Alþýðublaðið - 28.11.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.11.1942, Blaðsíða 8
£ ALÞVÐUBLAPfP Ltaug'ardagur 28. rvóvcmber 1942 ES NÝJA BIÖ 33 Ævlntfri ð QiUnu (Stm Valley Serenade) AÖailliltitverk: SONJA HENIE JOHN PAYNE GLENN MJLLEE og hljómsveit hans. Sýnd kJ. 5, 7 og 9. HVORT á ég héldyt,r að læra að lesa í lófa eða lesa hugsanir manna?“ ,JLestu í lófa, því að lófa hef- irðu þó“. * ISKÓLA með dolctor Ól- afi Daníelssyni var pilt- ur að nafni Jón, og var hann ekki jafnoki Ólafs í stjörnufræð inni. Á stúdentsprófi í stjömu- fræði vildi svo til, að Jón kom upp næstur á undan Ólafi og spurði kennarinn hann, hversu langt væri til tunglsins. „Það er langt,“ sagði Jón. „Já, en hversu langt?“ spurði kennarinn. „Það er geysilangt,“ sagði Jón. „Getið þér ekki nefnt nein- ar tölur?“ spurði kennarinn. Jón þagði. Næstur kom Ólafur upp og kennarinn spurði hann, hversu langt væri til tunglsins. „Jón sagði, að það væri langt,“ sagði Ólafur. „Já, en hversu langt?“ spurði kennarinn. „Jón sagði, að það væri geysi langt,“ sagði Ólafur. „En getið þér ekki nefnt neinar tölur?“ spurði kennar- inn. „Ja, Jón minntist ekkert á það,“ sagði Ólafur. Á BÍÓ Eg fer ekki framan á „movie,“ og flý þeirra töfrandi gleði því heilsa og líf 'er í húfi, oq heiðarlegt mannorð í veði. Úr húminu í hádegis birtu að horfa á berlæruð sprund, ér nóg til að gera mig „nervus“, ernóg til að drepa hund. Káinn. ❖ BÁGT ÁSTAND. MAÐUR nokkur sagði sínar , farir ekki sléttar: „Eg fór út að Styútustöðum í dag og séra Þorlákur minn ekki heima, og ekkert naut í allri sveitinni.“ SÁ, sem kannast við mis- tök sín, sannar, að hann er vitrari í dag en hann var í gær. Við skulum. fara upp í fjöllin, sem Zwat Piete þykir svo vænt ■um a ðsjá, hvað er á bak við þau. Einíiversstaðar hlýtur thafið að vera. Mér myndi þykja gaman að sjá hafið. Það er ann- að að sjá hlut eða heyra fólk tala um hann. Nú ætla ég að fara að sofa, en á morgun ætla ég að lei/ta hann upp, og þá geturðu sagt honum lygasög- una þína. En þú verður að fara ilaglega að, de Kok, ef þú ætlar að hlebkja bróður minn. Hún brosti. — Þetta verður að vera sennileg lygi. — Ég ætla að hugsa mig bet- ur um, meðan ég er á verði, sagði hann — og þú mátt vera óhrædd. Þetta skal verða góð lygi, fyrirtaks lygi. Um morguninn héldu þau á- fram og ákváðu að líta á rústir þorpsins, um leið og þau færu framhjá. Piete gat ef til vill dottið í hug að snúa aftur, ef hann hefði séð reykinn upp af brennandi kofunum. Og ef hann hefði komið, hlutu þau að rek- ast á slóðina hans. Það var kominn megnasti óþefur af lík- um Kaffanna, og þeir, sem ekki höfðu fengið stungu í kviðinn, voru orðnir hræðilega uppþembdir, en aðrir voru hálf étnir af gömmum og hrædýr- um. Stóra tréð í miðju þorpinu var þakið gömmum, sem sátu þar hreyfingarlausir og biðu eftir því, að verða svangir á ný, en aðrir voru svo saddir af hræi, að þeir sátu á jörðu niðri og gátu ekþi hreyft sig. Þannig myndu gammarnir halda áfram dag eftir dag, ef til vill í viku, unz ekkert yrði eftir af Köffunum nema skinin beinin. Þegar þau riðu fram hjá hálf- brunnum kofa, reyndi hyena, sem hafði fengið spjót í gegn um sig að skreiðast á brott. — Þau lyftu bæði byssunum. — Skammt frá lá dauð hyena, stungin til bana, og ennfremur tveir dauðir sjakalar. Bak við þau lá sæfður Kaffi upp við vegg. Hann var tiltakanlega ljótur, mjög gamall og grettur. Mörg spjót stóðu umhverfis hann, en á veggnum sátu gammar, og og biðu eftir því, að hann dæi. — Á ég að skjóta? spurði de Kok og lyfti byssunni. Sara leit í augu Kaffans um leið og hún heyrði sjálfa sig segja: — Nei, hér hafa nógu margir verið drepnir. — Hvers vegna hafði hún sagt þetta?, Aldrei fyrr hafði hún þyrmt Kaffa. Og hvernig stóð á því, að þessi litli brúni öldungur, ryk- ugur og blóði storkinn var graf- kyrr og óhræddur, þótt honum væri þannig ógnað? Hvernig stóð á því, að hann sat þarna með krosslagðar hendur á brjósti og horfði diarf lega í augu hvítu konunnar, án þess að depla augunum. — Hvað heitirðu? spurði hún. — Hvað ég heiti, hvíta kona, endurtók Kaffinn. — Hvað kemur þér við, hvað ég heiti? Mér hafa verið gefin mörg nöfn, og sum þeirra eru hræði leg. Á ég að nefna þér sum þeirra. Einu sinni var ég kall- aður litla blómið. Kona, sem ég elskaði, kallaði mig þessu nafni ,en það er langt, langt síðan þetta var. Um skeið var ég kallaður Nýala, af því að ég var svo fljótur að hlaupa. Sum- ir hafa kallað mig ljónið, aðrir tigrisdýrið. Stundum er ég kallaður Mamba, en stundum Rinkals, af því að ég hræki út úr með eitri, en oftast er ég kallaður litla skýið, því að ég kem á undan stormi. Varið ykkur á storminum, sagði hann og bandaði frá sér. Þar sem einu sinni var mikið, er nú ekkert. Þetta fólk hér efaðist um mátt minn, og nú er því út rýmt. Eg andaði á það, og úr andardrætti mínum komu Zulukaffarnir. — Ertu ekki hræddur? spurði de Kok. Hvernig stóð á því, að hann þorði að gera gys að þeim? — Lofiii mér að drepa hann, húsmóðir mín, sagði hann við Söru. — Varstu að spyrja, hvort ég væri hræddur? spurði Kaffinn. Eða misheyrðist mér. Ætti ég, sem lét þetta fólk farast og leiðbeindi ykkur til mín, að vera hræddur. Ætti ég að vera hræddur við konu, sem klæðist karlmannsbúningi — og gulan kynblending? Hann hló. Drepið mig, og aldrei framar munið þið finna manninn, sem þiz er- uð að leita að. Eg hefi séð hann. Eg þekki hann vel. Það er ungur, hraustur maður með hrafnsvart hár og augu eins og glóandi steina. Hann getur afrekað mikið eða — hann — Eða hvað? spurði Sara. — Eða hann afrekar ekkert, sagði Kaffinn. Þannig hefi ég séð hann. — Segið mér meira, sagði Sara. — Ef ég væri heilbrigður, myndi ég segja ykkur meira, en veikur maður getur ekki fengið fréttir hjá hinum látnu. Ef ég sendi sál mína til hinna látnu meðan ég er veikur, getur svo farið, að hún komi ekki aft ur. Þráðurinn, sem liggur frá líkama mínum til sálarinnar er ekki nógu sterkur til þess að heimta til sín sálina aftur. — Hvernig stendur á því, að þú ert særður fyrst þú getur gert alla þessa hluti? spurði de Kok. ■iTJARNARBtÖB Dæmið ebki. (All This And Heaven Too) Ameríksk stónmynd eftir hinni fxægu skáldsögu íta- chel Field’s. BETTE DAVIS CHARLES BCYEK Bönnuð fyrir börn innan | 12 ára. Sýning kl. 4, 8,30 og 9. 1 SGAMLA MÓSS Æska Msobs (Young Tom EdJeon) Aðalhlutverkið leikur MICKEY BOONEY Sýnd fel. 7 og 9. KL 3 ¥2 -—6V2: „FÁLKINN“ Á VEIBUM með George Sandere. Börn fá ekki aðgang. — Þetta er gáfuleg spurning frá heimskum manni, og svar- ið er ekki fólgið í hinu smá- vægilega sári mínu, heldur því, að ég skuli vera hér lifandi, þar sem allir aðrir eru dauðir. En nú hefi ég talað nóg. Hann lokaði augunum. Sara steig af baki og gekk til hans. De Kok miðaði á hann byssunni, meðan hún gekk til hans. Stúlkan var gengin af göfl- unum. Hún var jafn fífldjörf og bróðir hennar, sem var jafn framt húsbóndi hans. — Lofaðu mér að sjá sár þitt, sagði stúlkan. — Það er hérna. Kaffinn sýndi henni sár á mjöðminni. Þetta er ekkert. Með góðri að- htynningu verður það gróið eftir viku. En án hjúkrunar og matar mun ég deyja og gamm- arnir eta mig. Það er þakklæti þeirra fyrir það, að ég hefi út- 'vegað þeim æti. * Sara snéri sér að de Kok og sagði: — Legðu niður byssuna. Við tökum þennan mann að okkur. — Tökum hann að okkur, — húsmóðir? Til hvers? Sterki skókstjórinn, einn. “Hórna er manntetrið, ■sem þú kastaðir út úr leikhús- inu í gær!“ Hrólfi, varð ekki um sel, það var auðséð, að sagan um ólætin í leikhúsinu hafði nú flogið um þorpið. Þegar maðuninn hafði kallað þetta í áttina til hússins, kom þaðan út, tröllvaxinn maður og Ijótur. Þegar hann sá Hrólf rak 'hann upp itröllahlátur. Hrólfur gleymdi því nú, að hann var skólastjóri. Hann varð nú um stund viðarhöggsmaður á ný. En þegar hann hafði gengið nokkur skref í áttina til apamannsins, rankaði hann við sér og minntist stöðu sinnar. Þegar maður þessi var ekki í apabúningi sínum var hann ekkert stærri en Hrólfur, og þegar Hrólfur leit á hann lang- aði hánn til að útkljá deilu þeirra einhversstaðar í næði með ærlegum bardaga. En hann gætti sín. Hann vildi fá að vita hversvegna hann og drengirnir voru útilokaðir frá leikhúsinu. Hér þýddi ekkkert að berjast; hér varð :að koma gætilega fram. Hrólfur rétti sterka mannin- um höndina og brosti við. „Aílt í lagi,“ sagði hann. „Ég er ekkert reiður, þú gerðir bara það, sem þér var sagt að gera. Eh heyrðu mig, aldhei hélt ég, að þú værir svona geðs- legur maður innan undir apa- feldinum.“ Sterka manninu|m brá víð, hann hafði alltaf ahtaf verið fkallaður, „afskræmið,“ og kom iþetta því á óvænt. „Það er gott, að þér þykir það. Mönnum finnst ég Ijótur bara af því að ég geng í þessu apagervi,“ sagði hann. „Mér þykir það andstyggilegt, svei!“ Hrólíur benti á gildiskála hinum megin götunnar. „Hvernig líst þér að jafna málin þarna fyrir handan, lags- maður?“ sagði hann kumpán- lega. „Komdu“. Sterki maðurinn strauk sér um munninn með handarbak- inu og glotti við. ,,Það líst mér á! Mér fellur vel við þig, kunningi!“ Þeir 'gengu hlið við hlið yfir götuna. Hópurinn við húsið starði undrandi á þá og Hrólf- ur ibrosti í kampinn þegar hann sá það. Nú voru engin hróp og köll. Þessar skyndilegu sættir gerðu þá alveg orðlausa. „Það er leiðinlegt, að menn skuli hafa troðið þér í þetta apa skinn,“ sagði Hrólfur, þegar þeir settust niður. „Fremur hefðu þeir átt að taka þig og Widt Woild nAn WHILE THE GUERRILLA. CAMP MAKE6 PREPARATIONS FOR THÉ forthcoming ATTACK 'ON THE TAPAIR BASE, SCORCHY AND HIS FRIEND& CHAFE AT THEIR ENFORCEP IDLENESS. J IF THEIR ATTACK FAILS, WE’RE ALL DEAD DUCKS? BUT VVITH MY PLAN WE CAN INSURE A VICTORY ÁND GET OUR BOMBER, INTOTHE AIR AGAIN/ ■fOfiNK- {8=W\ SQ WHAT/ YOU HAVEN’T EVEN BEEN ABLE TO SEE THIS MYSTERIOUS CHIEF OF * K THEIRS/ A ... BUT THIS TjME HE LL HAVE TO SEE ME, 'CAUSE X’VE GOT SOMETHING ’ NOW.ALL X HAVE TO DO IS FIND HIM/ THERE MUST BE AN ENTRANCE TO HIS HIDE-OUT IN y í THIS IDOL/ 1— Meðan skæruhópurnn undir- býr árás sína á flugvöll Japana eru iþeir Örn og Stormy að ráða ráðum sínum. Örn: Ef árás þerra mistekst ©r út um okkur öll. En ég hef ráð á prjónunum, sem getur tryggt þeim sigur og séð um að við getum feomið sprengjuflug- vél okkar aftur á loft. Stormy: Hvað stoðar það. Þér hefir einu sinni ekki verið leyft að sjá þennan leyndar- dómsfulla foringja þeirra. Öm: í þetta skipti skal hann verða að sjá mig vegna iþess, að nú hef ég þau ráð meðferðis,, isem i^ætú komið honum, að gagni. Örn: Nú ríður á að ég finni foringjann. Það hljóta, að vera einhverjar dyr inn í skurðgoðið,,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.