Alþýðublaðið - 28.11.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.11.1942, Blaðsíða 3
\ , l^augardagur j£8. nóvember 1942 AU»yPUBLAPIP um fi böfninni fi Toulon. w 1 Þjóðverjar og Italir réðust inn í borgina í gærmorgun. 'Frðnsku sJólIOarnir vðrðust bæði með loftvarnarskotbríð og skutn úr strandvirkjnm, áðnr en peir sprengdn skipin i loft upp eða sðkktu peim* Á landabréfi 'þessu sésit vígstaða iherjanna bæði á mið- og suður- vígstöðvunum í Rússlandi, áður en Rússar hófu sókn sína, nema hvað Þjóðvérjar eru nú komnir inn í Stalingrad. en á þessu 'korti eru þeir sýndir við borgina. Russar hrinda tilraunum Þjóðverja til að losa sig úr kreppunni. -------»...—.. LONDON í gærkveldi. R ÚSSAR halda áfram sókn sinni bæði fyrir sunnan og norðvestan Stalingrad og eins í sjálfri Stalingrad. Rússar skýra frá því, að Þjóðverjar geri æðisgengnar til- raunir til þess að reyna að losa sig út úr umsátrinu, en öllum árásum þeirra hafi verið hrundið. Teknir hafa verið 2300 fangar til viðbótar og auk þess er unnið að því, að uppræta marga innikróaða herflokka Þjóðverja. Toropets og hafi Rússar þarna ógrynni liðs. Rússar geta hins vegar ekki ium lannað en miklar stórskota- liðsviðureignir á þessum víg- stöðvum. Rússneskar ihersveitir hafa enn sótt fram fyrir norðvestan Stalingrad og eins hafa her- sveitirnar fyrir sunnan borgina sótt fram með járnbrautinni,. sem liggur frá Stalingrad til Kákasus. Þá skýra Rússar frá því, að hersveitir þær, sem hafi sótt fram fyrir norðan Stalingrad og sameinazt varnarliðinu þar, hafi nú hreinsað svo vel til fyrir norðan borgina, að samgöngur geti farið fram á landi til borg- arinnar í fyrsta sinn eftir langan tíma; en áðujr varð, eins og 'kunnugt er, að flytja allar vistir og hergögn til hersveitánna yfir Volgu. Inni í borginni halda rússnesku hérsvertimar áfram áð hrekja Þjóðverja úr hygging- um í borginni og haf a enn tekið 4 hverfi. Þá hafa rússneskar hersveitir í verksmiðjuhverfinu unnið nokkuð á og tekið aftur nokkurn hluta af Október-verk smiðj.unum. Þjóðverjar skýra enn frá. því x fréttum sínum, að Rússar hafi 'brotizt lapgt inn í víglínu þeirra suður af Kalinin og suðaustur af Hlé í Libp. I . .XiífÆ 'LQNDON í gærkvfeldi. HERSTJÓRNARTIL- KYNNIN GUNNI frá Kaíró er ekki getið um neinar viðureignir á landi, í fyrsta sinn frá því að sóknin hófst. Þetta er talið stafa af því, að 8. herinn sé að búa sig undir hið mikla áhlaup,. sem er í yændum á stöðvar Rommels við E1 Agheila, en fremstu hersveit- ir Bandamanna nálgast nú fremstú’ virkjalínu Rómmels þar. Flugvélar Bandamanna hafa gert loftárásir á flugvöll Þjóð- verja við É1 Agheila og einnig á höfnina í Tripolis og sökkt þar 2 skipum. A LONDON í gærkveldi. UTVARPSFRÉTTÍR frá Víehy og Þýzkalandi segja í dag, að hersveitir Þjóðverja og ítala hafi ráðizt inn í Toulon í nótt. í Vichy-fréttum var sagt frá því, að Þjóð- verjar hafi sent flugvélar í nótt inn yfir borgina, og hafi þær varpað sprengjum á strandvirkin við höfnina og notað svifblys til þess að lýsa sér. í kjölfar þeirra hafi síðan fylgt skriðdrekar og hermenn, vopnaðir vélbyssum. Leikurinn harst til hafnarinnar, þar sem orrustuskipið Dunkerque lá ásamt nokkrum tundurspillum. Um svipað leyti heyrð- ist mikil spenging í orrustuskipinu Strassbourg. Sjóliðarnir á Dimkerque vörðust á meðan þeir sökktu skipi sínu, og sama gerðu sjóliðarnir á tundurspillunum. Sjóliðarnir í strandvirkjunum sprengdu þau í loft upp, áður en þeir yfir- gáfu þau. . ;f. Flotaforingi Frakka í Tou,lon fyrirskipaði mönnum sín- um að sökkva öllum herskipufium, þegar vitað var um árás Þjóðverja á borgina. í Vichy-fréttum er sagt frá því, að öllum herskipunum í höfninni í Toulon hafi verið sökkt, að tveimur káfbátum undanskildum, sem komust undán. 1 höfninni Toulon áttu Frakkar orrustuskipin Strass- bóurg. Dunkerque og Provence. Voru tvö þeirra fyrrnefndu ný og stór orrustuskiþ. Auk þess áttu Frakkar fjölda tundur- spilla, smærri herskip og nokkra kafbáta. í fréttum Þjóðverja segir, að þýzkar og ítalskar hergjeitir hafi farið inn í borgina gnótt og náð henni á vald sitt eftir nokkrar klukkustundir og að sjóíiðarnir á skipunum hafi sökkt nokkrum þeirra. Hitler og Mussolini hafi fyrirskipað að hertaka borgina og hafi von ■ Rundstedt fengið skipanir um að gera allar nauðsynlegar ráð- stafanir til að ná borginni á sitt vald og afvopna þá sjóliða, sem veittu mótspyrnu. HITLER ÁVARPAR PETAIN Hitler sendi Petain sérstakt ávarp út af þessum atburðum. Hann sagði, að Þjóðverjar hafi verið neyddir út í styrjöldina, en eftir fall Frakklands hafi Þjóðverjar gert samninga við Frakka, sem á allan hátt hafi verið heiðri þeirra samboðnir og hann eins og Petain væri kunnugt ekki viljað verða við beiðni Vichystjórnarinnar um að flytja til Versailles, til að ekki væri hægt að segja, að stjórn Frakklands væri í vasa Þjóðverja. Þá hafi hann láíið yfir 700 000 franska stríðs- fanga, sem voru í Þýzkalandi, lausa. Þjóðverjar hefðu í einu og öllu staðið við loforð sín við Frakka, en franskir herforingj- ar og flotaforingjar hefðu svik- ið heit sín gagnvart Þjóðverj- um ög gengið í lið með Banda- mönnurn og hafið baráttuna á 'nýjan leik gegn Þjóðverjum. Þetta eru sömu mennirnir, sem stóðu fyrir því, að stríð var haf- ið gegn Þýzkalandi. Hitler kvaðsf hins vegar vita það, að Petain ætti enga sök á þessu, én hins vegar hlyti hann að skilja það, að Þjóðverjar yrðu að nota öll þau meðul, sem til væru til þess, að tryggja varnir meginlandsins og þess vegna hafi orðið að grípa til þessara ráðstafana, því foringjar flot- ans hafi verið að ráðgera, að gánga í lið með Bandamönnum. Hitler sagði, að Þjóðverjar ..bæru ekkert hatur til Frakka og hafi þeir m. a. leyft Frökkum að efla her sinn eftir að þeir hernámu Suður-Frakland og markmið Þjóðverja væri að hjálpa Frökkum að ná nýlend- um sínum aftur. Bandamenn eru ánægðir yfir endalokum þessum úr því sem komið var og segja að þetta verði til að sýna Frökkum, að samstarf við Þjóðverja getur ekki átt sér stað. Raymond Clapper t Endarreisn her- nnmdn landannn. De Ganlle ðvarpar Frakke. LONDON í gærkveldi. DE GAULLE, leiðtogi stríð- andi Frakka, hélt ræðu í útvarp frá Englandi í dag og talaði um atburðina í Toulon. De Gaulle sagði, að nú þyrftu Frakkar ekki lengur að vera í neinum vafa um það, að öll sam- vinna við Þjóðverja væri úti- lokuð. Hinir sorglegu atburðir í Toulon hafa rumskað við mörgum Frakka, sem hefir verið í vaf a um, að eina leiðin, sem Frakkland getur farið, er að sigra. S jóliðar og yfirmenn flot- ans í Toulon skildu, að heiður Frakklands var í veði, ef Þjóð- verjum yrði afheiitur. hinn glæsilegi floti þeirra, og þeir gerðu þær einu ráðstaf ajxir, sem færar voru undir þessum kring- umstæðum, að sökkva flotanum. De Gaulle endaði ræðu sína með Iþessum orðum: Við verð- uffl að sigra. Við getum ekkert anna gert. SKIPUN Herberts Lebr manns, ríkisstjára Ne*& York ríkis, til þess að hafa á hendi stjórn hjálparstarfsem- inriar í löndum, sem hafa verið losuð undan ánauð, bendir tU þess, að við höfum lært eitthvað af því, hversu Þjóðabandalagið misheppnaðist. Þjóðábandálagið var spenn- andi tilraun, sem fæddist á frið- arfundunum í París á yfir- borðslegan hátt í stað þess að vera byggt upp lið fyrir lið. Bandálag- ið var dásam- leg hugsjón, en það hafði aldrei veruleikann að baki sér. Að þessu sinni förum við okk- ur hægar í fyrstu, en erurn raunsæjari. Við förum að eins og við byggingu, byrjum á ein- hverjum traustum homstein- um, sem við vonum að hægt verði að reisa sterkt og lífvæn- legt mannvirki á, þegar tími er til kominn. Við förum nú hæg- ari, erfiðari leiðina, en hún er venjulega öruggari þegar til lengdar lætur. Við byrjum hóflega á því að reyna að bæta úr raunverulegri, yfirvofandi þörf, þörfinni á að fæða og birgja þjóðirnar, sem 'við höfum lagt undir okkur í Norður-Afríku. Þær hafa verið blóðsognar af öxulríkjunum og eru mun verr settar eftir en áð- . ur. Við vonumst til þess að skilja við þær betur settar. Við munum ekki aðeins fæða. þær, heldur senda þeim sáðkom og aðra hluti, sem þær þurfa til þess að auka sína eigin firam- leiðslu. Við munum fá frá þeim kork, olivolíú og aðrar afurðir, sem við þurfum á að hálda og þannig hjálpa þeim til. þess áð verða sjálfum sér nógar. Við munum ekki aðeins leggja á- herzlu á hjálparstarfsemi, held- ur einnig atriði, sem gera þær a& betri framleiðendum, og seinna meir stærri neytendum framleiðsluvara annarra iðnað- arþjóða. Fyrst um sinn hlýtur þetta að vera að mestu leyti starf Amer- íkumanna. En sennilega mun starf Lehmanns ríkisstjóra áð- ur en langt um líður verða hluti af starfsemi allra Bandamanna. Það kann að verða fyrsta sam- eiginlegt fyrirtæki Banda- manna, sem vex upp úr þessu stríði. Á þessu sviði ætfu litlir erf- iðleikar að vera í vegi fyrir því að Bandamenn taki höndum saman. Fyrir rösku ári síðan, áður en við hófum þátttöku í stríðinu, höfðu brezlta stjórnin og stjórnir hernumdu landanna x London sett á stofn alþjóða nefnd til endúrreisnar eftb stríðið. Sir Frederick Lxith ti Ross, sem er aðal viðskiptaráðu- nautur brezku stjórnarinnar, varð fofmaður hennar. Hann hefir verið í Washington nokk- urt skeið og unnið með stjóm okkar að áætlunum um hjálp og endurreisn. Hann fór aftur til London til þess að gefa skýrslu, og undirbúa. samein- Frh. á 7. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.