Alþýðublaðið - 26.09.1942, Page 3

Alþýðublaðið - 26.09.1942, Page 3
luaugardagur. 26. scpt. 1942. ALÞYÐUULAÐ!" Hvernig stríðið höfst“ jC* YRIR nokkru kom út í *■ Améríku bók, sem heitir sjlvemig stríðið hójst“ og er hún eftir tvo þekkta Banda- ríkjamenn, þá Forrset Davis, sem er þekktur rithöfundur, og Emest K. Lindley, frægan blaðamann, sem hefir mjög góð sambönd við þá, sem stjórna Ameríku í Washington. í bók þessari er rætt um margá af helztu viðburðum stríðsins og koma þar fram ýmsir áður ókunnir hlutir. Hér fara á eftir nokkur atriði, úr bókinni, sem athyglisverð eru. Eru þaú tekin á víð og dreif úr henni: * Roosevelt forseti og Knox, jlotamálaráðherra Bandaríkj anna kom báðum mjög á ó- vart, er Japanir gerðu árás- ina á Pearl Harbour og hversu vel árásin tókst. -Þeir Cordell Húll og Sumner Welles, utanríkis og varautan ríkisráðherrar Bandaríkj- anna voru báðir þeirrar skoð- unar, að hefði William Buill- ir, sendiherra Bandaríkjanna í París, farið með frönsku stjóminni til Tours og síðan Bordeciux, er hún flúði, rétt áður en Frakklandi féll, hefði hann getað dregið úr hinum illu áhrifum Lavals og stapp- áð stálinu í Pétain og þannig komið því til leiðar, að Frakk ár hefðu barizt áfram í Norð- ur-Afríkunýlendum sínum. * Churchill vildi gefa Ameríku mönnum nokkrar bækistöðv- ar í nýlendum Breta í Vestur heimi en Roosevelt vildi Jcaupa þær. Þeir Cordell Hull og ráðgjafi hans, Hackworth, komu því þá til leiðar, að nokkrar bækistöðvar voru gjof frá,Bretum og fullnægðu þannig rausn Churchills, en nokkrar voru afhentar í skipt um fyrir 50 tundurspilla og Jullnægðu þannig vilja Roose velts. * I miðjum janúar 1941 sagði Eumner Welles þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkj unum, Constantin Oumanski, að Hitler hefði ákveðið að ráðast á Rússland í júni sama ár. Sunner Welles víssi, að von Brauchitsch, sem trúir á „tákmarkaða“ landvinn- inga, eins og Bismarck gerði, hafði látið í minni pokann ■fyrir Hitler og þá þegar var undirbúningurinn hafinn. * Franski herforinginn Weyg- and sagði vinum sínum, að amerískum her mundi verða tekið með kostum og kynj- um, ef hann réðist á frönsku Norður-Afríku. — Frakkar hefðu gengið í lið með Am- eríkumönnum. * Mjög litlu munaði, að Þjóð- verjum tækist að leggja Iraq undir sig og höfðu margar flugvélar þeirra komið þang- að með viðkomu í Sýrlandi, sem Vichy stjórnin réði fyrir. * Harry Hopkins sannfærði amerísku stjórnina um að Rússar mundu standast. Her- málaráðunautur amerísku sendisveitarinnar í Moskva, Þfóðverjar reyna að ná aðalgotum Stal~ ingrad á sitt vald. Á leið til Rússíands. Bretar hafa nú sagt nánar frá skipalestinni miklu, sem fyrir nokkru fór til Norðtur-Rúss- lands. Hér er mynd frá einni af skipalestum þeim, sem áður hafa farið þessa leið. Bretar reka Quisling í loftvarnabyrgi. London, í gærkveldi. QUISLING og lífvörður hans tóku til fótanna og flýðu niður í kjallara, þegar brezkar flugvélar flugu yfir Oslo í dag og vörpuðu þar niður sprengj- um. Quisling var að halda ræðu fyrir nazistum í Oslo þegar brezku flugvélarnar komu yfir borgina. Engin loftvarnamerki voru gefin, því menn urðu ekki varir við flugvélarnar fyrr en sprengjurnar sprungu og urðu af þeim miklar sprengingar. Þetta er í annað sinn, sem brezkar flugvélar trufla sam- komur nazista. Áður höfðu brezkar flugvélar( varpað sprengjum yfir Mún- chen er nazistar voru þar á úti- samkomu. Faymonville, hélt þessu fyrst fram, en var kállaður heim. Þegar Harry Hopkins kom úr fyrstu Rússlandsför sinni, lét hann senda hann aftur aust- ur til Moskva. * Skemmtileg saga er sögð af því, hvernig nafnið „United nations“ (Bandamenn) varð til. Roosevelt datt þetta orð skyndilega í hug í rúminu einn morgun, þegar Churchill var vestra. Forsetinn fór þeg- ar fram úr og yfir í herbergi forsætisráðherrans. Þegar hann kom þangað, var Chur- chill í baði. Roosevelt káll- aði inn um dyrnar: „Hvern- ig finnst þér United Na- tions?“ Churchill dýfði sér í baðkerið, stakk hausnum aft- ur upp úr,' strauk sápuna úr augunum og sagði: „Það ætti að duga“. Það virðist hafa dugað. , Þetta eru nokkur atriði á víð og dreif úr bókinni „Hvernig stríðið hófst“, sem nýkomin er á markaðinn vestan hafs. Ann- ar höfundurinn er ráðinn sem ævisöguritari Roosevelts og er vel kunnugur honum. Skipalestin komst til Rðss- lands eftir 4 daga árásir. Hurricaneflugvéiar vörðu skipio. I_J ERGÓGN, sem hin mikla skipalest Bandamanna flutti til Norður-Rússlands, eru nú á leið til vígstöðvanna. Skipalestin varð fyrir stöðugum árásum í fjóra sólahringa, er hún sigldi norður fyrir Noreg. Þjóðverjar sendu ógrynni flugvéla og kafbáta skipalestinni til höfuðs, en „mestur hluti skipanna komst heilu og höldnu tjil hafnar í Norður- Rússlandi, og ekkert fylgdarskipanna laskaðist“ eins og segir í tilkynningu flotamálaráðuneytisins í London. Nokkru nánar hefir nú frétzt af hinni mikluj ornustu, sem skipalestin háei við Þjóðverja. Þjóðverjar urðu varir við skipa lestina 12. september og gerðu þá þegar kafbátaárás á hana. Eftir það varð lestin fyirir stöðugum árásum og köstuðu allt frá 6 til 50 fdlugvélar á degi hverjum tundurskeytum, sprengjum og tundurduflum á skipalestina, en öflug loftvarna- skothríð allra skipanna og fl-ug- vélar, sem voru þeim til vernd- ar, hindruðu þýzku flugvélarn- ar í að hæfa nema mjög fá áf skipum Bandamanna. Þýzku flugvélarnar köstuðu niður miklum fjölda tundur- dufla fyrir frarnan skipalestina og unnu brezku tundurdufla- slæðararnir mikið starf og hættulegt við að hreinsa þau upp. Flugvélamóðurskip var með skipalestinni og hafði það nýja tegund Hurricaneflugvéla, sem kallaðar eru ,,Sjó-Hurricane“. Þessar orrustuflugvélar, sem þegar eru frægar orðnar á Iandi, sýndu margsinnis í bardögum við þýzku flugvélarnar mikla yfirburði, enda skutu þær marg ar þeirra niður. Bretar misstu 4 af flugvélur sínum, en 3 flug- mannanna Kefir verið bjargað. Yfir 80 tvxndurskeytum og mikl um fjölda sprengja var beint á flugvélamóðurskipið, en það slapp við allt tjón. í skipalest þessari voru bæði brezk, rússnesk og bandaríksk skip og lofar brezkt flotastjórn- in mjög frammistöðu skips- hafnanna í tilkynningu sinni. \ Herskipin, sem fylgdu lest- inni til Rússlands, fengu þar litlá hvíld, og lögðu þegar af stað heimleiðis með aðra skipa- lest. Þýzkir kafbátar (En engar flugvélar) gerðu allmiklar árás- ir á lestina og tókst þeim að hæfa tvö herskipanna með tund urskeytum, Voru það tundur- spillirinn Somali og Leader, her snekkja. Alls misstu Þjóðverjar 40 flugvélar í árásuta þessum, tveim kafbátum þeirra var ökkt sennilega fjórir mikig laskaðir. Bretar misstu, eins og áður var getið 4 flugvélár og tvö her- skip, en „mestur hluta flutn- ingaskipanna“ komst á áfanga- staðinn. Amerikskir verka^ lýðsleiðtogar hylla norska verkamenn Washington, 25. sept. MIJ* * ORINGJAR verkálýðsfélag anna í Ameríku hafa í dag lagt fram fé til styrktar norsk- um verkamönnum í tilefni af því, að tvö ár eru liðin síðan nazistar reyndu að eyðileggja og yfirtaka norsku, verkálýðsfé- lögin. . .Philip Murray forseti C.I.O. (sem er stærsta iðnverkamanna samband í Ameríku með 6 millj ón meðlimum) sagði við þetta tækifærí: London, í gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR gerðu í dag miklar tilraunir til þess áS ná á sitt váld aðálgötu Stalvn- grad, sem liggur í austurátt að Volgu. Reyndu skriðdreka- og fótgönguliðssveitir hvað eftir annað að brjótast yfir rústir ná- grannáhverfanna, en í hvert sinni hrundu varnarsveitir Rússa áhlaupunum. Þjóðverjar sækja nú fastar á norðan við borgina, en enn hafa Rússar gert þar áhlaup, og unnið Þjóðverjum mikið tjón. Rússar skýra svo frá, að 25 000 Þjóðverjar hafi fallið á Stalin- gradvígstöðvunum undanfama viku. Manntjónið fer þar a& auki hraðvaxandi og falla þús- undir hermanna á degi hverj- um. Saga er sögð af skriðdreka- verksmiðju einni í úthverfum Stalingrad, sem á að vera eitt dæmi af mörgum í borginni. Verkamennirnir unnu í verk- smiðjunni dag og nótt, þótt bar- izt væri aðeins örskammt frá og tjónið á verksmiðjunni var mjög lítið. Þeir voru að Ijúka við nokkra skriðdreka og héldu áfram, hvað sem á gekk. Um það bil, sem skriðdrekamir voru tilbúnir, höfðu Þjóðverjar brotizt fram í næsta nágrenni við verksmiðjuna. Þá óku verkamennirnir sjálfir skrið- drekunum út úr verksmiðjunni og fram í víglínuna. Þar börð- ust verkamennirnir í marga daga. Margir komu aldrei aftur, aðrir börðust áfram og héldu víglínu sinni á þessum slóðum, þar til liðsauki kom. Sunnan við Leningrad hafa Þjóðverjar gert állmikil áhlaup og hrakið Rússa nokkuð til baka, en rússnesk gagnáhlaup hafa hindrað frekari sókn. Við Novoi’ossisk hafa Þjóð- verjar misst 2000 manns a ein- um degi. Við Mostok hafa Rúss- ar gert gagnáhlaup mikil. Þýzki herforinginn Gleisner er fallinn á austurvígstöðvun- um, tilkynna Rússar. Hann kom mikið við sögu í sókninni miklu á vesturvígstöðvunum. „Úrsagnir þúsunda norskra verkamanna úr verkalýðsfélög- unum, sem nazistar ráða yfir og okkur hafa borizt í kringum þennan afmælisdag, eru við- burðir, 'sem snerta alla verka- menn. Við í Ameríku höfum ekki gleymt 25. sept. 1940 þegar Þjóðverjar tóku stjórn norska landssambandsins í sínar hend- ur og fengu nazistum í hendur alla opinbera stjórn landsins. Við þekkum allir hina hetju- legu baráttu norskra verka- manna gegn hinni nazistisku villimennsku og þeirra stöðugt aukna kraft í baráttunni gegn öxulríkjunum. í nafni 6 milljón verkamanna sendi ég stéttar- bræðrum þeirra í Noregi kveðj- ur.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.