sætt að undanförnu. Með- an verð hefur hækkað á aðflutt um iðnaðarvörum, hefur verð- lag á helztu aðflutningsvörum þeirra, sem einkum eru hrá- efni, lækkað. Þetta gerir við- skipti þeirra við þróuðu lönd- in stöðugt óhagstæðari. Von- andi tekst ráðstefnu þeirri, sem S.Þ. hefur kvatt saman til að ræða um heimsverzlunina, að bæta eitthvað úr þessu. ÞEIR ATBURÐIR, sem gerzt hafa á árinu, sem nú er að líða, hafa á ný staðfest, að við lifum á tímum óvissu og óráð- inna breytinga. Slíkir tímar eiga að hvetja litla þjóð eins og ísl’endinga til að halda vel vöku sinni og sýna varfærni í.gæzlu hins endurheimta frelsis. Þess verðum við alltaf að vera minn- ugir, að um það standa ekki aðrir vörð en við sjálfir og þar þarf jafnt að varast vinmæli sem hótanir. Þ.Þ. 55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.