Alþýðublaðið - 05.01.1943, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 05.01.1943, Qupperneq 6
TRJÁRÆKT fer óðum vaxandi um land allt. — Snotrir trjálundir gera heimil- ið hlýlegt. Svipur landsins mýkist og fríkkar — skógarn- ir eru bezta skartklæði þess og skjólföt. Enginn vill láta möl eða ryð granda eigum sínum. Klæði landsins þarf einnig að varðveita vel og verja fyrir skemmdum. í Reykjavík eru margir væn- legir trjágarðar og runnarækt talsverð. Margir hirða vel garða sína. Þeir eru bæjarprýði. Aðr- ir eru lítt hirtir, gróðrarstöðv- ar ýmissa kvilla og næsta háskalegir nágrenninu. T. d. er of algengt að sjá heilar raðir af ribsi, blaðlausar löngu fyrir éðlilegan lauffalltíma. Sé að gætt, sést að blöðin mora í grænum eða dökkum iðandi blaðlúsum, sem sjúga safa úr þeim og valda blaðfallinu. Á birki, ribsi, víði, o. fl. trjám og rujiria leita oft fiðrildalirfur — skógarmaðkar. Þeir naga blöð- in, sem svo vefjast utan um maðkana. Þetta kannast flestir við, en hitt athuga færri, að bezt er að vinna bug á þessum ófögnuði að vetrinum. Þá má eyða eggjum skorkvikindamja með úðunar- lyfjum og vátryggja þannig trjágróðurinn. Algengustu lyfin eru tjöruolíur, t. d. Ovicide, sem nú er á boðstólum hjá Á- burðarsölu ríkisins. Carbó- krimp er einnig gott lyf, en ófáanlegt sem stendur. Vetrarúðun er jafnan fram- kvæmd að vetrinum, þegar trjágróðurinn er í dvala. Getur vökvinn ella valdið skemmd- um. Vandlega framkvæmd vetr arúðun eyðir eggjum blaðlúsa og birkifiðrilda ásamt lirfum þeirra. Úðunin hreinsar líka mosa og skófir af trjánum. Brumhnapp- ar trjánna og runnanna verða að vera í algerðum dvala, þeg- ar úðað er. Er þess vegna bezt að nota tækifærið og úða nú, þegar í þessum mánuði eða þá febrúar. Talið við garðyrkjumennina um þetta sem fyrst, og látið ekki úðunina dragast of lengi. Úðunarvökvinn er lagaður þannig, að Ovicidemagninu, sem nota á, er fyrst hrært sam- an við álíka mikið af vatni — hægt og rólega. Síðan er vatn sett í uns rétt hlutföll eru feng- in: 1 hluti af Ovicide í 15 ¥2 hluta vatns. Þessi blanda er góð á lauftré, t. d. birki, reyni, víði o. s. frv. og einnig á ribs og sólber. (Barrtré skal ekki úða með þessum legi). Úðið vandlega með góðum þrýstingi. Notið helzt fremur grófan dreifara og úðið sprota og greinaenda með sérstakri gaum gæfni. Hver einasti blettur á trjánum og runnunum verður að blotna og einnig jarðvegur- inn undir þeim, því að fiðrilda- pípur liggja þar oft í dvala. — Gamalt lauf skyldi tekið burt, grafið niður eða brent. Jafnan skal úða í þurru, frostlausu veðri og helzt í þurrkútliti. — Úðadælurnar skal skola vand- lega þegar í stað eftir úðun. Geta lyfin annars skemmt leð- ur og í gúmmídælunum. Úðun er trúnaðarstarf, sem krefst kunnáttu og vandvirkni. Þegar garðar liggja saman eins og við Tjarnargötu og víðar, verður að úða alla garðana. Geta óþrifin ella borizt úr ein- um garði í annán að sumrinu. Einn óhirðugarður getur sýkt allt nágrennið. Þarf þess vegna að hafa samtök og sýna þegn- skap í málinu. Ameríksk stúlka, Martha Hopkins, meg uppskeíuná sína. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. og stundum eru hin löglegu núm- er þar einnig. Bifreiðarstjórar, sem aka bifreiðum í því ástandi, sem að ofan er sagt og ekki vilja kannast við verknað sinn, vita sem er, að þeim er óhætt að hlaupast á brott, og þá ekki hvað sízt, ef eitthvað slíkt skeður á ljósatíma, því ekki eru þeir svo fáir'. sem ekki hafa afturljós og nú margir, sem alls ekki kveikja Ijós við akstur í bænum.“ „EG HYGG, að þarna sé ástæð- an fyrir því, áð bifreiðarstjórar aka svo oft í burtu frá slysi, sem raun er á pg að sjónarvottar geti ekki gefið upplýsingar af sömu ástæðu, því fyrst líta menn á þann stað, sem þeir eiga von á númér- inu, en síðan á aðra staði, en þá er það þara of seint, fjarlægðin orðin of mikil.“ „í LÖGUNUM stendur, að það megi ekki aka bifreið nema hún sé í ökufæru standi. Nú vil ég spyrja yður og óska eftir svari: 1. Bifreið, sem hefir ólæsilegt númer að aftan og framan, en á réttum stað, má hún vera í umferð? 2. Bifreið, sem hefir annaðhvort númerið ólæsilegt, en bæði á réttum stað, má hún vera í um- ferð? 3. Bifreið, sem hefir bæði númer 1 góðu 'lagi, en hefir þau á fram- og afturrúðu, má hún vera í umferð? 4. Bifreið, sem hefir aðeins eitt pappanúmer, og það á framrúðu og á er skrifað með blákrít og sést ekki nema staðið sé við húddið, má hún vera í umferð? 5. Bifreið, sem ekki hefir aftur- Ijós og getur þar af leiðandi ekki lýst upp það númer, ef eitthvert er, má hún vera í umferð? 6. Bifreið, sem ekki hefir hemla, má hún vera í umferð? i 7. Hverjir eiga að sjá um það, að bifreiðar séu ávalt í því standi, sem lög mæla fyrir um?“ ÉG SNÉRI mér til íögreglu- stjóra í gær og las fyrir honum spurningarnar. 1.—6. spurningu svaraði hann neitandi. Þeirri 7. svaraði hann á þessa leið: „Bif- reiðaeftirlitsmenn og lögreglan á að sjá um þetta. Það er líka oft gerð útrás út af misfellum í þessu efni og reynt að halda uppi reglunum — en alltaf sækir aftur í sama horfið. Bifreiðastjórar eru alltof trassafengnir i þessum efn- um.“ Skipalest tti larmansk. Frh. af 5. síöu. hug, að þetta yrði okkar bana- biti. Þegar flugvélarnar sáust næst úti við s j óndeiidarhringinn, varð mér órórra innanbrjósts en mér 'hafði nOkkurn 'tíma orð- ið fyrr. Ég óttaðist, áð ein hviða enn m-undi buga kjark okkar. Þá sé ég allt í einu að fremsta flugvélin fór að fljúga í lykkj- ur og velta sér í loftinu. Þær voru rússneskar. Þannig géfa þær til kynna, að iþær séu vina- flugvélar. Við fögnuðum þeim, hið bezta. ! Um klukkan 9 árdegis kom- um við í landsýn. í fyrsta skiipti í heila viku settumst við saman til borðs. Ég hafði enga matar- lyst, en ég var sæll og glaður þrátt fyrir það. Eftir heillar viku loftárásir á skipið var eng- inn skipsmahna alvarlega særð- ur, aðeins nokkrir höfðu minni háttar skrámur' eftir sprengjú- flísar. Við komum okkur saman um að gera okkur reglulega glaðan dag, þegar við værum komnir í höfn En það var of snemmt enn að vera með þvílíkar bollaleging- ar. Einhver, sem úti var staddur, kallaði inn til okkar, að nú sœ- ist til flugvéla. Við spruttum upp og iþutmn út á þilfar — og nú sáum við þær, 15 í hóp. Áf því að þær voru svo nærri landi, þóttumst við öruggir um, að þær væru rússnesfcar, þó að þær gæfu ökbur ekki merki um það. Ekki einu sinni herskipin skutu á þær. Þær f'Iugu beint yfir höfðum okkar. Sjóliðsforingi af einum tund- urspanna sagði mér seinna, að hann hefði talið þrettán sprengj um, en svo vorum við huldir reykjasvælu og vatnsstrókum. Sjálfur hef ég ekkert að segja um það, sem gerðist. Ástand mitt líktist einna helzt martröð, sem mig rámar aðeins óljóst í. En að lokum fann ég, að árás- inni var bflétt. Engin sprengja hafði fallið á okkur. Einhver hulinn verndarkraftur hlifði þessu skipi. Að fáum klukkustufidum liðn um vörpuðum við akkeri í Kola fljótið, rétt fyrir norðan Mur- mansk. Ég fór beina leið að sofa og svaf samfleytt í heilan sólar- hring.“ — w laviiiNi TitryniBB garl- ina: Tetrartiðm Kosning í stjóm og trúnaðarráð Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar fer fram dagana 16. og 17. janúar þ. á. Sömu daga fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla um breytngar á lögum félagsins, Frestur til að skila framboðslistum er til 12. þ. m., og skal þeim skilað til kjörstjórnar í skrifstofu félagsiris. Tillögur upustillinganefndar og trúnaðarráðS nm stjórn og trúnaðarráð liggja frammi í skrif- stofu félagsins. Lagabreytingarnar og kjörskrá liggja einnig frammi í skrifstofu félagsins félagsmönnum til athugunar. Reykjavík, 4. janúar 1943. KJÖRSTJÓRN DAGSBRÚNAR Hálfdán Eiríksson: Snmarbústaðirnir i Fossvogi Stutt athugasemd við grein Magnúsar V. Jóhannessonar i Alþýðublaðinu 29. des. EG hefi aldrei sagt að ég ætlaði að ,,sverta“ sumar- bústaði okkar í Fossvogi, held- ur aðeins að lýsa því hvernig þeir væru. Þetta hefi ég gert og sagt hvert orð satt. Eg hefi aldrei sagt: ,,Við brennum heldur bústaði okkar, en að láta nokkurn flytja þang- að inn“. Eg hefi aldrei brennu- vargur verið og mun ekki verða. Sumarskýlið er sá hluti heim- ilis míns, sem er mér kærastur og helgastur. Hluti þess heimil- is, sem samkvæmt stjórnarskrá vorri er friðheilagt, eins og rík- ísstjóri íslands sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar 1. janúar s. 1., en hr. Magnús V. Jóhann- esson hefir nú ráðist inn á. Eg hefi aldrei talað um að flytja í sumarskýli mitt til vetr- aríbúðar. En hitt sagði ég, að ég sætti mig frekar við að eitt herbergi ef þrem, ekki stórum, af íbúð minni, þó við værum 5 og stundum 6 í heimili, yrði tek ið, heldur en sumarskýlið, því. herbergið væri íbúðarhæft að vetrarlagi en sumarskýlið ekki. „Hvatir“ okkar höfum við nokkrir þegar sýnt síðastliðinn vetur og áður, með því að leyfa húsnæðislausu fólki afnot af skýlum okkar. Hér er mín reynsla: „Undirritaður bjó síðastliðinn vetur í tvo mánuði á Fossvogs- bletti 20, og hélst þar ekki við lengur, vegna raka og kulda, — enda hafði ég þá legið í hálfan mánuð sakir illrar aðbúðar, og er slíkt ekki furða, þar sem hurðir gengu ekki að stöfuni vegna raka, og ofbauð mér líka að fara ver með húsnæðið, held ur en þegar var orðið. En sjálf- an mig gat ég ekki ásakað fyrir illa meðferð, þar sem rafmagns- kynt var bæði dag og nótt. Reykjavík 15. nóv. 1942. Jón Pétursson.“ (sign.). Og hér er reynzla annars manns: „Síðastliðinn vetur bjó ég und irritaður méð fjölskyldu minni í fjóra mánuði á Bústaðabletti 23, og álít ég það hús algerlega; ófært til íbúðar yfir vetrarmán- uðina vegna kulda, þrátt fyrir þótt kynt væri nótt og dag< fékkst ekki nægilegur hiti. Á þessu tímabili lá ég sjálfur tvisvar í lungnabólgu og dóttir mín einu sinni, og töldu læknar orsökina slæma íbúð. 15. nóv. 1942. Pétur Söebech.“ (sign.). Og hér þess þriðja: „Eg undirritaður bjó haustið 1939 í sumarbústað Guðrúnar Petersen Fossvogsbletti 12, á- samt konu og tveim börnum og tel ég hann algjörlega óhæfan til íbúðar út af kulda og slaga og varð ég að hverfa þaðan á brott af þessum ástæðum. Get ég vottað um þetta með vitnum hvenær sem krafist verður. Árni J. Árnason húsgagnasmiður.“ (sign.). Hr. Magnús V. Jóhannesson má gjarnan skrifa heila skáld- sögu um ,,hvatir“ okkar. Það breytir sumarskýlum okkar ekk ert. . . . Innræti okkur leyfir okkur ekki að setja fólk inn í slíkar ,,íbúðir“. Að eúdingu vil ég óska hr. Magnúsi V. Jóhannessyni góðs árangurs í starfi sínu, hafandi orð forsætisráðherra 31. des. s. 1. í huga: „Við verðum hvert og eitt að notast við þær gáfur sem okkur eru gefnar“. Háljdan Eiríksson. Vegna veikindaforfalla vantar stúihu til þvottia í Sjúfcrahúsi Hvíta- bandsins. — Verður að búa úti í bæ. Uppl. hjá yfirhjúfcrunar- konunni. AUGLÝSBE) í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.